Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
TÍMINN
71
Punktar
0 Marsh fór fram
á of há laun
BRUSSEL —
Rodney Marsh
mun ekki gerast
leíkmaður með
belgíska liðinu
Anderlecht. I
gærkvöldi
slitnaði upp úr
samningum
hans við félagið
og sagði Marsh MARSH.
ástæðuna fyrir
þvi vera, að
konan hans vildi ekki búa i
Belgiu. — Það réði úrslitum,
sagði Marsh.Aðra sögu segir son-
ur formanns Anderlecht — hann
segir að Marsh hafi gert of háar
launakröfur, sem forráðamenn
Anderlecht hafi ekki fallizt á.
Marsh notaði daginn i gær til að
skoða sig um i verzlunum, en
siðan fór hann frá Brussel i gær-
kvöldi — til Englands.
0 Davies til
Millwall
LONPON.— Ron Davies, fyrrum
landsliðsmaður Wales og leik-
maður Southampton, sem leikur
nú með Manchester United, hefur
verið lánaður til 3. deildarliðsins
Millwall. Þessi fyrrum marka-
kóngur, sem hefur skorað 276
deildarmörk, leikur með Millwall
gegn utandeildarliðinu Yeovil i
ensku bikarkeppninni á laugar-
daginn.
# Stirrel vill
Johnstone
SHEFFIELD. — Jimmy Sirrel,
framkvæmdastjóri Sheffield
United, er nú á höttunum eftir
Jimmy Johnstone, fyrrum leik-
manni Celtic. Luton hafði áhuga á
Johnstone, en það náðust ekki
samningar milli hans og Luton.
Þá má geta þess, að Tony Currie
hefur óskað eftir að vera settur á
sölulista hjá United.
# Jafntefli
PRAG. — Tékkóslóvakia og A-
Þýzkaland gerðu jafntefli (1:1) i
fyrri leik þjóðanna i undankeppni
Ol-leikanna i gærkvöldi i Brno.
Weisse skoraði mark A-Þjóðverja
8. min. fyrir leikslok, en Bicovsky
jafnáði fyrir Tékka með siðustu
spyrnu leiksins, við geysileg
fagnaðarlæti hinna 10 þús.
áhorfenda, sem sáu leikinn.
V-Þjóðverjar sigruðu
JUPP HEYNCKES.... skoraði
mark HM-meistaranna.sem voru
ekki á skotskónum.
Heimsmeistararnir frá
V-Þýzkalandi standa nú með
pálmann I höndunum — þeir-eru
nær öruggir með að komast i
8-liða úrslit Evrópukeppni iands-
liða i knattspyrnu, eftir að þeir
sigruðu (1:0) Búlgaral Stuttgart
I gærkvöldi. Franz „Keisari"
Beckenbauer, fyrirliðiV-Þjóð-
veria var i miklum ham og
stjornaði hann v-þýzka liðinu,
sem hafði mikla yfirburði i leikn-
um, eins og góðum keisara sæm-
ir. Það var markakóngurinn Jupp
Heynckes, Borussia Mönchen-
gladbach, sem skoraði mark
V-Þ.ióðver.ianna.
Eins og fyrr segir, átti Becken-,
bauer stórleik og einnig mið-
vallarspilararnir Wimmer,
Sielike og Danner, sem réðu
gangi leiksins á miðjunni. Geysi-
lega sterk vörn Búlgara og góð
markvarzla, kom i veg fyrir stór-
sigur V-Þjóðverja. Beckenbauer,
sem lék sinn 94. landsleik, var
nær búinn að skora mark i byrjun
leiksins — þessi sókndjarfi mið-
vörður átti þá þrumuskot að
marki, sem var bjargað á linu, á
siðustu stundu. 78 þús. áhorfend-
ur sáu leikinn og fögnuðu þeir
Heynckes innilega, þegar hann
skoraði á 65. min. — hann fékk
— og eru nær öruggir í 8-liða úrslit
Evrópukeppni landsliða
* Júgóslavía og Wales í úrslit
• Englendingar gerðu jafntefli
sendingu frá George Schwarzen-
beck, lék á tvo varnarmenn og
þrumaði knettinum upp undir
þaknetið.
Lið V-Þjóðverja var skipað
þessum leikmönnum: Meier,
Vogts, Schwarzenbach, Becken-
bauer, Sietz, Wimmer, Danner,
Sielike, Beer, Holzenbein og
Heynckes.
Grikkir og V-Þjóðverjar eru nú
jafnir að stigum I 8. riðli:
Grikkland 6 2 3 1 12:9 7
V-Þýzkaland 5 2 3 0 6:4 7
V-Þjóðverjar eru öruggir
áfram, þar serh þeir eiga eftir
heimsleik gegn Möltu.
JÚGÓSLAVAR i ÚRSLIT
J.úgóslavar tryggðu sér rétt til
að leika í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppni landsliða i gærkvöldi þeg-
ar þeir sigruðu (1:0) N-íra i
Belgrad. HM-stjarnan Oblak
skoraðimark Júgóslava — i fyrri
hálfleik.
WALES í CRSLIT
Arfon Griffith, Wrexham, var
hetja Wales i gærkvöldi, þegar
Wales tryggði sér sæti i 8-liða úr-
slitum Evrópukepþninnar, með
þvi að vinna sigur (1:0) yfir
Austurriki i Wrexham. Griffith
skoraði sigurmark Wales-liðsins,
sem verður að öllum likindum
eina liðið frá Bretlandseyjum,
sem kemst i úrslit.
ENGLENPINGAR GERDU
JAFNTEFLI i PORTÚGAL
Englendingar gerðu jafntefli
(1:1) við Portúgala i Lissabon i
gærkvöldi — og eru nú möguleik-
ar þeirra litlir, að komast i 8-liða
úrslitin, þar sem Tékkar eiga að
vera öruggir með sigur yfir
Kýpurbúum, og komast þannig i
úrslit. Mark Englendinga i gær-
kvöldi var sjálfsmark — eftir að
Malcolm MacPonald, hafði átt
skot að marki Portúgala.
„Mér gat ekki mis
tekizt"
sagði Jón Karlsson, sem skoraði
sigurmarkið (13—12) gegn Fram
JÓN KARLSSON var hetja Valsmanna, þegar hann skoraði sigurmark
(13:12) þeirra gegn Fram — rétt fyrir leikslok. Jón brauzt þá gegnum
Framvörnina og kastaði sér inn vitateiginn og skoraði fram hjá
Guðjóni Erlendssyni, markverði Fram. Þetta var hápunktur leiksins,
sem var spennandi og vel leikinn af báðum liðunúm, sem sýndu geysi-
lega sterkan varnarleik — og markvarzlan var eftir þvi, Þeir ólafur
Benediktsson, Val, og Guðjón Erlendsson, Fram, vörðu mjög vel —
þarna eru landsliðsmarkverðir á ferðinni.
Leikurinn var mjög jafn allan
timann og hefðu réttlát úrslit
verið jafntefli. Framarar höfðu
frumkvæðið framan af i fyrri
hálfleik, en Valsmenn tóku sig á
og komust yfir 9:8 fyrir leikshlé.
En i siðari hálfleiknum héldu þeir
forskotinu, þar til Pálma Pálma-
syni tókst að jafna — 12:12 og var
spennan þá komin i hámark og
mikill darraðardans stiginn.
Framarar voru með knöttinn
undir lokin ogersigur þeirra éða
jafntefli blasti við, misstu þeir
knöttinn — og Jón Karlsson
þakkaði fyrir, með þvi að skora
sigurmarkið, eins og fyrr segir.
Þetta var íeikur varnanna, þar
sem sóknarleikurinn varð að
vfkja fyrir sterkum vörnum og
góðri markvörzlu. Stefán
Gunnarsson stjórnaði Vals-
vörninni að vanda, en fyrir aftan
hann stóð ólafur og varði vel.
Jóhannes Stefánsson lék einnig
stórt hlutverk i Valsvörninni —
sterkur varnarleikmaður. Sigur-
bergur Sigsteinsson var maður
JÓN KARLSSON.... tryggði Vals-
mönnum sigur.
Fram-varnarinnar og Guðjónvar
góður i markinu.
Mörkin i leiknum, skoruðu:
Valur: — Gunnar 3, Jón K. 2,
Steindór 2, Þorbjörn 2, Jóhannes
og Guðjón, eitt hvor. Fram: —
Pálmi 4 (2 viti) Arnar 3, Hannes
3, Sigurbergur og Pétur, eitt hvor.
STAÐAN
Valur
Haukar
FII
Vikingur
Fram
Grbtta
Þróttur
Ármann
1 1 135-103 11
1 1 112-97
0 2 124-113
0 3 141-138
106-107
120-134
100-115
88-120
2 3
0 5
1 4
1 4
Markhæstu menn
j Páll Björgvinsson, Vikingi 47
llörður Sigmarsson, Haukum 38
1 Hjöni Pétursson, Gróttu 37
Friðrik Friöriksson, Þrótti 37
Pálmi Pálmason, Fram 36
Viöar Simonarson, FH 29
.lón Karlsson, Val 28
Þórarinn Ragnarsson.FH 27
Stefán Halldórss. Vikingi 25
Viggö Sigurðsson, Vik. 25
. Geir Hallsteinsson, FH 24
Jbn P. Jóiisson, Val 24
Ellas Jónasson, Haukum 23
VIÐAR GERÐI RETT
l
Það hefur verið deilt á Viðar
Simonarson, landsliðseinvald
og þjálfara handknattleiks-
landsliðsins, fyrir að afþakka
boð um að landsliðið leiki gegn
v-þýzka meistaraliðinu
Gummersbach. Eittt dag-
blaðanna segir, að það sé
erfitt að skilja afstöðu Viðars,
og að þessi ákvörðun sé all—
furðuleg. Þegar að er gáð, þá
er ekki hægt að loka augunum
fyrir þvi, að þarna hefur Viðar
nokkuð til sins máls. Hann er
búinn að gefa út þá yfirlýsingu
um, að landsliðið verði i vetur
byggtupp á „útlendingunum"
i V-Þýzkalandi — þ.e.a.s. þeim
Ólafi Jónssyni, Axeli Axels-
syni, Einari Magnússyríi,
Gunnari Einarssyni og Ólafi
Einarssyni, enda telur Viðar,
að landsliðið geti ekki án
þeirra verið.
þegar hann afþakkaði boð um að landsliðið
léki gegn Gummersbach
8 II'/7fW ":í .* i
AXEL ÓLAFUR J. GUNNAR
EINAR
ÓLAFUR E.
VIDAR
Þess vegna hefur Viðar
tekið skynsamiega ákvörðun,
með þvi að afþakka leikinn
gegn Gummersbach — þar
sem augljóst er að „landslið"
án „útlendinganna" er i
rauninni ekki það landslið,
sem teflt verður fram i þeim
landsleikjum, sem framundan
eru.
Þá segir dagblaðið, að varla
gefist betra tækifæri — gegn
Gummersbach — til að sjá,
hvar landslið okkar stendur.
Það væri út i hött, að ætlast til,
að við getum farið að dæma
um hvar landsliðið okkar
standi, ef það léki gegn
Gummersbach án 5 af máttar-
stólpum liðsins. Handknatt-
leiknum væri enginn greiði
gerður með þvi.
Hitt er svo annað mál, að
það er leiðinlegt til þess að
vita, að við getum ekki teflt
fram góðu drvalsliði gegn
Gummersbach. Þvi miður
virðist það ekki hægt, þar sem
meðalmennskan er nú alls-
ráðandi i islenzkum liand-
knattleik — ekki sizt vegna
þeirrar blóðfórnar, sem orðið
hcfur vegna þátttöku okkar
beztu manna i handknattleik
erlendis. -SOS.