Tíminn - 24.01.1976, Síða 13

Tíminn - 24.01.1976, Síða 13
Laugardagur 24. janúar 1976. TÍMINN 13 mM.Bí'MIm.’MBbÆB.M.. Þau tiðindi hafa gerzt, að Bretar hafa látið undan miklum þrýstingi umheimsins, og tilkynnt að þeir muni kalla her- skip sin út úr islenzkri fiskveiði- lögsögu, en jafnframt talið eðli- legt að á móti kæmi, að islenzk varðskip láti þá bresku togarana i friði. Þetta er i sannleika eitthvað það furðulegasta, sem enn hefur gerzt i þessari deilu, og verður varla skýrt með öðru en þvi, að greindarvisitala forráðamanna Breta hljóti að vera i mjög löku meðallagi. Er það ekki augljós staðreynd, að ef islenzk varðskip hefðu látið brezka togara i friði, i islenzkri fisk- veiðilandhelgi, hefðu brezk her- skip aldrei átt hingað neitt erindi? Og er ekki jafnljóst, að frjáls og fullvalda þjóð mun auðvitað aldrei ljá slikri furðuósk eyra. Enda hljóta ts- lendingar að beita öllum tiltæk- um ráðum til að verja rétt sinn og lifshagsmuni. En spurningin er jafn áleitin, og enn ósvarað: „Hver er greindarvisitala Breta?”. J. Lögreglufélag Reykjavíkur minnist 40 óra afmælis með veglegu afmælisriti Gsal-Reykjavik. — Lögreglufélag Reykjavikur átti fjörutiu ára af- mæli 16. desember sl., en félagið var stofnað þann dag árið 1935. Á þessum merku timamótum gaf lögreglublaöið út sérstakt af- mælisrit, en forsiðu blaösins prýðir nýtt félagsmerki og hug- myndafræðingur merkisins er Guðntundur Hermannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Meðal efnis i 40 ára afmælisrit- Lúðvík Jósepsson: Fiskiskipaflotinn stærð hans og afköst Svar við grein Starfshóps Rannsóknaróðs ríkisins fró 20. jan í Tímanum inu má nefna ávörp frá Ólafi Jó- hannessyni dómsmálaráðherra, Sigurjóni Sigurðssyni lögreglu- stjóra, Halldóri ÞorbjÖínssyni yfirsakadómara, Þórði Björns- syni rikissaksóknara, Birgi Isl. Gunnarssyni borgarst jóra, Kristjáni Thorlacius, formanni BSRB, Kristni Ólafssyni toll- gæzlustjora, Jónasi Jónassyni, form. landss. lögreglumanna, As- geiri Friðjónssyni, sakadómara i ávana- og fikniefnamálum, og Gisla Guðmundssyni, formanni Lögreglufélags Reykjavikur. Af öðru efni blaðsins má-nefna viðtal við Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra um menntunarmál lögregiumanna, og viðtal við Magnús Eggertsson, yfirlög- regluþjón rannsóknarlögreglunn- ar. Þá má geta þess, að i blaðinu eru myndir af öllum starfandi lögregluþjónum i Reykjavík árið 1975. og myndir af lögreglumönn- um, sem hafa starfað i 35 ár, en þeir eru 10 talsins. Svar við grein Starfshóps Rannsóknarráðs rikisins frá 20. jan. Enn skrifar starfshópur Rann- sóknarráðs rikisins grein um ,,af- köst fiskiskipaflotans” og vikur þar allmikið að mér og þeim skoðunum, sem ég hef sett fram um stærð fiskiskipaflotans og af- kastagetu hans. Upphaf þessara skrifa var at- hugasemd, sem ég gerði i smá- grein, sem ég skrifaði þann 6. des. sl. þar sem ég vék að þeirri full- yrðingu starfshópsins, að fiski- skipastóll landsmanna væri orð- inn meir en helmingi stærri en hagkvæmt gæti talist og þörf væri á. I grein minni vakti ég athygli á þeirri staðreynd, að starfshópur- inn gerir ekki tilraun til þess i skýrslu sinni um „þróun sjávar- útve'gs”, þar sem þessi fullyrðing um alltof stóran fiskiskipaflota kemur fram, að rökstyðja þessa fullyrðingu, með þvi aðgera úttekt á skipaflotanum og skilgreina raunverulegt ástand hans. Ég benti á, að það eina, sem efnis- lega kæmi fram i skýrslu starfs- hópsins, i þessum efnum, væri um heildarrúmlestatölu flotans og um heildarverðmæti. Staöreyndir um ástand flotans. 1 athugasemdum minum benti ég á eftirfarandi staðreyndir um ástand fiskiskipaflotans: 1. Aldur flotans. Samkvæmt skipaskrá Skipa- eftirlits rikisins var meðalaldur fiskiskipa 12 rúml. og stærri þann 1. jan. 1975 þessi Meðalaldur skipa: Stærð skipa fjöldi meðalaldur 25—lOOrúml. 268 20 ár 100—300rúml. 212 12—13 ár 300 rúml og yfir 79 7—8 ár Ljóst er af þessari skýrslu, að meðalaldur fiskiskipaflot- ans er enn mjög hár, þrátt fyrir endurnýjun siðustu ára. 2. Vandamál einstakra byggöarlaga. Það er staðreynd, sem ekki þýðir að ganga framhjá, að i viss- um útgerðarbyggðarlögum er endurnýjun fiskibátaflotans oröið knýjandi úrlausnarefni. Þar er meðalaldur flotans allmiklu hærri en landsmeðaltalið. Þannig er ástandið t.d. i Vest- mannaeyjum, á Reykjanesi og Snæfellsnesi. 3. Gjörbreyttar kröfur um gerð og stærð fiskiskipa. Þá er óhjákvæmilegt að taka tillit til gjörbreyttra krafna um stærð og gerð fiskiskipa, aðbúnað skipverja, vinnuaðstöðu og ör- yggi- Allt þetta knýr á um að endur- nýja flotann svo hann geti svarð kröfum timans. Verulegur hluti bátaflotans er orðinn gamall og úreltur hvað þessi atriði varðar. 4. Það sem eitt sinn dugði, dugar ekki lengur. Það er með öllu fráleitt að álykta eins og starfshópur Rann- sóknarráðs gerir, að af þvi að fyrir nokkrum árum hafi verið hægt að veiða tiltekið aflamagn á bátaflotann þá, eigi að vera hægt að gera það enn. Fyrir tveimur áratugum var 30 rúml. bátur góður vetrarver- tiðarbátur á ýmsum stöðum og fyrir einum áratug var 60 rúml. bátur góður, en nú eru allar ytri aðstæðursvo breyttar, kröfur um öryggi, aðbúnað og möguleikar að fá góða sjómenn, að það sem áður var hægt, i þessum efnum, er ekki lengur mögulegt. Hverju hefir starfshópur Rann- sóknarráðs svarað þessum á- bendingum minum? — Hann hefir hreint og beint engu getaö svarað. Hann hefir aðeins endurtekið full- yrðingar sinar um að flotinn sé orðinn alltof stór og geti afkastað rúmlega tvöfalt meiru en þörf er á. Afkastageta flotans 1 athugasemdum minum hefi ég vikið með nokkrum orðum að útreikningum starfshópsins um afkastagetu flotans. Ég hefi farið fáum oröum um þessa útreikn- inga, fyrst og fremst af þvi, aö þeir eru svo fráleitir og fjarri öllu lagi, að varla tekur þvi að ræða um þá i löngu máli. 1 skýrslu starfshópsins um „þróun sjávarútvegs” segir: „Afkastageta bátaflotans er i námunda við 560 þús. tonn á ári og afkastageta togaraflotans miöað viö 60 skip er um 350 þús. tonn á ári.” Þá segir i sömu skýrslu, þar sem ársaflamagn bátaflotans er nákvæmlega skilgreint 563.4 þús- und tonn á ári, að það útreiknaða aflamagn „byggist á ákveðnum viðmiðunarafla árið 1970, sem er þannig skilgreindur, að 15% bát- anna fengu þann afla eða meira. Tæknilega ætti þvi bátaflotinn i heild að geta aflað þess magns að meðaltali, ef fiskmergð i sjónum er nægileg.” Þegar starfshópnum er bent á þessa furðulegu útreikninga þá bregst hann illur við og talar um „ósvifni”, og segir: „...var starfshópurinn að velta fyrir sér efri mörkum tæknilegrar af- kastagetu fiskiskipaflotans...” Orðalag skýrslunnar er ótvi- rætt og skýrt, þar er ekki verið að velta neinu fyrir sér, heidur er beinlinis sagt, að afkastageta bátaflotans sé i námunda við 560 þús. tonn og togaranna 350 þús. tonn, og við þær tölur er alltaf miðað. Það er svo i samræmi við út- reikninga um afkastagetu báta- flotans, að starfshópurinn reiknar með meðalafla á togara 6000 tonn á ári. Af þvi myndi að sjálfsögðu leiða að þeir sem eru i hópi þeirra hærri hlyti að veiða 8—9000 tonn á ári. Auðlindaskatturinn Ég hafði með örfáum orðum i athugasemdum minum vikið að hugmyndum starfshópsins um auðlindaskatt á sjávarútveginn i stjórnunarskyni. Ég taldi, að helsti talsmaður auðlindaskattsins væri Kristján Friðriksson iðnrekandi og lét orð að þvi liggja, að ekki færi illa á að starfshópurinn fylgdi Kristjáni i þessum efnum. Eitthvað hafa þessi orð min farið i taugar þeirra Starfshópsmanna, að minnsta kosti sumra þeirra, og nú neitar hópurinn þvi að hafa gert auð- lindaskatt að sinni tillögu, en segir þó: „Hins vegar taldi hópurinn, að þessi aðferö hefði fæsta gallaaf þeim stjórnunarað- ferðum, sem fjallað var um i skýrslunni.” Og i skýrslunni segir orðrétt: „1 samræmi við það, sem sagt er i sama kafla, virðist sköttun i einu formi eða öðru eina raun- hæfa aðferðin, þegar til lengri tima er litiö til að koma i veg fyrir ofvöxt skipastólsins.” Dragi svo hver sina ályktun af þvi sem sagt er: eina raunhæfa aðferðin er sköttunog sú aðferðin sem hefir fæsta galla, er auð- lindaskattur. Hvað leggur starfshópurinn þá til að gert veröi? Ofvöxtur skipastólsins aö áliti starfshópsins. Það fer ekki á milli mála, að eitt meginvandamálið, sem starfshópur Rannsóknarráðs telur að nú sé við að fást i islensk- um sjávarútvegi, er ofvöxtur skipastóisins, það fyrirbæri sem hópurinn skilgreinir þannig, að fiskiskipastóllinn sé rúmlega helmingi stærri en æskilegt sé. Hópurinn telur að þetta hafi gerst með „röngum f járfestingar- ákvörðunum”. Af þessum fullyrðingum er ljóst, að starfshópurinn telur að sú aukning sem orðið hefur i fiski- skipaflota landsmanna á árunum 1970—1974, en á þeim tíma hafa aðalbreytingarnar orðið, sé of- vaxtarvandamál. Stækkun flotans á þessum tima hefur léitt til þess, að afköstin hafa tvöfaldast. Af orðum starfshópsins verður ekki anriað ráðið en það, að hann telji- að þessi aukning hefði ekki átt að eiga sér stað. Ef við hefðum engan skuttog- ara keypt og enga nýja báta eign- ast sl. 5 ár, þá hefði flotinn veriö hæfilega stór og haft nægilega af- kastagetu að dómi starfshópsins. Ég þykist vita, að flestir þeirra sem i starfshópnum eru, sjái strax og viðurkenni, að hefði þannig verið að málum staðið, að fiskiskipaflotinn hefði verið tak- markaður við þá stærð sem var 1970, og þann flota sem þá var til staðar, hefði slikt leitt til ófarnað- ar i islenskri útgerð. Sú endurnýjun flotans, sem orðið hefur á siðustu 5 árum, var nauðsynleg — nýju skipin sem bæst hafa við flotann á þeim ár- um, eru uppistaðan og megin- grundvöllur fiskveiðiflotans i dag. Og það er sá hluti flotans, sem dregur að landi meginhluta aflans. Ég hygg, að allir viður- kenni, sem um hugsa, að illa væri komið i dag, fyrir mörgum, sem við útgerð fást, ef þessi nýju skip væru ekki til staðar, og þá stæðu málin ekki siður illa fyrir þjóðar- búið. Kjarni málsins. Þaö er kjarni þessa máls, sem ekki þarf um að deila, að eins og núer komið, verða fiskveiðar ekki stundaöar nema á góðum skipum, skipum búnum nýjustu tækjum, skipum sem auðvelt er að reka i samræmi við hagsmuni fiskverk- unar i landi, skipum sem bjóða upp á góðan aðbúnað og mikið ör- yggi- Gamlir siðutogarar hæfa ekki lengur. 20—30 ára eikarbátar 40—80 rúmlestir duga yfirleitt ekki lengur, og mikill hluti smærri hátanna, þ.e.a.s. undir 12—30 rúmlestum, gagna aöeins nokkra mánuði á ári. Stór hluti okkar bátaflota er of gamall og þarfnast endurnýjun- ar. útgerðarbæjum sem standa höllum fæti vegna gamalla skipa verður ekki neitað um kaup á nýj- um. Útreikningar, sem byggjast meira á talnaleik, eða hugmynd- um þeirra sem litla reynslu hafa af útgerðarrekstri, brevta ekki staðreyndum lífsins. Slíkir út- reikningar eru tillftils gagns. Starfshópur Rannsóknarráðs getur sparað sér öll stóryrði i minn garð og allar dylgjur um það að ég vilji láta fiskiflotann veiða óhindraö úr veikum fiski- stofnum, og að ég sé að reyna að hindra að fiskistofnarnir fái að rétta sig við. < Allar slikar fullyrðingar eru út i bláinn og marklausar. Starfs- hópurinn þarf ekki að vera með slik gifuryrði þó að ég hafi stung- ið nokkrum tituprjónum i auma bletti þeirra góðu manna sem starfshópinn skipa. Vissulega mættu þeir skilja að ég hef farið mjúkum höndum um skýrslu þeirra, miklu mýkri en ástæða væri til, þvi hún er ekki vel unn- in , svo ekki sé meira sagt. Lúðvik Jósepsson 1935 - Afmæliirit - 1975 »%S «.0.19».«. Forsiöa afmælisritsins með nýja félagsmerkinu. NYTT ÍÞRÓTTA- HÚS VÍGT Á AKRA- NESI í DAG VERÐUR vigt nýtt iþróttahús á Akranesi við hátið- lega atiiöfn. 1 húsinu er einn af stærstu iþróttasölum landsins með gólffleti 970 ferm.. auk á- horfendasvæðis fyrir 1200 manns. tþróttasalnum má skipta i fjóra minni sali, og i honum er lögleg aðstaða fyrir alþjóðlega keppni i badminton, blaki, körfubolta og handbolta. Vigsluathöfnin hefst kl. 13.30 með þvi að Karlakórinn Svanir syngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Ávörp verða flutt, leikfimisýning verður á vegum skóla bæjarins og Jþrótta- dagskrá i umsjá íþróttabanda- lags Akraness. Keppt verður i knattspyrnu. handbolta. badmin- ton. borðtennis, körfubolta, blaki og golfi. Aðgangur að húsinu er ó- keypis, og allir bæjarbúar eru velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Tíminn er peningar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.