Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. nóvember 1975. TÍMINN r Einars Þorlákssonar, en þær eru ísland ung 9" • • • sem mótar maga kvenmannsins spillir stóru myndinni. Gunnar örn heldur stil- einkennum sinum á nýjum leið- um. Björg Þorsteinsdóttir er með stóra mynd, vel gerða og fagmannlega, Bragi Hannes- son.bankastjóri i Iðnaðarbank- anum, á þrjár vatnslitamyndir á sýningunni. Ljóðrænar og vel gerðar. Ein af myndum Jóhannesar Geirs á sýningunni. Bragi hefur ekki áður sýnt opinberlega eftirsig myndir, að ég muni, en hann hefur málað um alllangt skeið, að þvi er mér hefur verið sagt. Myndir hans standa sig furðu vel með ögrandi liti allt um kring. Bragi er fyrsti bankastjórinn, sem sýnir myndir, en merkilegir málarar hafa verið i röðum yfirmanna bankakerfisins, og nægir að minna á Magnús heit- inn Jónsson prófessor, sem um árabil var formaður bankaráðs' Landsbanka Islands. Hann var ágætur og afkastamikill málari, án þess að þetta komi málinu nokkuð við, hvað snertir mynd- list Braga Hannessonar. Þorbjörg Höskudsdóttir er með tvær myndir, sem eru sömu ættar og hún hefur áður sýnt. Ef til vill ætti hún að mála nákvæmar, en litirnir eru góðir. Valtýr Péturssoner með tvær myndir með mjög skemmtileg- um litablæ, og virðist sá eini af hinum eldri kempum, sem hætt- irsérofan i'þennan almennings- kjallara félagsins. Myndir hans nálgast nú aftur að vera figúra- tivar. Þar næst taka við myndir Jóns Reykdal (f. 1945), mjög áhugaverðar og mildar teikn- ingar. Vilhjálmur Bergsson á tvær sérkennilegar myndir, sem hann nefnir „Bjarma,, bauga og hvel" og „Upphaf". Vilhjálmur er alltaf sér á parti, og dularfullar eru margar myndir hans. Hann sker sig úr um frágang mynda sinna, þvi hann kann til verka. Teppið „Narfakotssystkini" eftir Barböru Arnason gefur sýningunni góðan blæ, leggur henni dálitið lið. Um Agúst Petersen hefur nýlega verið fjallað, en hann á þarna tvær myndir. ÖrlygurSigurðssonsýnir tvær Gisli Sigurðsson gerði þessa kröftugu mynd af sjómönnum. '''"''::/ : : ":'""¦;'¦: . ..... Myndir eftir Akureyringana Ala Jóhannsson og örn Inga. Neðri myndin er ei'tir hinn siðarnefnda. nýjar oliumyndir, „Út f bláinn" og „Fornar fleytur". Orlygur Sigurðsson var einn þeirra málara, sem drógu sig í hlé meðan gjörningaveður form- breytinganna gengu yfir af hve mestum krafti. Orlygur kaus þá að stunda sina listmálun nii sýningahalds, lengstum. örlygur er með sina uppáhaldsliti i þessum mynd- um, blátt, rafgult og vinrautt, og myndir hans hafa i sér þá kjölfestu, sem aðeins löng sköl- un megnar að gefa. Kagnheiður Jónsdóttir Ream, formaður sýningarnefndarinn- ar er með tvö litrik verk, hún einfaldar fórmin og málar þau upp i sannfærandi og björtum litum. Ekki verður gert upp á milli mynda hennar á þessari sýningu. Eyjólfur Einarssoner þar við hliðina með tvær fallegar myndir og er mikið upp á óra- viddir og stjörnufræði, eins og svo oft. Ekki er samt nein vatnslitamynd á sýningunni, en vatnslitamyndir þessa af komanda séra Árna á Stóra- hrauni eru góðar og gefa oliu- málverkinu ekkert eftfr. Eyjólfur hefur verið á sjó und- anfarið, en er nú aftur tekinn til við myndlistarstörf af fullum krafti. Á vesturhlið innri salar hanga myndir eftir Akureyringana Örn Inga, Óla G. Jóhannssonog Helga Vilberg. Frh. á bls. 15 Tvær vatnslitamyndir eftir Jónas Guðmundsson. lóttir, Hringur Jóhannesson, Guömundur Málverk á sýningunni. Tvær þær vinstra megin eru eftir Ragnheiði Ream, en hinar tvær eftir Kjartan Guðjónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.