Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN
Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
|.....i|| JI'""H||
||r jw\ jl iii'i'i'
Haustsýningin
1975
Hin árlega haustsýning
Félags islenzkra myndlistar-
manna var opnuð um helgina i
Norræna húsinu, og mun'sýn-
ingin standa til mánaðamóta.
Auk þess hefur verið tekin upp
sú nýbreytni að nú er líka sýnt á
vinnustöðum viðs vegar um
borgina, og eru verk eftir 32
listamenn hengd upp i kaffistof-
um og matsölum á einum
fjórtán stöðum hjá stofnunum
og stórfyrirtækjum.
A haustsýninguna bárust 210
verk,ensýnderu96verkeftir 50
höfunda, 29 félagsmenn í FIM
og eftir 21 utanfélagsmann. Niu
þeirra sýna i fyrsta sinn á
haustsýningu, en það eru þau
Brynhildur Ósk Gisladóttir
(1940), Gunnar I. Guðjónsson
(1941), Helgi Vilberg (1952),
Kjartan Ásmundsson (1950), Óli
Geir Jóhannsson, Sólveig Helga
Jónsdóttir (1945), Bragi
Hannesson (1932), Steingrimur
E. Kristmundsson (1954),
Þetta fólk sýnir oliumálverk,
vatnsliti og teikningar.
Enginn skúlptúr barst frá
utanfélagsmanni, en 4 félags-
menn sýna þarna skúlptíir og
auk þess eru glermyndir og
vefnaður á sýningunni.
Af félagsmönnum FIM sýna
margir af kunnustu málurum
félagsins, en marga vantar þó i
Norræna húsið, þeir eiga á hinn
bóginn margir verk á hinum
ýmsu vinnustöðum, sem áður
var getið um.
Á sýninguna völdu verkin átta
manna sýningarnefnd FIM, en
formaður nefndarinnar er
Ragnheiður Jónsdóttir Ream.
Er megin reglan sU, að utan-
félagsmenn senda fimm verk til
nefndarinnar og hún velur síðan
og hafnar, ýmist öllu, eða hluta
verkanna, en félagsmenn
komast af með færri myndir,
sem virðist ekki ósanngjörn til-
högun, þott vissulega kæmi
einnig til greina að menn sendu
færri verk og nefndin tæki eða
hafnaði, svo listamennirnir
gætu i rauninni sjálfir ákveðið
hvað þeir sýna almenningi, —
fyrst og fremst. En nóg um það,
menn fara eftir sýningarregl-
um, sem kynntareru fyrirfram,
og eru þvl kunnar frá upphafi.
II.
Haustsýning FtM er að vanda
fjölbreytt og kennir þar margra
grasa, en sýningar þessar hafa
verið fastur, árlegur viðburður i
starfifélagsins, a.m.k. svo langt
sem undirritaður man, þótt ef til
vill hafi einhver ár fallið úr.
Sýningin gæti að sumu leyti ver-
ið þverskurður af islenzkri
myndlist eins og hún er i dag, en
það eð margir frægir og þekktir
málarar eru ekki með i
Norræna húsinu, vantar þó
nokkra hringi i hinn gilda stofn
islenzkrar myndhefðar.
Það, sem manni kemur fyrst I
hug eftir að maður hefur opnað
augun i ofbirtu listahafsins, eru
orð skáldsins: „Hvar er Island I
þessum saung?", en þá var rit-
að um söngför hjá þekktum
söngflokki, sem fór til útlanda
og söng aðeins, eða að mestu
erlend lög. Manni virðist að sýn-
ingin f Norræna húsinu gæti allt
eins vél verið eftir fólk viðs
vegar að úr heiminum, og ekk-
ert sérstaktbendirtil Islands, ef
undanskilin eru örfá verk, sem
virðast islenzkari en önnur. 1
þessu sambandi minnist ég sýn-
ingar á verkum færeyskra
sKulptur eftir Sigurjón Ólafsson,
málara, sem sýndu verk sin á
sama stað fyrir nokkrum árum,
þar stigu hiriar fögru fjáreyjar
upp úr kafinu með einhverjum
hætti. Þetta er sér á parti
athyglisvert, þar eð hreinum
afstraktmálverkúm hefur fækk-
að og menn hafa snúið sér meir
að figurativum myndum. Þó er
rétt að hafa það i huga, að ekki
er óhugsandi að útlendingum
kunni að finnast annað, að
erlendir menn kæmu auga á
einhver atriði sem tengdu þessa
list við tsland sérstaklega, en
það er mér þó til efs. Listin er
vissulega að verða alþjóðlegri
og þá ekki sizt myndlistin, þvi
að menn nema nú yfirleitt mið-
svæðis i listheimi, en ekki i
„tUninuheima."Tilraunirtilþess
að skapa raunsæja, þjóðlega
myndlist hafa ekki gefið góða
raun, ekki sizt hjá þeim stór-
þjóðum er það hafa reynt. Þó vil
ég i þessu sambandi minna á
vefnað Asgerðar Búadóttur,
sem virðist sameina erlenda
formbyltingu og alislenzka hef ð.
Það sama má ef til vill segja um
tréstaurinn „Mýkfeftir Sigur-
jón ólafsson. Hann gæti alveg
eins hafa komið svona á land,
eftir að hafa velkzt I briminu
lengi, innan um skerin og trjá-
maðkinn.
Við nánari athugun er okkur
það ekki einu sinni ljóst lengur
hvort það sé I rauninni áhuga-
vert að eignast þjóðlega mynd-
list, einhverja strjálbýlislist,
lágvaxnar kræklóttar hrfslur,
sem halda sér dauðahaldi i kalt
grjótið mestan part ársins og
áræða ekki að laufgast fyrr en
komið er langt fram á sumar.
Það er þvi aðeins spurningin um
það, hvort landið eigi að gleym-
ast alveg eða ekki.
III.
Hér verður ekki f jallað mikið
um steinstaka menn, til þess
höfum við ekki rUm. Höfundar
myndverkanna eru 50 talsins.
Þó má reyna að fara einn hring
og stikla þá á stóru.
t forstofunni hittum við fyrst
Hjörleif Sigurðsson, sem sýnir
tvær vatnslitamyndir, sem mál-
aðar eru á kínverskan (?)
pappir. Þetta eru sérkennilegar
myndir, sem koma skemmti-
lega á óvart: eru i framhaldi af
þeim, er hann sýndi um árið i
Hamragörðum. Þessa bliðu
tóna er að visu erfitt að greina
fjölefli þvi, er annars rikir á
þessum stað.
Þegar inn i sjálfan salinn er
komið, og haldið er með sólu,
verða fyrst fyrir þeir Jöhannes
Geir og Einar G. Baldvirisson.
Jóhannes er með þrjár myndir,
oger sú f miðjunni bezt, i hinum
tveim er hann enn ekki laus Ur
pastelmyridunum, og þar skort-
ir ýms þau sérkenni, er áður
fylgdu oliumálverkum hans.
Einar G. sýnir tvær myndir,
sem segja má að séu dæmigerð-
ar fyrir list hans, og verður
hann að teljast Vera einn þeirra
málara, er ekki hafa verið
metnir sem skyldi.
MagnUs Kjartansson kemur
mest að óvörum af yngri mönn-
um og sýnir þrjár myndir,
klipptar og skornar upplim-
ingar, og við fyrstu sýn virðist
hann ná góðum árangri i þessari
listgrein.
Þá taka við Asgerður Búa-
dóttir, sem áður var búið að
Lengst til vinstri er mynd Sigurðar örlygssonar, ein af tveim, þá taka við myndir E
þrjár. Myndirnar tvær lengst til hægri eru eftir Arnar Herbertsson.
...„Hvar er Í
í þessum sai
minnast á, og svo kemur Hring-
ur Jóhannesson.
Hringur sýnir þrjár myndir,
og er sú er hann nefnir „Þotu-
flug" 'ahugaverðust. Þarna
blandar málarinn saman á
skemmtilegan hátt súrrealisma
og venjulegu málverki.
Myndin verkar á tvennan
hátt, sem litur og form og sem
myndefni til umhugsunar.
Kontraskýin segja okkur frá
þotunni, sem æðir yfir himininn,
er rofabarðið stendur kyrrt —
samt getur moldin rokið, en þó
ekki i logninu.
Eyborg Guðmundsdóttir sýnir
Titrandi strengi, sem „ekkert
titra," eins og einhver sagði á
sýningunni, stórar myndir og
fallegar, mjög vel gerðar.
Gunnar örn er nú kominn Ut
fyrir holdrosuna og innyflin, er
orðinn mildari allur. Dökk lina.
Myndir Hrings Jóhannessonar og höggmynd eftir Guðmund Benediktsson.
______:--------------j~.
.Ktippt og skorið" eftir Magnús Kjartansson.
Sýningarnefnd FtM. Talið frá vinstri, Hallsteinn Sigurðsson, Þorbjörg Höskuldsdótt
Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir Ream (form.) og Hrólfur Sigurðsson.