Tíminn - 31.01.1976, Side 6
&
TÍMINN
Laugardagur 31. janúar 1976.
FRUMBYUNGAR
VERÐA AÐ FÁ STÓR-
AUKNA AÐSTOÐ
Oft er um það talað, að íslend-
ingar eigi allt sitt undir fisk-
veiðum og góðri sölu sjávaraf-
urða til annarra landa. Enginn
dregur i efa, að með þessari
auðlind — fiskinum — verður að
byggja upp alla aðra varanlega
þætti til undirstöðu fyrir afkomu
og göðan efnahag þjóðarinnar.
Fiskurinn er þannig fyrir okkur
eins og hringurinn Draupnir,
sem gat af sér niundu hverja
nótt átta gullhringa jafnhöfga.
Auðlindir hafsins hafa gefið
þjóðinni möguleikana til að búa
hér við svipuð lifsgæði og aðrar
velmegunarþjóðir hafa eignazt
með náttúruauði sinum. En þó
að fiskurinn sé tslendingum
svona mikils virði, þá væri samt
ekki búið hér né byggilegt, ef
engin væri gróðurmoldin eða
grasið, þvi þá myndi vanta allt
dýralif á landi. Þá hefðu menn
ekki mjólk eða kjöt til daglegrar
fæðu, og ekki skinn eða ull til
skæða né klæða. An þessara
gæða hefði aldrei getað þróazt
hér mannlif, þótt ýmsir láti svo
sem þeir viti þetta ekki og telji
landbúnaðinn litils virði.
Fiskurinn og búpeningurinn i
sameiningu héldu lífi i þjóðinni,
og hafa gert henni fært að eign-
ast hin eftirsóttu lifsþægindi,
sem nýöld tæknibyltingarinnar
hefur boðið jarðarbúum upp á.
Og á tækniöldinni hefur komið i
ljós, að ísland á orku, sem er
sennilega meiri, miðað við
stærð landsins, en vfðast annars
staðar. Hér er átt við jarðhitann
og vatnsaflið, sem hvorttveggja
er óþrjótandi.Þá myndi einnig
vera hægtaðvirkja hér og vinda
sjávarföll til meiri orkugjafar
en flesta grunar nú, þvi litlar
rannsóknir liggja fyrir á þvi
sviði. Allt er þetta gott og bless-
að, og á að geta tryggt farsælt lif
i landinu fyrir niðja þeirra, sem
hér búa nú um sinn. Þó ber að
hafa þann fyrirvara um slika
spá, að enginn lifir á þessum
orkulindum einum saman. Hita-
stig loftsins, gróðurinn á land-
inu og fiskurinn i sjónum, allt
verður þetta einnig að vara.
Siðan þekking á jarðrækt varð
almenn meðal bænda hér á
landi, og sérstaklega eftir að
vélar og tilbúinn áburöur komu
til sögu, þá hefur grasrækt auk-
izt mjög og heyfengur vaxið.
Miklar umbætur hafa um leið
orðið á geymslu og verkun
heyja. Þessar miklu framfarir
hafa leitt af sér stórfjölgun bú-
penings i landinu, þrátt fyrir
fækkun bænda og vinnufólks við
búskap. Bætt meðferö búpen-
ingsins og kynbætur hafa á
sama tima aukiö afurðirnar.
Þetta er allt ánægjuleg þróun og
á stóran hlut I hinni auknu vel-
megun þjóðarinnar. Þrátt fyrir
miklar framfarir, aukna þekk-
ingu og tækni, verður þó senni-
lega alltaf nokkurt misæri, og
þjóðin má ekki láta sér detta i
hug, að ekki verði jafnan við
meiri og minni erfiðleika að
etja, þvi svo er þetta, hvar sem
menn búa á hnettinum. Verstu
erfiðleikarnir eru þó oftast þeir,
sem mennirnir búa sér til sjálfir
með allskonar deilum, t.d. veric-
föllum, sem lama atvinnuveg-
ina og skerða þjóðarhag. Þá má
nefna styrjaldir milli þjóða, eða
milli stétta og trúflokka, en slik-
ar erjur eru algengar viða um
lönd.
Við íslendingar höfum verið
lausir við vigaferli siðan á
þrettándu öld, þrátt fyrir þrætu-
girni okkar, en hinsvegar er
verkfallagleði meiri hér en við-
astannarsstaðar, og gifurlegum
verðmætum sóað þeirra vegna,
næstum á hverju ári. Þá höfum
við farið mjög geyst i þvi að æsa
verðbólgubálið, og brennt þar
jafnharðan verulegan hluta af
þvi,sem við höfum meðdugnaði
og kappi ausið af auðlindum
landsins. Neró keisari lék á
hljóðfæri, meðan hann skemmti
sér við að horfa á Róm brenna.
Hér höfum við þanið efna-
hagskerfið til hins Itrasta til að
geta þvi betur gefið I verðbólgu-
bálið, siðan höfum viö atyrt
hver annan fyrir þetta athæfi og
kennt hver öðrum um. Neró fór
ekki i launkofa með ánægjuna af
ikveikjuathæfi sinu, en við lát-
um sem við eigum hver fyrir sig
engan þátt I verðbólgubálinu,
sem við höfum þó verið að æsa i
gróðaskyni, þótt niðurstaðan
verði auðvitað sú, og sé þegar
orðin, að flestir hljóti af verö-
bólgunni angur og mein. Þessi
óheillaþróun hlýtur að hafa
mjög skaðleg áhrif á lif næstu
kynslóðar, sem tekur við land-
inu, að visu betur búnu fyrir
niðjana en nokkru sinni áður
vegna allskonar umbóta, en
með slikum drápsklyfjum verð-
bólgukostnaðar og erlendra
skulda, aö þungt verður undir
að búa, og erfitt að brjótast úr
þeirri herkvi.
Ekki er útlit fyrir annað en
framleiðendur frumfram-
leiöslugreinanna, þeir sem
sækja verðmætin I skaut náttúr-
unnartil lands og sjávar, verði
allra harðast fyrir barðinu á
verðbólgunni. Til náttúruauð-
lindanna verður þjóðin hér eftir,
sem hingað til, að sækja megin-
hlutann af öllum þörfum sinum.
Ef þær hrökkva ekki til að upp
fylla'kröfur fólksins, þá er venj-
an sú, að þeir sem við fram-
leiösluna fást, eru mergsognir
þar til þeir hafa engu lengur að
miðla, og er þeim þá oftast sagt,
að þeir megi fara til hins vonda.
1 veraldarsögunni eru mörg
dæmi um slikt, þó ekki verði
rakin hér.
Tekið er að bóla á þvi hér, að
of nærri er gengið hag þeirra,
sem lagt hafa fyrir sig að draga
björgina Ibúið hjá þjóðinni, eins
og fiskinn úr sjónum og matvör-
urnar úr skauti moldarinnar. í
framhaldi af þessum hugleið-
ingum verður nú litilsháttar
rætt um þá framtið, sem bænda-
stéttinni virðist búin og bújörð-
um ef ekki verður breyting á,
svo að með eðlilegum hætti geti
orðið stöðug endurnýjun i stétt-
inni og framleiðslugeta landsins
á sviði landbúnaðar nýtt með
eðlilegum afkomuskilyrðum
þeirra, er þá atvinnugrein vilja
stunda. Hér á landi hefur fjöl-
skyldubúskapur þróazt að meg-
inhluta alla tið, þvi að meiri
hluti bænda á Islandi hefur frá
landnámsöld og fram á þennan
dag verið einyrkjar, sem með
hjálp konu og barna og annars
skylduliðs unnu fyrir sér og sin-
um með búskap. A þessum
grundvelli er landbúnaðarstefn-
an mótuð hér, bæði hjá bænda-
stéttinni og rikisvaldinu, og hef-
ur svo alltaf verið. Sá er þessar
linur ritar, er þessari stefnu
fylgjandi, enda sjálfur stundað
búskap með fjölskyldu minni,
ogeru nú að verða 44 ár siðan ég
gerðist bóndi. En þó að ég sé
fylgjandi einyrkja- og fjöl-
skyldubúskap, þá er ég þess
sinnis, sem ég hef áður sagt frá
á prenti, að ég tel, að einyrkj-
arnir eigi að stefiia að félags-
vinnu hver með öðrum og fé-
lagsbúskap með ýmsum hætti,
eftir þvi sem samkomulag getur
orðið um og henta þykir við hin-
ar mismunandi aðstæður. Ekki
dugir að ætla að keyra þá hug-
mynd i eitthvert einskorðaö
kerfi, þar sem allir verða að
haga sér nákvæmlega eins.
Til þess að finna þeim oröum
hér að framan nokkurn stað, að
þeir sem framleiða hin svoköll-
uðu hráefni, (t oröiö hráefni,
leggja vissir aðilar sérlegan lit-
ilsviröingartón, sem á að undir-
strika, hvað þeir hafi litla og
þurfi litla þekkingu, sem slik
framleiðslustörf leggja fyrir
sig, eins og kjöt-, mjólkur-,
ullar- og skinnaframleiðslu,
fiskveiðar og fleira þess háttar,
sem fengið er meö beinum við-
skiptum við náttúruna.) séu
orðnir allhart leiknir af hálfu
þess þjóðfélags, sem þeir þjóna
með starfi sinu, vil ég nefna,
hversu dýrt er orðið að eignast
jörð og bú, ásamt húsum, vélum
og tækjum, sem til þarf. Verður
hér sett upp dæmi um þetta.
Hugsum okkur ungan mann,
sem ákveður að stofna á næsta
vori kúabú af stærð verðgrund-
vallarbús, en það eru 20 kýr, þá
þarf til þess það sem hér á eftir
er upp talið: 1. jörð með 20-30
ha. túni. 2. ibúðarhús. 3. fjós
fyrir 30 gripi. 4. heyhlöðu fyrir
500-600 hestburði. 5) votheys-
turn eða flatgryfju fyrir 400-500
hestburði. 6. tvær dráttarvélar.
7. jeppa. 8. mjaltavélar og
mjólkurtank. 9. sláttuþyrlu. 10.
múgavél. 11. snúningsvél. 12.
heyhleðsluvagn. 13. heyblásara.
14. sláttutætara. 15. heybindi-
vél. 16. færiband. 17. mykju-
dreifara. 18. áburðardreifara.
19. súgþurrkunarmótor mefi
föstum blásara og blásturskerfi
i hlöðugólfi. Ýmislegt fleira en
hér er talið, þarf að eignast.
Hvað myndi þetta svo kosta,
annaðhvort nýtt eða eitthvað
notað en i góðu standi? Miðað
við verðlag á kúm og vélum á
siðasta vori þá myndi bústofn-
inn og vélarnar kosta um 8 mill-
jónir króna. Jörðin sjálf með til-
heyrandi húsum er varla undir
20 milljón króna virði, og þó að
likindum miklu meira virði, ef
húsin eru ný eða nýlega byggð.
Hér virðist þvi þurfa um 30 mill-
jónir til að stofna verðgrund-
vallarbú með kúm eða bústofni.
Yfirleitt gengur ungum mönn-
um ekki vel að safna miklu fé,
þótt kaup sé talið alihátt. Kem-
ur hvort tveggja til, að allt er
dýrt, sem menn þarfnast og
vilja veita sér, og svo hitt, að
helmingur tekna einhleyps
manns, og vel það, er tekinn i
skatta til rikis og sveitarfélags,
svo að seint safnast i milljóna-
tugi hjá venjulegum launþega.
En hvað geta þá 20 kýr gefið
af sér i kaup handa bóndanum
og I rentur af 30 milljónunum?
Varla er hægt að búast við nema
3500litrum mjólkur eftir hverja
kú, eða 70 þúsund litrum alls.
Hver verðlagsgrundvöllurinn
verður að meðaltali á þessu ári,
er ekki vitað, en kannski er
óhætt að’ gizka á 55 kr. fyrir
mjólkurlitrann i vasa bóndans.
Brúttótekjurnar gætu þvi orðið
3,8 til 4,0 millj. kr. Nú mun hafa
sannazt við rannsóknir, að hver
kýr skilar aðeins að meðaltali
30% af afurðum sinum til per-
sönulegra þarfa bóndans, hinn
hlutinn (70%) feri kostn. ivi6 að
halda kúnni lifandi og láta hana
gefa afurðir. Allir hljóta að sjá
það, að fjárhagsgrundvöllur
fyrir stofnun kúabús, eins og hér
Agúst Þorvaldsson
hefur verið rætt um, og rdcstri
þess, er ekki til að óbreyttu
ástandi. Verðbólgan er, ásamt
mörgum öðrum þáttum i efna-
hagsmálum og sifelldum breyt-
ingum á sviði tækninnar, búin
að rifa niður möguleikann til að
skapa lifsskilyrði á þessu sviði
atvinnurekstrar. Þeir einir, sem
byrjuðu búskap fyrir fjölda ára,
geta enn bjargazt af þessari at-
vinnu, en flestir þeirra fara
brátt að tinast af starfsvett-
vangi aldurs vegna.
Nú hugsa menn auðvitað sem
svo, að margir byrji búskap
með styrk frá foreldrum,
þannig að þeir taka við jörð og
búi og þurfi litið að borga. Það
er auðvitað rétt, að þetta á sér
stað, en hitt stendur eigi að
siður óhaggað, að grundvöllur
tiefur verið grafinn undan heil-
brigðri þróun á þessu sviði at-
vinnulifs, þvi að auðvitað er
ekki annað heilbrigt en að at-
vinnurekstur geti staðið undir
eðlilegum stofnkostnaði.
Með einhverjum róttækum
ráðum verðursem allra fyrst að
bregðast við til úrbóta á þeim
vanda sem hér hefur nokkuð
verið rætt um, svo að ungt fólk,
sem áhuga hefur á búskap og
vill vera kyrrt i átthögum sin-
um, geti fengið að njóta hæfi-
leika sinna, sjálfu sér og þjóð
sinni til sæmdar og gagns við
ræktun jarðar og framleiðslu
hinna llfsnauðsynlegu landbún-
aðarvara.
Við öllum vandamálum finn-
ast ráð, ef vel er eftir leitað með
góðum vilja. Þeir sem nú
stjórna málum þjóðarinnar,
hljóta að vilja koma i veg fyrir
fækkun fólks I sveitum, og að
eyðijörðum fjölgi til að fara svo
jafnharðan undir sportmennsku
og hrossastóð kaupstaðabúa,
eða stöðugt fugladráp þeirra
skotglöðu orlofsgesta, sem strá-
fella fuglahópa með haglabyss-
um sinum.
Þess má vænta, að landbún-
aðurinn og bændastéttin eigi
öruggan bakhjarl, þar sem eru
núverandi valdhafar þjóðarinn-
ar, studdir af 42 þingmönnum —
þar af 10 bændum — og að auki
er sjálfur landbúnaðarráðherr-
ann fyrrverandi bóndi og kunn-
ur að traustum stuðningi við
landbúnaðinn. Þessari stóru og
sterku breiðfylkingu rlkisyalds-
ins á Alþingi verður að Hreysta
til þess að láta eftir sig liggja,
fljótt og vel, varanlegar umbæt-
ur á þvi sviði, sem hér hefur
verið gert að umtalsefni.
Agúst Þorvaldsson
.IH
■1
l
u
sí
ww
mm
wm
Brezkur gestasöngvari í CARMEN
17 þúsund manns hafa séð óperuna
Á sunnudagskvöldið 1. febr. verö-
ur 30. sýning á óperunni
CARMEN i Þjóðleikhúsinu og
syngur þá brezki söngvarinn Si-
mon Vaughan hlutverk nautaban-
ans, Escamillos, sem gestur.
Simon Vaughan, sem er um þri-
tugt, stundaði söngnám i Bret-
landi og i Vin. Hann söng um
skeið með flokki hljómlistar-
manna, CONTRASTE, sem
ferðaðist um ítaliu og flutti nú-
timatónlist. Vaughan hefur s.l.
tvö ár starfað i Bretlandi, haldið
sjálfstæða hljómleika, komið
fram I sýningum og m.a. sungið
með irsku óperunni. Hann kom
hingað til lands i fyrravor og kom
þá fram á tónleikum og söng i út-
varp og sjónvarp.
Aðsókn að óperunni CARMEN
hefur verið mjög góð. Úm 17 þús-
und manns hafa séð óperuna, og
er aðsókn þvl orðin jafn mikil og
mest hefur orðið áður á óperusýn-
ingar leikhússins. Óperur og ópe-
rettur hafa verið með vinsælli
sýningum leikhússins. Þær sem
mestrar hylli hafa notið eru
Leðurblakan, sem sýnd var 50
sinnum I hitteðfyrra fyrir 26.290
áhorfendur, en mest sóttu óperu-
sýningarnar til þessa eru Rakar-
inníSevilla (1958), sem var sýnd I
31 skipti fyrir 17.685 áhorfendur
og Rigoletto (1961) en sýningar á
þeirri óperu urðu 29 og sýningar-
gestir 18.605.
Sviösmynd úr CARMEN