Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. desember 1975. TÍMINN 7 Óg reiddar skuldir við mdlm- og skipasmiðjur nema 1300 millj. króna BH-Reykjavlk. — t könnun, sem Samband Málm- og skipasmiöja lét gera i sumar kom i Ijós, aO úti- standandi skuldir félaga sam- bandsins, aðallega hjá útgerðar- fyrirtækjum, námu kr. 1,3 milljaröa króna. Vegna rekstrar- erfiðleika og slæmrar innheimtu hefur sambandið ákveðið að vinna að stofnun innheimtustofn- unar og samræmdum innheimtu- aðgerðum, sem m.a. komi i veg fyrir, að stórir skuldunautar geti hlaupið milli fyrirtækja, án þess að gera upp skuldir sinar. Sam- band Málm- og skipasmiöja telur 239 aöildarfyrirtæki um land allt. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, en þar kynnti samband Málm- og skipasmiðja, SMS, starfsemi sína, en hér er um að ræða heildarsamtök vinnuveit- enda i málmiðnaðargreinum, og að þvi standa eftirtalin lands- félög: Bilgreinasambandið, Félag blikksmiðjueigenda, Félag Dráttarbrautaeigenda og skipa- smiðja og Meistarafélag járn- iðnaðarmanna. SMS var stofnað 27. janúar 1973, og starfsmenn aðildarfyrirtækja eru um 3.200 talsins. Aðalfundur sambandsins var haldinn 6. des. sl. og þar var stjórninni m.a. falið að vinna að stofnun innheimtustofnunarinn- ar, sem er brýnt hagsmunamál. A blaðamannafundinum i gær kom fram, að fyrirtækin eiga i hinum mestu rekstrarörðugleik- um, m.a. vegna útistandandi stórskulda, og er ástandið einna verst hér á suðvesturhorni lands- ins, þar sem útgerðin hefur geng- ið lakast vegna minnkandi afla á undanförnum árum. En það er einmitt hjá útgerðinni, sem meginhluti skuldanna stendur. Auk samþykktanna um inn- heimtustofnunina fól aðalfundur- inn framkvæmdastjórn SMS að vinna að framgangi tillagna iðn- fræðslunefndar um þróun verk- menntunar i fræðslukerfinu. Þá lýsti aðalfundurinn furðu sinni á 20% heimild nemenda til þess að vanrækja skóla á fram- haldsskólastiginu, og mótmælir, að Menntamálaráðuneytið ákveði einhliða að setja fyrrnefndar reglur um mætingarskyldu samningsbundinna iðnnema I iðn- skólum landsins, reglur sem tæp- lega er til þess fallin aö styrkja skyldurækni og ástundun. Fundurinn fól þvi stjórn S.M.S. að óska eftir þvi að þessu ákvæöí reglugerðarinnar verði breytt i fyrra horf.svoog að kannað verði hvort ráðuneytið hafi lagalegan rétt til ákvörðunar án samráðs við vinnuveitendur nemenda, um ákvæði er varða nýtingu tima nemans, sem er hluti af samningi nemans og vinnuveitandans. Reynist ákvörðun Mennta- málaráðuneytisins brjóta i bága við lög, og/eða ráðuneytið breytir ekki ákvörðun sinni, er stjórn S.M.S. falið að fá reglugerðinni breytt með dómi. Loks var framkvæmdastjórn falið að vinna að leiðréttingum á samkeppnisaðstöðu málm- iðnaðarins á sviði tollamála, þar sem I fjölmörgum tilfellum þarf að greiða mun hærri aðflutnings- gjöld af hráefninu eða hlutum til framleiðslunnar, en af fullunnu vörunni fluttri inn erlendis frá. Sem dæmi um þennan aðstööu- mun, má nefna, að aðflutnings- gjöld af hráefni og hlutum til framleiðslu á 5 tonna háþrýsti- togvindu nam 10,1% af söluverði togvindunnar (framleiddri innan- lands), á sama tima og innflutt togvinda bar 3% toll og 0% ef hún er sett um borð i skipiö erlendis. Einnig má nefna, að fyrirtæki framleiddi vökvaknúna plötu- pressu til nota I fyrirtæki sinu, og flutti inn til smiðanna vökva- búnaðinn og þurfti að greiða af honum 35% i aðflutningsgjöld, en innflutt samskonar vökvapressa ber engin aðflutningsgjöld. 4 HUGVEKJUR HALLBJARNAR HALLDÓRSSONAR Inngangsorð eftir Halldór Laxness Upplag bókarinnar er m.jög takmarkað. Er nú til sölu í Bókabúð Máls og menningar Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar^ og skrifstofu HÍP. TÓMAS GUÐMUNDSSON STJÖRNUR VORSINS / lilefni af 75 ára afmœli Tómasar Gudmuncissonar skálds 6. jan. 1976 gefur Almenna bókafélagið út STJÖRNUR VORSINS í viðhafnarút- gáfu með myndskreytingum Steinunnar Marteinsdóttur. Formála ritar Kristján Karlsson. Bókin er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi eða 1495 tölusettum eintökum, öll með eiginhandaráritun skáldsins. Bókin er til sölu i bókaverzlunum og hjá Almenna bókafélaginu á einu og sama verði a/lsstaðar og kostar kr. 7.800.- með söluskatti. Pantanir verða afgreiddar eftir þeirri röð sem þœr berast til okkar. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18, R. sími 19707-16997 Þessi bók er prentuð og bundin í 1495 tölusettum eintökum og er þetta eintak nr. ■’/f? QTYYMX^ 1Af)rYY>\AAA ffs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.