Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. desember 1975. TÍMINN 17 FRABÆR AÐSÓKN AÐ SÖNG- LEIKNUM BÖR BÖRSYNI MÓ-Reykjavik. Nú hefur Leikfé- lag Kópsvogs sýnt Bör Börsson jr. 17 sinnum við frábæra aðsókn. Hefur verið húsfyllir á hverri sýningu og undirtektir leikhús- gesta með ágætum. 18. sýning verður kl. 20.30, á sunnudags- kvöld, en siðan verður gert hlé á sýningum þar til milli jóla og ný- árs. Þaö eru milli 40 og 50 leikáifar, sem þátt taka i leikritinu og mik- ill meirihluti þess er ungt fólk, líklega um 80% innan við 20 ára aldur. Leikfélag Kópavogs hefur starfað um margra ára skeið, en það var fyrst i haust að veruleg drift komst i leikstarfsemina. Þá tókfélagið að sér að sjá um rekst- söngleiknum Bör Hópmynd i Börsson jr. ur Biósalarins i Félagsheimili Kópavogs og er hann nú að fullu lagður undirstarfsemi leikfélags- ins. Var þetta gert þvi það þótti orð- ið sýnt að rekstur kröftugs leik- húss og biós gæti aldrei farið saman. Er þess nú vænzt að mikill kraftur komizt i starfsemina. Formaður féiagsins er Björn Magnússon en leikstjóri söng- leiksins er Guðrún Þ. Stephensen. Hljómsveitarstjóri er Björn Guð- jónsson og dansstjóri er Ingibjörg Björnsdóttir. AAiklar framkvæmdir á Egilsstöðum JK Egilsstöðum — Nóg atvinna er á Egilsstöðum, og unnið hefur verið i útivinnu allt fram að þessu, sem er freniur sjaldgæft á þessum árstima. Byggingafram- kvæmdir eru miklar, og er verið að byggja um þrjátiu til fjörutiu ibúðarhús, menntaskóla, við- byggingar við hótelið og barna- skólann. ibúðablokk á vegum sveitarfélagsins og mjólkurstöð. Byrjað var á grunni nýja menntaskóians á Egiisstöðum i haust, og hefur verið unnið sleitu- laust þar síðan. Þá er sveitar- félagið að láta byggja 16 ibúða ( blokk , en það verður þriðja blokkin á Egilsstöðum. Þessi nýja blokk er nú fokheld, og áætað er að vinna i henni i' vetur, þannig að hún verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Allar ibúðirnar eru lofaðar. Þá er verið að byggja viðbygg- ingu við Hótel Valaskjálf, og verður sú bygging þrjár hæðir. Byrjað var á framkvæmdum s.l. sumar, og er þegar búið að slá upp fyrir fyrstu hæðinni. A þess- um hæðum verða hótelherbergi, og bætir það mjög ferðamanna- aðstöðu á Egilsstöðum. Aðalverkefni Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum i ár er bygging mjólkurstöðvar, og er hluti hússins þegar fokheldur. Byggingin verður rúmlega 1600 fermetrar að grunnfleti, og verð- ur unnið áfram eftir þvi sem föng eru á, þ.e. að nægjanlegt fjár- magn fáist til framkvæmdanna, en fram að þessu hefur verið unn- iðaf fullum krafti við bygginguna i vetur. Á siðast liðnu ári hófú barna- skólanemendur úr Fellahreppi að sækja barnaskólann á Egilsstöð- um, en kennsluhúsnæði er mjög takmarkað, þannig að þröngt hef- ur verið á þingi. Unnið er nú að viðbyggingu við barnaskólann, og er áætlað að þar verði sex kennslustofur. Viðbyggingin varð fokheld i haust,, og unnið verður áfram i vetur, ef-fjárveiting fæst. Að siðustu hefur svo verið unnið að byggingu dagheimilis, og er þegar búið að steypa sökkla. en sennilega mun ekki verða unnið mikið við þá byggingu aftur fyrr en að vori. Fjölmargar ibúðir eru i smið- um á Egilsstöðum, eða um 30-40 talsins. Eru þær á ýmsum bygg- ingarstigum, en flest eru þetta einbýlishús. Cr commodore VASATOLVUR Verð frá kr. 3.990 L> ÞORf SÍMI B15QO-ÁRMIJLA11 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E|E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]B]S]Q] BÆNDUR VINSAMLEGA ATHUGID! 1) Eigum nú aftur fyrirliggjandi: AAykjusnigla AAykjudælur Haugsugur Guffen dreifara Kemper heyhleðsluvagna PZ sldttuþyrlur Kúhn stjörnumúgavélar Baggasleða Baggalyftur Baggafæribönd Baggakastara Begballe áburðardreifara Ávinnsluherfi AAjólkurmæla H A G .JmS K ya ~Xi V Diese Æ M knúinn T ''' . ’ VERÐ i'- Traktor knúinn blásari m/lofthitun 2) Einnig er nú væntanlegt til afgreiðslu fljótlega. Kúhn heyþyrlur — stórar og minni Fjárvogir — hjólkvíslar og kjarnfóðurvagna og Sturtuvagnar. 3) Síðast en ekki síst: Öflugir sú gb urrkunarblásarar — Traktorraft eða diesel mótor-knúnir, með margvíslegum aukabúnaði. KaupEélögln UM ALLTIAND Rafknúinn blásari m/lofthitun vöj'í Snmband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla3 Reykjavik simi 38900 Traktor knúinn blásari E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.