Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN 13 i!..........1111111. MmMll'llrlMlrfllillI Tuskuhundahald Fyrir um það bil fimmtiu ár- um samykkti Alþingi lög, er bönnuðu hundahald i kaupstöð- um og bæjum. Þau lög voru mjög þörf þá og ekki síður nU, enda var þeim dyggilega fram- fylgt bæði af almenningi og lög- gæzlunni henni til mikils sóma. En það eru alltaf til menn, sem finnst þeir megi brjóta lög og reglur samfélagsins og hafi til þess sérstók mannréttindi, jafn- vel þó að það bitni á öðrum mönnum og saklausum dýrum. Fólk hér í Reykjavik og viðar, þar sem hundahald er bannað, hefur safnað að sér hundum nú siðustu árin og notið þess að lög- regluyfirvöldin haf a ekki gengið eins einbeitt fram i þessu máli og lög mæla fyrir um. En nú hefur lögreglustjóri tilkynnt hundaeigendum að fjarlægja hunda sina úr lögsagnar- umdæminu tafarlaust sam- kvæmt lögum og samþykkt borgarstjórnarinnar. Ég veit að allur almenningur fagnar þeirri ákvörðun og telur vist að henni verði framfylgt til hins ýtrasta. Vona ég að svo verði sem fyrst, því ekki verður verkefnið viðráðanlegra siðar. En ennþá sér maður daglega lausa hunda ómerkta flakkandi um götur borgarinnar og heyrir hundgá frá húsum. Það hefur margoft verið bent á hversu ónauösynlegt, óþrifa- legt og skaðlegt er að hafa hunda i kaupstöðum og fjöl- menni og að það sé dýrunum þvingun og óeðlilegt að lifa i þvi umhverfi. Frá fyrstu tið hefur það verið aðalhlutverk hundsins að fara að fé og öðrum búpeningi og hjálpa manninum i frjálsu og óháðu umhverfi. Það er þvi vafamál að það sé góð meðferð á dýrunum að hafa þau fyrir leikföng og tjóðra þau eða loka inni og skilja þau ein eftir . heima geltandi af leiðindum allan daginn eins og dæmi eru til. Ætti Dýraverndunarfélag ís- lands að taka þann þátt dýra- verndunar til rækilegrar at- hugunar áður en það i alvöru mælir með sliku hundahaldi eða pyndingum á skepnum. Hér i Reykjavik er allt skepnuhald bannað nema kettir. Væri fullþörfá aðbanna þá, þar sem þeir eru búnir að stór- skemma fuglalifið i borginni. Hestar, hænsni, kýr og kindur, sem aílt eru nytjadýr, hafa verið gerð útlæg Ur borginni og þóer ekkertþeirra eins skaðlegt umhverfinu eins og hundurinn, sem engu þarflegu hlutverki hefur að gegna, nema ef maður ætti að taka það alvarlega, sem „hundavinir" segja að hann ali svo vel upp börn. En satt að segja trúi ég nú „hundavinum" sjálfum betur til peirra hluta en hundum af ýmsu tagi. Eins og kindaeigendur eiga sina fjárborg væri ekki óeðlilegt að „hundavinir" ættu sina hundaborg á einhverju Utnesi eða útey, þar sem þeir væru nógu einangraðir frá öðrum dýrum og mönnum og hunda- eigendur gætu verið i friði fyrir okkur þessum venjulegu mönn- um, sem viljum hafa næði fyrir sifelldu hundagelti og viljum kappkosta að halda borginni okkar hreinni. Orðhagur Húnvetningur kallaði kjöltuhunda Reykvikinga „tuskuhunda." Börnum nægir alveg að fá bangsa og önnur gervidýr og brUður að Ieika sér að. Mér hefur þvi komið til hugar hvort það væri ekki bráðsnjallt fyrir þá, semhafa gaman af að leika sér að hundum að fá sér tuskuhunda. Þeir gætu jafnvel bUið þá til sjálfir og væri þá ekk- ert upp á skaparann eða duttlunga náttUrunnar komnir með útlit þeirra, gætu ráðið lit þeirra og lögun og meðferð þeirra yrði þeim hundum ekkert tilfinningamál. Jafnvel mættu frUrnar koma með þá dinglandi inn i mjólkurbUðirnar, þeir mundu ekki gera umhverfinu mein, fyrir þá þyrfti ekki að starfrækja hundaspitala, þá þyrfti ekki að fæða eða þrifa daglega og þá mætti skilja eftir eina heima eða úti i bil og væntanlega enginn að gerast lögbrjótur þeirra vegna sér til leiðinda og skammar né leggja i kostnaðarsaman og tvisýnan málarekstur fyrir alþjóða* dómstólum. Að endingu langar mig að spyrja Ut af mannréttindatali „hundavina": Höfum við, sem ekki viljum hafa lifandi dýr að leikföngum enginn mannréttindi eða þeir, sem vilja hafa kindur, kýr, hænsni eða ónnur nytjadýr sér til gagns i borgum eða bæjum sem þau eru bönnuð. Guðjón Bj. Guðlaugsson Efstalandi 30. Messoð í Kópavogskirkju á ný að loknum viðgerðum Amorgun verður að nýju sung- in messa i Kópavogskirkju, en þær hafa legið niðri um stund vegna viðgerðar og endurbóta á kirkjunni hið innra. Þessi fallega kirkja var vigð 16. des. árið 1962. Þá voru ibUar Kópavogs um 7000 og var það mikið og lofsvert átak fyrir Kópa- vogssókn að koma kirkjunni upp. Allt siðan þá hefur kópavogsbU- um þótt vænt um kirkju sina og þarf ekki annað til að nefna en það, að hinir sérstæðu bogar kirkjuhússins hafa verið teknir inn i merki Kópavogs og prýða þeir einnig merki ýmissa félaga- samtaka. Samfara eðlilegu viðhaldi hafa nU verið gerðar umtalsverðar endurbætur á kirkjunni i samráði við arkvitekt hUssins Hörð Bjarna- son hUsameistara rikisins. Ber þar hæst ný lýsing svo og kork- lagning á gólfi og ný teppalagn- ing. Þá hefur kirkjan verið mál,- uð bæðí áð innan og utan. Allar þessar framkvæmdir urðu að vonum mjög kostnaðar- samar, en báðir sotnuðirnir sem kirkjuna eiga hafa staðið að þeim. Kvenfélag Kópavogs, sem alla tið hefur sýnt kirkjunni mikla ræktarsemi, veitti nU fjárstuðn- ing til kaupa á nýjum gólfdregli og að auki færðu konur innan safnaöanna fé i sama tilgangi. Það er gott að fá að finna hlýhug þeirra, sem meta kirkjustarfið i kaupstaðn'im og vita að lág sóknargjök nægja engan veginn lengur til þess að fjármagna störf safnaðanna-. Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins komin út JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins 1975 er komið út. A merkinu er högg- mynd af Bertel Thorvaldsen á Austurvelli, þar sem hUn var staösett upphaflega, en Danir gáfu Islenzku þjóðinni hana i til- efni af þjóðhátiðarárinu 1874. Siðar var höggmyndin flutt i Hljómskálagarðinn og stendur þar nU. 19. növember 1875 voru nokkrar konur Ur Reykjavik að vinna við að skreyta höggmyndina, en Ber- tel Thorvaldsen var fæddur 19. nóvember árið 1770 og dó 24. marz 1844. Við þessa vinnu kvennanna kom hugmyndin um stofnun Thorvaldsensfélagsins fram, og félagið var stofnað 19. nóvember 1875. Það verður þvi 100 ára þann 19. nóvember næstkomandi. Félagið hefur þvi starfað I 100 ár og haft að aðalmarkmiði hjálp- ar- og llknarstörf, einkum fyrir börn. Er það einlæg ósk félags- kvenna, að Reykvikingar og aðrir landsmenn styðji og styrki starf- semi félagsins n"ú, eins og alltaf undanfarin ár, með þvi að kaupa jólamerkin. Allur ágóði af sölu jólamerkjannarennurtil styrktar vanheilum börnum. Merkin kosta kr. 10.- stk. og örkin með 12 merkjum kr. 120.-. Póst- og símamálastjórn hefur ákveöiö að gefa út frimerki og fyrstadagsumslög á 100 ára afmælisdegi félagsins 19. nóvember næstkomandi, og geta þeir, sem þess óska, fengið jólamerkið á fyrstadagsumslagið hjá póstinum. Skelfiskbátar frá Stykkishólmi afla vel NTJ ERU fimm bátar gerðir Ut á hörpudiskveiðar frá Stykkishólmi og hafa þeir aflað vel. Aflinn er allur unninn I hraðfrystihUsi Sig- urðar AgUstssonar og vinna þar um 50 konur auk nokkurra karl- manna. Næg atvinna er i Stykkishólmi árið um kring, þvi að skelfisk- veiðarnarbrUa bilið milli vertiða. Sparið rafmagn! Notið NOBÖ termistorstýrða rafbfna Termistorstýröur hitastillir. Spyrjiö um álit fagmanna. Myndlistar hjá rafverk- . tökum um land allt. Söluumboö L.Í.R. Hólatorgi 2. Simi: 16694 Auoveld stilling. eitt frægasta merki !| "veraldar í BRUÐUAA Eigum meðal annars fyrirliggjandi: Barbie á skiðum — með liðamótum á höndum, fótum og mitti Barbie á sjóskíoum Bóðar með aukafötum Búðarverð kr. 1980 Herramaðurinn Ken eiginmaður Barbie Búðarverð kr. 1580 INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 •••••••••••••••••« | AiíglýsííT ilimanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.