Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 20. desember 1975. Gunnlaugur Scheving AAálari atvinnuveganna HÉR á dögunum héldu Frakkar upp á 100 ára afmæli „frönsku” impressionistanna, þvf heil öld er nú liöin — eöa meira — síöan viöhorf manna í heiminum fóru aö breytast veruiega i myndlist- Þessi þróun hefur tekiö skemmri tima á islandi, hér hafa menn breytzt á þrem ára- tugum. Er þá átt bæöi viö myndlistarmenn og almenning ailan. I. Hér er ekki mikið rúm fyrir langar vangaveltur, en þó er ekki úr vegi að minna á eitt merkilegt atriði i myndlistar- hugsun þjóðarinnar og almennu mati manna á myndlistum, eftir að viöhorfin höfðu á annað borð breytzt, þvi þau eru aö sönnu ekki siður byltingarkennd en sjálft málverkið. í stuttu máli: Menn hugsa ööruvisi til mynd- listar en þeir gerðu áður. Þetta kemurfram i ýmsu, þar á meðal þvi, að menn meta ein- stök myndlistarverk öðruvisi en þeir gerðu áður. Meistarar eins og Turner, Kjarval og margir fleiri, sem viö þekkjum, eru nú metnir á annan hátt. Menn hafa sem sé komizt að raun um það, að þeir gerðu fleira en stór oliu- málverk, þeir gerðu skissur, litlar teikningar, allskonar riss og smámyndir, sem ef til vill falla okkur enn betur i geð en stóru verkin þeirra. Talið er að Turner hafi látið eftir sig um 16.000 svona smámyndir, teikn- ingar og rissmyndir, og niina vekja þær ef til vill meiri athygli en sjálfar „stórmyndirnar” sem skapaðar voru út frá þeim. Sama virðist vera um Kjarval, andlitsmyndir' hans, riss og skissur seljast fyrir geypilegt verð og vekja mikla athygli á sýningum. Má þar nefna til myndir sem Reykjavikurborg á og hefur látið setja upp á Kjar- valsstöðum, en það er aðeins brot af því, sem meistarinn lét eftir sig og gaf Reykjavikur- borg. Hvað þessu veldur er sjálf- sagt margt. Liklega vegur þó þyngst á metunum, að almenn- ingur er farinn að hugsa öðru vtsi, er meira skáld að þessu leyti en áöur var. Abstraktmál- verkið hefur vrið boðberi frjáls- lyndis í hugsun, þvi þegar menn hafa losnað við fordóma, sjá þeir lengra, dýpra og betur. Mér kom þetta nýja verð- mætamat á gömlum myndlist- armönnum i hug, þegar ég skoð- aði sýningu Listasafns íslands á myndverkum Gunnlaugs heitins Schevings, en hann gaf safninu nokkur hundruð smámyndir, auk stórra oliumálverka. Þess- ar myndir eru dýrgripir hinir mestu og segja miklu meira um málarann en langar ritgerðir sérfræðinga myndu gera — og eins og hjá hinum, sem áður voru nefndir, er það álitamál, hvort Scheving verður ekki einmitt stærstur I þessum litlu, hálfgleymdu myndum, sem nú hafa verið dregnar fram i dags- ljósið á ný. 1 dálitilli grein I sýningarskrá segir ólafur Kvaran m.a. á þessa leið: „Eins og þessi flokkun gefur til kynna þá er gjöf Gunnlaugs Schevings mikil að vöxtum og óvenjulega margbreytileg, allt frá fyrstu frumdráttum að myndum til fullgeröra verka, og spannar yfir allan listferil hans allt frá skútuteikningum á Seyðisfirði til hinna stóru og voldugu sjávarmynda hans, sem hann vann að skömmu fyrir andlát sitt. Vatnslitamyndir skipa stórt rúm i gjöf Gunnlaugs Schev- ings, en það efni var honum ávallt hugleikinn tjáningarmið- ill. Myndefnið er hér gjarnan innimyndir, þorpsmyridir, en þó ef til vill fyrst og fremst lands- lag, sem hann málaði á staðnum og sýnir leikni hans i meðferð efnisins og næma skynjun hans fyrir margbreytilegum lit- og blæbrigðum náttúrunnar, sam- ofinljóðrænum þýðleika, sem er aðal þessara verka. Gunnlaugur Scheving hefur, eftirlifendum til mikillar gleði, varðveitt af kostgæfni og alúð mikinn fjölda af skissum og undirbúningsmyndum að stærri verkum sinum, sem listamenn fórna oft þegar „stórhreingern- ingar” eiga sér stað á vinnustof- unni. Þessi þáttur gjafarinnar er einkar athyglisverður, þar eð þessar myndir gefa möguleika til margvislegs innsæis i list- sköpun og vinnuaðferöir lista- mannsins. Hér má oft fylgja ferli myndarinnar allt frá fyrstu frumdráttum og siðan stig af stigi er myndhugmyndin tekur margvislegum umbreyting- um.” Svo mörg voru þau orð. Þrátt fyrir auðsæjan áhuga almennings á smámunum lista- manna, verður það að teljast djarflegt tiltæki af Listasafni ís- lands að hengja upp svona sýn- ingu, þar sem dregnar eru fram allskonar tilraunir, sem eru að baki stórra, áhrifamikilla lista- verka. Fyrir þetta á safnið miklar þakkir skildar. Þetta eykur mönnum skilning á verk- um Schevings. Myndir hans eru, þrátt fyrir einfaldleik sinn, þrautskipulagðar og þaulhugs- aðar i senn. II. Gunnlaugur (óskar) Schev- ing fæddist i Reykjavik árið 1904, og voru foreldrar hans þau Björn Gislason kaupmaður og kona hans, Hallbjörg Jónsdótt- ir. Björn faöir Gunnlaugs var bróðir Þorsteins Gislason- ar, skálds og ritstjóra, og voru þeir Gunnlaugur og bræðurnir dr. Gylfi Þ. Gislason og Vil- hjálmur Þ. Gislason fv. Ut- varpsstjóri þvi bræðrasynir. Gunnlaugur Scheving var hjá afa sinum og ömmu, þeim Jóni Magnússyni og Höllu Jónsdótt- ur, i Reykjavík til 5 ára aldurs, en varð siðan kjörsonur Jóns Stefánssonar Schevings, bónda á Unaósi i Hjaltastaðahreppi, N.-Múlasýslu, og konu hans Guðlaugar Jónsdóttur. Ólst Gunnlaugur upp hjá þeim á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og á Fáskrúðsfirði. Minnir þetta allnokkuð á uppvaxtarár Kjarvals, sem var fæddur i Skaftafellssýslu, en al- inn upp I Borgarfirði eystra, þar sem náttúra og landslag verður að teljast með tigulegra móti. Gunnlaugur, sem siðar varð einn mesti sjóvinnumálari þjóðarinnar, mun aldrei hafa stundað sjó. Það er i rauninni makalaust, hversu vel honum tekst að Ma sig inn i umhverfi sjómannsins. Það er ekki ein- asta að hann kunni skil á haf- inu: hann kann lika góð skil á sjóvinnu og sjómönnum. Þetta hefurhann lært i æsku og siðar, þegar hann var stöðugur gestur i sjávarplássum á suðvestur- hluta landsins. Gunnlaugur hóf myndlistar- nám hjá Guðmundi Thorsteins- syni árið 1921. Elztu myndir á sýningunni eru frá árinu 1926, að mig minnir. Þá hefur Gunnlaugur þegár náð mikilli tækni. Ariö 1923 hélt hann til Dan- merkur og var á teiknistofu Viggo Brants, Statens Museum for K,unst. Stundaði nám við akademiuna á Charlottenborg 1925 hjá Einari Nielsen prófess- or og hjá Aksel Jörgensen prófessor til 1930. Fór enn fremur námsför til Þýzkalands. Siðan kom hann heim, og hér starfaði hann til dauðadags sem n\n\\ Þjóðleg og þörf söfnun VtSNASAFNIÐ III. bindi. Sigurður Jónsson frá Haukagili tók saman. 158 bls. Iðunn 1975. SöFNUNARÁRATTA manna birtist i mörgum myndum. Sumir safna bókum, aðrir fri- merkjum, peningum eða öðrum þeim verðmætum, sem mölur og ryð fá auöveldlega grandað, og þannig mætti lengi telja. Það mun jafnvel ekki alveg örgrannt um aö sumir karlmenn safni konum og konur mönnum, (svona án þess að láta mjög mikiö á þvi bera), og lesið hef ég um karl, sem safnaði prestum. Honum var það iþrótt og metn- aðarmál aö vita deili á sem allra flestum prestum, og helzt vildi hann ná fundi þeirra og stofna til einhverra persónu- legra kynna. Sigurður Jónsson frá Hauka- gili i Borgarfirði hefur safnað visum. Hafi hann einhvem tima safnað einhverju öðru, þá er höfundi þessara lina að minnsta kosti ekki kunnugt um það, og á- reiðanlegt er, að vísnasöfnunin mun það verða, sem varöveita mun nafn hans frá gleymsku löngu eftir að hann sjálfur verður kominn yfir þann púnkt, sem „allrar veraldar vegur” vikur að. A siðustu árum hefúr almenn- ingur i landinu fengið að sjá ár- angurinn af visnasöfnun Sigurð- ar, eða nokkurn hluta hans að minnsta kosti. Það er þriðja bindiö af Visnasafni, sem skýtur upp kollinum i fetraum- röst jólabókanna nú I ár. Hér eru margir höfundar fram leiddir, og sumir öngvir aukvis- ar, eins og til dæmis Andrés Björnsson eldri, Asgrimur Kristinsson frá Ásbrekku og Gunnar Eggertsson frá Leirár- görðum, auk viðurkenndra skálda, ekki af lakari endanum, og nægir þar að nefna Einar Kristjánsson frá Hermundar- • felli, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlööum og sjálfan Bólu-Hjálm- ar. — Marga fleiri mætti telja, en nafnaþulur hrökkva skammt. Þessi handahófs- kennda upptalning ætti þó að nægja til þess að sýna, að hér er margt ágætra manna á ferð, þótt nokkuð sé liðið misjafnt, eins og verða vill, þar sem margt manna kemur saman á einum stað. Sama er að segja um visum- ar, þæreru misjafnar að gæðum eins og önnur mannaverk, en allar eiga þær það þó sameigin- legt að bera vitni um hag- mælsku þjóðarinnar og ást hennar á bundnu máli. Orð- leikni og bragfimi eru svo inn- gróin þessari þjóð, svo lang- ræktuð og þrautþjálfuð, kynslóö fram af kynslóð, að óliklegt er annað en aö þessir eiginleikar eigi langa framtið fyrir sér, hversu frjálslynd sem við kunn- um aö vera gagnvart öðrum ný- tizkulegri skáldskaparstefnum, svokölluðum órimuðum ljóðum og öðru sliku. Oft er gaman að veita þvi at- hygli, hvernig skáldskapur fyrri tiðar manna verður snjöllu fólki hvati til góðra verka. Hver heyrir ekki niðinn frá Ferðalok- um Jónasar Hallgrimssonar i þessari visu Guðrúnar Auðuns- dóttur i Stórumörk, — og væri þó synd að segja, að höfundur hennar væri að stæla Jónas: t æsku minni ól ég djúpa þrá eins og blómiö kyrrt á sinni rót. Aldrei var mér greitt viö Galtará, en garpur bar mig yfir Markarfljót. Og Gunnari Eggertssyni tekst aö bregða upp ógleymanlegri mynd af litilmannlegri illgirni i einum visuhelmingi: — Hvar sem svanur verst i vök, vappa hrafnar kringum. Fyrst farið er að tala um ein- stakar visur, má láta þess getið, að á einum stað held ég að sé fariö skakkt með. Það er i vis- um Guðmundar Sigurössonar á bls. 29. Fyrri visan er höfð svona: Nálgast grand og neyðarstand, nálykt andar blærinn. Beizlar fjandinn bleikan grand bak við landamærin. Aöur haföi ég lært visuna bannig: „Niflheimsstranda nálgast grand”, o.s.frv. Þannig finnst mér visan snjallari og llk- ari yrkingalagi höfundar sins, enda mun hann hafa gengið Siguröur Jónsson frá Haukagili. þannig frá henni. Ég hef spurt Guðmund B. Guðmundsson, lækni á Vffilsstööum um þetta, en hann er sonur Guðmundar Sigurðssonar, og staöfesti hann að faðir sinn hefði ort visuna svona „Niflheimsstranda nálg- asl grand”, en kvaðst ekki hafa heyrt hina geröina. — Það er auðvitað ekki ný saga, að visur, sem margir læra og fara viða, breytast I meðförum — og er I sjálfu sér ekki neitt tiltökumál, — þótt jafnsjálfsagt sé að leið- rétta slikt, þá sjaldan að hægt er að komast örugglega að hinu rétta. Ekki er það vandalaust verk að búa slikt visnasafn svo Ur garði, að það verði vel aðgengi- legt almenningi. Oft eru skýr- ingar nauðsynlegar, enda notar Sigurður þær talsvert, en þó ekki I óhófi, nema siöur væri. En skýringar eru vandmeðfarnar, þær eru rúmfrekar og þurfa aö vera stuttorðarog gagnoröar, ef þær eiga ekki aö skyggja á vis- urnar i stað þess aö vera til á- réttingar. Samt verður það dá- litið snautlegt, þegar ekki er önnur grein gerð fyrir visum, blaðsiðu eftir blaðsiðu, en að geta þess hver kveðið hafi. (Bjöm Jónsáon kvað, Jónas Jónasson kvað, o.s.frv.) Sama er að segja um niðurskipan efnisins. Visunum er ekki raðað eftir efni og eðli, og ekki heldur eftir höfundum. Sama mannin- um bregður fyrir með margra blaða millibili. Þetta gerir bók- ina miklu lausagloprulegri en nokkur þörf er á. Aftur á móti er það mjög gott, að birt skuli vera aftast I bókinni efnisyfirlit og höfundatal, þar sem þess er get- ið, hvaða blaðsiðu (eða blaðsið- um) hver maður á visu. Það er til mjög mikils hagræðis. Eitt er enn, sem mér finnst — ja kannski ekki beinlinis galli, en að minnsta kosti óþarft, — og það er aö birta I visnasafni sliku sem þessu, alkunn erindi Ur ljóðabókum þekktra skálda. Þannig er til dæmis um visu Kolbeins Högnasonar i Kolla- firði. Ofthef ég saman orðum hnýtt einum mér til gleði, það er annars ekki nýtt, að Islendingur kveöi 1 ljóöabók Kolbeins, Hnoð- nöglum, er þessi visa prentuð sér á blaði, framan við kvæöin, sem heitir þar Til lesendanna. Ég hef alltaf litiö svo á, að hlutverk visnasafnarans sé fyrst og fremst að „marka og draga á land” eins og skáldið sagði. Það er að segja að safna saman visum, sem ganga manna á milli, en hafa litt eða ekki komizt á prent. Og vissu- lega hefur Sigurður frá Hauka- gili unnið ómetanlegt björgun- arstarf á þeim vettvangi. Lausa visan er vinur hins ljóð- elska manns. Ungir og aldnir, háir og lágir hafa átt i henni fé- laga og förunaut. Við skulum ljúka þessu með þvi að virða fyrir okkur mynd, sem sjálfur Jóhannes Kjarval gerði, — ekki með litum og pensli, heldur orð- Slgurrökkur af syfjustráum, sendist fákur um veg. Bæirnir sjást með burstum háum. Nú brosir landið og ég. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.