Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. nóvember 1975. TÍMINN 13 II.......•Líllllli Kvannafrísþankar Guðjón Bj. Guðlaugsson skrifar: „Það var eftirminnileg stund að sjá og heyra allan þennan kvennaskara á Lækjartorgi 24. okt. — Ég held, að meirihluti karlmanna hafi samfagnað kon- um yfir samtakamættinum, sem þar birtist, hver svo sem árangurinn verður eða nauðsyn var til þess liðsafnaðar. Um það má lengi deila. En eitt er vist, að það stigur á stærilæti sumra eiginmanna, ef þeir rekast á þá staðreynd, að þeir geta ekki unnið fyrir heimili sinu, en konan, móðirin, verndari heimilisins, verður að vinna úti við öll möguleg og ómöguleg tækif æri. Það var gaman og hressandi að hlusta á Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur (ætti að komast á þing), og sömuleiðis sönginn. Dagskráin tókst öll prýðilega, var bæði til fróðleiks og Benzínstöð 43x18x13 sm. Búðarverð kr. 1460. Benzinstöð 43x30,5x25 sm. Búðarverð kr. 4007. Brúðuhús 47,5x31,5x34 sm. Búðarverð kr. 4950. Búgarður 43x34x19 sm. Búðarverð kr. 2800. Búgarður 57x37x21,5 sm. Búðarverð kr. 4300. «=¦= ,&ffi£aSU«ri«jj " ¦ ------m .. ilíSHfel-' ; -•— <v-—. hmmií l»M«\l l«ÍMh>í Jllilll 111111111 ¦ ÍÆJBLljJ í VW :: - L J Virki 56x48x30,5 sm. Búðarverð kr. 4007. INGVAR HELGASQN ¦ Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510 skemmtunar. Veðurguðirnir voru konunum lika velviljaðir og virtust veita þeim meiri athygli en þeir, sem réðu flögg- um i nágrenninu. Það var ekki einu sinni flaggað í stjórnarráð- inu i tilefni af þrjátiu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, sem við erum þó meðlimir að og eigum fulltrúa hjá. Einu gleymdu lika konurnar. Ég hvorki sá néheyrði minnzt á, i sambandi við þennan kvenna- fridag, hvar konur hlutu fyrst jafnrétti við karlmenn. Það var I Góðtemplarareglunni, einu ári eftir að hún var stofnuð fyrir niutiu árum. Mun sá atburður og sá félagslegi þroski, er konur hlutu þar, hafa ýtt undir kven- réttindabaráttuna og hve fljótt konur fengu hér jafnrétti við karlmenn. Vel hefðu konur mátt minnastþess og þakka á þennan hátt en þann, að vera i meirihluta kaupenda á áfengi i verzlunun rikisins i tilefni af deginum. Ég þykist þess full- viss, að þeim konum, sem stóðu fyrir þessum kvennafridegi, hafi verið slikt athæfi á móti skapi. En þær gerðu ekkert til að varna þvi að önnur eins hneisa kæmi fyrir. Sennilega hafa þær ekki áttað sig á þvi að á þessu sviði væru konur búnar að ná meira en jafnretti. Það má þvi segja um konurnar i þessu tilfelli, eins og um stoð- ina, er maðurinn var að mæla halíann á og sagði að væri „komin meira en i lóð." Það er engri hugsandi manneskju gleðiefni, að konur verði karlmönnum jafnokar i ruddaskap og ósæmilegu liferni, og fyrirgeri með þvi sinum yndisþokka og kvenlegri fegurð, sem þær eru gæddar og geta borið alla ævi, ef þær lifa skyn- samlegu og heilbrigðu lif. En þvi miður gera of fáar konur það. Sást það m .a. á torginu um daginn, þar sem reykjarstrók- arnir frá konum þyrluðust út i loftið allt í kring og konur létu sig hafa að að kasta sigarettu- stubbum á hreina götuna og troða þá niður. Ég vona, að þær konur, sem standa fyrir kvenréttindabar- áttunni, sinni meira þeim þætti, sem bindindisstarfið er, eftir- leiðis en hingað til, og láti það ekki koma fyrir, næst er þær minnast kvenfrelsisins, að þær verði i meirihluta, eða jafnvel einráðar, i vinbúðunum og bör- unum, en taki sér til fyrirmynd- ar Þorbjörgu Hafliðadóttur, er gekk i Góðtemplararegluna fyrst kvenna árið 1885, og aðrar, sem fóru að hennar fordæmi, til ómetanlegrar blessunar fyrir kvenréttindabaráttuna og bind- indismálið, sem einnig á sama tima stuðlaði, frekar en nokkuð annað, aðsjálfstæði þjóðarinnar og sigri kvenna i jafnréttisbar- áttunni." Þriþættur lopi. Okkar vinsæli þriþætti lopi ávallt fyrirliggjandi i öllum sauðalitunum. Opið 9-6alla virka daga og til hádegis á laugardögum, Magnafsláttur. Póstsendum um allt land. Pöntunarsimi 30581. Teppamiðstöðin, Súðarvogi 4, Iðnvogum, Rvik. rÖKUM> EKKI :UTANVEGA1 LANDVERND íslenzkir og danskir FÓTLAGASKÓR Tegund 612: litur brúnn Stærðir 28-31 kr. 3.980 32-35 kr. 4.225 36-39 kr. 4.360 40-46 kr. 4.460 Tegund 631: loðfóðraðir, litur brúnn Stærðir 36-46 kr. 4.655. Tegund 943: Loðfóðraðir með rennilás, litur brúnn. Stærðir 36-46 kr. 6.760. a^Ka^MKJiSJJiíMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.