Tíminn - 13.01.1976, Side 6

Tíminn - 13.01.1976, Side 6
6 TÍMINN Þriftjudagur 13. janúar 1976, Höfum fyrirliggjandi hljóðkúta og púströr í eftirtaldar bifreiðir Bedford vörublla......................hljóftkútar og púströr. Bronco...............................hljóftkútar og púströr. Chevrolet fólksbila og vörublla.......hljóftkútar og púströr. Citroen GS og DS......................hljóftkútar og púströr. Datsun disel og 100A-1200-1600-160-180.. hljóftkútar og púströr. Chrysler franskur.....................hljóftkútar og púströr. Dodge fólksbila......................hljóftkútar og púströr. D.K.W. fólksbila.....................hijóftkútar og púströr. Flat 1100-1500-124-125-127-128 .......hljóftkútar og púströr. Ford, ameriska fólksbtla.............hljóökútar og púströr. Ford Anglia og Prefect...............hijóftkútar og púströr. Ford Consul 1955-’62.................hljóftkútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300-1600 ........hljóftkútar og púströr. Ford Escort..........................hljóftkútar og púströr. Ford Zephyr og Zodiac................hljóftkútar og púströr. Ford Taunus 12M, 15M, 17M og 20M .... hljóðkútar og púströr. Ford F100 sendiferftabila 6 & 8 cyl...hljóftkútar og púströr. Ford vörubila F500 og F600...........hljóftkútar og púströr. Hillman og Commer fólksb. og sendiferftab.....hljóftkútar og púströr. Austin Gipsy jeppi...................hljóftkútar og púströr. International Scout jeppi............hljóftkútar og púströr. Rússajeppi GAZ 69....................hljóftkútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer.............hljóftkútar og púströr. Jeepster V6..........................hljóftkútar og púströr. Landrover bensín og disel............hljóðkútar og púströr. Mazda 1300-616.......................hljóftkútar og púströr. mercedes Benz fólksbila 180-190-200-220-250-280..............hljóftkútar og púströr. Mercedes Benz vörublla...............hljóftkútar og púströr. Moskwitch 403-408-412................hljóftkútar og púströr. Opel Rekord og Caravan................hljóðkútar og púströr. Opel kadett og Kapitan...............hljóftkútar og púströr. Peugeot 204-404-504 ..................hljóftkútar og púströr. Rambler American og Classic..........hljóftkútar og púströr. Renault R4-R6-58-R10-512-R16.........hljóftkútar og púströr. Saab 96 og 99........................hljóftkútar og púströr. Scania Vabis.........................hljóftkútar. Simca fólksbila......................hljóftkútar og púströr. Skoda fólksbila og station...........hljóftkútar og púströr. Sunbeam 1250-1500 ....................hljóftkútar og púströr. Taunus Transit bensin og disel .......hljóftkútar og púströr. Toyota fólksbila og station..........hljóftkútar og púströr. Vauxhall fólksblla ...................hljóftkútar og púströr. Volga fólksblla......................hljóftkútar og púströr.. Volkswagen 1200-1300 . hljóðkútar og púströr. Volvo fólksbila....................... hljóftkútar og púströr. Volvo vörubila F85-85TD-N88-F88-N86 F86-N86TD-F86TD......................hljóftkútar. Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar, flestar stærðir. Setjum pústkerfi undir bila, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Til sölu nýlegt einbýlishús á Selfossi. Stór bilskúr. Ræktuð lóð. Skipti á ibúð i Reykjavik koma til greina. Simi 99-1679 og á kvöldin 2-14-23. Eitt þekktasfa merki á Q^Norðurlöndum/^Q RAF- SUNPJaK BATTERER SVJNN3K BATTEFaBR GEYAAAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum — 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi SAMÞYKKT UM LANDHELG ISMÁLIÐ ARMULA 7 - SIMI 84450^ Samstarfsnefndin til verndar fiskveiftilandheiginni, en aft nefndinni standa Alþýftusamband tslands, Verkamannasamband tslands, Sjómannasamband ts- lands, Farmanna- og fiskimanna- samband islands og Félag áhuga- manna um sjávarútvegsmál á- samt meftfulltrúum stjórnarand- stöftuflokkanna á Alþingi, hefur gert eftirfarandi samþykkt um landhelgismálið á fundi slnum 12. jan. 1976. Með samningi þeim, sem gerð- ur var 18. nóv. sl. við Vestur-Þióð verja um heimild til veiða i is- lenzkri fiskveiðilandhelgi, var stigið mikið óheillaspor, sem þvi miður tókst ekki að koma i veg fyrir, þrátt fyrir mjög öflug mót- mæli almennings hvaðanæva að af landinu. Sú mótmælaalda, sem þá reis, hafði eigi að slður mikil áhrif, — áhrif, sem meðal annars komu fram i þvi, að ýmsir þeirra, sem á beinan og óbeinan hátt, létu tilleiðast að styöja samninga- gerðina, afsökuðu afstöðu slna með þvi, að á eftir gætu íslenzku varðskipin helgað sig eingöngu baráttunni gegn brezkum togur- um, og að á þann hátt gæfist möguleiki til að koma I veg fyrir alla samninga við Breta. Nú reyn ir á að þeir menn standi nú við þessi orð sin. í umræöunum i samningunum við Vestur-Þjóðverja skýrðist enn betur staðan i landhelgismálinu, og mun öllum landsmönnum hafa orðiö ljóst eftir þær umræöur, að raunverulega er ekki um neinn fiskafla að semja við útlendinga, eins og komið er stööu fiskistofn- anna viö landið. Hver samningur, sem gerður yrði, hlyti að fela i sér tilsvarandi skeröingu á afla- magni Islendinga sjálfra með ó- hjákvæmilegri stórfelldri kjara- skerðingu almennings i landinu. Reynslan af baráttunni Siðan baráttan gegn ólöglegum veiðum breta hófst, hafa margir lærdómsrikir atburðir gerzt. Bretar hafa sýnt með framkomu sinni, að þeir svifast einskis. Þeir senda herskipaflcta inn á Islenzkt lögsögusvæði. Þeir brjóta allar siglingareglur, þeir hindra með herskipavaldi siglingu íslenzkra löggæzluskipa á frjálsu hafsvæði langt frá öllum fiskiskipum, og þeir elta og trufla hafrannsókna- skip að visindastörfum. Siðast en ekki sizt, þá sigla brezkar freigát- ur og dráttarbátar á varðskip hvað eftir annað, og með þeim hætti að augljóslega er stefnt að þvi að eyðileggja varðskipin eða sökkva þeim. öll framkoma Breta I þessu máli er beint tilræði við þjóðartilveru tslendinga. Reynslan hefur lika sýnt, að varðskip okkar, þó að fá séu og nær vopnlaus, hafa náö miklum árangri. Þau hafa klippt á togvira brezkra togara i námunda við freigáturnar og þau hafa truflað veiðar brezku togaranna stór- kostlega, og sannað i reynd að breski herskipaflotinn getur ekki tryggt brezku togurunum þá veiðiaðstöðu, sem ætlað var. Sú staðreynd er öllum ljós, að brezki togaraflotinn hefur orðið að sætta sig við að stunda sundur- slitnar og stopular veiðar á mjög takmörkuðu hafsvæöi, eða nánast á svæðinu frá Héraðsflóa og rétt norður fyrir Langanes. öll önnur fiskimið við landið hafa verið laus við ágang brezku togaranna, og er þar eflaust um að ræða 9/10 hluta þeirra fiskimiða við landið, , sem islendingar telja dýrmætust. Viðbrögð stjórnvalda: Viðbrögð fslenzkra stjórnvalda við yfirgangi Bretaog hrottaskap þeirra á miðunum, hafa vægast sagt verið óburftug og fálmkennd. Beinum ásiglingum og öðrum lögbrotum hefur að visu verið mótmælt formlega, ýmist i Lond- on eða Reykjavik, en á þann hátt, sem enginn tekur alvarlega.Stór- hættulegum ásiglingum tveggja dráttarbáta á varðskip innan þriggja milna landhelgi, sem ó- umdeilanlega jafngildir ofbeldi á islenzka löggæzlumenn I landinu sjálfu, var svaraö með formleg- um kærum, eða öllu heldur til- kynningum til Sameinuðu þjóð- anna og Atlantshafsbandalags- ins, en árangur varð enginn. Mál- flutningur stjórnvalda heima og erlendis hefur borift á sér ein- kenni kjarkleysis og vankunnáttu með þeim afleiöingum aft stór- kostleg tækifæri okkar hafa aö engu orftift I reynd. Rikisstjórnin hefurallt til þessa neitað að lýsa yfir stjórnmálaslit- um við Breta. Hún hefur heldur ekki fengizttil aðbætaskipum við landhelgisgæ:;luna, skipum sem þó eru hér fáanleg. Og enn hefur rikisstjórnin ekki, þrátt fyrir si- vaxandi háskaframkomu Breta á miðunum, fengizt til að tilkynna bandariska varnarliðinu að þvi beri samningsleg skylda til að koma I veg fyrir árásir Breta og ofbeldi gagnvart Islendingum, og heldur ekki að tilkynna Atlants- hafsbandalaginu, að verði yfir- gangur Breta ekki stöðvaður, þá verði stöð bandalagsins I Keflavik lokað og að samstarfi tslands við bandalagið sé þar með lokið. Viö- brögð rikisstjórnarinnar eru enn með öllu gagnslaus, þvi að sjálf- sögðu hefur sendiför eins manns til 11 landa og heimköllun sendi- herra til skrafs og ráðagerða, enga þýðingu aðra en þá aö tefja timann. Taugastríð Breta Ljóst er á allri framkomu Breta i landhelgisdeilunni, að þeir miða allt við að sigra islenzk stjórnvöld i taugastriði. Þannig reyna þeir að sýna, að þeir geti stundað hér veiðar með árangri, án samn- inga. t þvi skyni reka þeir á ts- landsmið óvenjumarga togara og knýja skipstjórana undir heraga. Siðan er hafinn áróður um að veiðarnar gangi vel og að sjó- menn þeirra séu ánægðir. Það er hins vegar dapurlegt að islenzkir fréttamiðlar, og Islenzkur konsúll I Bretlandi, og jafnvel islenzki sjávarútvegsráðherrann, skuli taka upp athugasemdalaust, eða jafnvel með aukinni áherzlu áróð- ursfiskifréttirBreta,sem eru viðs fjarri öllum sanni og auðvelt er að hrekja sem fjarstæðu. Sögur um það að brezkir togarar hafi veitt á rúmum mánuðinær 10.000 tonn og geti veitt 140—150.000 tonn á ári, eða jafnvel eins og nefnt hefur verið 200.000 tonn á ári, eru ein- vörðungu settar fram til aö rétt- læta samninga um eitthvert minna magn. Við slikum áróðri veröur sterklega að vara. tslendingar hafa I þessari deilu við Breta, eins og hinum fyrri, fengiö að sjá hvers virði fréttir þeirra eru og hvernig þeir um- gangast sannleikann. Frásagnir þeirra um aflamagn og velgegni á miðunum eru jafn ósannar og fréttir þeirra af ásiglingunum. Staða Breta er veik Staða Breta I fiskveiðideilunni er mjög veik. I Bretlandi er vax- andi fylgi við málstað íslendinga og stærstu blöð landsins eru farin að fordæma framkomu brezkra stjórnvalda I landhelgisdeilunni. t Skotlandi er mjög sterk samstaða með tslendingum, enda hefur stærsti stjórnmálaflokkur Skot- lands sett fram kröfur um 200 milna fiskveiöilögsögu við Skot- landsstrendur og lýst yfir ein- dregnum stuðningi við málstað tslands i landhelgisdeilunni. 1 Bretlandi styðja allir heimaveiði- sjómenn okkar málstað. Flest Evrópuriki eru að snúast gegn Bretum i málinu, og á næsta leiti er hafréttarráöstefna Sameinuðu þjóðanna, sem á ný tekur til starfa um miðjan marzmánuð. Þar standa Bretar með 200 milna reglunni, og þeir vilja ábyggilega ógjarnan standa í herskipaátök- um við Islendinga um sama leyti og þeir halda ræður á ráðstefn- unni um réttmæti 200 milna efna- hagslögsögu. Staða Breta á fiski- miðunum er ekki góð, heldur mjög slæm.Þar deila skipstjórar hvar veiða skuli og margir þeirra viðurkenna, að veiðar með þess- um hætti verði ekki haldið áfram nema stuttan tima. Kostnaður •Breta á miðunum er óhemjulegur, — 4 freigátur, eitt 20—30.000 tonna birgðaskip, tveir til þrír dráttar- bátar og tvö aðstoðarskip. Bretar vita að smán þeirra vegna hern- aðarins gegn tslendingum er á hvers manns vörum. Islendingar herði sóknina Eins og nú standa sakir eftir 2 mánaða átök við Breta, er rétta svar okkar þetta: Við bætum strax við 3—4 stór- um togurum i hóp gæzluskipanna. Aukum siðar við 2 til 3 skipum þegar réttur timi kemur. Við auk- um klippingar og truflum veið- arnar með siglingu okkar skipa úr öllum áttum. Við veitum brezkum eftirlitsskipum enga fyrirgreiðslu nema i lifshættuleg- um slysa- eða veikindatilfellum. Við slitum strax stjórnmálasam- bandi við Breta og tilkynnum At lantshafsbandalaginu að verði bresk herskip ekki farin úr fisk- veiðilandhelgi okkar innan einnar viku, þá verði NATO-stöðinni á Keflavikurflugvelli lokað og öllu samstarfi við bandalagið hætt. Jafnhliða þessum aðgerðum skipuleggjum við algerlega að nýju upplýsingaherferð okkar á erlendum vettvangi og gerum kunnugt, að við munum úr þvi sem komið er alls ekki semja viö breta um neinarheimildir til fisk- veiða við tsland. Samstarfsnefndin vill með þessari samþykkt vekja athygli á stöðu landhelgismálsins og beina þeirri eindregnu og alvarlegu áskorun til allra landsmanna, að þeir herði baráttuna fyrir vernd- un islenzku fiskveiðilandhelginn- ar og geri allt sem i þeirra valdi stendur til að koma i veg fyrir að samið verði um fiskveiðiheimild- ir við Breta. Samstarfsnefndin telur aö ár- vekni almennings i landhelgis- málinu, geti ráðið úrslitum um framgang þess. Alþingismenn og rikisstjórn veröa að taka tillit til þess sem fólkið i landinu krefst, ef sú krafa er sett fram af fuljum þunga og þeirri alvöru og einurð, sem stjórnendur eiga að skilja. Samstarfsnefndin til verndar landhelginni. UTBOÐ Tilboft óskast I smlfti og uppsetningu veggja, hurfta, lofta og hringstiga, ásamt málun og dúkalögn. Einnig I fullgeröa raflögn og uppsetningu lampa, loftræstingu ásamt pipulögn og frágang hreiniætistækja i heilsugæslu- stöö, Hraunbæ 102, Reykjavlk. Útboftsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, gegn 15.000.kr-skilatryggingu. Tilboöin verfta opnuft á sama stað, fimmtudaginn 5. febrúar 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.