Tíminn - 13.02.1976, Page 12

Tíminn - 13.02.1976, Page 12
12 TÍMINN Föstudagur 13. febrúar 1976 Orku fáum viö úr matnum — fitu, kolvetni og eggjahvitucfni — hitaeining táknar orkumagniö. Flest okkar þarfnast og nota aðeins um 2000 hitaeiningar á dag. Hve hitaeiningaþörfin er inikil, er fyrst og fremst undir þvikomiö, hve mikiö viö hreyfum okkur. Fita gefur orku fitusýrur leysa einnig upp A og O vitamin, og gegna þannig mikilvægu hlut- verki. Sú fita, sem við neytum, er bæöi sýnileg og ósýnileg. Sýnileg er hún fyrst og fremst sem smjör, smjörlfkiogolia ogfitulag á kjöti,- en ósýnileg i mögru kjöti, mjólk, osti, fiski og unnum vörum úr fiski og kjöti. Við boröum yfirleitt of mikla fitu og ættum aö draga úr þcirri neyzlu. Nú er sennilega a.m.k. 38% af fæöu okkar fita — hlutfall- ið ætti að vera lægra, helzt undir 35%. Kolvetni — kartöflur, brauö, grjón, ávextir og grænmeti — gefa orku. vitamin og steinefni og hafa einnig að geyma trefjar sellulósa, sem eru hollar maga og tönnum. Eggjahvituefni þarf likaminn til uppbyggingar og endurnýjun- ar. l>að er einkum í kjöti fiski, eggjum, mjólk, korni og baunum ýmisskonar. Greint er á milli mettaðrar og ómettaörar fitu. Mettuð fita er einkum dýrafita — nema fiskfita — mjólkurfita og kókosfita. Ómettuð fita er fiskfita og jurtafita (nema kókosfita). Hún finnst m.a. i jurtasm jörliki og olí- um, svo sem maisoliu. Visinda- menn telja, aö ef menn minnka fituneyzluna og forðast mettaða fitu, sé þeim siður hætt við æða- kölkun, en hún er afleiðing þess Jafnvægi þarf að vcra milli hinna ýmsu fæðutegunda til að þær nýtist i likamanuin. Eggja- hvituefni.kolvctniog fita.allt eru þctta nauösynleg næringarefni. að fitu eða kólcsterólinnihald blóðsins er of hátt. Þeir sem breyta vilja matar- venjum sinum, þurfa að gera sér grein fyrir hvernig mataræði þeirra er i raun og veru. Fáir gera sér ljósa grein fyrir þvi. Margur bitinn hverfur ofan i fólk, án þess að tekið sé eftir þvi, og margar matarvenjur eru „ósið- ir” þótt fólk geri sér ekki grein fyrir þvi. „Segðu mér hvað þú leggur þér til munns og ég skal segja þér hvernig þér liður,” þannig mætti breyta gamalkunn- um málshætti. tslendingar eru ekki vannærðir, en mataræði okkar er ekki eins og bezt væri á kosið. Og viö eigum við sömu „þjóðarsjúkdóma” að striða og eru rikjandi i öðrum löndum, þar sem velmegun rikir, offitu, hægðatregöu, blóöleysi og tannskemmdir. Við borðum rangan mat i röngu magni á röngum timum — að minnsta kosti mörg okkar. Það er að segja við borðum of mikið af fitu og sykri, mörg okkar inn- byrða fleiri hitaeiningar en við þurfum á að halda og við borðum mest á kvöldin, þegar við komum heim úr vinnu. Margir fara illa meö likamann, borða óreglulegar máltiðir en innbyrða gagnslausa fæðu i tima og ótima. Þrátt fyrir þetta, ætl- umst við til að likaminn standi sig. En hver og einn hlýtur að sjá, hve þetta er ósanngjarnt — likaminn getur ekki haldið þeim hraða, sem þú krefst af honum, ef hann fær ekki gott eldsneyti. Við verðum yfirleitt ekki vör við afleiðingarnar af slæmum matarvenjum okkar fyrr en eftir langan tima, og þá sem hægða- tregðu þreytu, viðnámsleysi gegn ofkælingu. Þegar lengra liður geta matarvenjurnar einnig haft þau áhrif, að menn fái hjarta- og æðasjúkdóma. Þess vegna er bezt að bregðast skjótt við.. og reyna að taka upp Matur er mannsins megin Hverjar eru matarvenjur þínar? góða siði, bæði hvað snertir mat hreyfingu og reykingar. Meginlögmál þeirra, sem vilja borða heilsusamlega, eru: — að borða reglulega, forðast óþarfar aukamáltiðir og sárt hungur. — að borða þrjár góðar máltið- ir á dag. — að borða eins alhliða mat og hægt er, gæta sin á fitu og sleppa sykri og öllu, sem inniheldur sykur. Áður fyrr vann fólk erfiðis- vinnu. Það þurfti mikla orku — margar hitaeiningar og kom þeim i lóg. Þar sem það borðaði mikið, var litil hætta á að það fengi ekki nauðsynlegt magn af öllum mikilvægum næringarefn- um. Nú reyna flest okkar litið á sig. Við sitjum meira og hreyfum okkur minna. Fæst okkar þarfn- ast meira en 2.000 hitaeininga, en við þurfum jafnmikið af mikil- vægum næringarefnum og for- feður okkar. Þess vegna verðum við að neyta eins næringarriks matar og kostur er. Alltof margar gagnslausar hitaeiningar — kök- ur, bollur, franskar kartöflur og sælgæti — fylla magann og gera það að verkum, að við þurfum að borða meira en likaminn þarfnast til að fá öll nauðsynleg næringar- efni. Árangurinn verður oft offita. Þrjár máltiðir á dag er góð regla. Næringarfræðingar telja að þeir, sem eru hirðulausir með þær, neyti oftast fleiri hitaeininga yfir daginn en þeir gerðu með réttu mataræði. Þeir borða oft alltof mikið, þegar þeir loks fá mat, og þeir stinga upp i sig bita, þegar hungrið gerir vart við sig — og þá er það oftast eitthvað auð- fengið og fljótlegt, eins og súkku- laðieða vinarbrauð. Gagnslausar hitaeiningar, sem likaminn hefur enga þörf fyrir. Bezt er að borða mest um hádegið —. eða 35 til 45 prósent af þvi sem maður borðar yfir dag- inn, og 25-35 prósent i morgun- verð og kvöldverð. Á daginn vinna menn, hreyfa sig, eru á ferðinni, og þá þurfa þeir orku- hitaeiningar. Á kvöldin, þegar fólk er komið heim og búið að borða hreyfir það sig sjaldnast mikið meira þann daginn. Miklu af hitaeiningunum i kvöldverðin- um kemur maður þvi ekki i lóg heldur setjast þær á likamann sem fita. Þvi á hann ekki að vera þyngsta máltið dagsins. Likaminn á auðveldara með að taka við og nýta næringarefni fæðunnar, ef hann fær þau i nokkurn veginn jöfnum s.kömmtum yfir daginn. T.d. getur likaminn aðeins nýtt hluta þeirra eggjahvituefna, sem hann fær i reglulegri veizlumáltið. Ef hann fær sama magn eggjahvitu- efna i fleiri máltiðum, getur hann nýtt þau til fullnustu. Borði menn fjölbreyttan mat, þ.e.a.s. margar ólikar fæðu- Næringarfræðingar hafa skip- að fæöutegundum -niður i svo- kallaðan fæöuhring en mikilvægt er að við neytum fæðu úr öllum sjö sneiðum hringsins daglega viljum við halda góðri heilsu. tegundir, á likaminn einnig auð- veldara með að nýta næringar- efnin. Þau „vinna nefnilega saman” og hafa áhrif hvert á annað. C-vitamin i einhverri mynd, glas af ávaxtasafa, salat eða soðin kartafla, aðstoðar likamann við að nýta járnið i fæð- unni. Börn og unglingar nota mikla orku og þurfa þvi „elds- neyti” oftar en fertugur kyrrsetu- maður. Þess vegna þurfa börn aukabita, eitthvað næringarrikt, sem gefur orku. Gosdrykkur og bolla er einskis virði — mest fita og sykur, mettar um stund en svo er maður aftur svangur. Glas af saft inniheldur 85 hitaeiningar og engin gagnleg næringarefni (nema hrásaft). Jafnvel fullorðnir þurfa auka- bita ef langt er milli máltiða. Rannsóknir sýna lika, að auð- veldara er að halda likams- þunganum i skefjum, ef neytt er fleiri litilla máltiða en fárra og stórra. En aukamáltiðirnar eiga að sjálfsögðu að vera hollar — frekar brauðsneið en vinarbrauð. Hvernig er næringarrikt mataræði? spyrja margir. — Minnkið fituna, bæði i mat- reiðslu og ofan á brauð. Forðist mettaða fitu (notið t.d. maisoliu til steikingar fremur en venju- legt smjörliki eða smjör). Sparið við ykkur sykur og sykurvöru eins og gosdrykki og sultu. Veljið yfirleitt magrar matvör- ur — þ.e. t.d. magurt kjöt, undan- rennu og skyr. Borðið eins og þið getið af næringarrikri fæðu með tiltölu- lega fáum hitaeiningum. Það eru tiltölulega ódýrar matvörur, svo sem grænmeti, rótarávextir, ávextir, kornmatur og magrar mjólkurafurðir. Þetta merkir t.d. að við eigum að borða meira af kartöflum og matarbrauði. Baunir, linsur, egg og ostur eru eggjahvituauðugar fæðutegundir, engu siður en fiskur og kjöt, og geta verið meginuppistaða máltiðarinnar. Grænmetis- og baunasúpa, salat með osti, græn- metisréttur með eggjahræru eru „betri” matur en kjöt með sósu og kartöflum. Matreiðslan er mikilvægur þáttur i betri matarvenjum — þvi hvaða gagn er i að borða magurt kjör, ef það er steikt i heilu hafi af smjöri? Það á að nota eins litla feiti og unnt er til steikingar, og búa til eins fitusnauðan mat og kostur er. Að borða heilsusamlega er ekki erfitt — á mestu riður að læra nýjar og betri venjur. Sama gildir fyrir þá, sem vilja léttast. Það þarf að breyta venj- unum — megrunarkúr eða hálf- svelti gagnar sjaldnast nema um tima. — Hversdagsvenjurnar eru mikilvægastar. Þá gerir ekki til þótt maður fái sér tertu eða fari i veizlu stöku sinnum. íslendingar eru ekki vannærðir, en margir þeirra borða ekki sérlega hollan mat

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.