Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. desember 1975. TÍMINN 17 Verðlaunagetraunir í jólablaði Barna-Tímans A Þorláksmessu mun fylgja Tfmanum sérstakt jólablað Barna-Timans. t Barna-Tim anum verður fjölbreytt efni til að stytta stundirnar þangað tii jólahátið- in gengur i garð og einnig verða verðlaunagetraunir i blaðinu. Getraunirnar verða tvær, önnur fyrir börn 10 ára og yngri og hin fyrir börn 11 ára og eldri. Fyrstu verðlaun i báðum hópum verða glæsileg reiðhjól frá Fálkanum og sjást þau á með- fyigjandi mynd. Hjólið, sem drengurinn er með, veröa fyrstu verðlaun I eldri flokknum og hitt verða fyrstu verðlaun I yngri flokknum. önnur verðlaun i eldri flokknum verða segulband frá Radióbúðinniog ferðaútvarp i yngri flokknum frá Karnabæ en þessir gripir sjást á myndun- um til hliðar. Auk þess verða svo hljómplötur til verðlauna, og verða það plöturnar, sem telpan er með á myndinni hér fyrir neðan. Plöturnar eru frá Faco. Mannleg náttúra lætur ekki að sér hæða AAannlífið er marg- slungin sinfónía og mannfólkið eins og strengir í stóru slag- verki, sem sífellt skipta um tóntegund og hljóm, allt eftir því hvernig á þá er slegið. Einn getur framkallað undur- samlega tóna, þar sem annar nær engu nema óræðu surgi. AAannleg náttúra lætur ekki að sér hæða nú fremur en fyrri daginn. Eitt er að vera gift þing- mannsefninu í Arn- arnesinu, búa í ást- lausu ríkidæmi, „vera konan á bak við manninn" og stuðla að framgangi hans með réttri framkomu á réttum stöðum, og annað er að leita sífellt burt frá veruleikanum með síðhærðum strákslána í Þing- holtunum. Það er ta Isvert önnur sinfónía , sem hljómar i bedda- ræflinum undir bárujárnssúðinni eða í beinhvíta hjónarúminu í svefnherberginu gegnt Gálgahrauni. & ÖRN OG ÖRLYGUR HF. * Vesturgötu 42 — Sími 25722

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.