Tíminn - 09.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. marz 1 6 TÍMINN 5 Getur valdlð óbætanlegu tjóni t grein sem Geir Hallgrims- son forsætisráöherra ritaði I brezka stórblaöið „Guardian” segirhann að aðgerðir Breta á tslandsmiðum geti valdið starfsemi Atlantshafsbanda- lagsins á ts- iandi óbætan- j legu tjóni, og þa r m e ð skaðaö áhrifamátt bandalagsins á hinu mikil- væga hernaða r- svæði, sem hafsvæðið um- hverfis tsland sé. Meö þessum orðum tekur Geir Hallgrimsson i sama streng og ýmsir aðrir, sem áhyggjur hafa haft af þvi, að Bretar væru með aögeröum sinum aðhrekja tslendinga úr Atiantshafsbandalaginu. Mbl, hefurekki mátt heyra á þessa kenningu minnzt, og nefnt þá, sem bent hafa á þessa staöreynd, öilum illum nöfn- um. Hafa þeir ýmist veriö kallaðir „viðhlæjendur kommúnista” eða „tækifæris- sinnar”. Timinn hefurenga löngun til að troða illsakir við Mbl. vegna þessa alvarlega máls, en er ekki kominn timi til fyrir þá, sem stýra stjórnmála- skrifumMbl., að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á afstöðunni til Atlants- hafsbandalagsins, og forsætis- ráðherra bendir réttilega á? Það eru ekki sizt fylgismenn vestrænnar samvinnu. sem áhyggjur hafa af þessari þró- un mála, og vona, aö banda- lagsþjóöir okkar i Atlants- hafsbandalaginu beiti áhrifum sinum af aleflitilað koma vit- inu fyrir Breta. Reynir ó ókvæðið í varnarsamningnum Bregðist sú von, að hægt verði að fá Breta til aö láta af ofbeldisaðgerðum sinum með þcim herafla, sem þeir nota á islandsmiðum og forsætisráð- herra segir, að I hugum margra islendinga tengist At- lantshafsbandalaginu, verð- um við að treysta á, áð Banda- ríkjamenn leigi okkur hraö- skreið skip til eflingar land- helgisgæzlunni Ólafur Jó- hannesson dómsmála- ráðherra hefur beðið utanrikis- ráðuneytið að , I e i t a t i I I Bandarikja- I manna i þessu skyni. Vitnar hann til ákvæðis i viðauka frá 1974 við varnar- samning við Bandarikin þess- ari málaleitan til stuðnings, en i þessu ákvæði felst, aö báöir aðilar skuldbindi sig til að hafa sérstaka samvinnu um landhelgismál. i viðtali við Timann s.l. laugardag, sagði Ólafur Jóhannesson, að ekki hefði reynt á þetta ákvæði enn þá, en gott væri að fá úr þvi skorið, hvað raunverulega fælist i þvi. Fari svo, scm ólíklegt verður að teljast, að Banda- rikjamenn standa ekki við skuldbindingar sinar gagnvart tsiendingum, hafa skipherrar islenzku landhelgisgæzlunnar bent á sovézkar smá freigátur, sem þeir telja hcntugar við gæzlu landhelginnar. Tillaga tveggja Sjólf- stæðisþingmanna Það hefur sýnt sig, að is- lenzku varöskipsmennirnir hafa náö mjög góðum árangri við landhelgisvörzluna. Sá árangur yrði enn betri, ef þeir fengju i hendur hraöskreiöari skip. Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeir Guðlaugur Gislason og Oddur Ólafsson, fluttu nýverið þingsályktunartillögu þess efnis, að rikisstjórnin gerði könnun á leigu eins eða tveggja hraðskreiðra skipa erlendis frá til að efla land- helgisgæzluna. Af þvi má ráða, að aukinn og vaxandi skilningur sé fyrir þvi að bæta tækjakost landhelgisgæzl- unnar. Aðgerðir ólafs Jó- hannessonar eru i fullu sam- ræmi við tillögu Sjálfstæöis- þingmannanna. —a.þ. Skálmöld í Hveragerði — brýnt að lögregluþjónn hafi aðsetur þar ÞS—Hveragerði. Nokkuð hefur borið á ólátum, afbrotum og skemmdarverkum hér i Hvera- geröi að undanförnu. Aðfaranótt s.l. sunnudags keyrði þó um þver- bak i þeim efnum. Brotnar voru tvær stórar rúður i söluskála við gamla þjóðveginn skammt frá Eden og þar farið inn en ekki er fullkannað hvort einhverju var stolið. Einnig voru brotnar rúður i Hótel Hveragerði. Þá er stolið dráttarvél, sem hreppurinn á, og henni ekið til Þorlákshafnar, þar sem henni var ekið á kyrrstæða, griðarstóra mokstursvél og munu nokkrar skemmdir hafa orðiö á báðum tækjunum. Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn þcssara mála og mun nú þegar hafa upplýst sum þeirra. Þetta er aðeins saga einnar helgar, sem reyndarer með þeim verri. En við hér i Hveragerði teljum löggæzlumál staðarins i algjörum ólestri, án þess þó að kasta rýrð á störf lögreglunnar á Selfossi. Hún kemst ekki yfir alla hluti, allra sizt um helgar þegar hún þarf einnig að sinna löggæzlu á dansleikjum i héraðinu. Benda má á nokkur atriði þessu til staðfestingar. Hinn 1. des. s.l. voru hér á ibúaskrá 1086 manns. Þar að auki eru hér að staðaldri 300-400 manns á dvalarheimilinu Asi og Heilsuhæli NLFl. A sumrin eru um 200-300 manns að stað- aldrii' ölfusborgum, sem þurfa af eðlilegum ástæðum að sækja ýmsa þjónustu hingað til Hvera- gerðis, og ekki er nema gott eitt um það að segja. Siðast en ekki sizt má svo benda á, að á sumrin er Hveragerði einhver mesti ferðamannastaður landsins, bæði innlendra og erlendra. Þrátt fyrir ofangreinda upptalningu er hér engin. löggæzla önnur en sú, sem yfirhlaðin lögregla á Selfossi get- ur sinnt. Sér pvi nver maöur, aö við svo búið má ekki standa. Hveragerðishreppur er nú að standset ja húsnæði fyrir lögreglu hérá staðnum, og standa vonir til að þvi verði lokið um miðjan næsta mánuð. Þegar þessi að- staða er tilbúin verður það af- dráttarlaus krafa okkar Hver- gerðinga, að hér verði staðsettir lögregluþjónar til þess fyrst og fremst að sinna störfum hér á staðnum. Hægt væri að telja upp mörg fleiri atriði þessu til stað- festingar en mun ekki gera að sinni. Slikt fyrirkomulag er þegar komið á i Þorlákshöfn, að þar er staðsett lögregla, og teljum við að ekki aé minni ástæða til að hafa lögregluþjóna hér á staðnum. Vængir rjúfa vetrar- einangrunina MÓ - Reykjavik — Það var sólskin og fagurt veður á Ströndum, þegar blaðamaður Timans flaug þar yfir með flugvél frá Vængjum. Nokkrir farþegar voru með vélinni til Hólmavfkur og þangað var einnig fluttur póst- ur. Siðan var flogið norður á Gjögur. Þar fór einn farþegi úr vélinnienannar kom i staðinn.Sá þurfti að komast til Hólmavikur og var þvi lent þar aftur tii að skila þessum eina farþega. Mikil ánægja er hjá Stranda- mönnum með þjónustu Vængja. Hefur flugfélagið rofið einangrun þessara byggða, eins og svo margra annarra. Þangað er flogið tvisvar i viku með farþega, vörur og póst. Það var enginn asi á mönnum á flugvellinum á Gjögri. Þangað komu menn á þremur jeppum. Einn spurði um sjónvarpið sitt. Það hafði þvi miður ekki komizt með. Það kemur þá bara næst eða þarnæst. Ekkert lá á. Lifið gekk sinn vanagang þótt það kæmi ekki. Við spurðum um félagslif i sveitinni. — Það var kannski ekki mög NOTIÐ tAÐBESTA ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. 13LOSSI H F Skipholti 35 • Símar. 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa ~'rí\EW HOLLAND heybindivélar mikið(var svarið, en hér eru allir samt ánægöir. — Er ekki einu sinni spilaður lomber? — Nei,' slik forn menning er þvi miður að mestu horfin, var svarað, en einstaka sinnum grfpum við i að spila bridge. — Hvaða félag er öflugast i sveitinni? — Ætli það sé ekki sauðfjár- ræktarfélagið. Hér eru miklir . ræktunarmenn og hafa afburða gott fé. Nú er búið að setja upp áætlun um að efla alla byggð i sveitinni, og á að fara að byggja fjarhús á hverjum bæ, svo hægt sé aö fjölga fénu. Hér vill fólkið vera. Hér er friðsælt og gott. Meira en helmingur allra bindivéla i land- inu er af NEW HOLLAND gerð. Við eigum ennþá óráðstafað örfáum vél- um á verði sem er ótrúlega lágt. Kosta aðeins um kr. 605 þúsund t*að býður enginn betur — látið þvi ekki happ úr hendi sleppa og pantið strax. Globusp LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 31 veiðiþjófur og 11 verndarskip 31 brezkur togari er nú að veiðum á miðunum út af Austurlandi. þar af eru 25 togar- ar að veiða á friðaða svæðinu við Norðausturland. 11 skip eru til verndar veiðiþjófunum. 5 freigátur, 4 dráttarbátar og 2 aðstoðarskip. islenzku varð- skipin reyna eftir föngum að halda togurunum frá veiðum og trufla þá á ymsan hátt. Varðskipið Baldur gerði i gær tilraun til að klippa á togvira brezks togara. en það tókst ekki. Eftir þá tilraun revndu tvö verndarskipanna að sigla á Baldur en varðskipsmönnum tókst að komast undan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.