Tíminn - 20.02.1976, Page 6

Tíminn - 20.02.1976, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 20. tebrúar 1976 Að standa á eigin fótum Sumir menn virðast svo rúnir öllu sjálfstrausti, að þeir þurfa ætið eitthvert stórveldi til þess að styðj- ast við og lita upp til sem fyrirmyndar. Sumir ís- lendingar vita ekkert æðra Bandarikjunum eða þvi valdakerfi, sem þar rikir, aðrir trúa á Sovétrikin, og nýjast er svo hin siðari ár að setja allt sitt traust á stórveldið i austri, alþýðulýðveldið Kina. Ungir Framsóknarmenn vilja ekki una neinum þessara kosta, þeir vilja setja þjóðlega reisn, efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og trú á eigin mátt og megin öðru ofar. í ályktun framkvæmdastjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna um utanrikismál, sem birt er hér á siðunni, er alvarlega varað við þvi, að þjóðin tileinki sér oftraust á eitthvert ákveðið stórveldi. Hér eru auðvitað öll stórveldi lögð að jöfnu, enda mun það mála sannast, að háttalag þeirra gagnvart öðrum þjóðum er ætið hið sama, hvert sem innra þjóðskipulag þeirra er. Hinu er þó ekki að leyna, að um þessar mundir, þegar við eigum i höggi við Breta, hlýtur hugur margra að hvarfla til þess stórveldanna, sem margir íslendingar hafa sett traust sitt á og falið varnir landsins i stað þess að standa á eigin fótum, óháðir öllum erlendum herveldum. Að undanförnu hefur komið i ljós, að „varnarliði” þessa stórveldis hér á landi er eitthvert hlutverk annað ætlað en að verja okkur. Raunar kemur þetta ekki á óvart nokkrum þeim, sem gert hafa sér ljóst, að i skiptum stórveldis og smárikis eru það alltaf hagsmunir stórveldisins, sem ráða, þótt samskiptin eigi að heita friðsamleg. Hinir munu þó ófáir, sem til þessa hafa trúað þvi, að Bandarikin og NATO yrðu okkur sverð og skjöldur, ef út af brygði, verða nú að þola sár vonbrigði. Annar þáttur i samskiptum okkar við þetta stór- veldi er svo alvarlegs eðlis, að krefjast verður skýrra svara. Þar er átt við þær fullyrðingar, sem fram hafa komið um að hér á landi séu kjarnorku- vopn af einhverju tagi i blóra við okkur. Þetta mál verður að rannsaka rækilega. Bandarikjamenn hafa áður orðið berir að þvi að fara á bak við banda- menn sina i þessu efni og þess vegna er ekki unnt að taka orð þeirra ein trúanleg i þessu sambandi. Við krefjumst óyggjandi sannana fyrir þvi, að hér séu ekki kjarnorkuvopn. HHJ Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson Tanzanía og Kenya ViB höldum áfram birtingu kafla úr skýrslu Aöstoöar Is- lands viö þróunarlöndin. Hér á eftir fer meöal annars kynning á þeim löndum sem starf af Is- lendinga hálfu fer aöallega fram i. Þessi lönd eru fjarlæg okkur og reyndar nýlega til þess aö gera, orðin þjóölönd. Þau okkar sem oröin eru um og yfir 25 ára kynntumst ekki þessum löndum i landafræöikennslu þvi þá hétu þessi landsvæöi annaö. Umsjónarmenn SUF-siöunnar töldu þvi eftirfarandi upplýsing- ar vera áhugaveröar. Tanzania Sambandslýöveldið Tanzania á austurströnd Afriku, nær yfir áður sjálfstæð ríki, Tanganyika og Zanzibar. Þessi tvö riki höföu áöur fengið sjálfstæði á árunum 1961 og 1963, en sameinuðust 1964 i sambandslýöveldið Tanganyika og Zanzibar, sem fékk nafnið Tanzania siöar þaö sama ár. Tanganyika og eyj- arnar tvær Pemba og Zanzibar eru aö flatarmáli 939.703 ferkm. Tanzania er stærsta riki Austur-Afriku, og liggur landið rétt sunnan miðbaugs, en strandlengjan við Indlandshaf er um 800 km löng. Ef eyjarnar Pemba og Zanzibar eru taldar með, teygir landið sig 1200 km frá norðri til suðurs, og 1250 km frá austri til vesturs. Að Tanza- niu aö norðan og norðaustan liggja Kenya, Uganda og Rawanda, að austan Burundi, Zaire (Kongó) og Malawi, að suð-vestan og sunnan Zambía og Mosambique. íbúar Tanzaniu eru um 13 milljónir, flestir negrar eða um 99% og þá aðallega Bantunegr- ar, en einnig eru þarna Nilo-Hamitar s.s. Masajar. Þá byggja Hamitaþjóðflokkar norðurhluta Tanganyika eða alls um 120 þjóðflokkar. Evrópumenn eru þarna um 18 þúsund og hefur þeim eitthvað fækkað frá þvi að landið fékk sjálfstæði. Þó ekki eins mikið og Asiumönnunum, sem voru yfir 150 þúsund, en eru nú vart meira en 130 þúsund. Þar af eru á Zanzibar og Pembu um 40 þús. Arabar og milli 15-20 þús. Ind- verjar og Pakistanar. I Tangan- yika eru Arabar um 30-35 þús., aðallega út við ströndina, og Indverjar og Pakistanar 60-70 þús. Fækkun minnihlutahóp- anna hefur fyrst og fremst verið hjá Aröbum (á Zanzibar), Ind- verjum og Pakistönum ((i Tanganýika). Það munu vera um 11 ibúar á hvern ferkm. og fólksfjölgun um 2,7% á ári. Um 44% ibúanna eru undir 15 ára aldi. Tungumálin eru swahili og enska, svo og fjöldi mál- lýzka, en undanfarin ár hefur Tanzaniustjórn beitt sér fyrir þvi að swahili yrði hið opinbera tungumál i landinu. U.þ.b. 1/4 ibúanna eru múhameðstrúar, ogálika margireru kristnir, um 10% eru hindúar, en yfirgnæf- andi eru þó ennþá hin fomu trú- arbrögð einstakra ættbálka. Gróðurfarið er þarna mjög misjafnt. um 1/3 hluti landsins eru skógar, 1/10 beitarlönd. 1/4 er talinn ræktanlegur þó mikið vanti á að svo sé ennþá og 1/10 er óræktanlegur. Aðalatvinnu- vegurinn er landbúnaður, akur- yrkja og kvikfjárrækt, sem er meira en-10% af þjóðarfram- leiðslunni. Tanzania er aðalút- flutjandi sisalhamps i heimin- um og framleiðir um það bil helmingi heimsframleiðslunn- ar. Einnig er ræktað þar mikið af kaffi, baðmull og banönum. Zanzibar er aðal negulútflytj- andinn i heiminum og þar er einnig ræktað mikið af kókos- hnetum og appelsinum. Tanzania hefur nóg af málm- um i jörðu þó ekki hafi ennþá veriðhafin nýting nema á litlum hluta. Mikilvægast af þessu er demantaframleiðslan sem er um 2/3 af þvi sem grafið er úr jörðu enda um 15% af útflutn- ingsframleiðslunni. Þá er einnig flutt nokkuð út af gulli, blýi og glimmer. önnur jarðefni sem vitað er um i Tanzaniu eru tin, járn, kol og fosfat. Iðnaður er frekar litill ennþá, en unnið hefur verið að þvi að auka þá framleiðslu, sérstaklega mat- vælaframleiðsluna til þess að minna þurfi að flytja inn. Arleg aukning iðnaðarframleiðslu er talin vera um 14,8%. 1 landinu hafa verið teknar upp fimm ára áætlanir bæði i landbúnaði og iðnaði og til að standa við þessar áætlanir hefur viða verið leitað aðstoðar bæði fjárhagslegrar og tæknilegrar. Eftir kosningarnar i landinu 1965, hefur verið eins flokks kerfi i Tanzaniu, og er Tanu, flokkui forsetans Juliusar Nyerere, og samsvarandi flokk- ur á Zanzibar sem nefnist Aspz. A þingi Tanzaniu sitja 204 fulltrúar kjörnir til 5 ára i senn. Höfuðborg landsins er Dar es Salaam með um 360 þús. ibúa. Aðrar borgir eru Tanga með 80 þús., Mwanza með 43,5 þús. Tabora með 30 þús., Arusha með 50 þús. Iringa með 30 þús., og Moshi með 35 þús. Myntin er tanzaniu shillingar og er einn shillingur um 0.67 sænskar krónur. Um 20% þjóðarinnar er læs og skrifandi og hefst skólaskylda við 7 ára aldur, kennslunni er skipt niður á þrjú skólastig. 4ra ára nám á hverju stigi. Heilsugæsla er með betra móti miðað við það, sem þekkist i öðrum þróunarlönd- um, þó munu vera um 30 þús. ibúar um hvern lækni ílandinu. Kenya Kenya er eitt þeirra þriggja svæða, sem áður nefndust Brezka Austur-Afrika. Landið varð sjálfstætt lýðveldi þann 12. des. 1963 og gerðist þá aðili að brezka samveldinu. Um landið liggur miðbaug- urinn, en aðeins sunnan hans ris hæsta fjall landsins, eldfjallið Kenya, með jökulkrýnda tinda, en af þvi fjalli dregur landið nafn sitt. Landið liggur út að Indlands- hafi að suðaustan og stærsta stöðuvatni Afriku, Viktoriuvatni (68 þús ferkm.) suðvestan. Að öðru leyti liggja landamæri Kenya að fimm þjóðlöndum, Tanzaniuað sunnan, Uganda að vestan, Súdan og Eþiópiu að norðan og Sómaliu að austan. Austur-Afrika er hálendasti hluti Afriku, undirstöðubergið er forngrýti, sem liggur i mikl- um fellingum. Ibúar landsins eru um 11 milljónir á landsvæði, sem er 549.668 ferkm. eða um 15.3 ibúar á hvern ferkm. Afrikumenn eru um 10.7 milljónir og búa dreift um landið, flestir eru af bantu- kynstofni, einnig eru þarna hamitar (Sómaliumenn og Gall- ar). Nilo-hamitar og Nilotar. Fjölmennasti þjóðflokkurinn er Kikuyumenn rúmar 2 milljónir og eru þeir Bantunegrar, næst- fjölmennastir eru Loumenn um 1,5 milljónir og eru þeir Nilótar. Aðrir þjóðflokkar sem eru yfir 1 milljón eru Luhya og Kamba, sem eru Bantunegrar og Kalinjin,sem eru Nilo-Hamitar. Þá eru i landinu um 140 þúsund Asiumenn og hefur þeim fækkað mjög siðan landið fékk sjálf- stæði. Þeir búa flestír i borgum landsins og stunda verzlun. Arabar eru um 28 þúsund og búa flestir i borgunum á austur- ströndinni og hefur þeim eitt- hvað fækkað, en ekkert á við Asiumennina. Evrópumenn eru um 40 þúsund og búa þeir i borg- um og á hálendissvæðum lands- ins, en þeim hefur fækkað um 10 þúsund frá þvi að landið fékk sjálfstæði. 1 borgum landsins búa aðeins um 8% ibúanna þó að þær séu taldar vera um 34 (með 2000 ibúa eða fleiri). Nairobi, ibúar um 1/2 millj., er nú höfuðborg landsins og sú fjölmennasta i Kenya. Hún reis upphaflega i kringum höfuðstöðvar járn- brautarinnar á Athisléttunni og varð bráðlega miðstöð atvinnu- vega og samgangna, verzlunar og iðnaðar. Mombasa er næst- fjölmennasta borg Kenya og stendur hún á eyju við strönd- ina. Um 77% landsins eru þurrar gróðurlitlar sléttur byggðar að- Framhald á 2 3 siðu. ísland og þróunar- löndin 2. grein Framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna: Utanríkissfefna íslands markist af þjóð legri reisn og efnahagslegu sjálfstæði Utanrikisrnál voru rædd á fundi Frarnkværndastjórnar SUF fyrir skörnrnu. Einar Agústsson utanrikisráöherra korn á fundinn og svaraði fjöl- rnörgurn spurningurn stjórnar- rnanna. 1 lok fundarins var svo- hljóðandi ályktun sarnþykkt. „Frarnkværndastjórn Sarn- bands ungra Frarnsóknar- rnanna leggur áherzlu á, að ut- anrikisstefna tslands rnerkist af þjóðlegri reisn og efnahagslegu sjálfstæði. Ætið verði tryggt, að íslend- ingar ráði rnálurn sinurn sjálfir. Glati þjóöin trúnni á að hún hafi óskoraöan rétt á öllurn sinurn rnálurn, er stutt i að hún glati sjálfstæðinu. Einarðlega skal unnið að full- urn yfirráðurn Islendinga yfir öllurn auðlindurn i hafinu i kringurn landið. Islendingurn ber að halda fast við fullveldi sitt og sérstakrar varúðar skal gætt, svo að við verðurn ekki of háðir einni ákveðinni stórþjóð. SUF vill þó alls ekki að þjóðin taki upp einangrunarstefnu, heldur verði höfð sarnvinna við aðrar þjóðir. Þvi er SUF fylgj- andi þátttöku tslands I alþjóða- sarnvinnu, sern sarnrýrnist frarnangreindurn rnarkrniðurn. Sérstaklega skal stefnt að aukinni sarnvinnu við þróun- arlönd og srnáþjóðir. Þar er rnesturn skilning á sérstöðu þjóðarinnar að mæta. 1 sam- rærni við þaö er nauðsyn aö stórauka frarnlag til þriðja heirnsins. Ekki er eðlilegt að Is- land þiggi rneiri aðstoð en það lætur af hendi eins og nú er. Island hefur engin sendiráð i Asiu og Afriku. Ur þvi þarf að bæta. Frarnkværndastjórn SUF er andvig þvi, að hér sé erlendur her og vill að hann hverfi sern skjótast af landinu. Þangað til að þvi kernur, skal dregið úr áhrifurn hersins á islenzkt efna- hags- og þjóðlif. Stjórnvöld stór- ....... * auki eftirlit rneð áhrifurn her- setunnar og gæti þess ætið að is- lenzk lög nái yfir alla rnenn og starfserni sern i íslenzkri lög- sögu er. Frarnkværndastjórn SUF. litur á það sern langtirnarnark- mið, aö ný skipan verði tekin upp i öryggisrnálurn i okkar heirnshluta þannig að hernaðar- bandalög verði leyst upp. Þetta verður aðeins gert rneð sarn- rærndurn fjölþjóða aðgerðurn. 1 stað hernaðarbandalaga verði kornið á fót hlutlausurn eftirlits- stöðvurn, t.d. á vegurn Sarnein- uðu þjóðanna. Vel gæti kornið til athugunar, að á Islandi yrði slík stöð, sern hefði þann tilgang að fylgjast rneð öllurn hernaðar- urnsvifurn urnhverfis landið. Allir aðilar hefðu fullan aðgang að þeirn upplýsingurn, sern þessi stöð aflaði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.