Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 15. nóvember 1975. HERRANOTT MR ...líkist engu nema sannrf gleði.... ¦ ......¦¦.¦-...., Ilerranótt M.R. Járnhausinn eftir Jón Múla og Jónas Arnason. Leikstjóri: Steinunn Jóhannes- dóttir Söngva æfði: Atli Heimir Sveinsson Leiknefnd: Benedikt Jónsson Inga Lára Baldvins- dóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sigurður Halldórsson Vilhelmina Haralds- dóttir og Þóra Steingrimsdóttir HERRANÓTT Menntaskólans i Keykjavik synir um þessar mundir Járnhaus þeirra Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, en ieikið er i Félagsheimili Sel- tjarnarness. Herranótt Menntaskólans vekur ávallt töluvcrða athygli, þar eð leikhefð félagsins nær lengra aítur i timann en hjá Jónas og Jón ivlúli Arnasynir. sjálfum stóru leikhúsunum. t sýningarskrá er að vfsu aðeins rakin verkefnaskrá lil ársins 1922. Margir af nafntoguðustu leikurum okkar hafa staðið fyrst á fjölunum á Herranótt. 1 ávarpi leiknefndar segir á þessa leið: „Þótt undarlegt megi virðast hafa islenzk leikrit ekki hlotið náð fyrir augum leiknefndar Herranætur um áratuga skeið. Þvi þótti timabært að nemendur M.R. veldu sér islenzkt þjóðlif að viðfangsefni. Það varð þvi að ráði að taka til sýningar ramm- islenzkt leikrit. Að visu sýnum við ekki lengur eigin hugvérk eins og skólapiltar sýndu forð- um, heldur Járnhausinn eftir þá Jónas og Jón Múla Arnasyni, fyrrverandi skólapilta. I kvöld sýnum viö þjóðlifið i hnotskurn. Þið munuð sjá að, „það er aukavinnan, sem gefur lifinu gildi". Glansmyndinni er ýtt til hliðar og við blasir raun- veruleikinn túlkaður af einlægni hjartans, fjöri og krafti.". Ég hefi ekki á hraðbergi sögu leikstarfsins i M.R., né heldur Lærða skólans, en i Leikhúsinu . við Tjörnina, bók Sveins Einarssonar, þjóðleikhússtjóra segir á þessa leið á bls. 60: „Eitt þeirra verka, sem enn lifa og lifá vel eru Herranætur- leikir Sigurðar Péturssonar, Hrólfur eða Slaður og trúgirni og Narfi, eður sá narragtugi biðill, en báðir þessir leikir urðu sem kunnugt er til undir alda- mótin 1800, um það leyti, sém Herranæturhald er að leggjast niður. Einhverra hluta vegna hafa þessar ágætu þjóðlifs- myndir aldrei ratað upp á sviðið i Iðnó. En á siðasta hluta 19. ald- ar er svo nýr uppskerutlmi skólaleikja, og ber þar hæst Úti- legumennina eða Skugga-Svein, sem Matthias Jochumsson setti saman i jólaleyfinu 1861-'62, þá skólapiltur, og Nýjársnóttina, sem skólapilturinn Indriði Éin- arsson setur saman 9 árum sið- ar og frumsýnd var á jólum 1871." Af þessum ummælum sést, að skólapiltar höfðu snemma á að skipa fólki, sem þá og slðar var tengt leiklistinni sterkum bönd- um. Járnhausinn var leikinn i þjóðleikhúsinu fyrir áratug eða svo. Um verkið segir Jónas Arnason á þessa leið i leikskrá: „Það eru 11 ár siðan við Jón Múli sömdum þetta leikrit. Þá var að visu ekki farið að tala um járnblendiverksmiðju eða upp- komin þau griðarlegu stóriðju- áform, sem nú eru á döfinni, en aðeins var farið að örla á þessu á málflutningi vissra aðila sbr. álverið. Kveikjan að leikritinu var að sjálfsögðu sú óbeit sem við höfundarnir höfum á um- ræddum áformum og þvi tak- markalausa svindlbraski sem hefur þegar fylgt og á eftir að fylgja I réttu hlutfalli við vöxt og viðgang þessarar stefnu, ef svo illa skyldi nú takast til, að hún ætti sér vöxt og viðgang. Að maður tali nú ekki um þær skemmdir á þjóðarmóralnum og náttúrunni, sem þessu hlýtur að fylgja. Þess misskilnings hefur gætt I sambandi við leik- húsverk, sem við bræður höfum unnið saman, að Jón Múli hafi ekkert samið nema músikina, en ég allt hitt. Mér er það bæði ljúft og skylt að leiðrétta þennan misskilning." Ennfremur þetta: „Ekki mæli ég þrælkuninni bót, en ég verð þrátt fyrir allan marxismann sem ég aðhyllist Friflrilc Símon Sverri að segja, að sildin og tilstandið i kringum hana magnar oft upp merkilega stemmningu sem lik- ist engu nema sannri gleði. Menn geta fyllzt innilegum fögnuði við hin sv.okölluðu fram- leiðslustörf. Jafnvel þó að allt bendi til þess að arðurinn lendi i vasa Eyva grútar. Það sem ger- ist á sviðinu er hópstemmning, og þess vegna gefur leikritið að Jónae Guðjón — iiiiliiiin iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Glíman við hákarlinn Skúli Guðjónsson: VÉR VITUM El HVERS BIDJA BER Útvarpsþættir 174 bls. Heimskringla 1975. ÞAD ER fornt mál, að töluð orð verði ekki aftur tekin, og vlst er um það, að margir garp- ar hins talaða orðs hafa fengið að kenna á þeim sannindum. Forfeður vorir létu sig ekki muna um að veðja höfðum sin- um, þegar þeim þotti mikið við liggja, og allt fram á okkar daga hefur það verið tizka að hafa uppi heitstrengingar af hinu fjölbreytilegasta lagi. („Ég strengi þess heit að verða hundrað ára, eða liggja dauður ella", er haft eftir einum heit- strengingakappanum). öngvu að siður er það stað- reynd, að list hins talaða orðs er hverful. Við hljótum að viður- kenna þá staðreynd að töluð orð eiga sér að jafnaði skemmri aldur en rituð, þegar undan eru teknar nokkrar ódauðlegar vis- ur og spakmæli, sem lifa á með- an tungan er töluð. Það er þvi blátt áfram fagn- aðarefni, þegar ræður, sem eðli sinu samkvæmt ættu einungis að vera dægurflugur, — eins og til dæmis útvarpserindi um dag- inn og veginn — eru svo vel samdar og hafa svo mikið al- mennt gildi, að þær sóma sér vel innan spjalda snyrtilega inn- bundinnar bókar. Og það er ein- mitt þetta, sem hér hefur gerzt. Heimskringla hefur gefið út út- varpserindi Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum um daginn og veginn. Það er bók, sem 6- hætt er að mæla með við hátt- virta lesendur. Útvarpsráð hefur jafnan sýnt lofsverða viðleitni i þá átt að láta menn af ýmsum stéttum og flokkum tala um daginn og veg- inn. Hins er ekki að dyljast, að ótrúlega margir af þessum er- indasmiðum hafa misskilið hlufverk sitt svo herfilega, að með ólikindum er. Furöuoft hafa erindin alls ekki f jallað um dag og veg liðandi stundar i þjóðlífinu, heldur um persónu- leg áhugamál þess sem talar hverju sinni. Það hefur ekki verið óalgengt, að hægt hafi verið að gizka á það fyrirfram með talsvert mikilli nákvæmni, um hvað næsta erindi muni fjalla, ef maður vissi einhver deili á flytjandanum. Framhjá þessu skeri tekst Skúla Guðjónssyni að sigla — oftast nær. Hann skilur hlutverk slikra erinda svo vel, að hann gerir sér far um að ræða þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum tima, frá „Kvenna- skólastriði" til þjóðhátiðar, frá listamannalaunum til Kristni- sjóðs. Honum verður tiðrætt urh árferði til lands og sjávar, og hann gleymir að sjálfsögðu ekki dýrtiðinni og verðbólgunni, sem hafa verið dagur og vegur Is- lendingá um áratuga skeið. Veðrið mun enn þann dag i dag vera algengasta umræðuefni þessarar þjóðar, eins og verið hefur um aldir. Það fær einnig sitt rúm í erindum Skúla um daginn og veginn. Skúli Guðjónsson er bóndi, eins og kunnugt er, og þvi eru vandamál og viðfangsefni bændastéttarinnar honum ofar- lega i huga, svo og framtið is- lenzks landbúnaðar. Hann minnist oft á þau mál i erindum sinum,en áhugasviðhans er svo vítt, að ræðan verður sárasjald- an einhæf. Um landbúnaðinn segir höfundur meðal annars þetta:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.