Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarfluq HVERT SEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 13. tbl. — Laugardagur 17. janúar 1976 — 60. árgangur ] XNGiR? Aæílunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandáfj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 leiguflug um t2 Utanríkis- málanefnd: Eðlilegt að stjórn- málasam- bandi verði slitið Sjá bls. 3 ÞRIÐJUNGI AFLANS FLEYGT? gébé Rvik — — Þvi er ekki að neita, að viö höfum heyrt slæmar sögur af aö miklu sé hent af smá- fiski á islenzku togurunum fyrir vestan, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur I gær, en við höfum engar beinar sannanir. — Þetta er mjög alvarlegt mál, þar sem þessi fiskur er aðaluppistaðan I árganginum sem veiðast mun I kring um 1980, sagði Jakob. — Fyrst þegar hrotan byrjaði, fyrir u.þ.b. 10 dögum, fékkst góð- ur, stór fiskur, en siðan hefur afl- inn farið ört minnkandi og versn- andi. Hefur jafnvel heyrzt að skipstjórnarmenn togaranna hafi látið fleygja allt að þriðja hluta aflans. Lágmarksstærð fisksins er 43 sentimetrar. Bretar eiga leikinn, segir forsætisráðherra: Ekki stjómmálaslii, ef þeir kalla herskipin út úr 200 mílna landhelgi ¦— fá frest fram að næstu helgi FJ-Reykjavik. — Það kemur ekki til stjórnmálaslita við Breta, ef þeir kveðja herskip sin út úr landhelgi okkar, sagði Geir Hallgrlmsson, forsætisráð- herra, á fundi með fréttamönn- um I gær og til þess fá þeir frest fram á aðra helgi. Bretar eiga næsta leik og það er algjörlega á þeirra valdi, hvort til stjórn- málaslita kemur eða ekki. Forsætisráöherra sagði, að ef Bretar kveddu herskipin út úr landhelginni, væri að sinu mati grundvöllur til nýrra samninga- viðræðna við þá. — En ég vil taka það skýrt fram, að I þeim viðræðum verður að byrja upp á nýtt. Ekkert tilboð er fyrir hendi. Og ég tel svigrúmið mjög litið, þannig að það yrðu áreiðanlega erfiðar samninga- viðræður, ef af þeim verður. Þá sagði forsætisráðherra, að ís- lendingar myndu aldrei gefa vilyrði fyrir þvi, að varðskipin hættu að áreita brezka togara innan 200 milna, þó að herskipin brezku færu af miðunum. — Við munum halda uppi fullri löggæzlu innan 200 miln anna, sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði, að rikisstjórnin myndi koma sam- an til fundar á mánudag og mið- að við það, sem fyrir lægi nú, teldi hann einsýnt að ákvörðun yrði tekin um slit á stjórnmála- sambandi við Breta. Ef brezk herskip yrðu innan 200 milna um aðra helgi myndu stjórn- málaslitin koma til fram- kvæmda þá. Þessi frestur, sagði forsætisráðherra, yrði gefinn Bretum til að gefa þeim færi á að halda stjórnmálasambandi við Islendinga, með að kveðja herskip sin út úr landhelgi ts- lands. Forsætisráðherra kvað Luns, aðalframkvæmdastjóra NATO, ekki fara með nein skilaboð frá islenzku rikisstjórninni til þeirr- ar brezku. Hins vegar vissi Luns nú hug okkar i landhelgismálinu og þó bein framkvæmd á stjórn- málaslitum hefðu ekki verið við hann rædd, væri honum full- kunnugt um að þau væru yfir- vofandi. NÝSKIPAN SJÓÐAKERFISINS: SJOÐIR LAGÐIR NIÐUR OG EIN LOG SETT UAA ÚTFLUTNINGSGJALD? s|ab,s.3 Skjálftavirkni við Kröflu að aukast Starfsmenn við Kröflu gistu í Reynihlíð í nótt — Ef ástand helzt óbreytt ganga þeir að störfum sínum í dag gébé-Gsal-Reykjavik — Ragnar Stefánsson, jarðskjálf ta- fræðingur, sem nú er í Mývatns- sveit, óskaöi eftir þvl I gær- kvöldi við Almannavarnanefnd á staðnum, að allt fólk yrði flutt burt af Kröflusvæðinu, þar sem „viss hætta væriá eldgosi" eins og Ragnar orðaði það sjálfur I viðtali við Timann. 43 menn vinna nú við Kröfluvirkjun. Stöðugar jarðhræringar voru á Kröfusvæðinu I gærdag, og sagði Ragnar að upptök skjálft- anna væru nálægt Leirhnúk. Skálftarnir geta vissulega bent til þess að eldgos væri I að- sigi, og ég tel liklegast, að það muni gjósa aftur i Leirhnúk, eða þar i næsta nágrenni, sagði Ragnar. — Það hafa oft áður komið hér svona jarðskjálftahrin'ur án þess að eldgos fylgi i kjölfarið, sagði hann. Ragnar sagði, að harin teldi óráðlegt að fólk hefðist við upp við Kröflu og kvaðst hafa lagt til að allri vinnu yrði hætt þar i bráð. Timinn hafði tal af Þorgilsi Axelssyni bygginarstjóra 'verk- taka fyrirtækisins Miðfells við Kröfluvirkjun i gærkvöldi, og sagði hann að allir starfsmenn- irnir væru undir það búnir að yfirgefa staðinn á 5 minútum. — Ménn vinna hérna og vinna til þess að dreifa huganum frá jarðskjálftunum, sagði Þorgils, — og það hefur unnizt alveg sér- staklega vel það sem af er ár- inu. Jón Illugason, fréttaritari Timans i Mývatnssveit, sagði i viðtali við blaðið i gær, að jarð- skjálftavirkni hefði aukizt s.l. tvo sólarhringa. 1 gærdag fund- ust tveir sterkir kippir, sem taldir voru vera um 4-4,5 stig á Richterkvarða, og sagði Jón að nú væri stöðug vakt við jarð- skjálftamæla i Reynihlið allan sólarhringinn. — Mjög Htill svefnfriður hefur verið við Kröflu, sagði Jón, en þar eru 43 manns að störfum. Eru þeir I viðbragðsstöðu og tilbiínir að yfirgefa staðinn fyrirvaralaust, ef þörf þykir. Geysimargir jarð- skálftakippir fundust við Kröflu i fyrririótt og lágu menn al- klæddir i rúmum sinum til að vera við öllu búnir. — Á fimmtudag kom harðasti jarðskjálfti sem mælzt hefur hér kl. 14:25. Reyndist hann vera 4,5-5 stig á Richterkvarða og er talið að upptök hans hafi verið nálægt Kröflu. Fannst jarðskjálfti þessi mjög greini- lega i Reynihlið. Starfsmenn Orkustofnunar voru á leið að stóru borholunni við Kröflu þeg- ar þessi hrina kom og var skjálftinn það öflugur að þeir hrösuðu við. — Þeir lýstu þessu, að það væri eins og högg mikið hefði komið fyrst, siðan mikill hávarði, sagði Jón, og að hjarn- ið þarna hefði sprungið i allar áttir. Þá sagði Jón, að þeim hefði ekki verið farið að Htast á blik- una á fimmtudag, þegar aukinn titringur hafði komið fram á mælunum þrisvar sinnum, en siðar kom i ljós, að þessu hafði valdið jarðýta sem var að ýta við vinnubúðirnar við Kröflu. Sýnir þetta hve mælarnir eru nákvæmir. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Klukkan 23.30 i gærkvöldi varð það að samkomulagi á fundi almanna- varnarnefndar I Reynihlið, að starfsmenn Kröfluvirkjunnar skyldu gista i Reynihlið s.l. nótt, var ákvörðun þessi tekin i sam- ráði viðyfirmann almannavarna i sýslunni, sýslumanninn á Húsa- vlk, og yfirmenn viö Kröflu. Gert er ráð fyrir, ef ástand helzt óbreytt að starfsmenn gangi að störfum sinuiii við Kröflu I dag. — Aðsögn Jóns Hlugasonar, var allt með eðlilegum hætti við Kröflu rétt fyrir miðnætti. Nýtt gos við Leirhnúk í aðsigi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.