Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 20. desember 1975. Verkefni sveitarfélaga aukin Lög um jöfnunarsjóð sveitar- félaga endurskoðuð í vetur MÓ—Reykjavik. Miklar umræöur hafa oröiðá Alþingi um frumvarp rikisstjórnarinnar um verkskipt- ingu milli rikis og sveitarfélaga. t frumvarpinu er gert ráö fyrir aö ákveöin verkefni, sem hingaö til hafa verið i verkahring rlkis- sjóös, veröi nú færö yfir á sveitar- félögin. Þar á móti kemur, aö jöfnunarsjóöi sveitarfélaganna verði tryggöar auknar tekjur til að standa straum af þessum kostnaöi. Þær auknu tekjur fást með þvi, aö söluskattur verður hækkaður úr 13% i 18%. Aður var söluskatt- ur 13% en söluskattsauki var 4% og viðlagagjald 2% og þar við bættist 1% gjald á söluskattsstofn sem rann i oliusjóð. Söluskattsauki rann beint i rikissjóð, en af 13% söluskattin- um runnu 8% til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpi, sem samþykkt var á Alþingi i gær fellur viðlagagjaldið niður, og hluti af söluskattsaukanum. Verður þvi hér eftir innheimtur 18% söluskattur, 1% söluskatts- auki og 1% gjald til oliusjóðs. Hér eftir fær þvi jöfnunarsjóður sveitarfélaga 8% af 18% i stað 8% af 13% söluskatti. Með þessu er talið að jöfnunarsjóðurinn fái 521 milljón krónum meira fé til ráð- stöfunar, en hann hefur áður haft. Verkskiptingin Gunnlaugur Finnsson (F) hafði framsögu fyrir áliti meir. hluta félags- málanefndar neðri deildar um frumvarpið um verkskipt- inguna i gær. Gat hann þess i upphafi, að ekki væri nefndin sammála um af- greiðslumálsinsog skilaði minni- hlutinn séráliti. Meirihlutinn legöi til að frum- varpið yrði samþykkt. Raxidi framsögumaður siðan nokkuð um málið, og gat þess m.a. aö Félagsmálaráðherra hefði lýst þvi yfir, að ef einstök sveitarfélög yrðu illa úti vegna þessarar skipt- ingar, t.d. ef mikil verkefni lenda á sveitarfélaginu af þessum sök- um þá verði þessum sveitarfélög- um bætt það úr jöfnunarsjóði i samráði viðsamtök sveitarfélag- anna. Fæðingar- orlof bænda- kvenna Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar frá Sigurlaugu Bjamadóttur og Ragnhildi Helgadóttur um fæðingaror- lof bændakvenna. Tillögu- greinin er svohljóöandi: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta kanna möguleika á því, aö Lifeyris- sjóöur bænda greiði bænda konum allt að þriggja mán- aöa fæðingarorlof við barns- fæðingu. Skal i þvi skyni leit- að samráðs við Búnaðar- félag Islands, Stéttarsam- band bænda og Lifeyrissjóö bænda. Alit og niðurstöður frá þesspm aðilum skulu liggja fyrir, áður en Alþingi kemur saman haustið 1976. Þá gat framsögumaður þess einnig, að hann teldi að nauðsyn væri að endurskoða reglur um jöfnunarsjóð sveitarfélaga þegar á þessu þingi. Þessu næst ræddi framsögu- maður um fmmvarpið, og rakti þá málaflokka, sem lagt er til aö færist frá riki til sveitarfélaga. 1. Ileimilish jálp. Þar er ekki um stórar upphæðir að ræða og þvi ekki sérstök vandamál við þann flutning. 2. Vinnumiölun. Gert væri ráð fyrir að vinnumiðlun færðist yfir á sveitarfélögin. Lög um vinnumiðlun eru að stofni til frá 1956 og síðan breytt 1969. Taldi framsögumaður nauðsyn að fella upprunalegu lögin saman og siðari breytingar saman i heild, siðar á þessu þingi. 3. Orlof húsmæðra. Er gert ráð fyrir að hvert sveitarfélag verji 150.00 kr. á hverja húsmóður i viðkomandi sveitarfélagi og verði þeirri upphæð varið til or- lofs húsmæðra. 4. Dvalarheimili aldraðra. Þar er gert ráð fyrir að ef aðrir aðilar en sveitarsjóður hefji byggingu dvalarheimilis, sé sveitarsjóði heimilt að greiða allt að 1/3 hluta kostnaðar. 5. Grunnskólar. Þar verður sú breyting á að viðhaldskostnað- ur húsa, lóða og viðhald og endurnýjun tækja greiðist af sveitarfélögunum, en húsaleiga vegna kennsluhúsnæðis, greið- ist af rikissjóði. Sveitarfélögin njóta tekna af skólamannvirkj- um og ibúðum skólastjóra og kennara. Þarna er um mjög stóran lið að ræða og liggur ljóst fyrir að einstök sveitarfélög kunna aö fara illa út úr þessu atriði. Rætt erum að taka tillit til þessa at- riðis, við endursk. á reglum jöfnunarsjóðsins, og verður að taka þetta mál til sérstakrar athugunar. 6. Rekstur dagheimila kemur með þessum lögum á sveitar- félögin, en stofnkostnaðurinn verður áfram aðhluta á vegum rikisins. 7. Þá er gert ráð fyrir að hluti sveitarfélaga i bókasöfnum verði aukinn. Hér er þó ekki um stóra breytingu að ræða i raun, þvi fjölmörg sveitarfélög hafa til þessa lagt fram miklu hærri fjárhæðir til bókasafna, en þau eru skyld til samkvæmt lögum. Kjara- dómi frestað M.Ó. Rvik. Framlengdur hefur veriö um mánuð frestur sá, sem kjaradómur hefur til að Ijúka dómsoröi i yfirstandandi deilu fjár- málaráðherra og Bandalags starfsmanna rikis og bæja Jafnframt er sáttasemjara heimilt aö leita sátta fram til 25. jan. n.k. ef annar hvor aöili óskar þess. Þetta voru samþykkt sem lög frá Alþingi i gær. Astæöan er sú, að deiluaðilar eru sammála um að reyna til þrautar að ná samkomu- lagi, en sá timi, sem til þess var veittur samkvæmt fyrri lögum þ.e.a.s. fram að ára- mótum,er fyrirsjáanlega of skammur. Að lokum lagöi framsögumað- urinn áherzlu á, að öll þessi lög yrðiað endurskoða i vetur, svo og lögin um jöfnunarsjóð sveitar- félaganna. Ekki er munur á stefnu flokkanna I grundvallar- atriðum Að lokinni ræðu framsögu- manns meirihlutans talaði fram- sögumaður minnihluta nefndar- innar, Magnús Torfi Ólafsson (Sfv). Sagði hann að e k k i v æ r i grundvallar- munur á stefnu þingflokkanna þvi allir vildu færa aukin verkefni frá riki til sveitarfélaga. Hins vegar væri minnihlutinn á móti þessu frumvarpi þvi þar væri aðeins tekið hálft skref. Einnig væri allt óljóst um hvort það fé,sem renna ætti til þessara hluta kæmi á rétta staði. Gunnar Thoroddsen félagsmálaráð- herra sagði að mjög hafi verið rættum hvernig ætti að bæta einstökum sveitarfélög- um ef kostnað- ur færi fram fyrir tekjur einstakra sveitar- félaga. Lýsti félgsmálaráðherra siðan yfir, að ef svo færi myndi hann beita sér fyrir að bæta sveitarfélögunum það tjón. Vitn- aði hann i 15. gr. félagslaga um að ef einstök sveitarfélög væru illa stödd að dómi félagsmálaráð- herra mætti veita þeim aukafjár- framlag. Að visu væri það ákvæði i lög- unum, að til að hljóta slikt auka- framlag, yrðu sveitarfélögin að hafa lagt á 10% útsvar. Þetta ákvæði verður tekið til endur- skoðunar, ef i ljós kemur að eitt- hvert sveitarfélag lendir af þess- um sökum i erfiðleikum, og lýsti félagsmálaráðherra þvi yfir að hann myndi beita sér fyrir að þetta ákvæði verði breytt með lögum. 14 frum- vörp urðu að lögum Það komst ekki verulegur skriður á afgreiöslu mála á Alþingi fyrr en I fyrrinótt, en á kvöldfundi, sem stóð fram til kl. þrjú eftir miönætti voru sjöfrumvörp samþykkt sem iög frá Alþingi. Það voru lög um sam- ábyrgð ísl. fiskiskipa, Báta- ábyrgö, verðjöfnun á raf- orku, vörugjald, aukatekjur rikissjóðs, almanna- tryggingar og fjáröflun til vegagerðar. Á fundum alþingis i gær héldu þingmenn áfram að af- greiða mál og voru þá einnig sjö frunivörp afgreidd. Þau voru um kjarasam ninga opinberra starfsmanna, lán- taka vegna opinberra fram- kvæmda, söiuskatt, verkefni sveitarfélaga, kaupstaða- réttindi handa Njarðvikur- hreppi og tvenn lög um hús- næðismálastofnun rikisins. Kl. 18 i gær hófst svo þriðja og siðasta umræöa um fjár- lagafrumvarpið, og var talið Hklegt að umræður um það stæðu fram á nótt. Kl. 9 i dag verður siðan fundur í sam- einuðu þingi og fjárlög af- greidd. Siðan verður fundum Alþingis frestað fram yfir jöl, en þingfundir eiga að hefjast aftur eigi siðar en 26. jan. HALLALAUS RIKISBUSKAPUR OG VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR er forsenda fyrir heilbrigðu efnahagslífi Þegar Tómas Ámason (F) mælti fyrir áliti fjár- hags- og viðskipta- nefndar um vörugjald hélt hann itarlega ræðu og ræddi m.a. um greiðsluhalla rikissjóðs, sem hann sagði mjög alvarlegan. Einnig ræddi hann um hina geig- vænlegu skuldasöfnun Islendinga erlendis, og kvað hann ljóst vera, að þar yrði að breyta um stefnu og taka upp skynsamlegri vinnu- brögð. Tómas sagði m.a. — Eitt af grundvallarskilyrðum til að minnka viðskiptahallann við út- lönd er að reka greiðsluhalla- lausan rikisbúskap. Slikt er þó fjarri að gert hafi verið hin siðustuár. Rekstrarhalli rikisins var 3,4 milljarðar 1974 og útlit er fyrir að hann verði 3,5 milljarðar 1975. Alls er rekstrarhallinn þvi 6,9 milljaröar á tveimur árum, sem er allt of mikið. Það er hlutverk landsstjórnar að tryggja hallalausan rikisbúskap á næsta ári. Halda verður áfram að greiða niður rekstrarhallann frá árinu 1974 og fara að greiða niður hallann frá 1975. Þá ræddi þingmaðurinn um sivaxandi erlendar skuldir, og sagði m.a. — Erlendar langtima- skuldir tslendinga voru árið 1974 orðnar 41.442 milljónir króna. Þá var greiöslubyröin 11,2% af út- flutningstekjunum. Ef hins vegar er litið lengra aftur i timann, sést aö árið 1969 var greiðslubyrðin 16,7% af útflutningstekjunum, en var komið niður i 10,0% 1971 og fór niður i 9,7% 1973. En sem áður sagði er nú farið að sækja i verra horf aftur með 11,2% 1974 og i ár er talið að greiðslubyrðin verði 14,5 til 14,8% af útflutningstekj- um. 1 framhaldi af þessu er eðlilegt að menn reyni að gera sér hug- myndir um, hvernig staðan verði á næstu árum. Seðlabankinn hefur gert tilraun til að gera slika spá, og samkvæmt henni verður greiöslubyrðin árið 1976 17,3% af útflutningstekjum 1977 18,5% og 1979 20,1%. Samkvæmt þessari spá veröa Islendingar að greiða fimmtu hverja krónu af útflutningstekj- um 1979 i vexti og afborganir af erlendum lánum. Það er að sjálfsögðu erfitt að gera slikar spár fram i timann. Þær byggjast á mörgum óvissum þáttum. Eigi að siður sýna þessar hug- leiðingar Seðlabankans að greiðslubyrði erl. skulda á næsta ári — miðað við útflutningstekjur — er svipuð og 1969 og fer siðan greinilega vaxandi. Það verður þvi að breyta um stefnu. Það verður að auka spamað og nota meira af innlendu fjármagni til uppbygg- ingar atvinnulifsins. Það er i sjálfu sér ekkert at- hugavert við að taka erlend lán, ef þess er gætt að fjármagnið gangi til uppbyggingar i atvinnu- lifinu, sem skilar arði og annað hvort sparar gjaldeyri eða eykur gjaldeyristekjurnar meira en sem svarar greiðslubyrði lánsins. Þvi verður á næstu árum, að leggja á það áherzlu, að halda áfram aö byggja upp vinnslu- stöðvar sjávarútvegs og land- búnaðar. Beina uppbyggingu fiskiskipaflotans til innlendra skipasmiðastöðva, og halda áfram uppbyggingu iðnaðarins. Á þessa þætti verður að leggja höfuðáherzluna á næstu árum. Með öðmm orðum. Það verður að hætta þvi að láta érlendu lánin ganga til eyðslu og aukinnar einkaneyzlu i þjóðfélaginu eins og þvi miður hefur i miklum mæli verið gert. Slikt ráðdeildarleysi verður að stöðva. Annars fer illa, og íslendingar stofna efnahags- legu sjálfstæði sinu i voða. Nú þegar er ástandið orðið svo alvar- legt, að allur gjaldeyrisforði þjóðarinnar er eingöngu lánsfé. Samkvæmt upplýsingum þjóð- hagsstofnunarinnar er viðskipta- jöfnuður tslendinga óhagstæður árið 1974 um 13,5 milljarða kr. og 1975 um 20,2 milljarða og 1976 er hann áætlaður 15,5 milljarðar. Samtals verður viðskipta- jöfnuðurinn á þessum þremur árum þvi óhagstæður um 49,2 milljarða króna. Þessi þróun hvorki má né getur haldið áfram. Hér þarf að spyrna við fótum og það svo um muni. Það er af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, sem rikis- stjórnin hefur markað aðhalds- stefnu i fjármálum og viðskipta- málum. Settar hafa verið nýjar og strangari reglur um erlendar lán- tökur og rikisstjórnin hefur einbeitt sér að þvi að afgreiöa hallalaus fjárlög. Jafnframt hef- ur verið gerð sérstök lánsfjár- áætlun. Allar þessar ráðstafanir miða að þvi, að erlendum lánfökum verði stillt i hóf og með öllum ráðum reynt að tryggja að slik lán gangi til arðbærra fram- kvæmda. BlBHIHIlBB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.