Tíminn - 11.03.1976, Side 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 11. marz 1976
Listahátíð - Listahátíð - Listahátíð
Listahátíð - Listahátíð - Listahátíð
dansflokkurinn sýnir með hon-
um, ef til kemur.
Þvi framlagi islenzkra lista-
manna að gefa vinnu sina við
hátiðina fylgir það skilyrði að
stjórnvöld láti ekki fresta henni
oftar og Listahátið verði haldin i
Reykjavík á tveggja ára fresti
svo sem verið hefur frá 1970.
Það er nýtt um þessa
Listahátið að nú hefur verið leit-
að meira en áður til erlendra
aðila, sem hagsmuna eiga að
gæta hér á landi, svo sem sendi-
ráðanna, um fjárhagslegan
stuðning, þar sem stjórn Lista-
hátiðar hefur nú úr litlu að spila.
Samvinna hefur tekizt á þess-
um vettvangi. Þýzka sópran-
söngkonan fræga Annelise
Rothenberger kemur t.d. og
syngur á tónleikum 11. júni i
Háskólabiói fyrir tilstilli sendi-
ráðs Vestur-Þýzkalands hér á
landi. Franska sendiráðið hefur
stuðlað að komu Ars Antica,
fjögurra manna, sem leika á
hljóðfæri frá miðöldum. Koma
þeirra verður efalaust fengur
fyrir mikla séráhugamenn um
tónlist. Sendiráð Aust-
ur-Þjóðverja á þátt i þvi að
Gisela May, kunn Brechtsöng-
kona, verður meðal þátttakenda
á Listahátið i Reykjavik. Fleiri
dæmi eru um góðar undirtektir
þeirra erlendu aðila, sem leitað
hefúr verið til.
1 kjallara Norræna hússins
verður sýning á islenzkri nytja-
list. Norræna húsið mun bjóða á
hátiðina hönnuði i einhverri
grein nytjalistar frá einhverju
hinna Norðurlandanna með
tilliti til hugsanlegs útflutnings
á islenzkri nytjalist.
Þekkt danskt flaututrió,
Michalatrióið, kemur og leikur i
Norræna húsinu.
Frá Færeyjum koma þau
Annika Haydal og Eyðunn Jó-
hannesson ásamt hljóðfæraleik-
ara og flytja leik, söng og fleira.
Norrænn gestaleikur verður i
Þjóðleikhúsinu og verður afráð-
ið innan fárra daga hvaða lista-
menn þar verða á ferð.
Portúgalskur leikflokkur
Communa, sem tók þátt i hátið-
inni i Nancy i vor ásamt
Inúk-hópnum, og gat sér þar
góðan orðstir, hefur sýningu
hér. Fjallar hún um ógnir fang-
elsa og pyntinga og er sögð
áhrifamikil i meira lagi.
I Listasafni Islands verður
sýning á verkum austurriska
málarans Hundertwasser. Hann
hefur verið kallaður málari rika
fólksins. Hann málar ekki mikið
en selur öll verk sin þegar i stað
háu verði. Listasafnið hefur haft
hug á að eignast mynd eftir
Hundertwasser en ekki tekizt
enn sem komið er.
Að Kjarvalsstöðum verður
sýning á verkum eins mikils
frumkvöðuls franskrar nútima-
listar Gérards Schneider. Þar
heldur félagið Islenzk grafik
einnig sýningu um sögu is-
lenzkrar grafiklistar.
Stefnt verður að þvi, að á
Kjarvalsstöðum verði jafnan
eitt eða tvö dagskráratriði
hvern dag meðan Listahátið
stendur — auk sýninganna
tveggja. Koma þar m.a. fram
portúgalski leikflokkurinn
Communa, Gisela May og
maður að nafni Gunnar
Walkare.
Sá siðastnefndi hefur ferðazt
mikið um Afriku og kynnt sér
tónlist þeirra, erþar búa. Flytur
hann það sem hann nefnir tón-
listar „Workshop”, er með hálf-
smiðuð og fullsmiðuð hljóðfæri,
leikur tónlist o.s.frv. Tónlist
þessi er sögð til þess fallin að
vekja frumhvatir mannsins.
Sagt er, að kunnum islenzkum
tónlistarmanni hafi orðið á að
Frh. á bls. 15
íslenzkir listamenn
gefa vinnu sína, svo
að ekki þurfi að
fresta Listahátíð
UNGUR ÍSLENZKUR FIÐLU-
SNILLINGUR EINLEIKARI
Á FYRSTU TÓNLEIKUNUM
— sem verða undir stjórn þekkts
bandaríks hljómsveitarstjóra
SJ-Reykjavik. A fyrstu tónleik-
um Listahátiðarinnar i vor, i
Háskólabió 4. júni, leikur Unnur
Maria Ingólfsdóttir einleik á
fiðlu, en stjórnandi Sinfóniu-
hljómsveitar islands á tón-
leikunum verður Paul Douglas
Freeman, sem er upprennandi
hljómsveitarstjóri i Banda-
rikjunum nú.
Unnur Maria Ingólfsdóttir er
24 ára gömul, og hefur náð frá-
bærum námsárangri. Hún
stundaði nám i Tónlistarskólan-
um samhliða menntaskólanámi
og var Björn Olafsson fiðluleik-
ari aðalkennari hennar. Hún
lauk einleikaraprófi 1972 og fór
um haustið til náms i Curtis
Institute i Philadelpia, þar sem
fiðluleikarinn frægi Rudolf Ser-
kin er skólastjóri. Serkin bauð
Unni Mariu skólavist, en hann
er góðkunningi Björns Ólafsson-
ar fiðluleikara, kennara hennar.
Haustið 1975 hóf hún nám i Julli-
ard tónlistarskólanum i New
York að afloknu samkeppnis-
prófi. Lýkur hún námi þar i vor.
Aðalkennari hennar er Dorothy
DeLay.
Unnur Maria hefur leikið á
tónlistahátiðinni i Aspen i Colo-
rado, og tekið þátt i sumar-
skólastarfi þar ásamt völdum
tónlistarnemendum frá Banda-
rikjunum og annars staðar að úr
heiminum. Siðastliðið sumar
var hún á námskeiði fyrir frá-
bæra tónlistarmenn, sem fiðlu-
leikarinn Nathan Milstein held-
ur i Sviss á sumrin. Mikil sam-
keppni er að komast á þessi
námskeið.
Áður hafði hún á sumrin tekið
þátt i tónlistarmótum i Inter-
locken i Michigan og i Lundi i
Sviþjóð. Á þeim árum lék hún
m.a. einleik i Tivoli i Kaup-
mannahöfn, fiðlukonsert Beet-
hovens.
Á opnunartónleikum Lista-
hátiðarinnar mun Unnur Maria
leika einleik i fiðlukonserti
Mendelsohns Bartholdy op. 64 i
Emoll. Að öðru leyti vitum við
ekki enn um efnisskrá tónleik-
anna.
Þau Paul Douglas Freeman
hafa hitzt i New York og haft
samráð um tónleikana. Paul
Douglas Freeman, sem er
blökkumaður, er stjórnandi De-
troit Symphony Orchestra.
Victor B. Olason hjá
Upplýsingastofnun Bandarikj-
anna á þátt i þvi að tekizt hefur
að fá Freeman á Listahátið.
Unnur Maria Ingólfsdóttir hefur náð frábærum árangri i námi sinu.
Sigurveig Jónsdóttir og Saga Jónsdóttir i hlutverkum sinum
i Glerdýrunum.
LA sýnir glerdýrin
SJ—Reykjavik. — Það hefur
verið endanlega ákveðið að
Leikfélag Akureyrar sýni Gler-
dýrin eftir Tennessee Williams
á Listahátíð, sagði Hrafn Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri
Listahátiðar 1976. Þessi sýning
Akureyringanna er ákaflega vel
gerð. — Ég hef séð sýninguna,
sagði Hrafn, og ég var satt að
segja aiveg hlessa, hve góður
árangur hefur náðst. — Það er
viðurkenning fyrir Leikfélag
Akureyrar að vera boðið á
Listahátið og vonandi verður
það til þess að Akureyringar
læra að meta leikfélag sitt betur
en hingað til.
Saga Jónsdóttir og Sigurveig
Jónsdóttir fara með aðalhlut-
verkin i Glerdýrunum. Leik-
stjóri er GIsli Halldórsson.
— fjöldi erlendra listamanna væntanlegur
SJ—Reykjavik. — Listahátið
verður haldin i Reykjavik i
fjdrða sinn dagana fjóröa til
sextánda júní i sumar. Til stóð
að fresta hátíðinni um eitt ár
vegna fjárhagserfiðleika en
fyrir mótmæli frá Bandalagi is-
lenzkra listamanna og aðildar-
félögum þess var ákveðið að
halda hana þrátt fyrir allt. Flest
aðildarfélög aðhátiöinni ákváðu
siðan, að gefa alla þá vinnu,
sem meðlimir i þeim leggja
fram viðListahátíðina. Þar skal
fremsta telja tónlistarmenn, en
þetta framlag Félags islenzkra
tónlistarmanna lækkar kostnað-
inn við Listahátið um milljónir.
Félag Islenzkra dansara gefur
einnigsina vinnu. HelgiTómas-
son kemur e.t.v. á hátiðina, og
mun það ráðast á næstunni.
Ekki er vitaðhvort annar dans-
ari kemur einnig, eða Islenzki
Benny Goodman 67 ára
William Walker óperusöngvari.
Pascal Rogé pianóleikari.