Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Fimmtudagur 20,nóvember 1975. afið er (slandi þa em kornakrar eru ððrum þjóðuni ,,Herra forseti. Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem islenzkur landbúnaðarráð- herra situr aðalráðstefnu Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þó hefur Island verið meðlimur stofnunar- innar frá upphafi og bæði lagt til hennar marga sérfræðinga og sömuleiðis þegið aðstoð sér- fræðinga hennar við tækniþróun landbUnaðarins. Mér er það þess vegna mikil ánægja að vera hér til að kynnast betur störfum og viðhorfum stofnunarinnar og til að kynna fyrir kollegum minum og fræðimönnum um landbúnað og fæðuöflun, lifsbaráttu þjóðar minnar og það hlutverk, sem hún geturgegnt i fæðuöflun heimsins. Aðeins 3% af landinu ræktað Island er eyja nyrzt i Atlants- hafinu, rétt við héimskautsbaug- inn. Island er nyrzta sjálfstæða rik heimsins. Veðráttan þarna er oft óblið og óvægin. Sjórinn kringum landið er ekki leikvöllur til listisiglinga, heldur hættulegur, a.m.k.á vetrum þeim er hann stunda. Landið sjálft er eldfjallaeyja með öflugum eld- gosum að meðaltali fimmta hvert ár. I siðasta eldgosi, fyrir tveim árum, lá nærri að eyðilegðist bezta verstöð landsins, svo að flytja varð alla íbúana burtu það- an i bili. Einungis f jórði hluti landsins er hulinn gróðri, um 3% af landinu er ræktað, hitt eru hraun, jöklar, eyðisandar og fjöll. En þettaerlandið okkar, þarna fæddumst við og þarna höfum við kosið okkur að lifa, og af þessu landi og hafinu umhverfis það verðum við að afla okkur lifs- viðurværisog tekna til að geta lif- að og miðað lifsviðurværi okkar við það, sem gerist i nútima þjóð- félagi. Þetta hefur ekki alltaf ver- ið auðvelt, en islenzku þjóðinni, hefur þrátt fyrir fæð sina (en ibuarnír eru um 200 þús. manns), tekizt að halda þarna uppi sjálf- stæðu menningarþjóðfélagi. Háðari fiskveiðum, en nokkur önnur þjóo Með nútima tækni hefur okkur tekizt að koma okkur upp land- búnaði, sem sér fyrir öllum okkar þörfum i kjöti, mjólk og að mestu i grænmeti, og nokkuð umfram það, sérstaklega i sauðfjárafurð- um. Við höfum komið okkur upp fiskveiðiflota, sem sér okkur fyrir Utflutningsvóru til að afla okkur gjaldeyris til annarra þarfa. Á ts- landi býr matvæla- og land- bUnaðarþjóð, eða öllu heldur fiski- og landbúnaðarþjóð. Við er- um háðari fiskveiðum en nokkur önnur þjóð. Allt að 70-80% af út- flutningstekjum okkar koma frá fiski og fiskafurðum. Ef fiskurinn bregzt okkur, þá er stoðunum kippt undan efnahagslifi þjóðar- innar. Aðrar þjóðir geta þolað sveiflu I aflamagni og fiskverði og hafa ráð á að borga styrki með fiskiðnaði siniim. Hjá okkur byggist efnahagurinn fyrst og fremst á fiski, og sá atvinnuvegur verður a.m.k. ennþá að standa undir styrkjum, ef illa gengur á öðrum sviðum. Við vonumst til i framtiðinni að geta notað raforku .úr fallvötnum og jarðhita til að byggja upp iðnað, og renna þann- ig fleiri stoðum undir efnahagslff- ið. Auk þess að við getum eflt landbúnað sem arðbæra útflutn- ingsatvinnu. 200 mílurnar Herra forseti. Ég hef notað tima minn hér til að sýna fram á, hversu mjög þjóð min byggir af- komu sina á hafinu kringum land okkar, og til að vekja athygli á þvi, að þegar ágengnin i fiskinn á miðum okkar er orðin svo geig- vænleg, að heilar fisktegundir hafa horfið og aðrar eru á hraðri leið með að hverfa, þá er ekki um annað að ræða en gripa til þess ráðs að vernda fiskstofnana um- hverfis Island fyrir ofveiði. Aðrar þjóðir hafa ef til vill efni á þvi að biða eftir alheimssamkomulagi um skiptingu hafsins, en okkar eyja í Atlantshafinu hefur ekki efni á þvi, að fiskurinn við strend- ur hennar, lifsbjörgin okkar, sé veiddur svo ákaft, að fisk- stöfnarnir minnki stöðugt, svo hættaerá.að þeir hverfi. Viðurð- um að taka til okkar ráða og stöðva þessa rányrkju til þess að tryggja þjóð okkar framtiðarlifs- möguleika. Við höfum ný lýst yfir 200 milna fiskveiðilögsögu, og gerum það i anda þeirrar stefnu, sem mörkuð hefur verið á hafréttarráðstefn- unni. C^- LxaÁ GÆRUFÓÐRUÐ KULDASTÍGVÉL MEÐ GÚMMÍSÓLA Svört og brún. Verðkr. 7.960.— SKÓSEL, Laugaveg 60, sími 21270. Við höfum alltaf verið ánægð með að vera eyriki án sameigin- legra landamæra við nokkra þjóð, og þess vegna lausir við landa- mæradeilur. En hluti af landi okkar er hafið, vegna þess að það er okkur sem kornakrar annarra þjóða. Það verðum við að verja. I fyrstu áttu Islendingar aðeins litla, opna báta og veiddu inni á fjörðum og vikum, sem þá voru fullir af mörgum tegundum fiskj- ar. Siðan komu erlendir togarar ogveiddu inni i fjörðunum, svo að enn i dag er hvergi arðvænleg veiði i fjörðum landsins. Það er stutt siðan við færðum fiskveiði- lögsögu okkar út i 4 milur og lok- uðum fjörðunum. Næsta skref i fiskvernd okkar var að færa fisk- veiðilögsögunaúti 12mflur, ogþá i 50 milur, en ekkert hefur dugað. Fiskurinn hefur minnkað, og það er hætta á, að það verði ekki nóg- ur fiskur handa okkur einum, ef svo fer sem horfir. Fiskstofnar í hættu Herra forseti. A þessari ráð- stefnuhefur verið rætt um fram hald á þeim samþykktum, sem gerðar voru á Alþjóðamatvæla- ráðstefnunni 1974. Við viljum tryggja aukna matvælafram- leiðslu og koma upp matvæla- forðabúrum. Skerfur Norðuratlantshafsins til þessara mála er fiskur, ógrynni af fiski, þvi að i hafinu kringum Island voru ein auðug- ustu fiskimið i heimi. Við viljum ekki að það sé framlag Islendinga til fæðuöflunar i heiminum að horfa upp á eyðileggingu þessar- ar matvælagullkistu. Ein af þeim fiskitegundum,sem nóg var til af, var hin svokallaða Islandssild — ljúffengur og næringarmikill rétt: ur á borðum og undirstaða fram- leiðslu á næringarrfku mjöli og lýsi. Sildin var ein af undirstöðu- framleiðsluvörum okkar og margra annarra þjóða. Og hvar er þessi ótæmandi Islandssild? Og hver veiðir hana núna? Svarið er einfalt: Hún var nær horfin, en vegna friðunaraðgerða okkar er von til að hún sé á uppleið aftur. Hvað með þorskinn, sem kalla mætti hveiti hafsins? Samkvæmt útreikningum fiskifræðinga, þá er nU bUizt við, ef ekki verður tekið i taumana, að á næstu árum verði ekki hægt að veiða jafnmikinn þorsk á miðunum kringum tsland og felendingar veiða einir núna. Með öðrum orðum: Þorskurinn er i mikilli hættu, einnig er ýsan og lUðan i hættu. Við stöndum and- spænis gegndarlausri rányrkju i sjónum, þar sem allir veiða eins mikið og hægt er með öllum til- tækum ráðum. Við Islendingar getum ekki horft upp á þetta. Hvorki vegna sjálfra okkar, sem byggjum lifsafkomu okkar á fisk- veiðum, né heldur vegna framtið- ar matvælaframleiðslu i heimin- um. Skerfur til að stuðla að aukinni matvælaframleiðslu Ég vil hér með lýsa yfir, að það skref, sem íslendingar hafa nU tekið með Utfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 200 mflur frá ströndum landsins, er okkar skerfur til að stuðla að aukinni framleiðslu matvæla i heiminum, og til að vernda fiskistofna og þar með auka fiskveiðar siðar. Að okkar dómi mátti ekki draga að stiga þetta skref, það var alltof mikið i hUfi til þess að hægt væri að biða eftir alls herjar samkomulagi. Samkomulagsleiðin er að visu að okkar dómi æskileg, en það er til litils gagns að vernda fiskinn eftir að hann er horfinn Ur sjónum. Þótt við miðum að þvi að nýta þetta svæði sjálfir til að uppskera fisk,vinnahann og selja, þá erum við með þvi að tryggja áfram- haldandi auðlegð sjávarins i Norðuratlantshafinu sem stór- virkt forðabur matvæla til gagns fyrir mannkynið i heild, en þvi verðum við einnig að setja okkur sjálfum ákveðnar reglur um fisk- veiði og friða sum svæði alger- lega fyrir allri fiskveiði. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna er ekki einungis landbúnaðarstofnun, hún lætur fiskimál einnig til sin taka, og við munum halda áfram að auka samstarf okkar og stuðn- ing við fiskveiðideild FAO. Við viljum styðja FAO i þvi að vernda fiskistofna með skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins. Uppgræðsla og stöðvun landeyðingar Herra forseti, þótt ég hafi lagt áherzlu á fiskveiðimál og sér- staklega fiskverndarmál vegna nýafstaðinna aðgerða okkar i þessum málum, þá þurfum við ekki aðeins áð gæta fiskimiðanna við Island, heldur einnig landsins sjálfs. Land okkar er eins og ég sagði áðan jarðfræðilega ungt land. Gróðurlendi eru viða mjög viðkvæm gagnvart ofbeit, sem getur skaðað þau, auk þess skaða sem vatn og vindur valda. Jarðvegs- og gróðureyðing hafa verið ógnandi á íslandi siðustu aldir,en nU höfum við leitazt við á siðustuárum að snUa vörn isókn i þeim málum. Með eigin fjárframlögum, starfi innlendra sérfræðinga og samstarfi þeirra við sérfræðinga frá FAO og nýtingu tækninnar hefur mikill árangur náðst i stöðvun landeyðingar og i upp- græðslu. Á 1100 ára afmæli bUsetu á Is- landi á s.l. ári ákvað þjóðin að verja 1 milljarði islenzkra króna til landgræðslu svo íslendingar geti, þrátt fyrir erfiða veðráttu, lifað blómlegu manndóms- og menningarlifi eins og áður var gert, og við höfum á mörgum sviðum rannsókna og visinda náð ágætum árangri. LandbUnaður okkar er fyrst og fremst framleiðsla bUfjárafurða, sem byggjast á nýtingu grass og gróffdðurs, beitarogheygjafar að mestu án samkeppni við fæðu- tegundir, sem ella mætti nota til manneldis. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir framtiðarþróun bUfjárfram- leiðslu og við Islendingar viljum leggja áherzlu á, að gróður og landsvæði, sem ekki eru hentug til framleiðslu matvæla til beinn- ar neyzlu, verði nýtt til bUfjár- framleiðslu, en leitazt verði við að draga Ur notkun matarkorns, sem hörgull er á i heiminum, til bUfjárframleiðslu. I þessum mál- um höfum við þegar gott sam- starf og aðstoð frá FAO og viljum i samstarfi við bræðraþjóðir okk- ar á Norðurlöndum vinna að þessu verkefni. Framlag íslands Smáar þjóðir, sem bUa á svæð- um, sem ekki henta sem bezt til landbUnaðarframleiðslu, geta kannski ekki lagt mjög stóran skerf til matvælaframleiðslu heimsins. Við Islendingar erum þó staðráðnir i þvi að beita þekk- ingu okkar og þeim dugnaði, sem við eigum yfir að ráða til að vera að minnsta kosti ekki öðrum til byrði, heldur hitt að uppskera Ur ökrum lands okkar og hafs eins mikil matvæli og aðstæður leyfa, án þess að misbjóða náttUrunni. Það verður okkar framlag i baráttunni við hungrið i heimin- um. Við treystum á skilning ykk- ar á vandamálum okkar og þeim ráðstöfunum, sem við höfum orð- ið að gera og ég vil fullvissa ykk- ur um einlægan ásetning okkar i þvi að taka sem öflugastan þátt i samstarfi þjóðanna um að efla matvælaframleiðsluna og að styðja hið mikla starf, sem FAO vinnur i þessum efnum. Herra forseti, ég vil að lokum leyfa mér að þakka fráfarandi aðalforstjóra, Dr. Adeke Boerma, árangursrikt starf fyrir FAO og ánægjulega heimsókn til lands mins s.l. sumar og um leið óska hinum nýkjörna aðalforstjóra gdðs gengis. Takk fyrir herra forseti. Ræða Halidórs £. Sigurðssonar landbúnaðarráðherra á aðalráðstefnu FAO, em haldin var í Róm fyrr í þessum rnánuði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.