Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. nóvember 1975. TÍMINN Bifreiðastjórar á BSR: Vilja tryggja stað- setningu stöðvarinnar Frá ráöstefnunni um atvinnumál háskóiamanna TlmamyndGE BH-Reykjavik. — Bilstjórarnir á Bifreiðastöö Reykjavikur, sem hefur aðsetur sitt á allstórri lóð við Lækjargötu, hafa skrifað borgarráði bréf varðandi aðstöðu bifreiðarstöðvarinnar, en heil- brigðiseftirlit borgarinnar hefur hótað lokun afgreiðsluskúrs stöðvarinnar vegna ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Bifreiðastöð Reykjavikur er rekin af einka- aðila, en borgin á lóðina, sem stöðin hefur haft undir rekstur sinn. Bjóðast bilstjórárnir til að koma upp flytjanlegu af- greiðsiuhúsnæði og malbika lóð- ina, gegn tryggingu um áfram- haldandiveru stövarinnar þarna. Það er ljóst, að ef heilbrigðis- • • HASKOLAMENNTUÐU FOLKI FJOLGAR MEIRA EN GERT VAR RÁÐ FYRIR — Vart er þó hægt að tala um atvinnuleysi meðal háskólamanna eftirlitið lætur loka afgreiðslu- skúrnúm, er aðstaða stöðvarinn- ar öll önnur en nú, og óttast bif- reiðastjórarnir, að það dragi til- finnanlega úr starfseminni. Þess vegna vilja þeir allt til vinna, og bjóðast sjálfir til að malbika port- ið og koma þar upp flytjanlegu af- greiðsluhúsi, i stað þess sem nú er notazt við. Hins vegar fara þeir fram á að fá tryggingu fyrir á- framhaldandi dvöl þarna, og hefur heyrzt, að rætt sé um 10—15 ár. Mál þetta er nú i athugun hjá borginni. Það hefur verið rætt i borgarráði, og var vinsamlega tekið, og kom fram sú skoðun, að gamli bærinn mætti ekki missa BSR úr hatti sinum, nógu lifvana væri hann samt. Samþykkti borgarráð að visa erindinu til umsagnar borgarverkfræðings á fundi sinum sl. þriðjudag. Bindindisdagur- Hafnarfirði SJ—Reykjavik — Háskóiamennt- uðum mönnum hefur fjölgað mun örar hér á landi heldur en áætlað var fyrir nokkrum árum. t áætl- unum svonefndrar Háskóianefnd- ar 1968 var gert ráð fyrir að há- skólamenntuðu fólki myndi f jölga um 6-7% að meðaltali á ári á timabilinu 1968-'85. Samkvæmt nýgerðri talningu og áætlun kem- ur hinsvegar i ljós, að fjölgunin er að meðaltali um 8,5% á ári 1968- 1980. Háskólamenntuðum fjölgar örar hér en i Danmörku, en þar var fjölgunin 4-5% að meðaltali á ári 1950-'72, og gert er ráð fyrir að hún verði um 7% á timabilinu 1972-'87. Þetta kom ma. fram i 'yfirliti um tölfræðilegar athuganir Bandalags háskólamanna á fjölda háskólamenntaðra manna nú og spá fyrir 1980, sem Magnús Skúlason gerði grein fyrir á ráð- stefnu um atvinnumál háskóla- manná, sem hófst i Ráðstefnusal Hótel Loftleiða I gær og lýkur nú i kvöld. 1 yfirlitinu er bent á, að veldi gamalla og virðulegra náms- greina, guðfræði, lögfræði og læknisfræði, fari siminnkandi. Þannig voru guðfræðingar 6.6% af heildarfjölda háskólamennt- aðra manna 1. nóv. 1968, en við áramót 1980/1981 er áætlað, að þeir verði aðeins 3,3% af heildar- fjöidanum. A sama timabili lækk- ar hlutur lögfræðinga Ur 17,4% i 11,0% og lækna lir 16,8% i 11,0%. Mest hlutfallsleg fjölgun háskóla- manna er hins vegar I þeim greinum raunvisinda, sem hafin varkennsla itilB.S.-prófs viðHá- skóla íslands árið 1970. Þá er gert ráð fyrir, að kennarar, sem út- skrifazt hafa frá Kennaraháskóla íslands, verði um 4,5% af heildar- fjölda háskólamenntaðra Islend- inga við áramót 1980/1981, en fyrstu kennarar útskrifuðust frá K.H.l. 1974. Enn fremur eru i ný- gerðri talningu taldir með tækni- fræðingar og sjúkraþjálfarar, en þeir voru ekki taldir með i könnun háskólanefndar. Aætlað er, að tæknifræðingar verði um 7% af heildarfjölda háskólamanna við áramót 1980/1981, en sjúkraþjálf- arar um 1%. Að mati Iðnþróunarnefndar og áætlanadeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins verður megin- einkenni mannaflaþróunar næstu ára vöxtur mannafla þjónustu- greina I hlutfalli við heildar- mannaflann. Háskólamenn telja, að þeir hljóti að verða sifellt stærri hluti mannaflans I þjón- ustugreinum, jafnframt þvi sem þeir hljóti að ryðja sér meira til rúms iýmsum úrvinnslugreinum, t.d. fiskiðnaði, þó erfiðlega hafi gengið hingað til. 1968 voru há- skólamenntaðir menn 7,9% mannaflans I þjónustugreinum, 1975 10,4% og 1980 er áætlað að þeir verði 13,5% mannaflans i þjónustugreinum. Er þá miðað viö að allir háskólamenntaðir menn starfi við þjónustugreinar. Af upplýsingum frá aðildar- félögum BHM má ráða, að svo til allir háskólamenntaðir menn sinni störfum, þar sem menntun þeirra nýtist I starfi. Vart er þvi hægt að tala um atvinnuleysi meðal háskólamanna. Yfirleitt rikir jafnvægi á vinnumarkaði háskólamanna eða eftirspurn er meiri en framboð. Jafnvægi rikir á vinnumarkaði náttúrufræðinga, tæknifræðinga, verkfræðinga og arkitekta. Hins vegar er eftir- spurn meiri en framboð meðal bókasafnsfræðinga, sjúkraþjálf- ara, lyfjafræðinga, dýralækna, sálfræðinga og viðskipta- og hag- fræðinga. Ekki er um að ræða, að framboð sé meira en eftirspurn nema á vinnumarkaði lög- fræðinga, og er þá miðað við hrein lögfræðistörf. Talin er hætta á offjölgun meðal náttúru- fræðinga, lyfjafræöinga, lækna, sálfræðinga og lögfræðinga. Þótt talin sé hætta á offjölgun meðal Ferðalögum ís- lendinga fækkar útlendingum fjölgar gébé—Rvik — Tala farþega til ts- lands, með skipum eða flugvél- um, er nokkuð minni f ár heldur en í fyrra, og eru ferðalög tslend- inga mun minni. Frá áramótum til 1. nóvember 1975 komu 45.563 tslendingar til landsins en á sama tima áriö 1974 vofu þeir 48.899. Tala útlendinga á þessu sama timabili i ár er þó nokkru hærri mi, eða 66.767, en var 64.154 I fyrra. í októbermánuði s.l. komu, samkvæmt tölum frá útlendinga- eftirlitinu, 3.831 útlendingar hing- að til lands, og er fjöidi Banda- rikjamanna þar mestur, eða 1900. 1 október 1974 komu aftur á móti nokkuð fleiri útlendingar, eða 4.012 talsins. 1 október 1974 komu 4.634 íslendingar til landsins, en voru 4.136 I október s.l. Alls ferð- uðust með skipum eða flugvélum 7.967 farþegar í október I ár, en voru mun fleiri i fyrra, eða alls 8.646manns, erlendir og islenzkir farþegar. náttúrufræðinga og lyfja- fræðinga, er það ekki vegna verk- efnaskorts, heldur bendir margt til þess, að atvinnumöguleikar þeirra fari versnandi. Allt fer þetta þó eftir þvi, hvaða stefnu verður fylgt I atvinnu- og rann- sóknamálum i framtlðinni. Ný starfssvið fyrir náttúru- fræðinga, sem benda má á, eru á sviði matvælafræða- og mat- væðagerlafræða og á sviði vatna- mála- og búvisinda fyrir veður- fræðinga. Hugsanleg riý starfssvið fyrir lyfjafræðinga eru á sviði um- hverfisverndar, matvælaeftirlits og ýmis störf við sjúkrahús. Þess má geta, að viða erlendis eru störf við lyf ja- og efnaiðnað tvö af þrem aðalstarfssviðum lyfja- fræðinga, en hér á landi eru starfsmöguleikar við slikan iðnað takmarkaðir.. Sem ný starfssvið fyrir arki- tekta má benda á ýmis svið opin- berrar þjónustu, t.d. rannsókna- starfsemi, upplýsingasöfnun og - miðlun. Fyrir dýralækna má benda á ýmis rannsóknastörf á sviði matvæla- og heilbrigðiseft- irlits. Verkfræðingar benda á störf ifiskiðnaði, við útgerð og við landmælingar. Félag islenzkra fræða bendir á, sem ný starfssvið fyrir sina félagsmenn, hvers konar fjöl- miðlun og störf I utanrikisþjón- ustunni. Sjúkraþjálfarar benda á, sem ný starfssvið, sjúkraþjálfun og fyrirbyggjandi starf i skólum, leiðbeiningar um hagnýtar starfsaðferðir og vinnutilhögun, auk fyrirbyggingar atvinnusjúk- dóma. Þá benda bókasafnsfræð- ingar á störf við rannsókna- og þjónustustofnanir, skóla, skjala- söfn, almenningsbókasöfn, o.fl. Sem ný starfssvið fyrir sálfræð- inga, má benda á starfsmanna- hald (vinnusálfræði), störf við fé- lagsmálastofnanir og störf að barnaverndármálum. Guðfræð- ingar benda á störf á sviði félags- ráðgjafar og aðstoð við sjúklinga. Hugsanleg ný starfssvið fyrir lögfræðinga eru ýmis stjórnsýslu- svið, bæði störf á vegum rikis og sveitarfélaga, einkum við samn- ingu lagafrumvarpa og almennra stjórnsýsluframkvæmda, svo og við uppkvaðningu úrskurða. Á undanförnum árum hefur orðið sú breyting helzt á starfs- sviði viðskiptafræðinga og hag- fræðinga, að þeir hafa I auknum mæli tekið við almennum stjórn- sýslustörfum á vegum hins opin- bera. Breyttir atvinnuhættir og breytt skipulag atvinnustarfsemi hefur einnig aukið þörfina á við- skiptafræði- og hagfræðimennt- uðu fólki. Flest bendir til, að þessi þróun haldi áfram. Formaður Bandalags háskóla- manna, Jónas Bjarnason, setti ráðstefnuna, en siðan flutti Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri er- indi. Auk þess töluðu prófessor Þórir Einarsson um Hvað hefur ráðið þróun kennslu á háskóla- stigi fram til þessa? Ragnar Hall- dórsson um stjórnun I þjóðfélag- inu og nýtingu háskólamenntaðs starfsfólks.Bjarni Bragi Jónsson um mannaflaspár og notkun þeirra við áætlanagerðir, Jóhann Hannesson um aðgang að há- skólanámi og hvort stjórna eigi honum, og fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Islands um námsval stú- denta. Þá fóru fram umræður. 1 dag eru flutt erindi og rætt um framtiðarverkefni og þarfir fyrir háskólamenntað starfsfólk I ýms- um greinum. Loks verður starfað i vinnuhóp- um um viðfangsefni ráðstefnunn- ar. inn gébé—Rvík — Hafnfirðingar halda bindindisdaginn hátiðlegan á sunnudaginn, 16. nóv. Messa verður i Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00. Sr. Helgi Tryggvason pré- dikar og sr. Bragi Friðriksson þjónar fyrir altari. Einsöng syng- ur frú Inga Marla Eyjólfsdóttir. Skemmtisamkoma verður um kvöldið á vegum Ungtemplarafé- lagsins Depils I Góðtemplarahús- inu. Vilja breytingar á skattalögunum BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Félags isl. nátt- úrufræðinga, haldinn nýlega, fagnar aðgerðum skattgreiðenda i Bolungavfk og viðar, sem miða að því, að launþegar séu ekki endalaust látnir greiða mun hærri skatta en þeir, sem mun betur eru stæöir og hafa atvinnurekstur með höndum. Fundurinn vill benda á, að misgerðir í skattlagn- ingu eru fyrst og fremst að kenna gloppóttum skattalögum, og skorar fundurinn á launþegasam- tök og allan almenning að knýja fast á við þingmenn að fá fram nauðsynlegar breytingar á skattalögum, þannig að launþeg- ar séu ekki beittir áframhaldandi misrétti I skattlagningu." Áætlunarflug Vængja til Súgandafjarðar heht í næstu viku gébé Rvik — t næstu viku áætlar Flugfélagið Vængir aö hefja áætl- unarflug til Súgandafjarðar, að sögn Hafliða Helgasonar fram- kvæmdastjóra. Bætir þetta mjög úr samgöngum við Súgandaf jörð, og þá sérstaklega að vetrarlagi. Nýlokið er við gerð flugbrautar I Súgandafirði, og hún löglega viðurkennd nú fyrir nokkrum dögum. Flugbrautin er 525 metr- ar að lengd. Hafliði sagði blaðamanni Tim- ans, að Vængir áætluðu að vera með ferðir þrisvar I viku til Súgandafjarðar, og myndu þeir þá flytja farþega, póst og fragt. — Til þessara ferða munum við nota Twin Otter skrúfuþotur, sem taka 19 farþega, og Islander-vél- ar, sem taka 9 farþega. Þetta gjörbreytir samgöngumöguleik- um Súgfirðinga, og þá sérstak- lega yfir vetrartimann, þegar oft er erfitt fyrir þá að hafa samband við umheiminn. ENN FJÖLGAR FÓRNAR- LÖMBUM UMFERÐARINNAR Gsal-Reykjavik — Enn hækkar tíila þeirra, sem látizt hafa i umferðarslysum á þessu ári. t gærmorgun lézt á gjörgæzlu- deild Borgarspitalans Ingunn Halldórsdóttir frá Einarstöðum, Prestshólahreppi i Núpasveit, N-Þing., af völdum meiðsla, er hún hlaut i bilslysi á Húsavik 3. þessa mánaðar. Ingunn hlaut mjög alvarleg höfuðmeiðsl og komst aldrei til meðvitundar. Hún var sextán ára gömul. t fyrradag lézt einnig Sigur- björn Arason, sem varð fyrir bil á Kleppsvegi, rétt innan við Dalbraut 7. október sl. Sigur- björn var 76 ára. Það sem af er þessu ári hafa þvi 29 látizt i umferðarslysum, og er það hærri tala en um getur á einu ári — og er þó hálfur ann- ar mánuður til ársloka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.