Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN 11 =r Umsjón: SigmundLr O. Steinorsson KELLY A • • SOLULISTA * Peter Cormack frá keppni í 2 mánuði * Bobby Charlton tekur fram skóna Lundúnaliðið Arsenal hefur sett skozka landsliðs- manninn Eddie Kelly á sölulista — félagið hefur látið i ljós, að það vilji fá rúmlega 100 þús. pund fyrir hann. Kelly, sem var fyrirliði Ar- senal-liðsins i byrjun keppnis- timabilsins, hefur gengið erfið- lega að halda sæti sinu i Arsenal- liðinu að undanförnu. — Ég hef engan áhuga á að fara frá Lundúnum, sagði Eddie Kelly, sem er uppalinn hjá Arsenal á Highbury. 0 PETER CORMACK, hinn snjalli leikmaður Liverpool, er kominn á spitala, þar sem hann verður skorinn upp við brjósklosi i hné. Cormack verður þvi frá keppni næstu tvo mánuðina. Q ALAN BALL, fyrirliði Ar- senal og enska landsliðsins, var i sviðsljósinu i vikunni, þegar viðtal var haft við hann i sjónvarpsþætti. Þar sagði hann, að fyrrverandi félagar hans i landsliðinu væru fifl. £ RODNEY MARSH er komirin til Bandarikjanna, þar sem hann mun leika með liðinu Tampa Bay Rowdíes frá Ohio næstu fjögur árin. 0 SUNDERLAND hefur keypt Roy Greenwood frá Hull fyrir 140 þús. pund. Greenwood þessi er mikill markaskorari — hefur skorað 9 deildarmörk fyrir Hull á keppnistimabilinu. Þá má geta þess, að Sunderland hefur hug á að selja þá Vic Halom og Billy Hughes. 0 Miklar likur eru á þvi, að Sheffield United selji enska landsliðsmanninn Tony Currie á næstunni — þá væntanlega fyrir 350 þús. pund. Arsenal og Everton eru tilbúin til að greiða þessa upphæð fyrir Currie, og vitað er, að Leeds-liðið hefur lengi haft áhuga á Currie. #BOI5HV CHARLTON hefur nú tekið fram skóna — þessi fyrrum Manchester United-kappi og enska landsliðsins hefur ákveðið að leika með irska liðinu Water- ford út keppnistimabilið. Charlton mun áfram búa á Eng- landi, en hann mun bregða sér yfir til trlands i hverri viku til að leika með Waterford. Ekki er vitað hvað Charlton fær mikla peninga fyrir þetta — en það hlýtur að vera dágóð upphæð. 0 GEOFF HURST, sem lék með Bobby Charlton i HM- keppninni 1966, og skoraði þá þrjii mörk — ,,hat-trick" i úrslita- leiknum gegn V-Þýzkalandi á Wembley, hefur einnig sýnt áhuga á að leika á trlandi. Hurst, sem leikur nú með W.B.A. hefur fengið tilboð frá Cork Hibernians EDDIE KELLY..... kaupir eitt- hvert Lundúnalið hann? Enskir punktar um, að koma og leika með liðinu. Hurst sagðist koma til Cork ef hann fengi 150 pund fyrir hvern leik, sem hann léki með þvi. Ósk Hurst er nú i athugun. % GEORGE BEST hefur einnig verið á ferðinni i trlandi — hann er gestaleikmaður hjá Cork Celtic, sem mætir Bobby Charlton og félögum hans i Waterford eftir nokkra daga. Best og Charlton verða þá mót- herjar. -SOS. VIÐ ERUM ÁKVEÐNIR í AÐ BERJA Á ÍR-INGUM — segir Sigbjörn Gun — Við erum ákveðnir i að berja á IR-ingum, segir Sigbjörn Gunnarsson liðsstjóri KA-liðsins, þegar liðin mætast • i hinum þýðingarmikla leik i annarrar deildar keppninni i handknatt- leik. Þessi tvö topplið deildarinnar mætast i Laugardalshöllinni i dag klukkan sex og má búast við narsson, liosstjóri KA fjörugum og spennandi leik. KA- liðið þarf að leggja tR-liðið að velli til að eiga möguleika á að vera áfram með i baráttunni i deildinni. tR sigraði KA þegar liðin mætt- ust á Akureyri i vetur — nú er stóra spurningin: Endurtaka tR- ingar sigurinn eða tekst leik- mönnum KA að berja á þeim? „Marteinn myndi styrkja Dundee- liðið mikið" — segir Jim AAcLean, framkvæmdastjóri Dundee United, sem hefur boðið AAarteini að skrifa undir atvinnumannasamning — Marteinn Geirsson er mjög góður leikmaður. Hann myndi styrkja United-liðið mjög mikið sagði Jim McLean, fram- kvæmdastjóri Dundee United, sem hefur boðið Marteini að gerast atvinnumaður i Tannadice — herbúðum Dundee United. Skozku blöðin hafa skrifað w • •• Fjor í Firð- inum Það verður örugglega mikil stemmning og fjör i Firðinum á sunnudagskvöldið kl. 8, þegar þar verða leiknir tveir stórleikir i 1. deildarkeppninni í handknattleik. Þá mætast Valur og Haukar og siðan Vikingur og FH. i dag verða leiknir tveirleikiri deildinni i Laugardalshöllinni kl. :i.30. Fram mætir Gróttu og Ar- mann leikur gegn Þrótti. ICELANDIC FOOTBALLER, Martiiui Geirsson, and his wife, Hugrun, in Ðundee where he is to have trials for Dundee United. mikið um komu Marteins til Skot- lands — hann hefur verið myndaður bak og fyrir og hafa birtzt margar myndir af honum i blöðum i Skotlandi. Marteinn dvelst hjá United-liðinu þar sem hann æfir að kappi með þvi. tþróttasiðan hefur frétt að Mar- teinn séekki allt of spenntur fyrir þvi tilboði, sem hann fékk. Það er mjög óliklegt að Marteinn taki boði United-liðsins. Marteinn sagði áður en hann hélt til Skot- lands, að hann væri ekkert hrifinn af þvi að leika með Dundee-liðinu. — Það er allt i lagi, að ræða við forráðamenn félagsins, sagði Marteinn þá. Eins og fyrr segir, þá hefur koma Marteins til Skotlands vakið athygli, og er sagt, að Jim McLean, hafi ekki verið hrifinn af þv'i. Hann er hræddur um að önnur félög „steli" Marteini frá honum. Það kom fram i skozka blaðinu ,,The Scotsman", aö stórliðin Celtic, Hibernian og Glasgow Rangers hafi áhuga á aö sjá Marteinn leika — og að þau myndu strax senda „njósnara " til Dundee, ef Marteinn léki æfinga- leik með Dundee United. Hér á myndinni til hliðar, sést Marteinn ásamt konu sinni. Hug- rúnu Pétursdóttur, þegar þau komu til Tannadice. -SOS „Ákveðnir að leggja Stúdento að velli" segir Kolbeinn Pálsson, fyrirliði KR-liðsins, sem leikur sinn fyrsta heimaleik á morgun — Við erum ákveðnir i að leggja stúdenta að velli og vera áfram með i baráttunni um islands- meistaratitilinn. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þvi að ef við töpum honum, erum við STAÐAN hunir að missa af lestinni. sagði Kolbeinn Pálsson, ívrirliði og þjálfari KK-liðsins i körfuknatt- íeik, sem leikur sinn fyrsta heimaleik i nvju tþróttahúsi Hagaskólans á morgun kl. 1.30, C'urtis ..Trukkur"Carter leikur með KR-liðinu. en hann var i leikbanni, þegar KR-ingar töpuðu fyrir Njarðvikingum um sl. helgi. Þrfr aðrir leikir verða leiknir i 1. deildarkeppninni um helgina. Valsmenn mæta Njarðvikingum Staðan er nú þessi i 1. deildar- á, Seltjarnarnesi i dag kl. 2 og keppninni i körfuknattleik: ***** efhr le,ka Armenn.ngar r gegn Fram-liðinu. Armenningar Armann 5 5 0 496-416 10 verða svoaftur á ferðinni á morg- iR 7 5 2 616-526 10 un, þegar þeir bregða sér upp á ÍS 6 4 2 478-472 8 Skaga og leika gegn Snæfelling- KR 5 3 2 438-379 6 um. -SOS. UMFN 6 3 3 482-473 6 Valur 6 2 4 489-529 4 Fram 5 1 4 350-397 2 Snæfell 6 0 6 378-544 0 .^^, ^ Stigahæstu menn: Kristiiin Jörundsson, ÍR......156 Kristján Agústss., Snæf.......143 KOLBEINN PALSSON... og Jimmu Rogers, Arm..........137 félagar hans verða I sviðsljósinu Kolbfiiin Ki-isliiiss., li!.......130 um helgina. Þá mæta þeir Carter „Trukkur", KR.......129 stúdentum, sem hafa alltaf verið Bjarni Gunnar, Stúd.........121 KR-ingum erfiðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.