Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 24. janúar 1976. Stefán Jasonarson skrifar: FRÉTTABRÉF LÁGSVEITUM ÁRNESSÝSLU ar. 1 haust hefur kórinn átt ágætt samstarf með kirkjukórn- um á Stokkseyri, enda er sami söngstjóri hjá báðum kórunum, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Skipa- gerði á Stokkseyri. Kvenfélagið efndi til hópferð- ar i Þjóðleikhúsið nokkru fyrir jól. Að venju efndi kvenfélagið til jólatrésskemmtunar fyrir börn og spilakvölds fyrir fullorðna fólkið milli jóla og ný- árs, og ef að likum lætur hefst frúaleikfimi áður en langt um liður á vegum félagsins. Saumaklúbbar a.m.k. 3, eru nú starfandi i sveitinni. Sá sem starfar hér i næsta nágrenni hélt inn á 3ja áratuginn nýlega. Tuttugu ára afmælið héldu þær klúbbkonurnar hátiðlegt með þvi að bjóða eiginmönnum sin- um til kvöldfagnaðar á Hótel Sögu s.l. sumar. 1 sambandi við vatnsveitu- framkvæmdirnar má geta þess að simastrengir voru viða lagðir i vatnsveituskurðina áður en ofan i þá var mokað sl. sumar. Gefur þetta framtak ráða- manna simans fyrirheit um að áður en langt um liður verði sjálfvirkur simi tekinn i notkun hér i byggðarlaginu. Enda er full ástæða til að bæta úr þvi hörmungarástandi sem rikir hér i næsta nágrenni, i sima- málum. Aratuga gamall jarð- strengur löngu slitinn og ónýtur — ofanjarðar strengur lagður yfir mýri og móa, traðkaður niður og nagaður sundur af stór- gripum. Tiðar bilanir eru — oft þegar sizt skyldi ,,28 sam- setningar á 200 m kafla....” sagði viðgerðarmaðurinn siðast, þegar hann var hér á ferðinni!! Dorri fær góða mjöllúku. eru á aldrinum 11 til 17 ára, höfðu ekki áður séð snjó. Þótti þeim æðimargt forvitnilegt hér á landi, enda er heimabyggð þeirra svo langt héðan, að heim- ferðin var aðeins hálfnuð i New York. Þessar og ýmsar fleiri jóla- friaferðir sýna bezt að þrátt fyrir langar leiðir er heimurinn ekki eins „stór” nú og áður fyrr. Þótt viða sé fátt fólk á bæjum um þessar mundir, var félagslif allblómlegt á sl. ári. Á aðalfundi Umf. Samhygð sem haldinn var nýlega kom fram að félagsstarfið var fjöl- þætt á sl. ári. Eins og oftast áður voru Iþróttirnar viðamesti þátt- ur félagsstarfsins. Samhygðar- félagar tóku þátt i 15 iþrótta- mótum, innan héraðs og utan á árinu. Markús Ivarsson hlaut félagsmálabikarinn fyrir marg- háttuð félagsstörf. Frá þvi var skýrt á aðalfund- inum að nýlega hafa systkinin á Syðra-Velli gefið 500 þús. kr. i Minningarsjóð Sigurðar Jóns- sonar frá Syðra-Velli. Þessi rausnarlega gjöf er gefin til minningar um foreldra systkin- anna, Rannveigu og Jón Arna- son, er bjuggu um áratugaskeið á Syðra-Velli 2. Minningarsjóðurinn var stofnaður og gefinn Umf. Sam- hygð á fyrstu árum félagsins til minningar um Sigurð Jónsson frá Syðra-Velli. Hann dó i blóma lifsins og var traustur ung- mennafélagi meðan hann lifði. Skal tekjum sjóðsins m.a.varið til þess að styrkja ungmenni til náms i lýðskóla. Kirkjukórinn efndi til hóp- ferðar til Hornafjarðar sl. sum- Byggingaframkvæmdir voru ekki ýkjamiklar hér i sveit á sl. ári. Þó eru 2 ibúðarhús i smiðum. Annað er nú að verða fullfrágengið, hitt er komið vel á veg. Á einum bæ var byggt fjós og áburðargeymsla. Fjárhús á öðrum og auk þess ýmsar smærri byggingar og endurbæt- ur eldri húsa. Og nú tekur daginn að lengja „eitt hænufet á dag”. Vonin um bjartari daga vex i brjósti manna. Mannlifið gengur áfallalitið hér um slóðir, enda sá timi, að umsvif úti við eru i lágmarki. Norðan af landsbyggðinni ber- ast fréttir af umbrotum i iðrum jarðar og af fiskimiðum er okkur sagt af hetjulegri baráttu Daviðs við Goliat. Saumaklúbbskonur gera stundum bregða sér út i sólskinið. „Hér gerist ekkert sem i frásög- ur er færandi. — Hver dagur öðrum likur”. Þannig svara menn gjarnan ef spurt er frétta. Þetta er ef til vill rétt, svona á yfirborðinu, en ef betur er að gáð eru engir tveir dagar alveg eins. Að visu er athafnalifið engum stórbreytingum háð i fjósi og fjárhúsi, nú þegar allur fénáður er á fullri gjöf. Þó geta lægðirnar, sem margar leggja leið sina hér um norðurhjarann, gertstrik i önn dagsins, ef sam- gönguleiðir lokast og athafnalif- ið fer úrskeiðis af þeim sökum. Það sem af er vetri hefur ver- iðfremursnjólétt hér um slóðir. Þó hafa vegir orðið erfiðir yfir- ferðar hér og hvar — jafnvel lokazt á köflum. Einkum er þ'að þjóðvegurinn frá Loftsstöðum austur á Partabæi, sem er.fljót- ur að lokast ef snjóföl gerir og skafrenning. Enda er efni veg- arins að mestu sandur sem fýk- ur ef hvessir eitthvað að ráði og eftir verður á vegarstæðinu ákjósanleg skjólgryfja fyrir snjóinn að setjast þar að. Þessi vegur er fjölfarin sam- gönguleið og þvi mikilsvert að úr verði bætt — vegurinn hækkaður — hið fyrsta. Nú eru blessuð jólin liðin og athafnasamt kvennaár að baki. hlé á saumaskapnum og Nýtt ár hafið með óráðna framtið og fyrirheit. Þegar litið er yfir liðið ár, kemur margt I hugann. Að sjálf- sögðu er okkur bændafólki ofar- lega i huga hið erfiða heyskaparsumar og óvenju léleg hey á haustnóttum. Einu sinni enn hefur sunn- lenzki rosinn „sagt okkur strið á hendur” — og þvi miður margir sunnlenzkir bændur beðið ósig- ur i þeim „hernaði”. Enn sem fyrr er það vothey — meira vot- hey — sem er bezta og örugg- asta brynjan gegn innrás þessa erkifjanda þeirra sem allt sitt eiga „undir sól og regni”. Að sjálfsögðu er okkur Gaul- verjum ofarlega i huga, þegar litið er yfir liðið ár, hið veglega mannvirki, vatnsveitan, sem nú spannar um alla sveitina og næstu byggðir og viðast hér i sveit er tengd og tekin i notk- un á heimilunum. Það mikla öryggi að hafa alltaf nóg af góðu vatni, jafnt þó rafmagnið fari af, er mikils vert og illa er sá, sem þessar linur ritar svikinn, ef húsfreyjurnar, velflestar, hugsa ekki hlýtt til Þingdals- bóndans og Hurðarbaksbóndans einnig, þegar hið silfurtæra og ómengaða vatn úr þeirra land- areignum streymir úr krönun- um. Um jólin bar hér ýmsa góða gesti að garði i sveitinni. Auk þriggja jólasveina, sem skemmtu börnunum stundar- korn i félagsheimilinu milli jóla og nýárs, kom frændi minn og nágranni, Guðmundur Guð- mundsson frá Vorsabæjarhjá- leigu, fljúgandi frá Gautaborg, ásamt eiginkonu sinni og syni. Þar i borg stundar Guðmundur nám um þessar mundir. Þá má geta þess, að Guð- mundur Erlingsson frá Galta- stöðum, sem fór til náms i Bandarikjunum fyrir meira en 20 árum, kom I stutta heimsókn um jólin, ásamt eiginkonu og þremur börnum. Börnin, sem Kórfélagar hlaða vörðu. Mikil starfsemi hjá Bridgefélagi Blönduóss MÓ-Reykjavik— Mörg undanfar- in ár hefur starfsemi Bridgefé- lags Blönduóss verið mjög mikil og spilað af miklu kappi. t haust hófst starfsemin með þátttöku i Bikarkeppni BSÍ. Spilað var 7. nóv. i einum 10 para riðli. Nokkru siðar hófst firmakeppni með þátttöku 14 fyrirtækja og stofnana. Fimm umferðir voru spilaðar og keppt i sjötta sinn um farandbikar, sem gefinn var af SÖlufélagi Austur-Húnvetninga. Þrjú efstu fyrirtækin voru: 1. Kaupfélag Húnvetninga (Sig- urðui- H. Þorsteinss. og Vignir Einarsson) 921 stig. 2. Fróði h/f (Sig. Kr. Jónsson og Guðbj. Guðmundss) 859 stig. 3. Visir s/f (Friðrik Indriðas. og Björn Friðrikss.) 859 stig. Þorsteinsmótið var haldið 27. des., og tóku sjö sveitir þátt i þvi. Spilað var eftir Pattonkerfi. Sveit Sveins Ellertssonar sigraði með 55 stigum, en I öðru til þriðja sæti voru sveitir Hallbjörns Kristjáns- sonar og Sigurðar H. Þorsteins- sonar með 51 stig. Nú stendur yfir sveitakeppni hjá Bridgefélaginu á Blönduósi, og taka 9 sveitir þátt i henni. Aö loknum tveimur umferðum er sveit Hallbjörns Kristjánssonar efst með 33 stig, i öðru sæti er sveit Sigurðar H. Þorsteinssonar með 29 stig, en sveit Ásu Vil- hjálmsd. er i þriðja sæti með 26 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.