Tíminn - 20.02.1976, Síða 20

Tíminn - 20.02.1976, Síða 20
20 TÍMINN Föstudagur 20. febrúar 1976 GORDON HILL er nú talinn einn hættulegasti sóknar- leikmaöur á Bretlandseyjum. — Þessi snjaili útherji, sem Tommy Docherty keypti frá Millwall, þarf örugg- lega lengi að bíða, þar til Don Revie velur hann í enska landsliðið. Hill, sem má segja að sé sfðasta stykkið í hinu frábæra „púsluspili" Tommy Docherty á Old Trafford, er óstöðvandi, þegar hann kemst á skrið. Hann elskar það að tef la á tvær hættur, og er oft mikill ævintýramað- ur, þegar hann á við sterka varnarmenn að etja. Þetta kunna áhorfendur að meta og hinn frábæri einleikur hans hef ur af lað honum geysilegra vinsælda. Þegar hon- um tekst upp, þá rísa áhorfendur upp úr sætum sínum af spenningi. Hill hefur einnig næmt auga fyrir samspili og sendingar hans fyrir markið eru stórhættulegar. Tommy Docherty hefur horfið aftur i timann, til að fullkomna Manchester United-liðið. — Með þvi að kaupa Gordon Hillfrá Mill- wall á 70 þús. pund, hefur hann snúið aftur i þann tima, sem tveir útherjar eru notaðir. Docherty hefur tekið upp útherja-leikað- ferðina aftur, með þvi að láta Gordon Hillleika á vinstri kantin- um og Steve Coppell á þeim hægri. Þessi leikaðferð var mjög árangursrik fyrir nokkrum árum — eða þar til farið var að nota þrjá miðherja. Hverjir muna ekki eftir gömlu útherjunum, eins og George Armstronghjá Arsenal og Liverpool-leikmönnunum Ian Callaghan og Peter Thompson, sem voru kallaðir ,,orthodox-út- herjar”, eða hinir einu og sönnu útherjar. Mönnum er enn ofarlega i minni leikur KR og Liverpool á Laugardalsvellinum 1964, þegar Peter Thompson sýndi stórkost- legan leik á kantinum — hann gabbaði þá Hreiðar Ársælsson upp úr skónum, svo að Hreiðar vissi ekki hvort hann var að fara eða koma. Islendingar hafa átt mjög góða útherja, eins og örn Steinsen úr KR, Skagamanninn Þórð Jónssonog Elmar Geirsson, svo einhverjir séu nefndir. En nóg með þessar vangaveltur, bregð- um okkur aftur á Old Trafford. — Ég hafði augastað á Gordon Hillog fylgdist með honum leika 12 leiki. Ég var öruggur um, að þetta væri maðurinn fyrir mig, sagði Tommy Docherty.sem enn- þá er að hrósa sér af nýjustu og siðustu kaupum sinum. Gordon — síðasti hluturinn á Old Trafford púslu- spilinu ég get, sagði Hilleftir sinn fyrsta leik á Old Trafford. Nú hefur hann svo sannarlega sýnt getu sina — hann hefur leikið hvern leikinn öðrum betri og skorað 5 mörk fyrir United. Manchester United-liðið, með þá GordonHiliog Steve Coppellá köntunum — skapar ógurleg vandræði og usla i vörnum and- stæðinganna, og ógna hvaða vörn sem er. — Þessi drengur er ákveðinn og hann trúir á sjáifan sig. Hann mun verða i miklu uppáhaldi á Old Trafford, ef ég þekki áhangendur Manchester United rétt, sagði Docherty, um Gordon Hill. — Þetta er mikii- fenglegasta félag i heimi og ég er þakklátur fyrir, að fá að keppa undir merkjum þess. Ég hef nóg sjálfstraust, til að geta barizt fyr- ir félagið, sagði Gordon Hill. — Margt fólk talar um, að ég sé rogginn og öruggur með mig. — Já, þannig er ég. Ef maður hefur ekki sjálfstraust, þá er alveg eins gott að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Það eru ekki margir varnarmenn, sem geta stöðvað mig — ekki nema með þvi að bregða mér, sagði Hill. Það er ekki að efa, að Man- chester United-liðið — með þá STEVE COPPELL...einn af hin- um stórefnilegu strákum hans Docherty. Manchester United-liðið leikur knattspyrnu að minu skapi —■ hratt, örugglega og góðan sóknarleik. Mér fannst, að ég hefði ekkert annað gert um ævina en að leika með strákunum. Þeg- ar ég er búinn að átta mig á hlutunum, þá skal ég sýna hvað Coppellog Hilláköntunum, hefur vinna „Double” — bæði deildar- tekið stefnuna á meistaratitilinn og bikarkeppnina. og iiðið á góða möguleika á, að — SOS Hilllék fyrsta leik sinn með Unit- ed-liðinu gegn Aston Villa á Old Trafford, þar sem 52 þús. áhorf- endur voru saman komnir. Hill hafði aldrei fyrr leikið fyrir svo marga áhorfendur, en hann átti stórgóðan leik. Þessi snjalli 21 árs leikmaður, lék eins og hann hefði aldrei leikið með öðru liði en Manchester United. Gordon Hiil, sem er frábær einleikari ög mjög góður með knöttinn, sagði: — Þetta er stórkostlegur staður og GORDON HILL ANDRÉS KRISTJANSSON...... hinn efniiegi linumaður úr FH, er einn af unglingalandsliðsmönnum okkar. „Mikill áhugi hjá strákunum" — segir Viðar Símonarson, sem er byrjaður að undirbúa unglingalandsliðið fyrir Norðurlandamótið í Reykjavík — Við stefnum að Norðurlandameistaratitlínum, við gerum okkur ekki ánægða með annað, sagði Viðar Símonarson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem er nú byrjaður að undirbúa unglingalandslið pilta af fullum krafti, fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer i Reykja- vík 2.-4. apríl. — Strákarnir koma saman tvisvar sinnum i viku — þ.e.a.s. á sunnudögum er æfing og siðan eru leiknir tveir æfingaleikir, þar sem farið er yfir það, sem tekið er fyrir á æfingum, sagði Viðar. Viðar sagði að áhuginn væri mik- ill hjá þeim 16 strákum, sem hafa verið valdir til æfinganna og and- inn i hópnum væri mjög góður. Þá sagði hann, að lokaundirbúning- urinn hæfist upp úr miðjum marz — þá yrði æft 5 sinnum i viku, eða jafnvel alla daga vikunnar. Strákarnir, sem fá það hlut- verk, að endurheimta Norður- landameistaratitilinn, sem við unnum 1972, eru: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Þrótti... 4 EgiII Steinþórsson, Ármanni.... 0 Ólafur Guðjónsson, FH..........0 Aðrir leikmenn: Pétur Ingólfsson, Ármanni.....4 Jón Árni Rúnarss., Fram........8 Theódór Guðfinnss., Breiðablik .0 Jón Hauksson, Haukum ..........o Friðrik Jóhannsson, Arm........0 Andrés Kristjánsson, FH........0 Gústaf Björnsson, Fram.........0 Sigurður Sigurðss., Víking.....0 Halldór Arason, Þrótti.........0 Jón Viðar Sigurðss., Armanni... 0 BjarniGuðmundsson, Val.........8 óskar Ásgeirsson, Val..........3 Kristinn Ingimarsson, KR.......0 Eins og sést á þessu, þá eru margir nýliðar i unglingalands- liðinu. Bjarni Guðmundsson og Jón Arni Rilnarsson hafa leikið flesta unglingalandsleikina, eða 8. — SOS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.