Tíminn - 13.02.1976, Side 2

Tíminn - 13.02.1976, Side 2
2 TÍMINN Föstudagur 13. febrúar 1976 Vestmannaeyjar: Allir bátar á sjó í gær SIGLUFJÖRÐUR: Mokafli í janúar SJ-Keykjavik í gær var fyrsti dagurinn i meira en viku, sem a 11- ir Vestmannaeyjabátar voru á sjó. Gæftir hafa verið slæmar og afli tregur i haust og vetur. Heildaraflinn i janúar var 1081 tn, meiri en i sama mánuði i fyrra, en þá veiddust 878 tn. t fyrrakvöld var komið með loðnu til bræðslu i Eyjum, og hef- ur verið brætt viðstöðulaust sið- an. Áður var búið að koma með 3.500tnaf loðnu, en siðan varð hlé eftir að bræðslu á henni lauk. Sj-lleykjavik Tregur afli hefur veriðhjá bátum, sem landað hafa i Rifshöfn, enda slæmar gæftir. 1 siðustu viku gaf þó sæmilega, og i gær var gott veður. Að sögn Leifs Jónssonar hafnarstjóra voru þá komnar 700 lestir af bolfiski á land á Rifi, en aflinn er unninn i hraðfrystihúsinu á Hellissandi. Er það svipað magn og á sama tima i fyrra. Aflinn i janúar var 300 tn, eða svipaður og i fyrra. Aflahæstu bátarnir eru Skarðsvik Vestmannaeyingum finnst vera farið aö lifna yfir, þegar loðnan er komin að Hjörleifshöfða, og von- ast til að einnig rætist úr bolfisk- aflanum. En tiðin hefur iðulega verið svo slæm, að sjómenn á linubátum hafa ekki getað dregið. 38 bátar stunda veiðar frá Vest- mannaeyjum. Búizt er við að senn verði fariö að frysta loðnuna, ef kvenloðna fæst með hrognum, eins og Japanir vilja hafa hana. með 157 tn og Hamar með 102 tn. Heildaraflinn 1975 var tæp 9000 tn, mest bolfiskur. Um 400 tn veiddust af sild. Fáir bátar hafa róið frá Rifi i haust, nú er þeim hinsvegar að fjölga og eru orðnir þrettán, 9 stórir og 4 minni. Búizt er við að þeir veröi 15. Bátarnir hafa sótt nokkuð i Vfkurál og fengið 15-25 lestir i róðri. SJ-Reykja vik. Mjög lélegur afli hefur verið hjá netabátum Sigl- l'irðinga, enda hafa gæftir ekki verið vel góðar. Einnig er heldur tregt hjá togskipunum-. Það kom hlaup i janúar, en siðan hefur aft- ur verið frekar tregt. Tvö togskip, Stálvik og Sigluvik, hafa verið að koma inn til Siglufjarðar með slatta vegna yfirvofandi verk- falls. Tjaldur er á linuveiðum, og var i gær við Hom og ætlaði að vera tvo daga i túrnum með bæði köstin. t janúar bárust 720 tn af bolfiski á land á Siglufirði að sögn Jónas- ar Björnssonar vigtarmanns. 1 sama mánuði i fyrra fengust 340 tn og felst aukningin i meiri afla togskipa. Þrjú togskip eru nú gerð úr frá Siglufirði, eitt þeirra — Dagný — er þessa dagana i vélarhreinsun. Netabátarnir eru sjö: Dagur, Dröfn, Guðrún Jónsdóttir, Berg- hildur, Farsæll, Freymóður og Aldan. Eldvikin tók i fyrradag 100 tn af saltfiski á Siglufirði, sem á að fara til Portúgal, Italiu og Grikk- lands. Saltfiskurinn var frá Siglu- firði og Grimsey. Bræddar hafa verið 4.500 lestir af loðnu i Sildarverksmiðju rikis- ins á Siglufirði á þessari vertið og vildu Siglfirðingar gjarnan fá meiri loðnu til vinnslu. Heildarbolfisksaflinn á Siglu- firði 1975 var 8.093 tn (7.577 tn 1974). Loðnuaflinn 1975 var 17.800 tn, 77 lestum af rækju var landað á Siglufirði i fyrra en mest af henni flutt til Blönduóss. A grásleppuvertiðinni i fyrra fengustá milli 1.100 og 1.200 tunn- ur af grásleppuhrognum. Að sögn Jónasar Björnssonar eru siglfirzkir sjómenn ekki enn byrjaðir að leggja hrog,nkelsanet á þessu ári. Færanlegar skólastofur hafa reynzt mjög vel HELLISSANDUR: Svipaður afli og '75 Baldur áfram við gæzlu Tíu í notkun og tíu verða byggðar FJ-Reykjavik. Allt útlit er nú fyr- ir að Baldur verði áfram við land- hclgisgæzlustörf, en sá timi, sem togarinn var fenginn til þeirra i fyr^tu rennur út um mánaðamót- in marz-april. Hefur Baldur sann- að ágæti sitt fyrir I.andhelgis- gæzluna, nú siðast í fyrrakvöld og eru þvi allar likur á þvi að togar- inn verði lcngur i þjónustu Land- helgisgæzlunnar, en fyrst var samið uin. Rikisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um frekari skipakost Landhelgisgæzlunnar, en tillaga um hann frá dómsmálaráðherra, Ólafi Jóhannessyni, er til athug- unar. Sem kunnugt er lagði ráðherr- ann og til að flugvél yrði tekin á leigu hjá Flugfélagi Islands fyrir Landhelgisgæzluna og hefur það verið gert. SJ—Reykjavik. A þessu ári verða byggðar tiu færanlegar skólastof- ur, sem þurfa að vera tilbúnar áður en barnaskólar borgarinnar taka til starfa i haust. Að sögn Kagnars Georgssonar skólafull- trúa, telur fræðsluráö að ekki þoli bið að ráðast i framkvæmd þessa, og verða fimm stofur boðnar út og fimm smiðaðar hjá Trésmiða- stofu borgarinnar. Þrjár af þessum færanlegu kennslustofum verða fyrir verk- lega kennslu og verða notaðar á starfsvöllum að sumrinu, en i þágu skóla að vetrinum. Sagði Ragnar það skemmtilega nýjung að nýta stofurnar á þennan hátt, en þær verða annað hvort færðar til, eða hafðar á þeim stað aö þær geti komið bæði skóla og starfs- velli að gagni. Fimm stofur eru ætlaðar Foss- vogsskóla, en þar verða i fyrsta sinn tóir ára nemendur næsta skólaár, og þar með hámarks- fjöldi. Siðan fer væntanlega að fækka i skólanum, ef þróunin verður sú sama og i öðrum borgarhverfum. Færanlegu stof- urnar eiga þvi að létta á sjálfri skólabyggingunni, meðan fjöld- inn er mestur. Tvær stofur eru ætlaðar skólunum i Breiðholti i sama skyni. Einar tiu færanlegar skólastof- ur eru þegar i notkun hér i Reykjavik. ölduselsskólinn nýi i Breiðholti er eingöngu færanleg- ar stofur, sex að tölu, en verið er að byggja fyrsta áfanga skólans. Þrjár færanlegar stofur eru við Breiðholtsskóla og færanleg handavinnustofa við Hliðaskóla. Að sögn Ragnars Georgssonar eru stofur þessar mjög hlýlegar og vistlegar og hafa reynzt vel i notkun. Ölduselsskóli er uppbyggður af færanlegum skólastofum eingöngu. Tímamynd: Ró- bert. GUNNAR ÖRN sýnir Gunnar örn Gunnarsson opnar um lielgina málverkasýningu i Norræna húsinu, en þar sýnir hann um 65 olfumálverk, sem flest eru máluð á seinustu þrem árum. Gunnar örn er rúmlega þritug- ur að aldri og þykir i hópi efni- VEGAGERÐIN: Flateyringar fá betri þjónustu en Suðureyringar legri, yngri málara okkar. Hann hefur stundað málarastörf i tæp- lega áratug, þar af seinustu þrjú árin i Kaupmannahöfn. Gunnar hefur haldið fimm sjálfstæðar málverkasýningar til þessa, þar af hefur hann sýnt tvisvar á sjálfstæðum sýningum i Kaupmannahöfn, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Auk þess aö sýna i Norræna húsinu hefur hann sýningu á 50 teikningum á Loftinu við Skóla- vörðustig, en það eru kolmyndir, blýantsteikningar, blekteikning- ar og monotypur. Þær myndir eru gerðar á seinustu 5-6 árum. Sýning Gunnars Arnar verður opin til 24. febrúar næstkomandi og er opin daglega frá kl. 14.00—22.00, en sýningin opnar á laugardag. jg. HJÖRLEIFUR ólafsson hjá Vegagerð rikisins hafði i gær samband við Timann vegna frétt- ar á bls. 2 um snjómokstur á Breiðadalsheiði og Botnsheiði. Sagði Hjörleifur, að rangt væri i Iréttinni, að opna ætti Botnsheið- ina tvisvar i viku i vetur, heldur væri ætlunin að gera það tvisvar i mánuði. Flateyringar gætu þvi hætt að öfunda þá á Suðureyri og þess i staö reynt að leggja þeim lið i baráttunni við að fá ekki verri þjónustu en Flateyringar, en til þeirra á að opna einu sinni i viku, ef veður leyfir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.