Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 13. desember 1975. Þingfulltrúar fyrir utan Miftgarð Ályktanir kjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðu rla ndsk jördæmi Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra var haldið i Miðgarði 22. nóv. sl. Guttormur Óskarsson, form. sambandsins, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Lagð- ir voru fram og skýrðir reikning- ar sambandsins og Einhverja, sem er blað Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra flutti ýtarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið, og urðu miklar umræður um hana. Siðan var samþykkt almenn stjórnmálaályktun og ályktun um kjördæmismál. Hér á eftir verða birtar helztu samþykktir þingsins. Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra, haldið i Miðgarði 22. nóv. 1975, fagnar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 22 milur. Þingið telur, að nýleg skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna við landið, sanni nauðsyn þess, að tslending- ar gátu ekki lengur beðið með stækkun landhelginnar. Þingið leggur lika áherzlu á það, að framtiðarvelferð þjóðarinnar og efaahagslegt sjálfstæði hennar er undir þvi komið, að verndun fiskstofnanna takist, hagnýting þeirra verði skynsamleg og rönd verði reist við þeirri rányrkju og fyrirhyggjulausri ofveiði, sem leitt hefur til þess að þorskstofn- inn er i mjög verulegri hættu. Jafnframt þvi sem markvissar friðunarráðstafanir eru undir- staða að eflingu matvælafram- leiðslu fyrir aðrar þjóöir. Þingið telur, að ekki komi til greina að ganga til samninga við útlendinga um veiðiheimildir i fiskveiðilögsögunni, nema þess sé gætt að leyfa ekki veiði á þeim fisktegundum, sem eru i hættu vegna ofveiði, og heimildir aðeins veittar til skamms tima á af- mörkuðum svæðum, og alls ekki verksmiðjuskipum eða frysti- skipum. Hvað varðar veiðar tslendinga sjálfra, telur þingið, að þau mál þurfi að taka mun fastari tökum en gert hefur verið, með fisk- verndunarsjónarmið fyrir aug- um. Þingið telur ástæðu til þess að tslendingar takmarki mjög við- skipti við þær þjóðir, sem beita yfirgangi á tslandsmiðum. Einn- ig telur þingið, að svo geti farið, að ástæða sé til þess að taka til endurskoðunar afstööuna til Nató, þar sem tengsl okkar við það bandalag virðistekki eðlilegt, ef bandalagsþjóð helzt uppi að beita okkur hervaldi. Þingið leggur áherzlu á gott samstarf við allar þær þjóðir, sem sýna okkur eðlilega tillits- semi. Varnarmál Fundurinn harmar, að ekki var unnt að halda áfram þeim áform- um, er uppi voru i fyrri rikis- stjórn um að láta herinn hverfa af landi brott,ogkrefst þess,að flýtt verði fyrir aðskilnaði varnarliðs- ins og almennrar urriferðar um Kefl avikurflug völl. Sjávarútvegsmál Þingið vill undirstrika þýðingu sjávarútvegs fyrir islenzkt efna- hagslif, og itrekar við stjórnvöld, að tryggður verði öruggur rekstrargrundvöllur útgerðar og fiskvinnslu. Landbúnaðarmál Kjördæmisþingið telur, að landbúnaðurinn eigi sjálfsagðan rétt, sem einn af höfuðatvinnu- vegum þjóöarinnar, Fundurinn varar við illvígum árásum á landbúnaðinn, sem pólitiskir lukkuriddarar og sendisveinar þeirra standa fyrir. Þingið hvetur alla Fram- sóknarmenn til þess að slá trausta skjaldborg um land- búnaðinn og snúast til varnar á viðeigandi hátt. Fundurinn felur fulltrúum flokksins á Alþingi að vinna af fullri einurð að hagsmunamálum landbúnaðarins, bæði hvað varð- ar löggjafarstarfiö, og einnig hvað varðar réttláta fjármagns- fyrirgreiðslu. Iðnaðarmál Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Norðurlandi vestra 1975 telur, að iðnaðaruppbygging á Is- landi eigi að vera i höndum Is- lendinga sjálfra fyrst og fremst, og mjög mikla varfærni verði að viðhafa varðandi fjárfestingu út- lendra auðhringa hér á landi. Þingið vekur athygli á þeirri hættu, sem af þvi stafar, að mjög mikið af þvi fjármagni, sem bundið er í iðnaði á Islandi, er i eigu útlendinga. Þingið varar við þeim háska, sem af þvi stafar, ef erlendir auð- hringar verða mjög miklir áhrifaaðilar i islenzku efnahags- lifi, þar sem þeirra hagsmunir eru allt aðrir en okkar tslendinga. Jafnframt bendir þingið á þann mikla aðstöðumun, sem islenzkir iðnrekendur þurfa að búa við i sambandi við erlenda stóriðju, sem þegar er fyrir i landinu, svo og ranglátar tollagreiðslur af inn- fluttum vörum, efni og vélum til framleiðslu sinnar. Félagsmál Kjördæmisþingið skorar á Al- þingi að hlutast til um að Ung- mennafélagi tslands verði tryggður fastur tekjustofn i fjár- lögum til þess að standa undir stóraukinni starfsemi ungmenna- félaganna um land allt. Efnahagsmál Kjördæmisþingið lýsir miklum áhyggjum vegna ástands efna- hagsmála og telur, að ekki verði undan þvi vikizt að takast á við þann vanda með aukinni alvöru. Þingiö bendir á hina háskalegu skuldasöfnun erlendis og væntir þess, að mikil aðgát verði höfð á um frekari aukningu erlendra skulda. Þingið leggur áherzlu á að gjaldeyriseyðsla sé takmörkuð, svo sem kostur er. Jafnframt er skoraö á alla landsmenn að haga innkaupum sinum þannig, að is- lenzkar vörurséuætiðlátnar sitja I fyrirrúmi. Kjördæmisþingið lýsir stuðn- ingi við rikisstjórnina og treystir þvi, að hún muni gera allt sem hún getur til að snúa við hinni hættulegu efnahagsþróun og stöðva verðbólguna, sem verið hefurhér á landi um langan tima og virðist ætla að stefna öllu efna- hagslifi i öngþveiti. Þá treystir þingið þvi, að hlutur hinna lægst launuðu i þjóðfélaginu verði veru- lega bættur og skattalöggjöfin öll tekin til gagngerðrar endur- skoðunar og skattabyrðinni rétt- látlega skipt á þjóðfélagsþegn- ana. Kjördæmismál Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra, haldið i Miðgarði 22.11. 1975, minnir á að sérmál kjör- dæmisins og annarra landshluta verða aldrei greind frá landsmál- um almennt, nema að takmörk- uðu leyti. Vandamál eins lands- hluta er jafnframt vandamál þjóðarinnar i viðtækari skilningi. Þó að skuggi efnahagskreppu hvili nú yfir islenzku efnahagslifi og framkvæmdageta þjóðarinnar takmarkistaf rikjandi aðstæðum, verður stöðugt að vinna að fram- gangi og lausn framfaramála, sem hvarvetna blasa við. Atvinnumál Þingið fagnar þeirri uppbygg- ingu, sem orðið hefur i fiskveið- um og fiskvinnslu i kjördæminu, en vekur athygli á að nauðsyn ber tíl að auka fjoTbreythi i atvinnu háttum, bæði i' sveit og við sjó. Mætti t.d. auka verulega iðnað til úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þá telur þingið, að efla beri léttan iðnað og þjónustufyrirtæki i sem flestum sveitarfélögum i kjör- dæminu. Framkvæmdastofnun, framkvæmdasjóður og Byggða- sjóður hafa ærin verkefni að vinna á þessu sviði. Þingiö vill þó sérstaklega minna á nauðsyn þess að koma á fót heykögglaverksmiðju i kjör- dæminu og skorar á þingmenn flokksins að leggja sitt af mörk- um til þess að heykögglaverk- smiðja taki til starfa i Vallhólmi á næstu árum. Jafnframt vekur þingið athygli á þeim tilraunum, sem farið hafa fram með færan- legar heykögglaverksmiðjur. Virðist ljóst, að slikar verksmiðj- ur leystu margan vanda og gætu sparað verulegan gjaldeyri. Samgöngumál Þingið leggur áherzlu á, að bættar samgöngur milli lands- hluta og innan sveita eru eitt frumskilyrði þess, aðlandið hald- ist i byggð. Að vegaframkvæmd- um fyrir kjördæmið verður þvi að vinna af fullum krafti, og bendir þingið sérstaklega á veg yfir Holtavörðuheiði. Hraðbrautar- framkvæmdir mega ekki draga úr fjárveitingum til annarra vega. Verði að velja þar á milli, á uppbygging hins álmenna vega- kerfis að sitja i fyrirrúmi. Akfær- ir vegir árið um kring tryggja ekki aðeins búsetu viðkomandi staöa,heldur notastþjóðinni allri, sem þarf að eiga sem bezta möguleika á að kynnast landi sínu, og njóta þess. Þó að verulega hafi áunnizt i flugmálum og hafnamálum, eru þar enn brýn verkefni, sem krefj- ast úrlausnar. Orkumál Þingið fagnar þeim áhuga, sem forráðamenn orkumála hafa sýnt fyrir vatnsaflsvirkjun á Norður- landi vestra, og minnir i þvi sam- bandi á loforð orkumálaráðherra um að slik virkjun verði ákveðin á þessu ári. Þingið lýsir yfir sem vilja sin- um, að væntanleg virkjun verði ■fyrst og fremst miðuð við þarfir kjördæmisins sjálfs með tilliti til vaxandi fólksfjölda og aukinnar vestra og fjölbreyttari framleiðslu. Jafnframt ber að leggja áherzlu á að landspjöll verði sem minnst með slikar framkvæmdir. Dreifikerfi raforkunnar þarf að stórbæta. Þá lýsir þingið þeirri skoðun sinni, að hraða beri nýt- ingu jarðhita sem viðast i kjör- dæminu. Félagsmál Þingið fagnar þeim fram- kvæmdum, sem gerðarhafa verið i skólamálum kjördæmisins, en minnir jafnframt á óleyst verk- efni á þvi sviði. Þá skorar þingið á alþingismenn að beita sér fyrir fjárveitingu til heilbrigðismála i kjördæminu. Flokksmál Þingiðbeinir þvi til flokksfélag- anna i kjördæminu, að þau leitist við að auka og efla félagsstarfið til sóknar fyrir starf og stefnu Framsóknarflokksins. Jafnframt beinir þingið því til þingmanna flokksins, að þeir auki ferðalög og fundahöld sin i kjördæminu. Einherji Þingið telur blaöið Einherja nú sem fyrr einn bezta vettvang flokksins til sóknar og varnar i kjördæminu. Þingið felur blað- stjórn að finna lausn á vandamál- um i sambandi við útgáfu blaðs- ins, svo að það geti starfað með likum hætti og á undangengnum árum. Simamál Kjördæmisþingið felur þing- mönnum kjördæmisins að vinna ötullega að endurbótum á sima- kerfinu i kjördæminu, einkum i þá átt að koma sjálfvirkum sima sem viðast um sveitirnar, og jafnframt að vinna að jöfnun simakostnaðar um land allt. Einnig krefst þingið þess að neyðarþjónustu landsimans verði komið i það horf, að allar sima- stöðvar geti náð neyðarsambandi hvenær sem er, á nóttu eða degi. Laugardagur 13. desember 1975. TÍMINN n Að telja dagana Gylfi Gröndal: Náttfiðrildi. Setberg. Reykjavik 1975 48 bls. Gylfi Gröndal var eitt yngstu skáldanna i Ljóftum ungra skálda, safni þvi sem Magnús Ásgeirsson gaf út 1954. Siðan hefur hann birt ljóð á við og dreif I timaritum, en nú kemur loks frá hendi hans Ijóðakver, liðlega tuttugu smáljóð ásamt ljóðaflokki i tiu köflum. Gylfi var um tvitugsaldur þegar fyrstu bækur Hannesar Péturssonar og Þorgeirs Svein- bjarnarsonar komu út. Ungir ljóðaunnendur og skáldhneigðir menn hrifust mjög af bókum þessara skálda og þeirri „milli- leið” i ljóðrænni túlkun, sam- hæfingu hefðar og módernisma sem menn þóttust sjá þar. Eins og að likum lætur dregur Gylfi Gröndal dám af þessari aðferð. Ogsannastað segja virðisthann ekki hafa náð að tileinka sér persónulegan ljóðstil til hlitar. Sú draumlyndislega náttúrulý- rik sem gekk i endurnýjung lif- daganna á sjötta tug aldarinnar endurómar i ljóðum Gylfa. Lit- um á fyrsta ljóð Náttfiftrilda sem dæmi um aðferð hans. Af staft: Baldursbrá i læk eins og lótusblóm stafalogn sólskin staðanaður hugur einskis spurt þar til vatnið gárast og hugurinn fylgir blóminu burt. t þessu ljóði eins og viðar eru augljós áhrif Þorgeirs Svein- bjarnarsonar. Sjálft hið ytra form, stuttar ljóðlinur, óreglu- bundinskil á milli þeirra, hvort- tveggja er kunnuglegt. Einnig túlkunaraðferðin sjálf og mynd ljóðsins: Fyrst nærmynd úr náttúrunni, sfðan dregin liking til mannsins. Svona einfalt ljóð- mál er vandmeðfarið. Þorgeir fór með það af miklu öryggi og gæddi það sinu persónulega marki sem ekki er öðrum hent að slá eign sinni á. Og I ljóðlist af þessu tagi þarf að velja orðin af mikilli varúð. Er það rétt mynd að nefna staðnaftan hug? Stöðnun hefur annarlega merk- ingu i þessu sambandi. Og hvaða erindi á lótusblóm inn i myndina? Lesandanum virðist að skáldleg sundurgerð höfund- ar hafi hér hlaupið með hann i gönur. Þannig má allviða sjá að Gylfa Gröndal hafi ekki að fullu tekizt að skila tilfinningu sinna fáorðu og viðkvæmu ljóða til lesandans. Eigi að siður bjóða Náttfiörildi af sér góðan þokka. Bókin er blátt áfram, hreykir sér ekki: hún vitnar um ljóð- ræna tilfinningu og virðingu fyr- ir skáldskapnum. Kannski er virðing höfundar of mikil: hann hefði mátt sýna örlitla dirfsku. Veikleiki bókarinnar felst raunar helzt i' þvi hve ljóðin eru hvert öðru lik. Lesandanum get- ur fundizt að hann sé i rauninni að lesa mörg afbrigði sama ljóðsins. Sum eru einungis náttúrumyndir þar sem hin mannlega skirskotun verður óljós eða utangátta (Fjöruljóft) ellegar höfundi tekst ekki að hnitmiða myndræna túlkun sina. Dæmi um það er ljóðið Jó- hann Jónsson.hið eina i bókinni sem á sér „sögulegan” kjarna. Ljóðið Sumarlangt er á hinn bóginn dæmi um vel heppnað likingamál. Hér er ljóðmynd sem kemur ný fyrir sjónir. Og höfundi tekst að miðla með eftirminnilegum hætti tilfinn- ingu andspænis tima sem flýgur Svalt er enn á seltu Steinar J. Lúðviksson: Þrautgóðir á rauna- stund Björgunar- og sjóslysa- saga íslands Sjöunda bindi Bókaútgáfan Hraundrangi — örn og örlygur h.f. Slysavarnafélag Islands tók til starfa 1928. Þá var farið að varðveita heimildir um björgunarstarf á íslandi, svo að sæmilega heildarlegt mætti kalla. Fimm bindi þessa verks taka yfir 40 ára sögu frá stofnun slysavarnafélagsins. Sjötta bindið var um frumherja slysa- varnastarfs hér á landi. En þetta segir frá þremur árunum næstu, áður en slysavarnafélag- iðhóf störf. Má vel vera, að þeir atburðir eigi ekki hvað sízt þátt i þvi að sá félagsskapur varð til. Þriðjungur þessarar bókar fjallar um Halaveðrið 1925. 1 hinum fyrri bókum hefur frem- ur litið verið rætt um það, þó að skip yrðu fyrir áföllum á rúmsjó, ef þau björguðust til lands hjálparlaust. Þarna var þó um sérstakt óveður að ræða, þar sem mörg skip urðu fyrir á- föllum á sama sólarhring, og nokkur þeirra svo alvarlega, að næsta tvisýnt var um úrslitin. Og auðvitað er það björgunar- starf, sem skipsmenn vinna, þegar svo er komið. Fimmtiu ár eru liðin siðan Halaveðrið var. Um það hefur að visu verið skrifað áður. Sveinn Sæmundsson hefur gert greinargott yfirlitum það i einni afbókum sinum.Samt var erfitt að ganga framhjá þvi i þessu safni. Og úr þvi það er haft þar með, má lita á þessa útgáfu sem hálfrar aldar minningu þeirra, sem háðu það strið, hvort sem þeir komu með sigri eða komu ekki. -H. Kr. hjá. Sú kennd er túlkuð af mik- illi hógværð i ýmsum ljóðum bókarinnar: Fleygar stundir úr ferð um lönd tylla niður fæti á trjágreinar ein gerði sér hreiður i hugans skógi og söng þar sumarlangt. Um haustið fann ég fuglsvæng i þangfjöru. Siðasti hluti bókarinnar, ljóðaflokkurinn Vaka er að ýmsu leyti sérkennilegastur. Þetta eru stemningar úr borg- inni.álika innhverfar og önnur ljóð Gylfa. Viðkvæmnisleg túlk- un vélgegngrar endurtekningar, innilokunar mannsins þar til „svört bifreið/ stansar/ við steinbákn”. Varla er unnt að hugsa sér ólikari skáldskap þessum borgarlifsmyndum en Reykjavikurljóð Matthiasar Jo- hannessens, svo að nærtækt dæmi sé tekið til samanburðar. Ljóð Matthiasar lausbeizluð, út- hverf, hávær. Ljóð Gylfa á hinn bóginn fáorð, stuttaraleg, inni- lukt. En hér bregður fyrir „prósaiskri” Iikingu af öðru tagi en þær náttúrumyndir sem hann tekur annars mið af: Kenn oss að telja daga vora eins og seðla i veski. Þessar linur gætu reyndar hafa staðið i' ljóði eftir Matthias Johannessen. Ekki er mér Ijóst hve mikinn hlut Gylfi Gröndal ætlar skáld- skap sinum. Ef til vill er ljóða- smið honum einungis yndisauki i tómstundum. Náttfiftrildiharis bæta reyndar ekki miklu við riki ljóðlistarinnar. En þau eru snotrir og vandvirknislegir smámunir. Hyggist höfund- urinn leggja stund á skáldskap áfram með útgáfu i huga, þyrfti þó næsta bók að vera frisklegri og fjölbreyttari. Gunnar Stcfánsson. Ég var aö kaupa Jðlaörpfefeina SUMIR JÖLASVEINAR DREKKA OG ADRIR JÓLASVEINAR DREKKA EN ALLIR JÖLASVEINAR DREKKA EGILS PILSNER.............. EGILS MALTÖL......................... AUDVITAÐ EGILS APPELSÍN.” H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.