Tíminn - 15.11.1975, Síða 8

Tíminn - 15.11.1975, Síða 8
8 TÍMINN Laugardagur 15. nóvember 1975. Laugardagur 15. ndvember 1975, TÍMINN 9 Glíman við hákarlinn Skúli Guðjónsson: VÉR VITUM El HVERS BIÐJA BER Utvarpsþættir 174 bls. Heimskringla 1975. ÞAÐ ER fornt mál, að töluð orð verði ekki aftur tekin, og vist er um það, að margir garp- ar hins talaða orðs hafa fengið að kenna á þeim sannindum. Forfeður vorir létu sig ekki muna um að veðja höfðum sin- um, þegar þeim þótti mikið við liggja, og allt fram á okkar daga hefur það verið tizka að hafa uppi heitstrengingar af hinu fjölbreytilegasta lagi. (,,Ég strengi þess heit að verða hundrað ára, eða liggja dauður ella”, er haft eftir einum heit- strengingakappanum). öngvu að siður er það stað- reynd, að list hins talaða orðs er hverful. Við hljótum að viður- kenna þá staðreynd að töluð orð eiga sér að jafnaði skemmri aldur en rituð, þegar undan eru teknar nokkrar ódauðlegar vis- ur og spakmæli, sem lifa á með- an tungan er töluð. Það er þvi blátt áfram fagn- aðarefni, þegar ræður, sem eðli sinu samkvæmt ættu einungis að vera dægurflugur, — eins og til dæmis útvarpserindi um dag- inn og veginn — eru svo vel samdar og hafa svo mikið al- mennt gildi, að þær sóma sér vel innan spjalda snyrtilega inn- bundinnar bókar. Og það er ein- mitt þetta, sem hér hefur gerzt. Heimskringla hefur gefið út út- varpserindi Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum um daginn og veginn. Það er bók, sem ó- hætt er að mæla með við hátt- virta lesendur. Útvarpsráð hefur jafnan sýnt lofsverða viðleitni i þá átt að láta menn af ýmsum stéttum og flokkum tala um daginn og veg- inn. Hins er ekki að dyljast, að ótrúlega margir af þessum er- indasmiðum hafa misskilið hlutverk sitt svo herfilega, að með ólikindum er. Furðuoft hafa erindin alis ekki fjallað um dag og veg liðandi stundar i þjóðlifinu, heldur um persónu- leg áhugamál þess sem talar hverju sinni. Það hefur ekki verið óalgengt, að hægt hafi verið að gizka á það fyrirfram með talsvert mikilli nákvæmni, um hvað næsta erindi muni fjalla, ef maður vissi einhver deili á flytjandanum. Framhjá þessu skeri tekst Skúla Guðjónssyni að sigla — ; oftast nær. Hann skilur hlutverk slikra erinda svo vel, að hann gerir sér far um að ræða þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum tima, frá „Kvenna- skólastriði” til þjóðhátiðar, frá listamannalaunum til Kristni- sjóðs. Honum verður tiðrætt um árferði til lands og sjávar, og hann gleymir að sjálfsögðu ekki dýrtiðinni og verðbólgunni, sem hafa verið dagur og vegur ts- lendinga um áratuga skeið. Veðrið mun enn þann dag i dag vera algengasta umræðuefni þessarar þjóðar, eins og veriö hefur um aldir. Það fær einnig sitt rúm i erindum Skúla um daginn og veginn. Skúli Guðjónsson er bóndi, eins og kunnugt er, og þvi eru vandamál og viðfangsefni bændastéttarinnar honum ofar- lega i huga, svo og framtið is- lenzks landbúnaðar. Hann minnist oft á þau mál i erindum sinum, en áhugasvið hans er svo vitt, að ræðan verður sárasjald- an einhæf. Um landbúnaðinn segir höfundur meðal annars þetta: „Landbúnaður er fyrst og fremst landvernd, vökumanns- starf. Innan skamms þurfum við á öllu byggilegu landi að halda þjóðinni til lifsframfær- is.” (Bls. 128). Orðasambandið „innan skamms” er að visu teygjan- legt, en annars er engu likara en að þessi orð séu svar við tiltekn- um aulaskrifum tiltekins blaðs á þvi herrans ári 1975. Það er eins og Skúli Guðjónsson hafi séð þarna nokkur ár fram i tim- ann. Og þó. Heilbrigð skynsemi hefur fyrr átt i höggi við and- stæðu sina. Ekkert er nýtt undir sólinni. Hitt er annað mál, að auðvelt er að vera Skúla ósammála um suma hluti. Hann talar um styttan vinnutima og fleiri tóm- stundir, dregur i efa að þær verði mönnum eingöngu til góðs og nefnir aukna brennivins- drykkju þvi til sönnunar, en segir siðan i framhaldi af þessu: „Menn mega að visu leggja hart að sér ef þess er gætt, að áreynslan verði hvorki þeim sjálfum né öðrum til nokkurra nytja, t.d. ganga á fjöll.” (Bls. 134). Hér hefur hinn ágæti maður, Skúli Guðjónsson, gleymt sér andartak i hita ræðunnar. Það er hin mesta fjarstæða, aö fjall- göngur séu ekki til neinna nytja þeim er þær stunda, og ættu sveitamenn að geta borið um það manna bezt, þvi að heil- brigði sina, andlega og likam- lega, eiga þeir ekki sizt að þakka fjallgöngum, eða þvi sem jafngildir þeim: vinnu undir beru lofti. Langsamlega merkilegasti hluti þessarar bókar er fyrsti kaflinn, sem ber heitið Vér vit- um ei hvers biðja ber. Þar segir höfundur frá æskudraumum sinum, þegar hann ól með sér þá von að geta gengið menntaveg- inn og orðið lærður maður. Hann bað guð þess oft og inni- lega, að hann léti þessa ósk ræt- ast, og i staðinn ætlaði Skúli að gera Drottni þann greiða að verða þjónn i vingarði hans, — prestur. En þessi draumaborg hrundi, eins og svo margar aðrar, eitt kvöld i nóvembermánuöi. „Ég fann þá', að það var ekki fiskur heilagleikans, sem hlaup- iðhafði á snæri lifs mins, heldur hákarlinn, harður og miskunn- arlaus, næstum ódrægur með köflum. Allan ævidaginn myndi ég standa i þvi að færa þennan hákarl vinnuþrældómsins undir borð.” (Bls. 16). En Skúli tók gleði sina á ný. Hann fann, þegar hann hugsaði sig betur um, að það hefði lika getað orðið dálitið erfitt að vera heilagur maður alla ævi. Um það farast honum svo orð — og ekki bregzt honum gamansem- in: „Mér fannst ég vera léttur á mér eins og nýrúinn gemlingur á vordegi, sem hleypur frjáls og fagnandi i átt til afréttarins.” (Bls. 17). Siðan segir höfundur, að: „Varanlegasta gleði lifs mins öll þessi ár hefur verið gliman við hákarlinn...” Það er karlmannlega mælt, þvi að vissulega hefur hlutskipti Skúla Guðjónssonar ekki verið neinn dans á rósum. Hann varð blind- ur á bezta aldri, en hélt þó á- fram búskap og hefur siðan, áratugum saman, stundað flest algeng sveitastörf, og auk þess gerzt ágætur rithöfundur. Sann- arlega hefur hann sigrað „há- karlinn”. Þessi nýja bók Skúla Guðjóns- sonar, Vér vitum ei hvers biðja ber, er snyrtilega út gefin hjá Heimskringlu. Samt eru prent- villur óþarflega margar, og á einum stað (á bls. 41), rakst ég á stilhnökra, þar sem orðasam- bandið „....hitt er svo....” er tvi- tekið með fárra lina millibili. Slikar misfellur stafa auðvitað af þvi að Skúli getur ekki lesið handrit sin yfir sjálfur, og ættu aðrir að laga smámuni af þessu tagi i samráði við höfundinn. Að lokum má gjarna bera fram þá frómu ósk að islenzkir bókaútgefendur láti okkur fá fleiri erindasöfn á næstu árum. Auðvitað er mörg ræðan, sem hvorki þolir pappir né prent- svertu, en hitt er lika vist, að viða liggja i fórum manna er- indi, sem betur eru geymd- en glevmd. —vs. Auður Guðrún Aeta María Villaorg Elísabet Róea Villa Margrét ur og þær virðast enn vera til staðar. Það bentu undirtektir áheyrenda svo sannarlega til, er við sáum leikinn siðastliðinn þriðjudag innan um skólaæsku — mestan part. Aðalpersónur leiksins eru 12, en auk þess koma fram einar 9 sildarstúlkur, sjö sjómenn og fjögurra manna hljómsveit, en alls standa um 50 nemendur persónulega að þessari sýningu, auk Steinunnar Jóhannesdóttur, leikstjóra, Atla Heimis Sveins- sonar sem æfði söngva og Stefáns Benediktssonar, sem gerði leiktjöld með Byggingar- list 5. bekkjar. Leikstjórn Steinunnar Jó- hannesdóttur er hnökralaus og oft frumleg. Sér i lagi þá fjölda- senumar, sem oft eru upplifg- andi á vondum stöðum i hand- ritinu og söngurinn mjög góður. Sér i lagi hópsöngvarnir og framburður söngtextanna. Gætu „stóru” leikhúsin af honum töluvert lært, þvi maður skildi hvert einasta orð, en undir þvi á leikurinn auðvitað talsvert lif. Leiktjöldin voru ágæt, þótt naumast væru þau viðhafnarmikil. Hér verða ekki einstökum hlutverkum gerð skil, né heldur einstökum leikendum. Þetta var skemmtilegt, fallegt fólk, hátt til hnésins og bjart i augunum og setti það sinn stil á allan leik- inn, færði hann i ákveðna leik- ræna tóntegund, án þess að glata þó inntaki hans og alvöru, sem býr bak við allt grinið. Söngvarnir eru þegar allir kunnir og inni á brjósti á hverjum manni á Islandi, bæði laglausum og söngvnum. Eins og sagt var hér að fram- an, hafa margir af aðalleikend- um „stóru” leikhúsanna komið fyrst fram á Herranótt M.R. Vafalaust á sumt af þvi fólki, sem þarna kom fram margt, vantalað við leikhúsin i fram- tiðinni. Um það verður ekki reynt að spá hér hverjír það verða sérstaklega, en hitt erum við viss um, að við eigum enn fallega, gáfaða æsku, sem býr yfirmiklum hæfileikum. Herra- nóttin getur þess vegna haldið áfram að leggjast yfir þetta land. Jónas Guðmundsson Byggingarlist 5- bekkur ásamt kermara slnum Stefáni Benediktssyni. HERRANOTT MR ...líkist engu nema sannri gleði.... Ilerranótt M.R. Járnhausinn eftir Jón Múla og Jónas Árnason. Leikstjóri: Steinunn Jóhannes- dóttir Söngva æfði: Atli Ileimir Sveinsson Leiknefnd: Benedikt Jónsson Inga Lára Baldvins- dóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sigurður Halldórsson Vilhelmina Haralds- dóttir og Þóra Steingrimsdóttir HERRANÓTT IVlenntaskólans i Reykjavik synir um þessar mundir Járnhaus þeirra Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, en leikið er I Fclagsheimiii Sel- tjarnarness. Ilcrranótt Menntaskólans vckur ávallt töluverða athygli, þar cð leikhcfð félagsins nær lengra ai'tur i timann en hjá Jónas og Jón Múli Arnasynir. sjállum stóru leikhúsunum. t sýningarskrá er að visu aðeins rakin verkefnaskrá til ársins 1922. Margir af nafntoguðustu lcikurum okkar hafa staöið l'yrst á fjölunum á Herranótt. 1 ávarpi leiknefndar segir á þessa leið: „Þótt undarlegt megi virðast hafa islenzk leikrit ekki hlotið náð fyrir augum leiknefndar Herranætur um áratuga skeið. Þvi þótti timabært að nemendur M.R. veldu sér islenzkt þjóðlif að viðfangsefni. Það varð þvi að ráði að taka til sýningar ramm- islenzkt leikrit. Að visu sýnum við ekki lengur eigin hugverk eins og skólapiltar sýndu forð- um, heldur Járnhausinn eftir þá Jónas og Jón Múla Arnasyni, fyrrverandi skólapilta. 1 kvöld sýnum við þjóðlifið i hnotskurn. Þið munuð sjá að, „það er aukavinnan, sem gefur lifinu gildi”. Glansmyndinni er ýtt til hliðar og við blasir raun- veruleikinn túlkaðuraf einlægni hjartans, fjöri og krafti.”. Ég hefi ekki á hraðbergi sögu leikstarfsins i M.R., né heldur Lærða skólans, en i Leikhúsinu við Tjörnina, bók Sveins Einarssonar, þjóðleikhússtjóra segir á þessa leið á bls. 60: „Eitt þeirra verka, sem enn lifa og lifá vel eru Herranætur- leikir Sigurðar Péturssonar, Hrólfur eða Slaður og trúgirni og Narfi, eður sá narragtugi biðill, en báðir þessir leikir urðu sem kunnugt er til undir alda- mótin 1800, um það leyti, sém Herranæturhald er að leggjast niður. Einhverra hluta vegna hafa þessar ágætu þjóðlifs- myndir aldrei ratað upp á sviðið i Iðnó. En á siðasta hluta 19. ald- ar er svo nýr uppskerutimi skólaleikja, og ber þar hæst úti- legumennina eða Skugga-Svein, sem Matthias Jochumsson setti saman i jólaleyfinu 1861-’62, þá skólapiltur, og Nýjársnóttina, sem skólapilturinn Indriði Ein- arsson setur saman 9 árum sið- ar og frumsýnd var á jólum 1871.” Af þessum ummælum sést, að skólapiltar höfðu snemma á að skipa fólki, sem þá og siðar var tengt leiklistinni sterkum bönd- um. Járnhausinn var leikinn i þjóðleikhúsinu fyrir áratug eða svo. Um verkið segir Jónas Árnason á þessa leið i leikskrá: „Það eru 11 ár siðan við Jón Múli sömdum þetta leikrit. Þá var aö visu ekki farið að tala um járnblendiverksmiðju eða upp- komin þau griðarlegu stóriðju- áform, sem nú eru á döfinni, en aðeins var farið að örla á þessu á málflutningi vissra aðila sbr. álverið. Kveikjan að leikritinu var að sjálfsögðu sú óbeit sem við höfundarnir höfum á um- ræddum áformum og þvi tak- markalausa svindlbraski sem hefur þegar fylgt og á eftir að fylgja i réttu hlutfalli við vöxt og viðgang þessarar stefnu, ef svo illa skyldi nú takast til, að hún ætti sér vöxt og viðgang. Að maður tali nú ekki um þær skemmdir á þjóðarmóralnum og náttúrunni, sem þessu hlýtur að fylgja. Þess misskilnings hefur gætt i sambandi við leik- húsverk, sem við bræður höfum unnið saman, að Jón Múli hafi ekkert samið nema músikina, en ég allt hitt. Mér er það bæði ljúft og skylt að leiðrétta þennan misskilning.” Ennfremur þetta: „Ekki mæli ég þrælkuninni bót, en ég verð þrátt fyrir allan marxismann sem ég aðhyllist Friðrilc Símon Sverrir Einar Gísli, 5vers: Gunnar , í felum Ingi Steirm að segja, að sildin og tilstandið i kringum hana magnar oft upp merkilega stemmningu sem lik- ist engu nema sannri gleði. Menn geta fyllzt innilegum fögnuði við hin svokölluðu fram- leiðslustörf. Jafnvel þó að allt bendi til þess að arðurinn lendi i vasa Eyva grútar. Það sem ger- ist á sviðinu er hópstemmning, og þess vegna gefur leikritið að visu ekki fullkomna mynd af lifi verkafólksins.” Um verkið má sjálfsagt margt segja til góðs og ills, en þrátt fyrir augljósa galla, sem leikhúsverk, þá ber það i sér einhvern fognuð, sérislenzkan fögnuð, sem maður einmitt finnur svo oft i gömlum islenzk- um leikritum, eins og honum Skugga-Sveini og Nýársnótt- inni, og gerir það að verkum, að menn kjósa að setja þau upp og sjá þau aftur og aftur, þrátt fyr- ir bókmenntastefnur og annan hroða i kollinum á spekingum landsins, „jafnvel þó að allt bendi til þess að arðurinn lendi i vasa Eyva grútar”. Margt i verkinu bendir til þess, að það sé samið við sér- stakar þjóðfélagslegar aðstæð- Jónae GuÖJón Kriatján Gunnar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.