Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.11.1975, Blaðsíða 12
SMEE TtMtNN Laugardagur 2*. nóvember 1975. LÖGREGL UHA TARINN 79 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal alið nær allan aldur sinn. Enginn þeirra væri glæpamað- ur, allir væru heiðarlegir menn sem ynnu hörðum hönd- um fyrir lífsafkomu sinni. Hvers vegna lét sjónvarpið líta svo út að allir (talír væru þjófar? Undirsáti sem starfaði við sjónvarpið svaraði þessu og sagði, að ekki væru allir glæpamenn í þættinum Italir, sumir væru Gyðingar og aðrir írskir. En þetta sló skraddarann gamla ekki út af laginu. Hann var óvitlaus og gerði sér fulla grein fyrir mismunandi staðhæfingum þessara tveggja sendibréfa. EKKI ERU ALLIR (TALIR GLÆPAMENN og svo hins vegar EKKI ERU ALLIR GLÆPAMENN (TALIR. Það var honum þess vegna mikill heiður að hafa ítalskan lögreglumann í búðinni sinni — þrátt fyrir það að hann yrði að sætta sig við að ókunnir menn væru að þvælast um I búðarlagernum. Jóa gamla skraddara var meinilla við alla ókunna — jafnvel þótt þeir væru ítalskir lögreglum. Þar fyrir utan var annar þessara tveggja, sá stutti, örugglega ekki ítali. Guð einn mátti vita hvaðan honum var í heiminn skotið. Viðskiptin gengu greitt í litlu skraddarabúðinni. Carella efaðist þó stórlega um að viðskipti vikunnar næmu f jögur hundruð dollurum eins og þeir La Bresca og Calucci höfðu áætlað. Hann velti því jafnframt fyrir sér hvers vegna mennirnir tóku þá áhættu að eiga yfir höfði sér frá tíu og upp í þrjátíu ára fangelsi sem var refsingin er lá við ráni og vopnbeitingu. Voru fjögur hundruð dollarar þess virði? Enda þótt þeir slyppu með lágmarks dóm og yrðu látnir lausir til reynslu eftir þrjú og hálft ár, þá var afraksturinn ekki nema hundrað og fimmtán dalir fyrir hvert ár. Það var minna en lægstu laun í lélegustu störfum. Líklegast átti það aldrei fyrir honum að liggja að skilja hugarheim glæpamannsins. Til að mynda skildi hann ekki þankagang heyrnardaufa mannsins. Það virtist eitthvað vitf irringslegt við hinar gífurlegu áhættur, sem maðurinn tók. Maður með hans greind og hæf ileika hlaut að gera sér þess Ijósa grein að borgarsjóður myndi aldrei seilast í f járhirzlur sínar og snara út fimmtíu þúsund dollurum sökum þess eins að maður úti i bæ hótaði að fremja morð. Líkurnar á greiðslu voru stjarnfræðilega háar honum í óhag. Maður sem hafði slíkt lag á að snúa hlutunum sér i hag þegar teflt var á tvísýnu hlaut að gera sér þetta Ijóst. Svarið hlaut því að vera þetta: Heyrnardaufi maðurinn átti ALLS EKKI von á því að féð yrði reitt af hendi. Hann LANGAÐI Tl L að drepa varaborgarstjórann rétt eins og hann drap lögregluf ulltrúann. En hvers vegna? Carella þóttistgeta fullyrt ýmislegt um lundarfar heyrnardaufa mannsins. Þó aftók hann með öllu þá tilhugsun að mað- urinn dræpi eingöngu ánægjunnar vegna. Hann var öllu heldur kaldrif jaður kaupsýslumaður sem búinn var að vega og meta þá áhættu sem hann lagði út í. Kaupsýslu- menn taka ekki áhættu nema talsverðar ábatavonir séu í boði. (fyrstu var kröf uupphæðin fimmþúsund dalir. Því var hafnað og maðurinn framdi fyrsta morðið. Næst krafðist hann fimmtíu þúsund dala. Þó vissi hann full- veld að sér yrði neitað í annað sinn. Enn aftur framdi hann morð. Því næst tilkynnti hann blöðunum um mis- heppnaðar fjárkúgunartilraunir sínar. Eftir það hafði ekkert í honum heyrst. Eftir hverju var maðurinn þá að sækjast? Carella þóttist þess fullviss að svarið við þeirri spurningu væri ekki langt undan. A meðan sat hann í búð Jóa gamla skraddara og velti því fyrir sér hverjar væru raunveru- legar tekjur gamla mannsins. TÓLFTI KAFLI... Hr. Carl Wahler 1121 Marshall Avenue Isola Kæri herra Wahler: Ef þú tekur þetta bréf sem gamanmál munt þú vissu- lega deyja. Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir. Lestu þær af gaumgæf ni. Þær gætu orðið til að bjarga líf i þínu. 1. Cowper lögregjúfulltrúi skellti skolleyrum við að- vörun og var af þeim sökum drepinn. 2. Scanlon varaborgarstjóri skellti skolleyrum við að- vörun og var af þeim sökum drepinn. 3. JMV er næstur. Hann verður drepinn að kvöldi þessa föstudags. Hvað snertir þetta þig? 1. Þetta er þín aðvörun. Þetta er þín eina aðvörun. Þú verður ekki varaður við öðru sinni. Mundu það. 2. Þú skalt taka f imm þúsund dollara í smáum seðlum úr ávísanareikningi þínum. Gættu þess að þeir séu ekki í númersröð eða númerin niðurskrif uð. 3. Haft verður samband við þig símleiðis einhvern LAUGARDAGUR 29. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9,00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl 8.45: Magnea Matthiasdótt ir les sögu sina „Sykur skrimsliö flytur” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir: Umsjón Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá Utvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. tslenzkt mál.Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Lesiö úr nýjum barna- bókum Gunnvör Braga Siguröardóttir sér um þátt- inn. Sigrún Siguröardóttir kynnir. — Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A minni bylgjulengd. Jökull Jakobsson viö hljóö- nemann i 25 minútur. 20.00 Hljómplötusafniö Þor- steinn Hannesson bregöur plötum á fóninn. 20.45 A bókamarkaönum Umsjón: Andrés Björnsson. Dóra Ingvadóttir kynnir — Tónleikar. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15. Veöurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 29. nóvember 1975 17.00 íþróttir. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Barna- vinurinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Læknir I vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Svo er margt sinniö sem skinn- iö. Þýöandi Stefán Jökuls- son. 21.00 ,,Meö óijósa rönd milli heröa” (Dansaö viö ljóö). Islenski dansflokkurinn á- samt Erni Guömundssyni t undir stjórn Helgu Magnús-:, dóttur. Lestur ljóða: Sig- ■ mundur Orn Arngrimsson. Stjórn upptöku Egill Eö- varösson. 21.10 Fjallalandiö. Mynd um Ekvador. Þýöandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.35 Berfætta greifafrúin.; (Barefoot Contessa). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Leikstjóri er Joseph L. Mankiewicz, en aöalhlutverk leika Ava Gardner, Humphrey Bogart, Rossano Brassi og Edmund O’Brien. Ung stúlka veröur fræg leikkona, en frægöin færir henni ekki eingöngu hiö ljúfa lif, sem hana haföi dreymt um. Þýö- andi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok. AUGLYSIÐ í TÍMANUM /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.