Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 20. desember 1975. Óvelkominn qestur fann mjög til þess, aö hún var fyllilega á valdi þessa dökka, ókunna manns, óralangt f rá öllu sem hægt var aö kalla menningu. — Ég var að vonast til að komast til Conway-búgarðs- ins fyrir myrkur, en eitthvað hræddi hestinn, svo við týndum stígnum, svaraði hún vandræðaleg. Hún horfði á manninn, grænum, rannsakandi augum.— Kannski þér getið beint okkur á rétta leið aftur? — Auðvitað. Hann kinkaði kolli að Gráskinna, sem stóð og drakk úr læknum. — Það lítur ekki út f yrir að þér hafið mikið vit á hestum. Það má ekki láta þá drekka þegar þeir eru sveittir. Þá hættir þeim til að drekka of mikið og verður illt. Jane fann að hún hitnaði í vöngum, þegar hann sagði þetta. — Ég er ekki vön að ferðast á þennan hátt, sagði hún þurrlega. — Nei, það má sjá það, svaraði hann og ný lyftust munnvik hansaðeins. Hann renndi augum yfir blóðrautt andlit hennar, krumpaða dragtina og bera fótleggina. Blóðið þaut um æðar hennar og til að dylja æsinginn, dró hún Gráskinna frá læknum. Aldrei áður hafði hún hitt mann, sem haf ði svo sterk áhrif á hana. Hann hafði rænt hana öllu sjálfsöryggi, aðeins með því að horfa á hana. Það var eitthvað óskiljanlegt við þennan mann, eitthvað sem hún fann, þótt hún stæði nokkra metra f rá honum. Hann ýtti svarta hattinum kæruleysislega aftur á hnakka. — Eruð þér vinkona frú Conway? spurði hann lítið eitt kuldalega, meðan hesturinn hans fetaði sig var- lega í átt til hennar. Hann hallaði sér fram i hnakknum, greip taumana, sem drógust á eftir Gráskinna með lipurri, brúnni hendi og rétti henni þá. Hún þakkaði, en fannst spurning hans nærgöngul og sagði stuttlega: — Nei, ég hef aldrei hitthana. Hann leit spyrjandi á hana, og Jane sá eftir að hafa verið svona kuldaleg. Andartak hafði hún gleymt að- stöðu sinni, og því að hún átti allt undir þessum stóra, dökka manni, sem horfði á hana með djúpa hrukku milli dökkra brúna. — Ég er lika að fara út á Conway-búgarðinn, sagði hann loks. — Ef þér eruð raunverulega að fara þangað, getum við orðið samferða. Hann sneri hestinum snögglega við, stýrði honum beint út í lækinn og síðan upp brattan, sömu leið og hann hafði komið niður. Gráskinni þurfti engrar hvatningar við til að gera slíkt hið sama. Án þess að Jane segði orð, rölti hann á eftir. Allt sem hún gat gert var að einbeita sér að því að halda sér á baki. Það yrði skelf ilegt, ef hún dytti af baki og lægi hjálparlaus á jörðinni. Hún sá fyrir sér háðulegt augnaráð leiðsögumanns síns, ef slikt gerðist. Loks komu þau uppá brúnina. Nú sá hún, að milli f jall- anna voru djúpir dalir og hún ímyndaði sér, að búgarður- inn væri inni i einhverjum þeirra. Sólin var að setjast að baki hæðanna í f jarska og leit út eins og glóandi eldkúla og varpaði rauðum bjarma á f jallatindana í kring. Jane var hugfangin af fegurðinni og vildi gjarnan hafa staðið þarna lengur, en leiðsögumaður hennar kom til hennar. — Ef þér þekkið ekki frú Conway/ hlýtur það að vera Dick hinn ungi, sem þér ætlið að heimsækja, sagði hann án þess að sýna svipbrigði. Augu hans staðnæmd- ust við gljáandi, koparrautt hár hennar. Logandi geislar hnígandi sólarinnár í vestri léku í því og það varð eins og lifandi. — Þér haf i víst gleymt, að það er enn einn meðlimur i fjölskyldunni.... Neil Conway! sagði hún hvasst. Hann leit upp, en hún hélt áfram: — Þekkið þér hann? spurði hún áköf. — Já, auðvitað gerið þér það, svaraði hún sér sjálf. — Það geta ekki búið svo margir hér um slóðir. Starfið þér kannski á búgarðinum? Þegar hann svaraði ekki, sagði hún forvitnilega: — Er það satt, að hann sé harður og strangur? Nokkrar sekúndur stóð maðurinn og starði þögull út yfir fjöllin. — Ég veit það ekki, sagði hann loks. — Ef þér eigið að búa hjá Conways, verðið þér að dæma um það sjálf. Ég býst við að þér séuð að heimsækja Dick. Orð yðar benda grunsamlega mikið til þess. Einhverra hluta vegna, sem Jane skildi ekki, þá vildi hún ekki að þessi maður misskildi hana, svo hún sagði: — Já, Dick bauð mér hingað, en mig grunaði ekki að þetta væri svona langt frá Vancouver. Hún leit vand- ræðalega á hann.— Ég spurði yður um Neil Conway, því að það getur svo farið að hann þurfi að gefa samþykki sitttil aðéggiftist Dick — ef éggeri þaðþá. Þegar hún sá undrunarsvipinn á andliti hans, f lýtti hún sér að halda áfram: — Dick hefur beðið mig að giftast sér. Mér hefur skilizt að frændi hans, Neil, sé lögráða- HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R ' Þetta Hella-VÓlýsanlegt! En skrimsli, hvaö) haföu ekki Þið hafið veril týndir i vikuj Aðeins I viku? Hefur veriö eins og mörg ár LAUGARDAGUR 20. desember 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl,), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sina á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (5). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúkl- ingakl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 Tónskáidakynning. Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.10 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir. Tilkynningar. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Lesið úr nýjum barna- bókum Gunnvör Braga Siguröardóttir sér um þátt- inn. Sigrún Sigurðardóttir kynnir. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A bókamarkaðinum. Umsjón: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 20. desember 17.00 iþróttir. Umsjónar- s maður ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 6. þáttur. Læknirinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Oagskrá og augiýsingar 20.35 Læknir I vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Frændi minn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skemmtiþáttur Les Humphries. Söngflokkur Les Humphries flytur gömul dægurlög, rokkmúslk, negrasálma o. fl. 21.55 Pýralíf I þjóðgörðum Kanada. Bresk fræöslu- mynd um verndun dýra- stofna. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.25 Með gamia iaginu (The Old Fashioned Way) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1934. Aðalhlutverk leikur W. C. Fields, Aðal- persónan, McGonigle, er forstjóri farandleikhúss, berst i bökkum. Leik- flokkurinn kemur til smá- bæjar til að halda sýningu, og þar slæst i hópinn auðug ekkja. Ungur auðmanns- sonur er ástfanginn af Betty, dóttur leikhús- stjórans, og hann bætist einnig i hópinn. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.35 Pagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.