Tíminn - 20.02.1976, Page 5

Tíminn - 20.02.1976, Page 5
Föstudagur 20. febrúar 1976 TÍMINN 5 /ú vita menn hvaö Svavar Gestsson og fréttastjóri hans dunda sér viö i hjáverkum. Skyidi Kjartan Ólafsson meö- ritstjóri Svavars vera sá eini á Þjóðviljanum, sem ekki hefur „hobbi” á þessu sviði? Svavar Gestsson Kjartan Ólafsson r I fótspor Silla og Valda Sagt er, aö timarnir breytist og mennirnir meö. Einhvern tima heföu þaö þótt ýkjur, aö Þjóöviljinn ætti eftir aö feta i fótspor hinna kunnu reykvisku kaupmanna, Silla og Valda, sem auglýstu ,,af ávöxtunum skuliö þér þckkja þá”, en ein- mitt þessa dagana stendur yf- ir stórkostleg augiýsingaher- för af hálfu Þjóðviljans, þar sem grunntónninn er ná- kvæmlega hinn sami og i aug- lýsingu kaupmannanna forö- um. Ef um einhvern mun er aö ræða liggur hann heizt i þvi, að þeir Þjóöviljamenn viröast hafa meiri peninga til aö moöa úr en kaupmennirnir, sbr. sjónvarpsauglýsingar Þjóð- viljans, er kosta milljónir. Hjdverk Þjóðviljaritstjórans Sizt skal öfundast yfir þvi, að Þjóðviljinn skuli hafa efni á aö auglýsa fyrir milljónir, eða reisa tugmiiljón króna höll inn viö Siöumúla, þegar önnur blöö, meö margfalt upplag Þjóðviljans, berjast i bökkum. En engu að siöur vakna ýmsar spurningar i þessu sambandi, m.a. um eöli og þróun Alþýöu- bandalagsins. Þannig heldur ungt og róttækt fóik, sem sagt hefur skiliö viö Alþýöubanda- lagið, þvi fram, aö flokkurinn sé á hraöri leið til hægri. AI- þýöubandalagiö sé oröiö borgaralegur flokkur, sem bú- inn sé aö gleyma upphaflegum hugsjónum og stefnumiðum. Auövitaö sér þctta unga fólk, eins og aðrir, hvernig flokkur- inn hagar sér og skiptir lituin eftir þvi, hvort hann er i stjórn eöa stjórnarandstööu. En ekki siður tekur þetta unga fólk eft- ir þvi, hvernig einstakir flokksbroddar haga sér i reynd. Kitstjórn Þjóöviljans er gott dæmi þar um. Þar sitja menn og skrifa af kappi um meintar ávirðingar andstæö- inga sinna, sérstaklega þá, sem nærri peningum eöa fé- sýslu koma. En i hjáverkum sinum stundar ritstjóri og fréttastjóri Þjóðviljans ná- kvæmlega sömu iöju og aörir eru áfelldir fyrir. Þannig hef- ur verið bent á veitingarekst- ur fréttastjórans, en hitt vita kannski færri, að Svavar Gestsson ritstjóri blaösins, er einnig mikill áhugainaöur um hvers konar fésýslu, og var þess vegna valinn af flokknum til að vera varamaöur I bankaráði Búnaöarbankans. Má ætla, aö ýmsir bankaráös- mcnn, scm eltir hafa veriö uppi i Þjóðviljanum, fyrir þá einu sök að hafa veriö kjörnir bankaráösmenn, hafi fengiö skæöan keppinaut, þar sem Svavar er. „Af óvöxtunum skuluð þér þekkja þó" Sökum þess hversu litillátir Svavar Gestsson og Einar Karl Haraldsson eru, þá eru þeir auðvitaö ckkcrt aö flagga mcö reynslu sina á þessu sviöi. En meö tilliti til aug- lýsingaherferðar Þjóöviljans, hefði auðvitaö mátt geta um reynslu þeirra á sviði banka- mála og veitingareksturs, eða eins og segir I auglýsingunni frá Silla og Valda ,,af ávöxtunum skuliö þér þekkja þá”. — a.þ. Ýmiss konar pyndingaraðferöum er beitt viö fanga i Uruguay, en á þessari mynd sést ein þeirra. Fyrrverandi fangar sem sloppið hafa úr klóm kvalara sinna, settu á sviö fyrir ljósmyndara, hvernig þeir höföu veriö pyndaöir. Af 10. tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar Af 10. tónleikum Sinfó- niuhljómsveitarinnar Efnisskrá: Bach: Brandenborgar- konsertinn nr. 3 i G-dúr Weber: Concertino í Es-dúr op. 26. Seiber: Concertino Dvorák: Sinfónia nr. 7 í d-moll op. 70. Hinn 12. febrúar hélt Sinfóniu- hljómsveit Islands 10. reglulegu tónleika sina i Háskólabiói. Voru þeir hinir ánægjulegustu. Stjómandi var Karsten Ander- sen, en einleikari á klarinettu John McCaw. Hann er Nýsjálendingur, en starfar i London. Þetta er þriöja áriö, sem Karsten Andersen er aöal- stjómandi hljómsveitarinnar, en hann mun nil hafa verið ráö- inn I eitt ár til. Bezti timinn í ævi Jóhanns Sebastians Bach (1685-1750) voru vafalaust þau sex ár sem hann var hljómleikastjóri furst- ans af Anhalt-Köthen (1717-1722). Þá fékk hann tæki- færi til þess, i eina skiptið á æv- inni „aö gefa sig allan aö hljóm- list, án þess aö þurfa jafnframt aö sinna þvi sálardrepandi starfi aö æfa áhugalausa skóla- stráka eöa troöa tónmennt I dumba sveitapilta, sem geröu sér von um aö veröa organistar viö sóknarkirkjuna, af þvi aö slikt starf var meira I munni og ólikt hægara en aö mjalta kýr eða labba á eftir plógnum”. A þessum tima samdi hann hina sifrægu konserta, sem sendir voru markgreifanum af Brandenburg og honum tileinkaöir áriö 1721. En mark- greifinn mun aldrei hafa látiö leika konsertana. Að honum látnum voru bútar úr þeim seld- John McCaw. ir „fyrir slikk” og gleymdust i meira en öld. Þvi svo óliklegt sem þaö kann aö viröast féllu verk hins mikla kantara Tómasarkirkjunnar i gleymsku og* dá eftir dauöa hans, unz Mendelssohn rakst af tilviljun á handrit Mattheusarpassiunnar i konunglega bókasafninu i Beriin áriö 1821. Upp frá þvi varöi Mendelssohn miklum tima og kröftum i að endurvekja hinn gamla snilling, og 27. jan. áriö 1900 var siöasta bindið I heildarsafni Bachs loks fullgert. Enda sagöi Brahms, að ekki hefðu gerzt nema tveir merkis- atburöir i sinu lifi. Annar var sá, er þýzka keisaradæmiö var stofnsett 1871, hinn þegar enda- punkturinn var settur við 46. bindi Bach-útgáfunnar árið 1900. Brandenborgarkonsertarnir eru taldir hæsta stig þeirrar konsertgeröar, sem nefnist concerto grosso, en þar leikur hljóöfærahópur (concertino) ýmist einleik eöa meö fullri hljómsveit (ripieno). Þriöji konsertinn, ásamt hinum 6., er einungis fyrir strengi og sembal-grunnbassa. Ihonum er hijóöfærunum skipt i 3 hópa (i staö tveggja yfirleitt). „Þessum þremur strengjakórum er feng- ið sjálfstætt viöfangsefni, sem er breytilegt i hverjum þeirra, bæði pólýfóniskt og hómó- fóniskt. Upphafsstefið er spunn- iö i fjölbreytt mynztur, og er gott dæmi um stórkostlegan sköpunarmátt Bachs. Annar þátturinn er þrunginn krafti og einkennist af öflugum bylgju- gangi, sem þrátt fyrir mikil boöaföll er bundinn i viðjar háþróaðrar fleygröddunar” (tónleikaskrá). Allt þetta (fjöl- breytt mynztur, kraftur og öflugur bylgjugangur) komst vel til skila i' flutningi hljóm- sveitar vorrar, en Andersen stjórnaði á taktstokks-vísu eins og sæmir vel þá Bach er fluttur. Aldrei hef ég verið hrifinn af klarinettuverkum Webers (1786-1826). („Einn af forfeör- um hans haföi veriö forsætis- ráöherra i stjórn Ferdinands 2. keisara og veriö aölaöur fyrir þau störf sin áriö 1568” segir i tónleikaskrá), en I flutningi McCaw og Sinfóniuhljómsveitar Islands varö Es-dúr konsertinn allt aö þvi guðdómleg tónlist. Aldrei hefur svona frábær klari- nettleikari heyrzt hér áöur (og hafa þó bæöi Egill Jónsson og Reginald Kell veriö hér), enda segja abdáendur þessa lág- vaxna Nýsjálendings, aö hann sé bezti klarinettleikari i heimi. Allt var fullkomiö: tónninn, tæknin og „músikalitetiö.” Carl Maria von Wéber er ann- ars mest kunnur fyrir óperu-af- skipti sin, en eins og Mozart og Brahms heillaöisthann af klari- nettleikara, Heinrich Barmann og samdi fyrir hann 6 verk. Eftir hlé fluttu McCaw og hljómsveitin Concertino eftir Mátyás Seiber (1905-1960). Concertinn þessi er mjög áheyrilegt verk og fullt af „hug- myndaauðgi” af því tagi sem einkennir mörg samtímaverk auk þess sem þaö reyndi hæfi- lega á klarinettukúnst einleikarans. En Seiber hefur, auk þess aö semja þessa kon- sertinu og ýmis önnur verk, kennt Fjölni Stefánssyni tón- smiöi. Þegar hér var komiö geröust menn lún ir, og þó tti sum um sem 7. sinfónia Dvoráks væri „guð- dómlega löng” eins og einhver sagði um 3. sinfóniu Beethov- ens. En allt endaöi þetta vel og með miklum og óvenjulegum fagnaðarlátum, svo Stradi- varí-kvartettnum, sem þarna var viðstaddur, hlýtur aö hafa minnkað i augum þær ágætu undirtektir sem hann sjálfur fékk á slnum tónleikum kvöidiö áöur. Þvi Islendingar eru bæöi þakklátir og kurteisir áheyrendur. Ef vel tekst til kalla þeir hljómsveitarstjóra og einleikara fram þrisvar i þakklætis-og viröingarskyni, en ef illa tekst til kalla þeir þá fram þrisvar i kurteisis- og meö- aumkunarskyni. En ef eitthvert verk er sérstaklega langt og tor- melt klappa þeir ákaft til aö koma blóöinu á hreyfingu og fagna þvl aö þessu sé nú loksins lokið! 18.2. Siguröur Steinþórsson. llilHlHlMBiI Amnesty International: Herferð gegn pyndingum í Uruguay gébé-Rvik. — í dag hefst viötæk hefferö um allan heini á vegum Amnesty International gegn pyndingum og meiri háttar brot- um gegn m annréttindum í Uruguay. Formaöur og gjaldkeri islandsdeildar AI afhentu i gær, ræðismanni Uruguay hér á landi, mótmælaorðsendingu vegna þessa, og mun henni veröa koniiö til ráðamanna i Montevicdo. Leit- aö verður til félagasanitaka og annarra til undirskriftasöfnunar hér á landi i mótmælaskyni og verðurskránv þessum siöan safn- að og sendar til aðalstöðva AI i London, en þar er áætlað að af- henda undirskriftaskrár frá sex- tiu þjóðum þann 1. maí til sendi- herra Uruguay i Bretlandi. Arnnesty International styður ákæru sina gegn skoðanakúgun i Uruguay rneð þvi að birta skrá rneð nörnurn 22 karla og kvenna, sern Arnnesty telur hafa látizt i höndurn pyndingarnanna i Uru- guay á tirnabilinu rnai 1972 til nóvernber 1975. Siðan þessi listi var gerður i nóvernber sl., hefur AI fregnað, að tveir enn hafi bætzt viö. 1 siðastliðnurn rnánuöi töldu sarntökin aö pólitískir fangar i Uruguay væru nær sex þúsund, en einn af hverjurn firnrntiu Uru- guay-rnönnurn er i hernurn eöa i lögreglunni. ibúatala landsins er þrjár rnilljónir. Arnnesty hefur rnargoft sent rannsóknarnefndir til landa þar sern taliö er að pynd- ingar eigi sér stað i fangelsurn, og þar á rneðal til Uruguay 1972, en nú hafa ráörnenn i Uruguay neit- að slikri nefnd að korna til lands- ins og segja jafnfrarnt að þar sé ekki urn neinar pyndingar á föng- urn að ræða. Islandsdeild Arnnesty rnun leita til félagasarntaka, stofnana og skóla og hvetja þau til að taka rnál þetta til urnræðu og skrifa undir rnótrnælaskrá. Þá er einnig vonazt til að félagasarntök og fleiri sarnþykki ályktanir urn þetta rnál, og korni þeirn til skrif- stofu Arnnesty i Reykjavik sern siðan rnun korna þeirn áleiöis til aðalstöðva sarntakanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.