Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN
Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Landsbókasafneignast
handrit Guttorms J.
Guttormssonar skálds
Börn Guttorms J. Guttorms-
sonar skálds og Jensínu konu
hans, dæturnar Pálína, Bergljót
og Hulda og sonurinn Gilbert
Konráð, hafa fyrir nokkru sent
Landsbókasafni Islands að gjöf
mikið og merkilegt safn hand-
rita föður sins, en fjölskyldan
hafði áður að honum látnum
gefið Manitobaháskóla i Winni-
peg bókasafn hans, mörg
hundruð binda.
í gjöfinni til Landsbókasafns
eru saman komin margvisleg
handritskáldsins, kvæði, sögur,
leikrit, endurminningar auk
mikils safns bréfa, er honum
bárust á langri ævi.
Nokkur handrit Guttorms
skálds liggja nú frammi á
sýnrigu nokkurra sýnishorna
bókmenntaiðju Islendinga i
Yesturheimi i anddvri
Safnahússins kl. 9 til 19.
Frá sýningunni um bókmennta-
iðju tslendinga I Vesturheimi i
anddyri Safnahússins. Tíma-
mynd: Gunnar.
-X.~
Z^/f^rf&Cttía/--
Upphaf kvæðis Guttorms J. Guttormssonar fyrir minni Nýja ts-
lands.
Hætti í Verðlagsnef nd
vegna ágreinings við
umbjóðendur sína
Sveinn Snorrason hrl. hefur
sagt sig úr Verðlagsnefnd, og er
ástæöan ágreiningur milli Sveins
og verzlunarsamtakanna, en
hann hefur setið i nefndinni af
hálfu þeirra. A fundi verðlags-
nefndar i gær mætti varamaður
Sveins, Þorvarður Ellasson,
framkvæmdastjóri Verzlunar-
ráðs íslands.
A stjórnarfundi Kaupmanna-
samtakana skarst I odda milli
Sveins og annarra stjórnarmanna
um verðlagsmál, og var Sveinn
ósammála hinum um álangingu á
vörum, og sagði sig þvl úr
Verðlagsnefnd.
ER BIFREIÐIN í LAGI?
Þannig geta akstursskilyrði oröið og þvl er nauðsynlegt að halda athyglinni vakandi og gæta ýtrustu
varkárni.
gébé-Rvík. — Nú er vetur fyrir al-
vöru genginn i garð, og þar með
sá timi sem akstursskilyrði verða
hvað erfiðust og hættulegust, eins
og hin mörgu alvarlegu um-
ferðarslys undanfarnar vikur
hafa sýnt. Þau höfðu reyndar
komið til áður en akstursskilyrði
urðu eins og þau geta orðið verst
að vetrarlagi, með snjö og hálku
samfara dimmviðri. Skyndilegar
veðrabreytingar gera ökumönn-
um og öðrum vegfarendum
erfiðara fyrir og aldrei er hægt
að gera ráð fyrir sömu aksturs-
skilyrðum langan tlma dag
hvern. Það er ekki nóg að öku-
maðurinn sé viðbúinn þessum
breytingum, heldur verður hann
einnig að gera ráðstafanir til að
bifreiðin sem hann ekur sé vel Ut-
búin.
Bifreiðaeigendum var leyfilegt
að setja neglda hjólbarða undir
bifreiðar sinar 15. október, s.l. en
það er ekki skylda að nota neglda
hjólbarða, einnig má. nota
snjóhjólbarða með grófu mynstri
og keðjur. En sama gildir um
sjóhjólbarða og neglda, þeir
þurfa að vera á öllum hjólum.
Það getur Hka verið nauðsynlegt
að hafa meðferðis snjókeðjur,
þegar hjólbarðarnir, hverju nafni
sem þeir nefnast, valda ekki leng-
ur þvl hlutverki, sem þeim er
ætlað.
Hjálpartæki eins og
rúðuþurrkur og rúðusprautur er
nauðsynlegt að séu I lagi, þegar
bleyta og slabb er á götum. En oft
setjast óhreindini, svo sem tjara
og annað á framrúðuna, og er þá
nauðsynlegt að hreinsa rúðurnar
sérstaklega, þvi þá gera
rúðuþurrkurnar Htið gagn. Ýmis
efni til þessa fást á benzln-
stöðvum, þar sem einnig fá má is-
vara á rúðusprautur.
31. október s.l. lauk ljósaskoðun
1975 og ættu samkvæmt þvl allar
bifreiðar að vera með ljós i lagi.
Könnun, sem gerð var eftir
þennan tima, leiddi hins vegar I
ljós, að þriðjungur bifreiðaeig-
enda hefði látið undir höfuð
leggjast að f æra bifreiðar sinar til
skoðunar. Þetta er vitavert
kæruleysi, einmitt á þessum
árstima þegar mikilvægast er að
þessi öryggistæki bifreiðarinnar
séu I lagi yfir skammdegis-
timann.
Umferðarráð vill benda öku-
mönnum á mikilvægi þess að
ökuljósin séu notuð utan ljósa-
tima ef sllkar aðstæður eru fyrir
hendi, eins og þoka, rigning,
snjókoma eða stórhrið. Þessar
aðstæður gera það að verkum að
útlinur bifreiða slævast til muna.
ÞANNIG NOTUM VIÐ LJÓSIN
STOÐUUÓS.
Þegar bifreiöin er stöðvuð á
illa lýstri akbraut. Einnig þeg-
ar stanzað er við gatnamót
vegna umferðar, sem á for-
gang, eða við umferðarljós.
LÁG LJÓS
I slæmu skyggni, s.s. þoku,
rigningu, snjókomu o. fl. I
myrkri, þegnr götulýsing er
góð.
ESL
HÁ LJÓS
Á vegum, þar sem engin
götulýsing er og ekki er
haetta ó að Ijósgeislinn trufli
aðra vegfarendur.
IRA dáir hugrekki íslendinga
Stjórnmáladeild Irska lýð-
veldishersins (Professional
Sinn Fein), sem berst gegn
stjórn Breta á Norður-tr-
landi og vill sameina það
Irska lýðveldinu, sendi I gær
Geir Hallgrimssyni forsætis-
ráðherra orðsendingu, þar
sem segir m.a., að þvi er
fregnir frá skrifstofu sam-
takanna i Dublin herma:
„Onnur smáþjóð dáir hug-
rekki tslendinga á örlaga-
stundu. Lýðveldissinnar
hafa ætlð barizt gegn ihlutun
Breta um innanrikismál á
trlandi. Það er von okkar að
þið munið ekki heldur láta
undan gervisóslalistum, sem
leitast við að skera á liflinu
islenzku þjóðarinnar."
r^f'it J
Notiö NATIONAL Hl-Top rafhlöðurnar
í vasatölvurnar frá okkur ^'-"°"
MOVU^
Di
olivelli
SKRJTSTOFUTÆKNI HJ".
TrYt/gTugölu — Simi 28511
N/VTIONAL
Mi-Top
wQ 9 r