Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 13. desembcr 1975. Bessi kominn heim: Sá 35 leiksýningar á tveimur mánuðum gébé Rvík — Eins og kunnugt er, fékk Bessi Bjarnason leikari styrk frá Det Norske Teater til að kynna sér leikhúsmál, og var styrkurinn tiu þúsund norskar krónur, eða um þrjú hundruð þús- und isl, kr. Blm. Timans lék for- vitni á að vita, hvernig Bessi hefði varið styrk þessum, en hann er nýkominn heim úr tveggja mán- aða ferðalagi. Sagðist Bessi hafa séð hvorki meira né minna en þrjátiu og fimm leiksýningar i Osló, Bergen, Stokkhólmi og London. Kvaðst hann vera mjög ánægður með ferðina, enda hefði honum aldrei áður gefizt tækifæri til að sækja leikhús á þessum stöðum á aðalleiktimanum. Ekki kvaðst Bessi treysta sér til að geta neins einstaks leikrits, sem hefði vakið sérstaka eftirtekt hans, þau hefðu mörg verið mjög athyglisverð og skemmtileg. — Mér var i sjálfsvald sett, hvernig ég verði styrknum, sagði Bessi, þegar blm. Timans hitti hann að máli i Þjóðleikhúsinu ný- lega, en æskilegt var talið að ég kynnti mér nokkuð leikhúslif i Noregi. Þvi dvaldi ég tvær vikur i Osló i góðu yfirlæti, og sá þar sjö leiksýningar. Bessi kvaðst einnig hafafengið tækifæri til að fylgjast með æfingum i norsku leikhúsi og hefðu sér virzt starfsaðferðir þar ósköp svipaðar og hér heima, nema að leikararnir fengju rýmri tima til æfinga, allt upp i tiu vik- ur. — Hér höfum við aftur á móti oft ekki nema fjórar til sex vikur til æfinga. Frá Osló hélt Bessi til Bergen, Bessi Bjarnason, hress og kátur að vanda.... Timamynd: Gunnar. þar sem hann dvaldi i fjóra daga og sá þrjár leiksýningar, en i Bergen er eitt leikhús. Þaðan lá leiðin til Stokkhólms, þar sem hann dvaldi i' ellefu daga og sá ellefu sýningar. — Var það ekki nokkuð strangt, Bessi? — Jú, en mjög ánægjulegt. T.d. sá ég þarna leikrit Gorkis I djúp- inu. Það var mjög góð sýning og gaman að sjá hana , þvi að nú erum við hér i Þjóðleikhúsinu i þann veginn að hefja æfingar á þessu verki, og er frumsýning áætluð i febrúar. Sviar eiga lika mjög góða leikara. I Noregi eru ungir leikarar greinilega i mikl- um meirihluta, en þeir i Sviþjóð eru aftur á móti eldri. Umboðsmenn Tímcms Vinsamlega gerið full skil á innheimtum blaðagjöldum til nóvemberloka, fyrir 20. desember n.k. Skrifstofustjóri Timans. Nýjar viddir i mannlegri skynjun eftir hinn tyrkneska sérfræðing i tauga- og geðsjúkdómum dr. Shafica Karagulla. Rannsóknir þessa heimskunna sérfræðings og læknis svara hinum áleitnu spurningum allra hugsandi manna. Hvað er að baki allra þeirra mörgu óræðu fyrirbrigða er birtast á hinn margvisleg- asta hátt. Æðri skynjun er að hennar áliti miklu útbreiddari en menn hingað til hafa látið sig renna grun i. Að þessum hæfileikum ber mönnum þvi að leita i fari sinu svo skynjanlegt verði hversu undravert tæki og dásamlegt mað- urinn er, og þessir eiginleikar eru okkur öllum gefnir i rikara mæli en mann órar fyrir. Maut0áfanJ)JÓÐ5,AGfl Þingholtsstræti 27. Simar 13510 — 17059. t Kaupmannahöfn dvaldi Bessi 1 viku og sá þar m.a. Brúðkaup Fígarós — ekki i óperuformi, heldur sem leikrit. Sagði hann, að þótt skrýtið hefði verið að sjá Brúðkaup Figarós þannig upp- fært, hefði það verið mjög skemmtilegt. Alls sá hann sjö sýningar i Kaupmannahöfn, þá viku sem hann dvaldi þar. Að siðustu hélt Bessi til London, þar sem hann dvaldi i tvær vikur og sá' sex sýningar. — Þar er áberandi, að leikrit eru byggð upp á þvi að hafa 1 eða 2 þekkta, góða leikara, hitt eru allt fremur lélegir leikarar, sagði Bessi. Þar sagðist hann hafa séð mjög skemmtilegan gamanleik, sem nefndist Norman Conquest, en það leikrit var sýnt yfir eina helgi, þrjú kvöld i röð. — Að visu var hver kvöldsýning sjálfstæð, sagði Bessi, en t.d. fyrsta kvöldið gerðist leikurinn i dagstofu hjá fjölskyldu einni, næsta kvöld i garðinum, og svo framvegis. Sömu leikararnir léku i öll skiptin, og þetta var i reyndinni framhald, og verkið látið gerast á einni helgi. Bessi Bjarnason er þegar byrj- aður að starfa af fullum krafti eftir að hann kom heim, en upphaflega fékk hann fri frá leik- húsinu til að njóta norska styrks- ins. Sagðisthann hafa tekið þátt i upptöku sjónvarpsins á áramóta- skaupinu, en efni þess er algjört leyndarmál, og ekki tókst að toga neitt upp úr honnum um það. Þá vinnur hann nú að útvarpsdag- skrá fyrir gamlársdag, og milli jóla og nýárs byrja æfingar á leikriti Gorkis, I djúpinu. — Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara þessa ferð, sagði Bessi að lokum. Ég hef aldrei haft tækifæri til þess, á þeim 25 árum sem ég hef starfað sem leikari, að sækja leikhús i Evrópu á leikárinu sjálfu, og þó að þetta hafi verið strangt, mun það án efa koma mér til góða seinna. Hvíldar■ stólar Bólstrun Guöm. H. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49 Sími 3-32-40.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.