Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN Nýskipan sjóðakerfis sjávarútvegsins Sjóðir verði lagðir niður og ein lög verði sett um útflutningsgjald? Hagkvæmustu bátarnir bera þungann af sjóðakerfinu og hinir lökustu græða á því .... -.:... - OÓ-Reykjávik. Endurskoðun á hinu fíókna og viðamikla sjóða- kerfi sjávarútvegsins hefur staðið yfir, og i siðasta mánuði samdi Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri, skýrslu um sjóðina, hlutaskipti og fiskverð og gerði tillögur um nýja starfshætti varðandi þessi atriði. Meðal þess sem þjóðhagsstjóri leggur til, er að oliusjóður fiski- skipa, sem bólgnað hefur óskap- lega að undanförnu, verði lagður niður og niðurgreiðslu oliu til fiskiskipa hætt. Helztu tillögurnar eru, að öll ákvæði um útflutningsgjöld af sjávarafurðum verði numin ur lögum. Sett verði ein lög um út- flutningsgjald af útfluttum sjávarafurðum, sem varið sé i þágu sjávarútvegsins. Gjaldið verði einfalt vörugjald af fob verði gjaldskylds útflutnings og ekki hærra en 6-7%. Tekjum af út- flutningsgjaldi verði skipt með lögum milli viðtakenda, sem verði: Aflatryggingasjóður, Fisk- veiðasjóður og verði Fiskimála- sjóður sameinaður honum, Tryggingasjóður fiskiskipa, til sjávarrannsókna og til samtaka sjómanna og útvegsmanna. Til- laga til Stofnlánasjóðs lækki að hlutfallstölu til. 011 ákvæði um Stofnlánasjóðog ráðstöfun fjár úr honum verði felld inn i ein lög. Verðlagsráð sjávarútvegsins hagi fiskverðsákvörðunum sinum i samræmi við þessar tillögur um útflutningsgjöld og Stofnlánasjóð. Þetta hefði i för með sér verulega hækkun fiskverðs. Fjárráðstöfun Tryggingasjóðs fiskiskipa verði minnkuð til muna, þannig að iðngjaldsstyrkir úr honum verði ekki hærri en helmingur þess, sem orðið hefði að óbreyttu kerfi. Framleiðslueftirlit sjávar- afurða verði kostað af vinnslu- stöðvunum og útflutningsgjald til þess falli niður. Tveir kostir koma til greina vegna breytingar á skiptum vegna nýskipunar á sjóðum. t fyrsta lagi lækkun á skipta- prósentum til þess að mæta aukn- um beinum útgerðarkostnaði, án þess að hlutir áhafnar i heild skerðist, eða i öðru lagi, að oliufrádráttur verði tekinn óskipt frá Á hverjum bát. Til þess að hlutir áhafna úr hinu nýja skiptaverðmæti haldist fyrir megingreinar flotans og til þess að auka bátshlutinn á móti kostnaðarauka af kerfisbreyting- unni verði allar skiptaprósentur endurskoðaðar með tilliti til hækkunar fiskverðs og frádrátt- ar oliukostnaðar frá óskiptu afla- verðmæti. Vegna aðfangafrá- dráttaríns yrði sennilega minni röskun á skiptaprósentu en ætla mætti. Bent er á að i þessu sam- bandi séu stóru togararnir sér- stakt vandamál. t lok tillagnanna segir þjóð- hagsstjóri, að vinda verði bráðan bug á þvi að koma breytingunum á sjóðakerfinu og hlutaskiptum i framkvæmdog þurfa sjómenn og útvegsmenn að koma sér saman um æskilegan gildistökudag. Mikilvægt er að meginvertið þessa árs, bæði til þorsk- og loðnuveiða, geti hafizt við réttari rekstrarskilyrði en nú liggja fyr- ir. Framhald á 5. siðu. Skemmdir á vatnsleioslunni meiri en talið var í fyrstu Utanríkismálanefnd telur eðlilegt að stjórnmálasambandi verði slitið gébé—Rvik. — I gærdag barst dómsmálaráðuneytinu áiitsgerft þeirra sérfræðinga, sem dóm- kvaddir voru til þess að láta uppi álit um aðdraganda og or- sok áreksturs brezku freigát- unnar Leander F 109 og varð- skipsins l'órs hinn 9. þ.ni. og lu'-lt utanrikismátanefnd fund i gær, þar sem fjallað var um álitsgerðina. Eftir að hafa kynnt sér álitsgerðina telur nefndin þao eðliiega afleiðingu af yfir- íýsingu rikisstjórnarinnar 8, þ.m. aft stjórnmálasambandinu við Bretland verði slittð. Hér á eftir fer útdráttur úr álitsgerft séríræftinganna þriggja, þeirra Jónasar Sigurðssonar skóla- stjóra Stýrimannaskólans f Reykjavik, Andrésar Guðjóns- sonar skólastjóra Vélskólans og Arna Guðjónssonar hæsta- réttarlögmanns. Áðurnefndir matsmenn fengu i hendur endurrit sjóprófs, sem fram fór á Seyðisfirði 12. janúar s.l., ásamt fylgiskjölum, sem lögð voru fram á dómþinginu, en þar eru m.a. skýrsla skip- herrans á Þór, ljósrit úr lögbók ásamt útdrætti úr minnisbók varðskipsíns frá 9. janúar. Þá var matsmönnum einnig afhent endurrit sjóprófs, sem fram fór i sjó og verzlunardómi Reykja- vfkur.13. janúar ásamt 4 réttar- skjölum. Auk framantalinna gagna, höfðu matsmenn frumkvæði að þvi að fá að skoða fréttakvik- mynd þá, sem sýnd var i frétta- tima sjónvarpsins 14. janúar, en mynd þessi er gerð af brezka fréttamanninum Norman Rees og samstarfsmönnum hans frá brezku sjónvarpsstöðinni ITN um borð i varðskipinu Þór 9. janúar og sýnir árekstur þann, sem mál þetta snýst um. Loks hafa matsmenn fengið i hendur Ijósrit af simskeyti með lýsingu tveggja skoðunarmanna á Seyðisfirði, Guðna Kristjóns- sona.r og Stefáns Jóhannssonar, á skemmdum á Þór af völdum árekstursins 9. þ.m. en þá skoð- un framkvæmdu þeir að beiðni iögmanns Samábyrgðar Islands á fiskiskipum. Þegar lagðar eru til grund- vallar skýrslur yfirmanna varð- skipsins Þórs, vitnisburðir skip- herra og flugstjóra á TF Sýr og hiiðsjón er höfð af öðrum þeim gögnum, sem upp hafa verið talin, er álit matsmanna að at- burðir hafi i aðalatriðum átt sér stað sem hér segir: „Varðskipið Þór, sem hafði Iátið reka undan Langanesi hélt af stað iaust fyrir hádegi 9. þ.m. með stefnu 127 gr. r/v i att tíl hóps 24 brezkra togara, sem sumir voru að veiöum, um 6 sjómflur innan 50 mflna fisk- veiðilögsögunnar frá 1972. Um kl. 13.00 sama dag, kom brezka freigátan Leander til móts við varðskipið, sem þá var i um 10 sjómflna fjarlægð frá togara- hópnum. Veður á þessum slóð- um var þá sunnan 4 vindstig, hálfskýjaðskyggni gott og dálit- il alda og héíst svo um sinn. Upp ur þessu hóf freigátan Leander að sigla mjög nálægt Þór. I nokkurn tima fyrir áreksturinn sigldu skipin að mestu i sömu stefnu og sveigði freigátan stundum að Þór, en siðan frá honum aftur. Þegar freigátan sveigði inn á Þór, hafði Þór verið sveigt undan. Skipherra og flugstjóra Syr ber saman um að Leander hafi ýmist dregist aftur með, en sið- an fljótt dregið Þór uppi aftur og þá siglt mjög nálægt varðskip- inu, jafnvel i nokkurra metra fjarlægð. Sýr var yfir skipunum þegar áreksturinn varð og sást hann þvi ekki úr flugvélinni, en eftir á sást greinil. frá skrúfu- vatni freigátunnar að henni haíi veriö beygt inn á bakborðssiðu Þórs. Yfirmenn varðskipsins Þórs staðhæfa að Leander hafi, áður en árekstur varð, verið bú- inn að gera margar grófar tilraunir til ásiglingar, en hér á _ eftir er sjálfum árekstrinum' lýst, skv. þeim heimildum sem áður hefur verið sagt frá: Kl. 14.11 heldur Þór stefnuna 153 gr. r/v og er á fullri ferð áfram. Kl. 14.12er freigátan víð skut Þórs og eykur ferð. Kl. 14.13 eykur freigátan ferð og kemur fram með Þór á bak- borða. KI. 14.14: Þór heldur sömu stefnu, og freigátan er með stefnið við brú varðskips- ins. .Kl. 14.15. Freigátan kemur aftur fram með Þór, bil milli skipanna er ðrstutt. KI. 14.21 Framhald á 5. siðu. Gsal-Reykjavik. — i gær voru að koma i ljós fleiri og fleiri skemmdir á aðalvatnslögninni til Kópaskers og að sögn Kristjáns Armannssonar, kaupfélagsstjóra og formanni Almannavarnar- nefndar miðar viðgerð því frem- ur hægt. Fáir jarðskjálftar voru á Kópaskeri i gærdag, en i fyrrinótt komu tvær hrinur, sem hvor um sig stóð i u.þ.b. klukkutima að sögn Kristjáns. Snarpur kippur kom kl. 7.20. verið gerðará sprungunni i öxar- firði, sem menn telja að sprengi- gos hafi orðið i siðastliðinn miðvikudag, en þessi nýja sprunga er allt að hundrað metrar á breidd og um og yfir tuttugu metrar á dýpt. 1 gær hófst undirbúningur að könnun á skólplögnum en talið er aðþær séu meira ogminna úr lagi gengnar. Sömu sögu er að segja um simakerfið, en væntanlegir eru menn eftir helgina til að ráða bót á þvi. Rafkerfið hefur að mestu verið I lagi á Kópaskeri, en fylgzt er með þvi i yfirgefnum húsum. Öskað hefur verið eftir þvi, að komið verði upp vararaf- stöð á Kópaskeri. Sfðustu tvo daga hefur verið unnið að þvi, að koma þjónustu kaupfélagsins i eðlilegt horf. Unnið er að styrkingu og öðrum þeim lagfæringum, sem talið var að þyrfti að gera, til þess að tryggja öryggi þeirra fbúðarhúsa, sem hvað verst voru leikin i jarðskjálftanum á þriðjudag. Verið er að kanna oggeradttekt á ibúðar- og útihúsum i hreppnum norðan og sunnan Kópaskers. I gærkvöldi voru væntanlegir menn til að setja upp talstöð i Leirhöfn og á Kópaskeri, til að tryggja samband þar á milli. Vegna fyrirspurna brottfluttra ibiia varðandi tryggingar, vill Almannavarnarnefnd Kópaskers benda fólkiáaðsnúa sér tilSam- vinnutrygginga á viðkomandi stað. Einnig vill nefndin vekja at- hygli á, að á þriðjudag mun verða i sjónvarpinu umræðuþáttur um þessi mál. Almannavarnarnefnd Kópa- skers beinir þeim tilmælum til heimamanna, að þeir sjóði allt neyzluvatn til öryggis fyrst um sinn, að þeir sem hafa átt erfitt um svefn eða eiga við aðra vanliðan að striða. snúi sér til hjúkrunarkonunnar. hvenær sem er. Ástandið svartara en í „svörtu skýrslunni?" gébe Rvik. — Jakob Jakobsson fiskifræðingur er nýkominn .af ráðstefnu á vegum Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins i Kaup- mannahöfn. — Þar varsamdóma niðurstaða fiskifræðinga, að leggja til grundvallar i öllum meginatriðum sömu vinnuað- ferðir og gert var við vinnslu „svörtu skýrslunnar". Algert samkomulag varð um að leggja til að i framtiðinni yrfti gætt meiri varfærni i ákvörftun hámarksafla heldur en áftur hefur verift, og er ástandið álitift jafnvel enn svartara en fram kemur i ..svörtu skvrslunni." Málefni ráðstefnunnar i Kaup- mannahöfn var vinnsluaðferðir við að ákveða stærðir fiskistofna. Ráðstefnuna sóttu tólf fiski- fræðingar. þar af fimm brezkir. Knútur Otterstedt rafveitustjóri: „Hef aldrei sagt, ab óþarfi væri ab virkja vib Kröflu,, SJ-Reykjavfk. — Fréttin sem dagblaðiö Visir birti I gær um það sem cg sagfti á fundi Verk- fræftingafélags islands i fyrra- kvöld er alröng, sagði Knútur Otterstedt, rafveitustjóri Norftur- lands eystra, i viðtali við Timann igær — Ég sagftialdrei aft Kröflu- virkjun værióþörf, á þaft lagfti ég engan dóm. Meginefni máls mins var að reyna aft gera fundar- mönnum grein fyrir greiöslustööu virkjunarinnar þegar hún hæfi rekstur og næstu ár á eftir. Aft minum dómi blasir þar við mjög mikill hallarekstur allt fram til ársins 1985. Knútur var meðal þeirra, sem tóku til máls á geysifjölmennum fundi hjá Verkfræðingafélagi ts- lands á fimmtudag, þar sem rætt var um Kröflu og byggðalinuna. — Ég hafði nokkurn aðdraganda að þessari niðurstöðu minni og skýrði þá m.a. frá markaðinum fyrir raforku nyrðra undanfarin ár, sagði Kndtpr i viðtali við Timann. — Mér virðast niðurstöður minar samhljóða skoðunum prófessors Jónasar Eliassonar, sem hann birti i blaðagrein i Visi fyrir skömmu. Við spurðum Ingvar Gislason alþingismann og Kröflunefndar- mann álits á þessum ummælum Knúts Otterstedt, en hann var þá á Akureyri, og hafði ekki setið fund Verkfræðingafélagsins: — Ég tel að rétt hafi verið og alveg nauðsynlegt að virkja Kröflu. Það er bezti virkjunarkosturinn eins og er. Virkjun Blöndu er stór- virkjun. sem hreint og beint kallar á meiri stóriðju. Um rekstur Kröflu vil ég ekkert segja að svo komnu máli og hef ekki skýrslur um þau mál við hendina. við~ höfum okkar ráðgjafa og ráðuneyti. sem um þau mál fjalla. Kröflunefnd er fyrst og fremst framkvæmda- aðili. mér hefur aldrei verið falið að reka Kröfluvirkjun. A fundi Verkfræðingafélagsins fluttu framsögu þeir Gunnar Thoroddsen orkumálaráðherra. Karl Ragnars hjá Orkustofnun. Páll Lúðviksson úr Kröflunefnd. Jón Sólnes formaður Kröflu- nefndar og Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri. Voru fundatmenn bundnir þagnarheiti. að segja ekki frá þvi sem fram fór á fundinum og aðeins einn blaða- maður fékk að sitja fundinn með sama skilyrði. að þvi er sagt er. Þókvisaðist fljótlega um það sem fram fór. enda höfðu ymsir félagsmanna tekið gesti með ser. Framsöguerindi stóðu lengi. og var mælendaskrá fljótt lokað vegna þess hve fundurinn dróst i timann. fengu þvi færri að taka til máls en vildu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.