Tíminn - 13.02.1976, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Föstudagur 13. febrúar 1976
Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson §
AGOST SVAVARSSON......Malmbcrgets nýi „Lurkur”, sést
hér skora eitt af 8 mörkum sinum gegn Ystad.
Valsmenn fengu stóran skell:
FH-ingar
skutust upp
á toppinn
Hörð bardtta framundan um
meistaratitilinn í handknattleik og
barningur d botninum
VALSMENN fengu stóran skell
(19:26) i baráttunni um meistara-
titilinn í handknattieik, þegar
þeir mættu botnliðinu frá Sel-
tjarnarnesi — Gróttu i Hafnar-
firöi. Valsliöiö var hvorki fugl né
fiskur og er greinilegt, aö meiösli
fyrirliðans Stefáns Gunnarssonar
hafa verið mikil bióötaka fyrir
liöið — það er oröiö óþekkjanlegt
STAÐAN
Staöan i islandsmótinu i hand-
knattleik 1. deildar karla eftir
leikina i gærkvöldi er nú þessi:
Grótta—Valur 26:19
Haukar—FH 15:20
FH 12 8 0 4 266 :235 16
Valur 12 7 1 4 236: : 212 15
Fram 12 6 2 4 214: 201 14
Vikingur 12 7 0 5 249: 243 14
Haukar 12 5 2 5 225: : 216 12
Þróttur 12 4 2 6 230: 238 10
Grótta 12 4 0 8 219: : 240 8
Ármann 12 3 1 8 196: :250 7
frá fyrri leikjum iiösins, þegar
Stefán var meö og allt lék I lyndi.
Valsmenn réðu ekki við bar-
áttuglaða Gróttumenn, sem gáf-
ust aldrei upp. Guðmundur Ingi-
mundarson, markvörður Sel-
tjarnarness-liðsins var mjög góð-
ur og Arni Indriöason (7 mörk) og
Magnús Sigurösson (5 mörk) léku
aðalhlutverkið i sókn og vörn.
Guöjón Magnússon (6 mörk) bar
höfuð og herðar yfir leikmenn
Vals-liðsins.
Valsmenn fengu skall —og FH-
ingar, með Viðar Simonarson (9
mörk), sem aðalmann, skutust
upp á toppinn, með öruggum sigri
(20:15) yfir Haukum. Baráttan
um meistaratitilinn er nú orðin
geysilega hörð — og hún á örugg-
lega eftir að vera spennandi.
Fjögur lið, FH, Fram, Valur og
Vikingur — sjá stöðu — berjast
um meistaratitilinn. Liöin eiga
eftir að leika tvo leiki, en þeir
eru: FH: — Þróttur (H) og Fram
(Ú). VALUR: — Ármann og Vik-
ing. FRAM: — Viking og FH (H).
VÍKINGUR: — Fram og Val.
Baráttan á botninum er einnig
tvisýn, þar berjast Ármann og
Grótta — og Þróttarar gætu hæg-
lega blandað sér i þá baráttu.
AGUST -„LURKURINN
FRÁ MALMBERGET"
w W
IR-risinn Agúst Svavarsson
hefur ekki farið varhluta
af viðurnefnum Svía
ÁGÚST Svavarsson
hefur verið i sviðsljós-
inu i Sviþjóð — sænsku
blöðin hrósa honum
óspart. „Ágúst er mjög
sterkur leikmaður og
mikil skytta. Hann er
mjög svipaður og Björn
„Lurch” Andersson
hjá Saab — stórhættu-
legur leikmaður,”
sagði Sven Nils ,on,
fyrirliði Ystad, efli* að
Ágúst hafði skotið
Ystad-liðið á bólakaf —
26:22. Ágúst skoraði þá
8 mörk, með þrumu-
skotum. „Hann vann
leikinn fyrir Malm-
berget,” sagði Svenska
Dagbladet.
Agúst, sem hefur vakið mikla
athygli — enda er Malmberget-
liðið miklu sterkara eftir að
hann fór að leika með þvi — hef-
ur ekki farið varhluta af viður-
nefnum Svia — en allir beztu
iþróttamenn þeirra bera viður-
nefni, sem dagblöðin i Sviþjóð
nota jöfnum höndum. Ágúst hef-
ur nú fengið sitt nafn — „Malm-
bergets Lurkurinn” er hann
kallaður. Eru þvi tveir Lurkar I
sænskum handknattleik —
Ágúst „Lurkurinn frá Malm-
berget” og Björn „Lurkur”
Andersson i Saab-liðinu. Skýr-
ingin á þessu viðurnefni Ágúst-
ar er sú, að Svium þykir hann
stór og sterkur og skotharður
með afbrigðum. — SOS
MALMBERGETS
RCH
— har skjuter han sönder Yst
MALMBERGET: Tltta pá bllden handbollsiUlsvenskan. En match som -— August Svarvarsson var mycket tal raddningar i mycket hög klass.
Sr Intill. Malmbergets Isliinnlng Malmberget sensatíonellt vlnner dukt1*- Kun utan tvekan mSta slg
tvust Svarvarsson skjuter ett av nied 26—22 (11—11) — mycket tack njed”Lurch” Andersson 1 Saab, a-
in\áttu mál I matchen mot YstnjLJ^vnre August. e"“" »ni..»" —*
..................^||M Malmbergeta nye "Lurch”... ^ lagledare 11
VIÐAR StMONARSON...! ham
gegn Haukum.
Punktar
FRÁ KEPPNI
LATCHFORD
LIVERPOOL.
— Bob Latch-
ford, marka-
skorarinn mikli
hjá Everton,
mun að öllum
likindum ekki
leika meira
með Mersey-
liðinu á þessu
keppmstima- LATCHFORn
bili. Latchford,
sem hefur skorað 13 mörk, — á
við slæm meiðsli að striða, og
var hann lagður inn á spitala i
Liverpool i gær, þar sem skurð-
aðgerð verður gerð á hnéinu á
honum.
• WHYMARK
OG
LOFTBELG-
URINN
IPSWICH. — Trevor Whymark
snéri sig illa á ökkla á æfingu
hjá Ipswich-liðinu, og verður frá
keppni næstu 3 vikurnar. —
betta er mjög slæm tognun —
ökklinn hefur blásið upp og lik-
ist helzt loftbelgi, sagði Bobby
Robson.framkvæmdastjóri Ips-
wich, um meiðsli Whymarks.
• ÞORUNN
SETTI MET
REYKJAVÍK. .
— Sunddrottn- *
ingin unga,*
Þórunn Alfreös-áÉ8*
dóttir úr Ægi,
setti glæsilegt
Islandsmet i 200 ,
m fjórsundi á
Sundmóti Ár-
manns á miðvikudagskvöldiö.
Þórunn (15 ára) synti vega-
lengdina á 2:35,6 minútum og
bætti þar með gamla metið sitt
(2:36,8) um nær eina sekúndu.
Ægir-ingurinn ungi Brynjólf-
ur Björnssonvar einnig i sviðs-
ljósinu — hann setti nýtt
.drengjamet i 100 m flugsundi,
þegar hann synti vegalengdina
á 1:06,6 minitum. Þar með sló
hann 12 ára gamalt met Kefl-
vikingsins Daviös Valgarösson-
ÞÓRUNN
• LETT HJA
LEEDS-LIÐINU
GLASGOW. — Leeds-liðið vann
öruggan sigur (3:1) yfir Celtic,
þegar liðin mættust i vináttuleik
á Parkheat i Glasgow á mið-
vikudagskvöldið.