Tíminn - 09.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.03.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. marz 1976 TÍMINN 13 kært tilvonandi aðgerðir og gátu stöðvað framkvæmdirnar með stöðugt nýjum kæruatriðum. Rörleiðsla gegnum Alaska miðja myndi trufla ferðir hreindýra og elga, og þar sem olian getur að- eins runnið, þegar hún er upphit- uð, getur það breytt sifrosinni túndrunni i mýrar, og þar með skemmt gróðurinn. Og hvað, ef eitt af rörunum brysti og olian flæddi um allt, — og drukknir Eskimóar og Indiánar kveiktu i? Túndran yrði á nokkrum árum eyðilögð. Þá kröfðust frum- byggjamir einnig réttar sins. Landið, sem leiðslan átti að fara yfir, hafði löngu áður en Rússar og Bandarikjamenn komu til sög- unnar, verið eign forfeðra þeirra, hver sá sem vildi byggja hér, varð að gjöra svo vel og borga. Stjómin komst fljótt að sam- komulagi við Eskimóa og Indiána. Hún veitti þeim eignar- rétt yfir 16 milljón hektara landi, fjarri leiðslunni. Einnig borgaði hún þeim með hlutabréfum, sem metin vom á einn milljarð dala. Þessi bréf vom þó föst i fyrirtæk- inu, og ekki mun vera hægt að selja þau fyrr en að 20 árum liðn- um. Vandamálið með náttúru- verndarmennina var ekki svona auðleyst. En Arabarnir hækkuðu oliuverðið haustið 1973, — orku- kreppan skall á, og Bandarikja- þing samþykkti lög um uppsetn- ingu leiðslunnar. Svo mikilvæg var olian þeim, aö þeir kölluðu leiðsluna „Þjóðarvörn”. Ef ein- hverjar utanaðkomandi truflanir verða á framkvæmdinni, er hern- um heimilt að gripa 1 taumana. Það varð engin truflun. „Alyeska”, fyrirtækið, sem setur leiðsluna upp fyrir oliufélögin, hefur einfaldlega keypt verkfalls- réttinn af verkamönnunum — fyrir laun, sem nema 1500-3000 dölum á viku! — Nú finnst enginn i Alaska, sem vill vinna fyrir lægri vikulaun en 1000 dali, segir Dan Kupiszeuzki hjá atvinnu- málaráðuneytinu i kvörtunartón. Frekar fara þeir á atvinnuleysis- skrá. Tveirþriðjuhlutarstarfsfólks 1. National Bank hefur hlaupið það- an til Alaska, og lögreglan i Fair banks missti helming lögreglu- liðsins. Við leiðsluna fá þessir menn meira á viku heldur en áður á mánuði. 1 ágúst siðast liðnum lá við, að slökkviliðið i Fairbanks rynni á braut. Olian gerir flest fólk vitlaust. Foreldrar skilja börn sin eftir ein, og eiginmenn konur sinar. Takmarkið er að komast i eina af þeim 29 vinnu- búðum, sem settar voru upp fyrir þá, sem vinna við leiðslulagning- una.Hver skáli hefursitt nafn, og minna þau óneitanlega á villta vestrið, svo sem eins og „Dead Horse”, „Happy Valley”, „Old Man” o.fl. Þarna dveljast þeir átta vikur i senn, — kúrekar frá Texas og Oklahoma með barða- stóra hatta og i támjóum stigvél- um og ævintýramenn frá Kóló- radö og Kaliforniu. Undarlegt samansafn af fólki, — svipað þvi sem vann við uppsetningu Kyrra- hafsjámbrautarinnar, en hefur ekki sézt siðan lagningu hennar lauk fyrir réttum hundrað árum. Þeir sveigja rör, reka stólpa nið- ur i jörðina og aka stórum þunga vinnu vélum. A sumrin, sem eru stutt og heit, skapraunar þeim sérstaklega harðgerð tegund af móskitóflug- um, sem stinga jafnvel i gegnum fötin. A löngum, köldum vetrum, frýs nefið á þeim i 30 sek., ef þeir gleyma að setja á sig andlits- grimur, áður en þeir fara út, þvi kuldinn fer oft niður fyrir 60 st. á Celcius. Þeim finnst þeir græða heil ósköp, segir Cliff Dunlop,' félagsráðgjafi i Anchorage. En svo sjá þeir, að helmingurinn fer i skatta. Þeirborgafimm dali fyrir kassa af bjór og 100 fyrir vændis- konu. Þeir fljúga i vikuferð til Hawaii og'koma heim 1000 dölum fátækari. Siðan fara þeir að hugsa með sér: Hver skrambinn gengur á hér. Ég vinn 84 klst. á viku, alveg eins og þræll,og hef aðeins tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi annan hvern mánuð. Margir koma ekki aftur eftir fyrsta friið. Hinn raunverulegi gróði kemur ekki fyrr en verkamaðurinn er löngu farinn heim og olian farin að renna eftir pfpunum, I lok árs- ins 1976. Þá mun hún færa oliu- félögunum átta, sem eru viðriðin framkvæmdirnar i Alaska, 8 milljónir dali daglega. En um þetta er ekki talað i Alaska nú. Þaö er heldur ekki talað um slysatilfellin og tölurnar i sam- bandi við þau. Bandariska frétta- blaðið Time spáir þvi, að þegar framkvæmdunum lýkur, verði um 500 dauðir. Menn, sem kremj- ast á milli röra, og menn, sem brotna niður i kuldanum. Þeir eru fluttir burtu úr búðunum með leynd. Framkvæmdin verður að halda áfram, hvað sem það kost- ar. Þegar Peter Kelly varaði við hættu á oliuleka, var hann rekinn. Hann höfðaði mál gegn Alyeska og sakaði fyrirtækið um að hafa falsað skýrslur sinar. Slikt hefur litið að segja. Alyeska sló flesta gagnrýnendur sina út af laginu i sjónvarpsumræðum og blaðadeil- um, — og nú vinna þeir i upp- lýsingadeild félagsins með þre- föld laun og skrifa velviljaðar blaðagreinar um þetta „tækni- lega ævintýri”, sem verkið eigi að vera og telja það jafn stórkostlegt og Panamaskurðinn. t búðunum eru 3 reglur i gildi, — ekkert kyn- lif, engin vopn, ekkert áfengi, — ekkert annað. öryggisvörður frá 5 Mile Camp við Yorhon-ána hefur sagt frá blóðugum bardaga um steik og svallveizlum með ræstingakon- unum. íbúar Alaska vilja ekki meira, þeir hafa fengið sig fullsadda af oliunni. Við sáum heimatilbúin eimingartæki og menn með hlaðnar skambyssur á ferli. Þeir spila matador upp á peninga. í lögregluskýrslum iFairbanks má lesa söguna um manninn, sem opnaði spilaviti með leikfanga- hjóli, i einu húsanna. Eftir 2mán- uði fór hann aftur heim til sin með 65000 dala gróða. „Þegar verka- mennirnir fá útgönguleyfi, er allt vitlaust i borgum Alaska. Þá eru allir barir fullir og allt logar i slagsmálum, sem minna á bar- dagana i villta vesturs kvik- myndunum”, skrifar New York Times. „Og þessir menn lumbra mjög gjarna á Eskimóum og Indiánum.” — Þetta er mjög slæmt ástand, segir Sylvia Ringstadt, fyrrver- andi borgarstjóri i Fairbanks. Það hafa komiðsvo margir menn I vinnuleit hingað norður, að um 13% innlends verkafólks eru at- vinnulaus. íbúðir fást vart með lægri leigu en sem svarar hundrað þúsund isl. kr. á mánuði. 1 Barrow krefjast Eskimóarnir 8.500 króna fyrir næturgistingu i óvistlegum hótelum. Aður en oh'- an kom til sögunnar, læstu ibúar Alaska aldrei húsum sinum, — núna erMafian landlæg, þeirhafa umferðaröngþveiti, loftmengun, ibúðahörgul og skólar eru tvisett- ir. — Neyð i hverju horni. — Mestu hagfræðilegu áhrifin, sem Eskimóar hafa orðið fyrir vegna verksins, er að allar stelpurnar eru orðnar gleðikonur, segir W. Brandon, sérfræðingur i málefn- um Eskimóa, ruddalega. Rétt i þessu ók pútnahús á hjólum framhjá — ibúðarvagn sem vændiskonurnar aka um i á „Pipeline-le iðinni. ” Fyrir tveimur árum voru flestir Alaskabúar hliðhollir leiðslunni. Hvað gat hún svo sem fært þeim annað en betri lifskjör? Náttúru- vendarmenn voru sýndir á plakötum, sem báru undirtitilinn „Látum fiflin frjósa i yztu myrkr- um.” Núna hafa margir þeirra fengið nóg af oliunni og vilja bara komast burtu. — Þetta er einfald- lega orðið of mikið, segir Beverly Huchs, kennslukona. Ég ætla að flytja með vinum minum til Kóló- radó og sný ekki aftur, fyrr en verkinu er lokið. Það verður þó aldrei eins og áður, a.m.k. ekki hvað náttúruna snertir, hún verð- ur ekki aftur hrein og ósnert. tbúatala þessa nyrzta rikis U.S. mun á næstu árum tvöfaldast. t Alaska eru næstum þvi allir þeir málmar, sem fyrir finnast á jörð- inni. Fundurinn i Prudhoe Bay er meira að segja litilfjörlegur, mið- að við það magn, sem liggur i innri hlutum landsins. Sér- fræðingar spá uppsetningu á tylft nýrra leiðslna,sem munu eiga eft- ir að skera Alaska þvera og endi- langa. Jay Hammond landstjóra hryllir við offjölguninni, sem á jafnvel eftir að verða enn meiri i Alaska vegna oliunnar. Það gæti átt eftir að sannast, að i lokin verði þaðekki hreindýr og elgir, sem I hættu verða i þessu landi, — heldur mennskir ibúar Alaska. (Þýtt —J.B.) Villtavesturssenur eins og i kvikmyndunum. í Malemute barnuin í gömlu gullgrafaraborginni Ester City, ganga menn vopnaöir á kránum. Það er ieyfilegt að bera vopn í Alaska — aðeins þeir, sem reyna að fela þau á sér, eru handteknir. Knæpa á leiðinni frá Fairbanks til Yukon river. Aður voru það aðeins veiðimenn, sem komu hér. Nú eru gestirnir næstum eingöngu vörubilstjórar, sem flytja rör i leiösluna. Lögreglan i Barrow, nyrztu byggð i Ameriku, hefur sett Eskiinóa, sem var með drykkjulæti á almanna færi i varðhald. Flestir Eskimóarnir I Barrows, 2300að tölu lifa á opinberum styrkjúm. Hvern föstudag, þegar borgað er út drekka þeir sig ölvaða og koma af staö látuin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.