Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. nóvember 1975. TÍMINN 15 Vegna mikillar aðsóknar aö yfirlitssýningu þeirri á verkum Jóns Engilberts, sem nú stendur yfir í Listasafni tslands, hefur veriö ákveö- ið að fjölga sýningardögum um þrjá og verður sýningin þvi opin fimmtudag, laugardag og sunnudag frá 13.30 til 16.00 alla þessa daga. 0 Framkvæmd Einnig hefur ráðuneytið i dag ritað öðrum ráðuneytum svohljóðandi bréf: „Ráðuneytið sendir hér með ljósrit af bréfi sinu til verð- lagsnefndar, dags. i dag. i samræmi við það vill ráðu- neytið mælast til þess við ráðuneytið, að itrustu varkárni verði gætt i sam- bandi við ákvarðanir um heimildir til verðhækkana, og að haft verði samráð við þétta ráðuneyti hverju sinni, áður en slikar ákvarðanir verða teknar." Þetta er sýnishorn úr Guten- berg-bibliunni, sem er á sýning- unni á Kjarvalsstöðum. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður flytur f dag fyrirlestur, sem hann kallar Bókaspjall, og ræðir um bækur allt frá fornu fari á Islandi. Þegar prentlistin barst til lands- ins, var bókagerð engan veginn framandi, heldur einungis sú tækni, sem við hana var beitt. — Sýningarskrá Gutenbergs- sýningarinnar er mjög vönd- uð og er þar rakin, m.a. i mynd- um, saga prentlistarinnar frá upphafi. — Nýlega var dregið i fyrsta sinn i gestahappdrættinu og komu upp eftirtalin númer: 1182—1037, i verðlaun voru is- lenzkar bækur, en næst verður dregið úr aðgöngumiðum þriðju- dags til f immtudags, á föstudags- morgun. AUGLYSIÐ í TÍMANUM 0 Haustsýning Tveir þeir siðarnefndu hafa ekki áður sýnt með þessum samtökum. Þeir eru með viðfeldnar myndir, en ekki kannski þau eintök, sem þeir hefðu sjálfir kosið að hafa þarna uppi á vegg. Lika er óeðlilegt at hengja þá saman, hvern um annan, liggur mér við að segja, þótt þeir eigi 'ögheimili i sama byggðarlag' A sania vegg sýnir Gunnar i. t j&jónsson mynd af Indriðastöóum, og Hrólfur Sigurðsson er frammi við dyr með eina beztu landslagsmynd, sem ég hef séð eftir hann lengi. A útleiðinni gengur maður svo framhjá verkum þeirra Sigurðar örlygssonarog Einars Þorlákssonar. Sigurður er með stóra mynd, þar sem myndfletinum er skipt með gný niður eftir endilöngu og litla ljóðræna mynd, er virðist benda ínýjar, fjölbreyttari leið- ir. Myndir Einars Þorlákssonar, „Varaskeifur", „Mozart" og ,,A óttu" eru athyglisverðar. Þá langar mig að lokum að vekja athygli manna á verkum þeirra Kjartans Guðjónssonar, Leifs Breiðfjörðs, Gísla Sigurðssonar, Steingrims Heiðars Guðmundssonar, Hafsteins Austmann, Sigurþórs Jakobssonar og Jóhönnu Boga- dóttur.enrúmsinsvegna verður ekki unnt að gera þeim skil nú. Um listaverk á vinnustað verður ekki fjallað hér, en verður 'gert siðar, ef aðstaða verður til þess. Jónas Guðmundsson. Basar í Árbæjarhverfi Hinn árlegi basar Kvenfélags Árbæjarsóknar, verður haldinn i hátfðarsal Árbæjarskóla laugar- daginn 22.nóv. oghefst kl. 14.:00. Kvenfélagskonur hafa sjálfar hannað meiri hluta munanna, en mikið úrval verður af góðum munum þarna á hagstæðu veröí. Árbæingar og . aðrir Reykvikingar eru hvattir til að fjölmenna á basarinn og munu flestir þar finna muni við sitt hæfi og auk þess styðja mikilvægt starf kvenfélagsins. Happdrætti Háskóla Islands Umboðið i Árbæjarhverfi er laust til umsóknar frá næstu áramótum. Allár upplýsingar gefur Anna Árnadóttir fulltrúi i sima 14365 frá kl. 10-12 daglega. Umsóknir berist aðalskrifstofu Happ- drættis Háskóla íslands, Tjarnargötu 4, fyrir þann 27. þ.m. SólaÖir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA. BARÐINN ARMULA7W30501 & 84844 H Viotalstímar alþingismanna borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals að Rauðarárstig 18, íaugardaginn 22. nóv. kl. 10-12. Njarðvík Framsóknarfélag Njarðvikur heldur sinn árlega aðalfund í framsóknarhúsinu i Keflavik fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8 siðd. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin. Kópavogur Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 20. nóv. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting- ar. Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi, ræðir bæjarmálefni. Borgarnes Framsóknarfélag Borgarness heldur sitt fyrsta spilakvöld á þessum vetri föstudaginn 21. nóv. i samkomuhúsinu kl. 8.30. Halldór E. Sigurðsson mætir á spilakvöldinu. Allir vel- komnir. Kanaríeyjar Framsóknarfélögin 1 Reykjavfk gefa félagsmönnum sinum kost á ferðum til Tenerife á Kanarieyjum i febrúar og marz. Nánar auglýst á sunnudaginn. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknar- flokksins i sima 24480. Árnesingar Annað keppniskvöld framsóknarvistarinnar verður að Borg, Grímsnesi, föstudaginn 21. marz kl. 21.30. Ræðumaður verður séra Heimir Steinsson, rektor. Aðalverðlaun: Sunnuferð fyrir tv'o til Kaupmannahafnar. Framsóknarfélag Arnessýslu. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Basarinn verður að Hallveigarstööum, sunnudaginn 23. nóvem- bernæstkomandi. Tekið verður á móti varningi að Rauðarárstig 18, alla daga vikunnar til kl. 17, og á fimmtudaginn einnig kl. 20- 22 um kvöldið. Þær, sem hafa hugsað sér að gefa kökur, komi þeim á sunnudagsmorgun 23. nóv. að Hallveigarstöðum. Basar- nefndin. Vesturlandskjördæmi Laugardaginn 22.nóv. 1975verður 15. kjördæmisþing sambands Framsóknarfélaga i Vesturlandskjördæmi haldið i félagsheim- ilinu ValfelliiBorgarhreppi.oghefstþaðkl. lOárdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. ^erEíf^ Við mælum meö NATIONAL Hl-Top M raf hlöÖum í okkar tölirur hVíHÍ HATIOHAL LCánoti Shrifuéiin hí wBðjp *-""<j B H J-if*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.