Tíminn - 11.03.1976, Side 7
Fimmtudagur 11. marz 1976
TÍMINN
7
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa-
söiu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Aftakan, sem
mistókst
í tilefni af málaferlum Visismanna gegn Ólafi
Jóhannessyni dómsmálaráðherra, hefur hann
skrifað ritstjóra Visis tvö bréf, sem hafa verið birt
hér i blaðinu. í siðara bréfinu rekur dómsmálaráð-
herra tildrög árásarinnar á hann og segir m.a.:
,,Það fer ekki á milli mála, að árásir Visis á mig
voru skipulögð pólitisk ofsókn. Hún var undirbúin
og skipulögð af huldumönnunum á bak við þig. Há-
punktur þeirra i Visi var grein „menntaskóla-
kennara nokkurs i Reykjavik ’, svo að enn séu orð
stefnu þinnar notuð, er birtist 30. janúar s.l., þar
sem ég var sakaður um yfirhylmingu meints morðs
með þvi að leggja stein i götu rannsóknar. Þráð-
urinn var upp tekinn og áfram spunninn i leiðara
Alþýðublaðsins daginn eftir, þannig að auðsætt var,
að leiðarahöfundi hafði verið kynnt nefnd Visis-
greingrein, áður en hún fór þrentun. Á Visisgrein-
inni var svo vakin sérstök athygli með forsiðugrein
i Visi sama dag og greinin birtist. Svo kom bein lina.
Þar var talinu fljótt snúið i Visisfarveginn.
Hástigi átti svo atburðarásin að ná á Alþingi
daginn eftir ,,Beinu linuna”,þ.e. 2. febrúar. Dagur-
inn trúlega valinn að fyrirlagi margnefnds mennta-
skólakennara. Þar skyldi endanleg aftaka min fara
fram. Ekki aftaka i bókstaflegum skilningi, heldur
auðvitað pólitisk aftaka.
Formaður Alþýðuflokksins á að hafa látið þess
getið i kunningjaspjalli, að innan tveggja daga yrði
Ólafur að segja af sér, og á þriðja degi yrði hann -
formaðurinn sjálfur- kominn i stjórnarráðið. Þetta
minnir á sjálfa upprisuna. Söguna sel ég ekki dýrar
en ég keypti hana, en hún gæti verið sönn, eins og
maðurinn sagði.
Það var strax ljóst, að mikið stóð til þennan dag.
Snemma morguns voru sjónvarpsmenn farnir að
bjástra við Alþingishúsið með tæki sin. Hvort þeir
hafa verið pantaðir af aftökusveitinni, veit ég ekki.
Klukkan tvö hófst svo sjálf athöfnin. Sighvatur
Björgvinsson átti að annast aftökuna, og er hér auð-
vitað enn allt i pólitiskum skilningi. Slikt starf hefur
löngum þurft að launa vel. Annars hafa menn ekki i
það fengist. Er um það talað manna á milli, og
hefur enda komið á prenti, að Sighvatur skyldi að
launum hljóta bankastjórastarf við Alþýðu-
bankann. Eigi veit ég hvað er satt i þvi. En eigi er
að efa, að hann er vel til þess fallinn. En sleppum
þvi. Höldum okkur við atburðarásina á sviðinu.
Sighvatur sté i stólinn, las upp skrifaða ræðu,
þrælundirbúna, svo að ljóst var, að yfir henni hafði
lengi verið legið. Hafði mörgum verið stefnt á þing-
palla til að vera við athöfnina.”
Dómsmálaráðherra rekur siðan svarræðu sina og
minnist á sérkennilegan sjónvarpsþátt, þar sem
gerð var misheppnuð tilraun til að koma klámhöggi
á Framsóknarflokkinn. Hann segir siðan:
„Leikslokin urðu þannig þau, að atlagan að mér
mistókst. Menn sáu i gegn um allt ,,plottið”. ég sit
enn i dómsmálaráðuneytinu, þrátt fyrir áköf áköll
leiðárahöfunda Visis, og svo fósturbarnsins —
Alþýðublaðsins — til forsætisráðherra um að setja
mig af. Hann sýnist ekki hafa virt þær bænaskrár
svars. Á hinn bóginn eru draumar tiltekinna manna
um stjórnarráðsvist fyrir bi i bili. En huggun er
þeim það harmi gegn, að ekki er öll nótt úti enn.”
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Tekst Callaghan
að beygja Smith?
Annars verður borgarastyrjöld í Ródesíu
Nkomo
í VIKUNNI sem leið tók
stjórn Mósambik þá ákvörðun
að loka landamærunum við
Ródesiu, og stöðva um leið all-
ar samgöngur þangað. Þetta
þýðir, að hér eftir eru allir
vöruflutningar til og frá
Ródesiu útilokaðir, nema um
Suður-Afriku, en Ródesia er
landlukt riki, og hafa öhnur
nábúariki stöðvað flutninga
þangað og þaðan. Flutningar
frá Ródesiu um Suður-Afriku
eru erfiðleikum bundnir, og
óvist er lika, hvort stjórn Suð-
ur-Afriku vill bera ábyrgð á
þeirri fasistastjórn hvita
minnihlutans, sem nú fer með
völd i Ródesiu, með þvi að
leyfa henni ótakmarkaða
flutninga um landið. Stjórn
Suður-Afriku er nógu illa séð,
þótt hún bæti ekki á sig þeirri
byrði að halda lifi i hinni ill-
ræmdu stjórn Ian Smiths i
Ródesiu.
Stjórn Mósambik tók þá
ákvörðun að loka landamær-
unum við Ródesiu samkvæmt
þeim fyrirmælum bæði ör-
yggisráðs og allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna, að þátt-
tökuriki S.Þ. legðu viðskipta-
bann á Ródesiu. Portúgalir
neituðu að fylgja þeim fyrir-
mælum, og hafa um 75% af
öllum vöruflutningum til
Ródesiu farið fram um hafnir i
Mósambik. Þegar Portúgalir
yfirgáfu Mósambik á siöast
liðnu ári og nýlendan fékk
sjálfstæði, var búizt við þvi að
það yrði eitt fyrsta verk hinn-
ar nýju stjórnar að setja við-
skiptabann á Ródesiu. Hún fór
þó hægt i sakirnar, einkum af
fjárhagslegum ástæðum, og
hefur þvi ekki látið til skarar
skriða fyrr en nú. Stjórn
Ródesiu hefur notað timann til
að auka vöruflutninga um
Suður-Afriku, en það er samt
stórfellt áfall fyrir hana að
flutningarnir um Mósambik
hafa stöðvazt.
ÁÐUR en stjórn Mósambik
lét til skarar skriða og lokaði
landamærunum, mun hún
hafa tryggt sér vilyrði Bret-
lands og fleiri rikja fyrir þvi,
að henni yrði bætt þaö fjár-
hagslega tjón, sem hlytist af
þessu, en það hefur verið áætl-
að allt að 40 millj. dollara.
Viðkomandi þjóðir telja það
geta borgað sig að greiða
þetta, þar sem það sé liklegt
til að gera Smith samnings-
fúsari, eða neyði hann til upp-
gjafar, áður en borgarastyrj-
öld hefst i landinu eða innrás
frá nágrannarikjunum, en
hvort tveggja getur verið yfir-
vofandi. Áreiðanlega væri bú-
ið að koma stjórn Smiths á kné
f.yrir alllöngu, ef allar þátt-
tökuþjóðir §.Þ. hefðu fram-
fylgt fyrirmælum öryggis-
ráðsins um viðskiptabannið.
En margar þeirra hafa brugð-
izt i þeim efnum, og þó mest
Suður-Afrika og Portúgal,
meðan Portúgalir réðu yfir
Mósambik.
Að nafninu til er Ródesia
enn brezk nýlenda, enda þótt
Ian Smith lýsti yfir sjálfstæði
hennar fyrir rúmum tiu árum
og slyti öll tengsl við brezku
krúnuna 1970, með þvi að gera
Ródesiu að nýlendu. Ekkert
riki hefur viðurkennt stjórn
Smiths, og hún er þvi sam-
kvæmt alþjóðalögum algjör-
lega ólögleg. I skjóli hennar
ræður hviti meirihlutinn lög-
um og lofum i landinu, enda
þótt hann sé ekki nema um
4.4% af ibúum landsins, sem
eru alls um 6.4 milljónir.
Hvergi er þvi meiri kynþátta-
kúgun nú en i Ródesiu. Bæði
rikisstjórn íhaldsflokksins og
Verkamannaflokksins i Bret-
landi hafa reynt að semja við
Smith, sem er i reynd einræð-
isherra i Ródesiu, úm að
stjórnarfarinu verði breytt i
þá átt, að þar komist á meiri-
hlutastjórn i áföngum. Smith
hefur ýmist hafnað slikum
samningum eða svikiö gert
samkomulag. Jafnt Heath
sem Wilson bera honum illa
söguna i þessum efnum.
STJÓRN Suður-Afriku lét
sér i fyrstu vel lika stjórn
Smiths, en hefur hins vegar
haft vaxandi áhyggjur vegna
ástandsins i Ródesiu i seinni
tið. A siðast liðnu sumri náðist
um það samkomulag milli
Vorsters, forsætisráðherra
Suður-Afriku, og Kaunda, for-
seta Zambiu, að þeir beittu sér
fyrir lausn kynþáttadeilunnar
i Ródesiu. t framhaldi af þvi
var haldinn fundur þeirra og
Smiths við Viktoriufossa, en
þar voru einnig mættir helztu
leiðtogar blökkumanna i
Ródesiu. Fundur þessi fór út
um þúfur, þvi að Smith vildi
ekki lofa leiðtogum blökku-
manna i Ródesiu griðum, ef
þeir kæmu til landsins, en
sumir þeirra hafa dvalizt i út-
legð að undanförnu, t.d. Sit-
hole, sem er talinn þeirra
áhrifamestur. Einn af leiðtog-
um þeirra, Nkomo, hefur þó
fengið að dveljast i Ródesiu
undanfarið, og hafa farið fram
viðræður milli hans og Smiths
um breytingar á stjórnarhátt-
unum, en litið gengið. Kunn-
ugir menn efast lika um að
samkomulag milli Smiths og
Nkomo myndi nægja, nema
þeir leiðtogar blökkumanna,
sem nú eru i útlegð, gerðust
einnig aðilar að þvi.
Margt bendir til þess, að
skæruliðasamtök blökku-
manna i Ródesiu séu að eflast, .
og i nágrannarikjunum biða
herskáir blökkumenn eftir þvi
að gerast sjálfboðaliðar i
átökum þar. Þá óttast Banda-
rikjamenn og Bretar, að bæði
Rússar og Kúbumenn muni
sjá sér þarna leik á borði, eins
og i Angóla. Þvi vinnur brezka
stjórnin, undir forustu Callag-
hans, nú kappsamlega að þvi
að koma á samningum i
Ródesiu milli Smiths og
blökkumanna, áður en til blóð-
ugrar borgarastyrjaldar
dregur. Vorster hefur einnig
áhuga á þvi. Ábyrgð Breta
verður þung. ef þeir láta
Smith leika áfram sama~teik-
inn og siðustu tiu árin. þvi að
blóðugt kynþáttastrið i
Ródesiu er óumflýjanlegt að
öðrum kosti. ,, h
Vorstcr og Sinith