Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 20. desember 1975. Gjöf til systranna í Landakoti gébé Rvik — Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. og kona hans Her- dis Þorvaldsdóttir, gáfu St. Jósepsspitala i Landakoti nýlega þrjú oliumálverk eftir Karl Kvaran listmálara, sem nefnast Vor, haust og skammdegi. Sagði Gunnlaugur m.a. i ávarpi sinu við afhendingu málverkan.na, að þessi gjöf væri þakklætisvottur til systranna i Landakoti, sem unnið hafa ómetanleg störf i þágu Reykvikinga, lands og þjóðar. Einnig vegna þess, að þær eru i þeim hópi manna, sem gert hafa Island að sinu landi. Gjöfin er lika gefin til þess, að málverkin geti orðið sjúklingum og starfsfólki til afþreyingar og uppörvunar. — Myndin er frá athöfninni þegar Gunnlaugur afhenti málverkin. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu i Timan- um i gær, að verðlaunahafarnir i samkeppni um nöfn I nýja miðbænum i Kópavogi voru sögð hjón. Verðlaunahafarnir ólöf P. Hraunfjörð og Hugi Hraunfjörð eru hins vegar systkini. Timinn biður hlutaðeigandi af- sökunar á þessum mistökum. Auglýsið í Tímanum NYJAR BÆKUR-GÓÐAR BÆKUR Sanngjarnt verð Guömundur Jakobsson: AAennirnir í brúnni V í fyrri bindum þessa bókaflokks, höfum við kynnst starfi fiskimanna. Nú kveður við annan tón. Hér eru það siglingamenn sem segja f rá. Við kynnumst strandsiglingum, landhelgisgæslu og millilanda- siglingum. Yf irgripsmikinn f róðleik er að f inna um alla þessa þætti sjómennsku og fjölmargt ber á góma, sem almenningi er ekki kunnugt. Það er ekki of mælt að allir þeir, sem vilja kynna sér viðfangsefni siglingamanna og landhelgisgæslu þurfa að eignast og lesa þessa bók. Verð kr. 2400.- án sölusk. Skyggnst yfir landamærin um Þessi bók á ekki samleið með öðrum slíkum dulræn efni. Hér segir frá fólki, sem raunverulega hefur dáið, en verið vakið til jarðlífs aftur. Það hef ur því verið i óþekktum heimi um skeiðog kynnst þar ýmsu sem okkur er hulið. Spurningunni miklu: Er líf að loknu þessu? er svarað. Enginn sem hefur áhuga á eilífðarmálum getur látið ógert að lesa þessa bók. Höf. Jean-baptiste Deiacour Kristin R. Thorlacius þýddi. Verð 1650.- án sölusk. AAetsöluhöfundai láutiniá rw*a\ mvmmm&mm l fe<C||UC jSjmm fffítÁ IvrRP; Sven Hazel: Tortímlð Paris - Denis Robins: Hótel Mávaklettur. Þessir höfundar eru Islenskum lesendum kunnir og þarf ekki um aö bæta. Bækur Sven Hazel hafa veriö þýddar á 52 tungumál og hann er talinn fremsti núlifandi strfðssagna- hofundur.-Þessi bók fjallar um tilraun Þjóðverja til að eyða Parls og er talin ein hans besta bók All- ar fyrri bækur Hazels hafa selst upp. Denise Robins er að lfkindum afkastamesti og viðlesnasti ástarsagnahöfundur sem nú er uppi. Bæk- ur hennar eiga hér vaxandi vinsældum að fagna og þessi nýja bók hennar er einsog hinar fyrri heill- andi lestur. ÆGISUTGAFAN INTER N ATIONAL Sýningarvélar FJÖRUTÍU ÁR í EYJUM Hin stórfróðlega bók, Helga Benónýssonar, kom út seint á fyrra ári og náði ekki að vera kynnt sem skyldi. Helgi er ómyrkur i máli og kemur viða við. Nokkra hugmynd um það má sjá af eftirfarandi efnisskrá. Helgi í Vesturhúsum — Heimilið í Vesturhúsum — Útlit Vestmannaeyja til forna — Ægisdyr — Land- nám Vestmannaeyja — Vestmannaeyjahöfn — Ræktun Vestmannaeyja — Lánastofnanir og at- hafnafrelsi — Landhelgismálið — Draumar — Vinnudeilur — Samgöngur — Lifrarsamlag Vest- mannaeyja — Einokunarverslunin — Isfélag Vest- marnaeyja — Vinnslustöð Vestmannaeyja — Slys- farir — Þegar menningin flutti til Vestmannaeyja — ísfisksamlag Vestmannaeyja — Útvegsbændafé- lag Vestmannaeyja — Jóhann Þ. Jósefsson — út- gerðarsaga mín— Réttarferð í Vestmannaeyjum — Farmenn íslands — Afla- og athafnamenn úr Eyj- um — Aflakóngar — Skólar — Eftirmáli. Þessa bók þurfa aliir að eignast, sem áhuga hafa á Vestmannaeyjum og þeirra málefnum. ÆGISÚTGAFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.