Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN T5 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann varaþingmaður og Guðmundur G. Þórarins- son varaborgarfulltrúi verða til viðtals að Rauðarárstig 18 laugardaginn 15. nóv. kl. 10-12. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist í félags- heimili sinu ao Sunnubraut 21, sunnudaginn 16. nóvember kl. 16. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum fimm vistum. Þetta er þriðja vistin af fimm. Ollum heimill aðgangur meðan húsrum leyfir. Mýrarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn i Snorrabúð Borgarnesi, sunnudaginn 16. nóvember kl. 9siðdégis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. önnur mál. Stefán Valgeirsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin. Snæfellsnes Aðalfundur Framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi verður að Breiðabliki sunnudaginn 14. nóvember og hefst kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnirnar. Austur-Húnvetningar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna I A.-Hún. verður haldinn að Hótel Blönduósi, mánudaginn 17. nóv. og hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Magnús Ólafsson form. SUF, kemur á fundinn. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Basarinn verður að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 23. nóvem- ber næstkomandi. Tekið verður á móti varningi að Rauðarárstig 18, alla daga vikunnar til kl. 17, og á fimmtudaginn einnig kl. 20- 22 um kvöldið. Þær, sem hafa hugsað sér að gefa kökur, komi þeim á sunnudagsmorgun 23. nóv. að Hallveigarstöðum. Basar- nefndin. SUNN vill láta friða rösklega 100 staði á Norðurlandi vestra SAMTOK um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) hafa á undanförnum árum unnið að skrásetningu náttilruminja á Norðurlandi I samvinnu við Nátturuverndarráð. Með náttúruminjum er átt við hvers konar sérstakar lands- lagsmyndir, svo sem fossa, hella, dranga, gil framhlaups- hóla o.s.frv., jarðfræðilegar minjar, svo sem fundarstaði steingervinga, svo og staði með rikulegum eða sérstökum gróðri, dýralifi o.s.frv., eri þar má nefna t.d. flæðiengjar. Félagið hefur nú sent frá sér Kynlegir kvistir — dagbókarþættir AAaxims Gorki komnir út KYNLEGIR KVISTIR nefnist ný- útkomin bók hjá Máli og menn- ingu, eftir Maxim Gorki. Bókina þýddi Kjartan ólafsson úr rúss- nesku, en Ellas Mar þýddi visur I bókinni. Kynlegir kvistir eru þættir ur dagbók Gorkis, en bókina gaf hann út árið 1925. Bók sú, sem nú kemur út á islenzku, er nokkuð stytt útgáfa dagbókarþáttanna. Frásagnir þessar bera mörg sömu einkenni og endurminning- ar Gorkis: Alls staðar eys hann af brunni sinnar viðtæku lifs- reynslu og mannþekkingar, sér- hver maður sem hann hitti, virð- ist hafa vakið forvitni hans og samúð. Þó að lýsingar Gork- is séu einatt ömurlegar, eru þær ekki markaðar bölsýni, heldur bera þær vott um áhuga hans og ást á fólki. Um lýsingar Gorkis eiga einmitt við þessi orð hans: „Sannleikurinn er vor- kunnseminni æðri". Bókin er prentuð I Prentsmiðj- unni Hólar hf. og er 239 bls. Ljóð vega salt Sigurður Pálsson hefur nýverið sent frá sér ljóðabók sem hann nefnir Ljóð vega salt; Bókin er i pappírskiljuformi, 90 bls. gefin út hjá Heimskringlu, en prentun annaðist Prentsmiðjan Hólar h.f. — 1 bókinni eru nokkur eldri ljóð höfundar, ásamt nýjum, alls um 23 talsins. Ný bók eftir dr. Kristján Eldjárn: HAGLEIKSVERK HJÁLMARS ÍBÓLU HELGAFELL hefur gefið út bók eftir dr. Kristján Eldjárn, og nefnist hún Hagleiksverk Hjálm- ars i Bólu. Telur bókarhöfundur, að enn séu til fimmtiu og fimm munir útskornir af Bólu-Hjálm- ari, svo að kunnugt sé. Allir vita, að Bólu-Hjálmar var skáld, sem nýtur hylli enn þann dag i dag, þótt sumt af kveðskap hans sé nokkuð fornlegt orðið i vitund fólks, og hafa ekki aðrir ort meiri kjarnakvæði en sum ljóð hans eru. Margir vita einnig, að hann var mikill iþróttamaður við útskurð, þótt þeir séu óneitanlega miklu færri, er gera sér grein fyrir þvl, hve hátt hann gnæfir þar. Nú hefur dr. Kristján Eldjárn reist hinu oddhaga skáldi bauta- stein, þar sem listfengi þess á þvi sviði eru gerð rækileg skil. Er hverjum grip, sem vitað er, að Hjálmar hefur skorið og skreytt, lýst I bókinni og ferillinn rakinn eins og unnt hefur reynzt. Bókina prýður f jöldi ljósmynda af munum Hjálmars, og mega þar allir sjá, hvað hann hefur kunnað fyrir sér á þvi efni. fyrsta hluta þessarar svonefndu náttúruminjaskrár, þ.e. Náttúruminjaskrá Norðurlands vestra (Húnaþings og Skaga- fjarðar) i fjölrituðu formi. I skránni eru tilgreindir rúm- lega eitt hundrað staðir og svæði, sem félagið telur mikil- vægt að vernda i vestursýslum Norðurlands. Er þeim skipt i fjóra flokka I Stór landslags- svæði II Strandlendi og eyjar, II Votlendi og vötn og IV Ýmsar landslagsminjar. Af stærri svæðum, sem SUNN leggur til að vernduð verði sér- staklega, má nefna Bjarga- svæðið I V-Hún., hluta Vatns- dals og Þings i A .Hún og hluta af Hegranesi i Skagafirði. 1 formála skrárinnar kemur fram, að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að vekja athygli á náttúruverdnargildi hinna skráðu minja. Félagið vonar, að vitneskjan um þetta gildi geti orðið minjunum einhver vernd, eða a.m.k. orðið til þess að menn hugsa sig um, áður en þeir raska þeim. Burstar, lyftir, „touperar bylgjar, leggur, sléttir og þurrkar hór þitt —- FLJÓTT OG VEL Lady n m W^ Verð um israun ^^^ kr. 8.350 HÁRGREIÐSLUSETTIÐ BRAUN-UMBODIÐ: Sími sölumanns er 1-87-85 Raftækjaverzlun íslands h.f. Ægisgötu 7 — Reykjavík — Símar 1-79-75/76 lag áhugamanna um fiskirækt heldur fund að Hóteí Loftleiðum (Kristal- sal), mánudaginn 17. þ.m. kl. 20.30. Allir áhugamenn um fiskirækt velkomnir á fundinn. FUNDAREFNI: 2. Arbók félagsins fyrir árið 1974 afhent. 2. Arni ísaksson fiskifræðingur skýrir frá endurheimtu á laxi i Kollafjarðarstöðinni árið 1975. :$. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri ræðir um eftirlit með ólöglegri laxveiði. 4. önnur mál. Stjórnin. Rafmagnið — fjórða fjölfræðibókin komin út ALMENNA bókafélagið hefur gefið út fjórðu bókina i fjölfræði- bókaflokknum, og er þessi um rafmagnið, eftir D.R.G. Melville. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu, en bókin er prentuð og bundin á ítaliu hjá Arnoldo Mondadori, Officine Grafiche, Verona, og er skrýdd fjölda lit- mynda. Þýðingu annaðist Aðal- steinn Guðjohnsen, og segir hann m.a. i formála bókarinnar, að til- gangur hennar sé að skýra hvað rafmagn er, hvernig það birtist og hver áhrif þess eru — einnig að sýna hvernig það er framleitt, hvernig þvi er dreift og hvernig það er notað nú á dögum. Auglýsid: iTimanúm INNKAUPASTJÓRAR Munið að gera pantanir fyrir jól TÍAAANLEGA GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REYKJAVÍK ICELAND listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.