Tíminn - 13.02.1976, Page 4

Tíminn - 13.02.1976, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 13. febrúar 1976 Myndavélin og Gina Gina Lollobrigida leggur sig alla fram um að taka góðar myndir þessa stundina. Fyrir skömmu ætlaði hún að fá að taka myndir af fyrrverandi starfsfélaga sinum, Sophiu Loren. En Sophia vildi ekki leyfa henni að taka myndirnar. Þetta endaði með þvi, að Gina og lifvörður Loren slógust. Gina bar sigur úr býtum, Loren varð að flýja, og á flóttanum mistti hún af sér annan skóinn. Signora Lollobrigida, sem eitt sinn var fegusta kona heims, er nú orðin 47 ára gömul. Hún býr ásamt þremum schaferhundum á Via Appia i Róm. Þar hefur hún meira að segja myrkraher- bergi, svo að allt er við höndina, þegar hún þarf að vinna að myndunum sinum. — Hvaða fyrirmynd fellur yður bezt? var hún spurð nýverið. — Mér fellur bezt að mynda Fidel Castro, segir hún og andvarpar. — Við erum andlega skyld.... Þau hitt- ust fyrir nokkru, og fór vel á með þeim. Lollo gaf Castro demantsprýtt armbandsúr sitt, og hann gaf henni i staðinn ryðfria stálúriðsitt. Aður en hún fékk það, hafði hann látið grafa aftan á það Til Ginu með aðdá- un. Fidel Castro. Ljósmyndar- inn Lollobrigida var ekkert sér- lega hrifin af Christian Barnard lækni, en um hann hefur hún sagt, að hann sé aðeins léleg auglýsingastjarna. Henni finnst aftur á móti Henry Kissinger skemmtilegur. — Hvað er næst á dagskrá hjá yður? var ijós- myndarinn spurður. — Ég þarf að fara að taka myndir i bók, sem fjallar um .villisvln. Villisvin? Hvað veit frúin um villisvin? — Þegar maður hefur verið i kvikmyndaheiminum eins lengi og é g hef verið þa ð, þá veitmaðurallt, sem maður þarf að vita um grisi, segir Lollo og fussar. Gina Lollobrigida er hér á göngu með hinum auðuga prinsi sinum, Vittorio Massimo. A hinni myndinni er hún senni- lega á leið I myndatöku, og mik- ið virðist henni liggja á. Að fara inn á annarra verksvið Franskir skiðakennarar og fjallaleiðsögumenn hafa gert með sér samning, eftir margra ára deilur um það, hvert verk- svið þessara tveggja hópa skuli vera. Nú hefur samizt svo um, að leiðsögumenn megi taka með sér fólk i skiðaferðir, en þó mega þeir ekki kenna byrjend- um. Skiðakennurum er á hinn bóginn heimilt að fara með fólk hátt upp i fjöll, svo framarlega sem aðeins er fylgt leiðum, þar sem snjór er yfir. Einnig mega þeir fara með fólk sitt eftir merktum slóðum, en ekki er leyfilegt að fara i ferðir, þar sem nota verður kaðla, isaxir eða annan fjallaútbúnað, sem nauðsynlegur er, þegar fjöll eru klifin. Samtök skiðakennara og fjallaleiðsögumanna hafa einn- ■ ig ákveðið að setja á fót sam- eiginlega nefnd sem á að gæta hagsmuna þessara hópa gagn- vart stjórninni i Paris. Leið- sögumennirnir vilja fá þvi framgengt, að hverjum hópi fjallamanna, þótt einungis sé um skemmtiferðafólk að ræða fylgi þjálfaður leiðsögumaður. Þetta gildir jafnt um há fjöll sem lág, en á lægri og ekki eins erfiðum fjöllum, á að hafa yngri leiðsögumenn, og þá sem ekki hafa hlotið eins mikla þjálfún og þeir, sem hætta sér i hærri og hættulegri fjöllin * Hve gömul er Búkara? Fomleifafræðingar frá visinda- akademiunni i sovétlýðveldinu Usbekistan i Mið-Asiu hafa lengi leitað svars við þeirri spurningu, hve gömlul Bukara sé. Fyrir 10 árum hófst upp- gröftur undir núverandi Bukara, og árangur hans virðisí leiða i ljós ótvíræða. likingu með þeim fornleifum, sem fund- ust undir núverandi Samarkand i Turkmeniu. Þess vegna telja menn, að Búkara hafi verið á- lika mikilvæg efnahags- og menningarmiðstöð og Samar- kand á fimmtu öld fyrir upphaf timatals okkar. Sonur okk.ir hann Nonni er svo fallega hugsandi. Hann vill ekki vera að taka vinnu frá öðrum, sem verr eru settir i lifinu heldur en hann. Reynið að líta á það þannig, að nú losnið þér við að ganga um utan dyra i allri þessari mengun I nokkur ár..... DENNI DÆMALAUSI Auðvitað er ég hörkutól. Ég fer ekki einu sinni i bað. Ein smá- skröksaga gerir ekkert til.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.