Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. nóvember 197S. TÍMINN tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 2650P — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Bláoaprent K".f;' Útgjöld ríkisins Mikið er nú rætt um rikisútgjöldin um þess- ar mundir. Það á sinn þátt i þessu, að halli var á rikisrekstrinum i fyrra og sennilega verður enn meiri halli i ár. Þetta er að sjálfsögðu allt annað en æskilegt. Hins má þó gæta, að Is- lendingar eru ekki einir um þetta á þessum timum. Undantekningarlitið hefur verið halli á rikisrekstrinum i nágrannalöndum okkar undanfarin ár, og verður hann þó langmestur i ár. T.d. verður þessi halli stórfelldur i ár i Bandarikjunum og Vestur-Þýzkalandi. Ástæðan er sú, að ekki hefur þótt rétt að þyngja skattana og jafna hallann á þann hátt, þvi að það hefði getað leitt til samdráttar. Það hefur heldur ekki þótt rétt að draga svo mikið úr út- gjöldum, að jöfnuður næðist á þann hátt. Það hefði einnig getað hert á kreppunni og aukið at- vinnuleysið. Það þarf ekki að vera neitt óeðli- legt, þótt einhver halli sé hjá rikinu á krepputimum, en að sjálfsögðu á að reyna að vinna hann upp, þegar vel árar. T.d. getur þá verið auðveldara að draga úr ýmsum fram- kvæmdum eða að krefjast meira af skatt- þegnunum. Með þessu er ekki verið að halda þvi fram, að hallinn á rikisrekstrinum hefði ekki mátt. vera minni i fyrra og i ár. En reynslan annars staðar sýnir, að slikur halli er ekki óalgengur á krepputimum. JNIú er mikið rætt um að draga þurfi úr rikis- útgjöldum og skal þvi ekki mótmælt. Rikis- stjórnin og flokkar hennar vinna að þessu eftir föngum. En hér verður þó að gæta hófs, eins og á öðrum sviðum. Að sjálfsögðu ber að draga úr hvers konar rekstrarútgjöldum, eins og hægt er. Viða hjá rikinu má áreiðanlega spara i mannahaldi, ef aukinnar aðgæzlu er gætt Það er alveg furðulegt að sjá hvernig mannahald eykst hjá ýmsum rikisstofnunum og hvernig óþörf skrifstofumennska blómgast. Þannig safnast nú hjá þingmönnum meira og minna af alls konar skýrslum, sem stafar af þvi, að engin samræming á sér stað i þessum efnum, og hver stofnunin virðist setja metnað sinn i að gefa út skýrslur. Flest er þetta meira og minna gagnlitið. En þótt hér megi eitthvað spara, skiptir það ekki stórum upphæðum. Ef draga á úr útgjöldum rikisins að ráði, verður það ekki gert, nema á þann hátt að dregið verði úr þjónustu við almenning á ýmsum sviðum eða að dregið verði úr þeim millifærslum, sem rikið reynir að framkvæma til að jafna kjörin i landinu með þvi að skattleggja þá, sem betur mega, og styrkja hina, sem verr eru staddir. Það er alger fjarstæða, þegar rikinu er lýst sem ræningja, sem sé að draga til sin f jármuni borgaranna og stinga þeim i eigin vasa. Allt, sem rikið innheimtir, dreifist aftur með einum eða öðrum hætti til borgaranna, og stundum meira til, eins og rekstrarhallinn á þessu ári ber merki um. Þetta verða menn að gera sér ljóst, ef ræða á þessi mál i einhverri alvöru. Úr rikisútgjöldum verður ekki verulega dregið, nema einhyer þjónusta eða tilfærsla milli borgaranna verði skert. Um þetta stendur valið og umræður um þessi mál eiga þvi að snúast um hvað eigi að velja og hverju eigi að hafna. Annað er óábyrgur áróður. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður Roberto eða Neto sigursælli? Tvær ríkisstjórnir keppa í Angóla HINN 10. þ.m. gerðist sögu- legur atburður i Luanda, höfuðborg Angola. Landshöfð- ingi Portúgala þar, Leonel Cardoso, flutti þá ræðu, þar sem hann lýs'ti yfirráðum Portúgala lokið og dró niður fána Portugals að henni lok- inni. Með þessari athöfn lauk langri sögu Portugals sem ný- lenduveldis. Það hófst 1485, þegar Portúgalar lýstu yfir yfirráðum sinum i Angola. Angola varð lika siðasta ný- lenda þeirra. Það hafði verið von PortU- gala, að þeir gætu afhent inn- lendri stjórn völdin I hendur. Um skeið voru góðar horfur á þvi. I janúarmánuði siðastl. náðist samkomulag milli hinna þriggja frelsishreyfinga i landinu um myndun sam- eiginlegrar stjórnar. Þetta samkomulag fór þó fljótt ut um þúfur og hófst þá blóðug barátta milli þeirra um yfir- ráðin i landinu. Formlega fékk Angola sjálfstæði 13. þ.m. Þá stóðu málin þannig, að MPLA-hreyfingin réði yfir höfuðborginni og miðhluta landsins. FNLA-hreyfingin réði yfir norðurhluta landsins, en UNITA-hreyfingin yfir suðurhlutanum. Erfitt er að gera nána grein fyrir þessum hreyfingum, en allar segjast þær berjast fyrir sjálfstæði Angola og stefna að meira eða minni sósialisma. MPLA er talin lengst til vinstri, en hún hefur notið stuðnings Russa og Austur-Evrópuþjóða og er sögð bezt vopnum búin. FNLA er talin lengst til hægri og nýt- ur lika stuðnings Bandarikj- anna og Kina. UNITA er talin fara bilbeggja en hún er sögð hjóta stuðnings frá Zambiu og fleiri Afrikurikjum. Strax hinn 13. þ.m. var lýst yfir stofnun tveggja rikis- stjórna i landinu. I Luanda lýsti MPLA yfir stjórnar- myndun og tók foringi hennar, Agostinho Neto, sér forseta- nafnbót. FNLA lýsti yfir stjórnarmyndun i hafnarborg- inni Ambritz, sem .er um 150 km fyrir norðan Luanda, und- ir forustu Holden Roberto. Þriðja hreyfingin, UNITA, gekk ekki svo langt til verks, enda hefur náðst eins konar Jonas Savimba Agostinho Neto samkomulag milli hennar og FNLA. Foringi hennar, Jonas Savimba, var áður háttsettur i FNLA, en klauf sig úr henni og stofnaði eigin hreyfingu. Ýms- ir blaðamenn, sem hafa dval- izt I Angola, telja hann einna vænlegastan til --forustu, ef friður kæmist á i landinu. Vera má, að hann fari þvi hægara i sakirnar en þeir Neto og Roberto. . ÞEIR Nefo og Roberto eru á ýmsan hátt hinir merkustu menn. Neto, sem er 54 ára gamall, hefur verið leiðtogi MPLA siðan 1962. Hann segir, að hreyfingin sé fylgjandi rót- tækum sósialisma, en taki ekki mið af neinum erlendum fyrirmyndum. Hiin þiggi að visu hjálp frá Rússum, en sé þó óháð þeim og hafi sósial- isma þeirra ekki sem fyrir- mynd. Neto lærði læknisfræði i Portúgal, en námið tók hann lengri tima en ella vegna þess, að hann sat i fangelsi um skeið, grunaður um þátttöku i ólöglegum stjórnmálafélög- um. Honum tókst þó að ljúka prófi og starfaði hann sem læknir i fátækrahverfum Lissabon i nokkur misseri. Ár- ið 1960 hélt hann heim til An- gola, en var fljótlega tekinn höndum og fluttur til Portú- gal, þar sem hann sat i fangelsi um skeið, grunaður um ólöglegan undirróður. Honum var sleppt lausum og tókst honum að komast aftur til Angola. Skömmu eftir heimkomuna sat hann fyrsta landsfund MPLA og var kos- inn iormaöur hennar. Hann vann sér m.a. frægð fyrir það á þessum tima að yrkja baráttukvæði og að semja iög við þau. Neto hefur skrifað mikið og þykir góður rit- höfundur. Holden Roberto er listrænn, eins og keppinautur hans, en á annan hátt. Hann hefur mikið yndi af tónlist og er sagður geta hlustað á lög eftir Mozart timum saman. Roberto flutti ungur með foreldrum sinum til Zaire (þá belgiska Kongo) og þar hefur hann dvalið mestan hluta ævinnar. Hann stofnaði FNLA- hreyfinguna um 1960 og var hún um skeið öflugasta frelsishreyfingin i Angola eða áður en Jonas Savimba klauf sig úr henni og stofnaði Holden Roberto UNITA. Sögusagnir herma, að þeir séu svilar. Roberto og Mobuto einræðishr. i Zaire. Víst er það, að Mobutu styður Roberto, ásamt Bandarikja- mönnum og Kinverjum. Ro- berto neitar þvi, að hann sé nokkuð háður Bandarikjunum eða öðrum vestrænum rikjum, eða sæki hugmyndir sinar þangað. Þvi til sönnunar bendir hann á, að hann sé einnig studdur af Kinverjum. A ÞESSU stigi er erfitt að spá þvi, hvernig borgara- styrjöldinni i Angola muni lykta. Mikið getur oltið á þeirri hjálp, sem þeim berzt utan frá, og á viðbrögðum annarra Afrikurikja. Þau riki, sem áður voru nýlendur Portúgala, munu öll hafa viðurkennt stjórn Neto. Þetta hafa Sovétrikin og önnur Aust- ur-Evrópuriki einnig gert. Hins vegar mun stjórn Ro- bertos enn ekki hafa hlotið formlega viðurkenningu. Þetta kann nokkuð að stafa af þvi, að hún er enn tæpast kom- in formlega á laggirnar. Ro- berto hefur lýst yfir myndun rikisstjórnar i Ambritz, en jafnframthefur verið tilkynnt, að sameiginleg stjórn FNLA og UNITA muni hafa bæki- stöðvar sinar i Nova Lisboa, sem er á yfirráðasvæði UNITA: Þá hefur talsmaður UNITA lýst yfir þvi, að raun- verulega sé minni stefnu- ágreiningur milli UNITA og MPLA en á milli UNITA og F^NLA, en siðari hreyfingarn- ar hafi þó tekið höndum sam- an sökum yfirgangs MPLA. Þannig virðist samvinnan milli FNLA og UNITA tæpast vera nógu traust. Angola er stóft land og náttúruauðugt, sennilega eitt af auðugustu löndum Afriku. Þar er m.a. miklar oliulindir, sem enn eru litið'hagnýttar. Það er þvi eftir talsverðu að sækjast fyrir stórveldin, sem styðja hinar andstæðu hreyfingar þar. Sennilega reyna stórveldin þó að halda þessum stuðningi sinum innan hóflegra marka, svo að það verður endanlega heimamenn sjálfir og afstaða þeirra til hinna einstöku hreyfinga, sem ræður úrslitum. Vafalaust væri það lika heppilegasta lausnin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.