Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 20. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 71 EdMcBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Þú meinar að það komi fyrir sjálfan mann. — Já. Þeir þögðu um stund. — Það er sannarlega sárt, sagði Genero. — Ég vona bara að ég sleppi héðan fIjótt. Ég hlakka til að komast aftur til starfa. — Flýttu þér ekki um of, svaraði Carella. — Hvenær útskrifast þú? — Likast til á morgun. — Líður þér ekki vel? — Jú, mér líður prýðilega. — Brotnuðu rifbeinin? — Þrjú rifbein. — Nefið lika? — Já, einnig nefið. — Það er harkalegt, sagði Genero. — En þú ert nú líka leynilögreglumaður. — Mmmm. — Ég skrapp á stöðina um daginn, sagði Genero. — Ég tók vaktina á meðan strákarnir komu hingað að heimsækja þig. Þetta var áður en þessi skothríð byrjaði. Áður en ég varð fyrir skotinu. — Hvernig kunnir þú við þann vitlausraspítala, spurði Carella brosandi. — Ég held mér hafi tekizt sæmilega til. Auðvitað er margt sem læra þarf, en þá kemur starfsreynslan til skjalanna. — Rétt er nú það, svaraði Carella. — Ég ræddi drjúga stund við Sam Grossman.,.. — Hann er mikill ágætis maður. — Ja.'. á rannsóknarsfof unni. Við bárum saman bækur okkar vegna hótunarbréfanna. Sam er ágætis náungi, sagði Genero. — Hann er það. — Svo kom strákgopi með enn eitt hótunarbréf ið. Ég kyrrsetti hann á stöðinni þar til strákarnir komu aftur. Líklega hefur mér tekizt sæmilega til, ekki satt? — Það efast ég ekki um, svarði Carella. — Það er eins gott að vera vel vakandi ef menn ætla að leggja starfið fyrir sig ævilangt. Carella jánkaði þessu og reis á fætur. Hann kveinkaði sér svolítið þegar þunginn færðist á fæturna og sagði svo: — Mig langaði að sjá hvernig þér heilsaðist. — Mér liður bærilega. Þakka þér fyrir að ómaka þig niður. — Það var nú minnst, svaraði Carella brosandi og gekk í átt til dyra. — Berðu þeim kveðju mína þegar þú kemur á stöð- ina.... Carella leitspyrjandi á hann eins og hann væri ekki al- veg með á nótunum. — Ég bið að heilsa þeim.öllum, sagði Genero til skýringar. — Cotton, Hal, Meyer og Bert. öllum sem voru með mér þegar þetta gerðist. — Auðvitað. — Enn einu sinni þakka ég þér fyrir að koma til mín.... — Minnstu ekki á það. — ....Steve... En Genero komst aldrei lengra með það sem hann var búinn að tæpa á eins og köttur kring um heitan graut, því Carella var farinn út. XXX Lögmaður Di Filippi var maður að naf ni Irving Baum. Hann var allmóður þegar hann kom á stöðina og spurði þegar hvort skjólstæðingur sinn hefði fengið fulla vit- neskju um lagalegan rétt sinn. Þegar hann var f ullviss- aður um að stjórnarskrárbundin persónuréttindi manns- ins hef ðu í engu verið skert kinkaði hann stuttlega kolli og fór úr þungum Homburg frakka sínum og tók ofan samstæðan hatt, og kom því snyrtilega f yrir á skrif borði Meyers. Þar næst spurði hann leynilögreglumennina um hvað málið snerist. Baum var hinn geðugasti maður, hár og yfirskegg silfurgrátt. Augun voru brún og samúðar- rík. Ef menn töluðu við hann kinkaði hann kolli á uppörv- andi hátt, eins og hann væri að hvetja menn til að halda áf ram máli sínu. Meyer f lýtti sér að segja honum að lög- reglanætlaði allsekki aðleggja fram kæru af neinu tagi, heldur ætti aðeins að af la upplýsinga. Baum sá alls enga ástæðu til þess að skjólstæðingurinn hjálpaði ekki við upplýsingaöf lun í hvívetna. Hann kinkaði kolli til Di Filippi og sagði svo: — Þér er óhætt að svara spurning- um þeirra, Dominick. — Alltí lagi, herVa Baum, svaraði Di Fillippi. — Megum við vita fullt nafn og heimilisfang, spurði Meyer. — Dominick Americo götu 365 Riverhead. — Starf? Di Fillippi, Norður Anderson- HVELL Látið hundinn ^Þá getur hann fá sverð og eins °g karlmaður skjöld! § '_g sé eitthvað þarna, jJ mnm *•- --, ^w_*^ss»__=___i Um visindamannT iHefur \ sem eyðir æfi ihann veittW- sinni i leit að h eitth vað?<_ kjarnorkunni./ x Fimmtudagur 20. nóvember 7.00 M o r gu n ú t v a rp . Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl). 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugs- dóttir les „Eyjuna hans Miiminpabba" eftir Tove Jansson i þýðingu Stein- unnar Briem (19). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Búda- pest-strengjakvartettinn leikur Kvartett nr. 9 i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Beethoven / Edwin Fischer og kammersveit hans leika Rondó i D-dúr (K382) fyrir piantí og hljómsveit eftir Mozart / David Oistrakh og hljómsveitin Philharmonia undir stjórn hans leika Fiðlukonsert nr. 3 i G-dúr (K216) eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tiikynningar. A frfvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Vettvangur Umsjón: Sigmar B. Háuksson. í áttunda þætti er fjallað um ofnæmi. 15.00 Miðdegistónleikar Vladimir Ashkenazy leikur Fantasiu fyrir pianó i C-diír op. 17 eftir Robert Schumann. Robert Tear, Alan Civil og hljomsveitin „Northern Sinfonia" flytja Serenöðu fyrir tenór, horn og strengjasveit eftir Benjamin Britten, Neville Marriner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Guðmundur Magnússon kennari stjórnar Undirheimar hafsins. 17.30 Framburðarkennsla I ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Lesið I vikunniHaraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. '19.50 Ida Handel leikur fiðlu- lög 20.05 Leikrit „Músagildran" eftir Agöthu Christie Þyðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Mollie Ratson Anna Kristin Arngrimsdóttir, Giles Ratson ... GIsli Alfreðsson, Kristófer ... Sigurður Skiilason, Frú Boyle ... Guðrún Stephensen, Metacef major ... Ævar Kvaran, Ungfrú Caswell ... Helga Bach m a n n , Paravicini ... Róbert Arnfinnsson, Trotter ... Þorsteinn Gunnarsson, Sál- fræðingur ... Klemenz Jónsson, Rödd I útvarpi ... Ævar Kjartansson, Rödd ... Anna Guðmundsdóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarvai" eftir Thor Vilhjálmsson.Höfundur les (17). 22.40 Krossgötur. Tónlistar- . þáttur I umsjá Jöhönnu Birgisdóttur og Bjórns Birgissonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. r \ i ! BEKKIR 1» OG SVEFNSÓFARl vandaðir og ódýrir — til sölu að öldugötu 33. i Upplýsingar I slma 1-94-07. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.