Tíminn - 11.03.1976, Side 12
12
TÍMINN
Fimmíudagur 11. marz 1976
A FLOTTA FRA ASTINNI
Eftir Rona Randall
-
— Þrátt fyrir na,fnið? spuröi hann og brosti — brosi,
sem hún skildi ekki. Hún leit undrandi á hann og það var í
fyrsta sinn, sem hún skipti um svip.
— Hvað kemur nafnið mitt málinu við?
— Það er svo fallegt og kvenlegt, það er allt og sumt.
Hún dró sig inn i skelina aftur. Ef hann ætlaði að fara
að slá henni gullhamra, gat hann sparað sér fyrirhöfn-
ina. Hún hafði ekki áhuga á smjaðri. Hún hafði alls eng-
an áhuga á karlmönnum......lengur. Hún hafði tekið
þessa stöðu til að gleyma öllu, sem hét karlmenn — eða
réttara sagt ákveðnum karlmanni — Brent. Allir gull-
hamrar í heiminum gætu ekki f ramar vakið áhuga henn-
ar á karlmanni.
— Hvers vegna vildi faðir yðar, að þér yrðuð læknir?
— Vegna þess að hann vildi eignast son, sem gæti tekið
við af honum, en svo f æddist ég í staðinn.
— Starfar hann enn?
— Já.
— Hvers vegna starf ið þér þá ekki með honum?
Hún svaraði ekki spurningunni. Hvers vegna ætti hún
að segja bláókunnugum manni frá ástæðunum fyrir því
aðhúnyfirgaf England? Þessi ungi maður virtist forvit-
inn — eða var hún bara svona tortryggin?
David fann, að hún kærði sig ekki um að ræða þetta
mál, svo hann skipti um umræðuefni. Hann var ákaflega
góðhjartaður og hann grunaði, að eitthvað alvarlegt lægi
að baki þvi að hún var komin til Parísar, svo hann ákvað
að spyrja ekki meira um það. En hún vakti áhuga hans.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að hann vildi hafa konur
fjörugar og veraldarvanar, var eitthvað við Myru
Henderson, sem gerði hann forvitinn. Þegar þau komu
inn í borgina og hann varð að draga úr hraðanum, fékk
hann tækifæri til að virða hana betur fyrir sér. Honum
geðjaðist vel að því, sem hann sá. Dálitið óreglulegir
andlitsdrættir, skær augu og munnur, sem henni var
óhætt að leggja áherzlu á með varalit. Auðvitað var hún
ekki Mimi, en hún var áreiðanlega það bezta, sem borizt
hafði til Si. Georgessjúkrahússins í langan tíma.
— Þér voruðað segja mér frá yf irlækninum, sagði hún
stuttlega.
— Ó, já. Mark Lowell. Ég hugsa, að yður muni geðjast
vel að honum. Okkur líkar öllum vel við hann, þótt hann
sé svona niðursokkinn í starf sitt. Líf hans byrjar og end-
ar með St. Georges...
3
-
— Ætlast hann til sama áhugans hjá öðrum, að þér
haldið?
— Einmitt. En þér megið ekki misskilja — hann er
fyrirtaks yfirmaður. Gætið þess bara, að hann gangi
ekki fram af yður.
Eins og hann gæti það, hugsaði Myra. Engin vinna gat
orðið of erfið, enginn vinnutími of langur, ef henni átti
að takast að fylla þetta gínandi tómarúm, sem Brent
hafði skilið eftir. Vinna, vinna og meiri vinna var það
sem hún þarfnaðist, það var rétta lækningin handa
hjarta, sem var neitað um ást.
— Þér skuluð heldur. ekki búast við að fá eigin íbúð.
Það er ekki einu sinni hjúkrunarkvennabústaður þarna.
Við búum utan sjúkrahússins, öll saman og ég hugsa, að
þér kjósið það heldur. Ég býst við að yf irhjúkrunarkonan
hafi útvegað yður herbergi, að minnsta kosti til bráða-
birgða, þar til þér finnið sjálf íbúð. Ég hef eins konar
íbúð við Boulevard Saint Michel, tvö herbergi uppi yfir
brauðgerð. Þér eruð velkomnar í heimsókn, ef yður
langar til.
— Takk, svaraði hún stuttlega.
— Mér datt svona í hug, að yður kynni að langa i bolla
af ensku tei, eða fá heimþrá. Nú tók hún í f yrsta sinn eft-
ir vingjarnlegu brosi hans og leið betur.
— Takk, sagði hún aftur og í þetta sinn hlýlegar. — Það
er vingjarnlegt.
Hann brosti. Þetta var í fyrsta sinn, sem kona hafði
sagt, að hann væri vingjarnlegur. Venjulega var hann
eitthvað annað í þeirra augum.
— Eruð þér nýbúin að Ijúka próf i? spurði hann. Að vísu
var þetta óþörf spurning, hugsaði hann, því hún var svo
ung.
— Já, frá St. Bedes.
— Einmitt. Ég útskrifaðist líka þaðan!
Á samri stundu var eins og tengsl mynduðust milli
þeirra. Tengsl, sem eru milli allra, sem útskrifazt hafa
frá sama skóla.
— Það var gaman, sagði hann. — Nú getið þér ekki
neitað að koma og fá yður tebolla hjá mér fyrsta síðdeg-
ið, sem þér eigið frí. Að sjálfsögðu þó ekki nema ég eigi
líka f rí. Það er aldrei hægt að vita við St. Georges. Mark
Lowell er hreinasti þrælapískari. Ég....hann varð hugsi,
en hélt svo áf ram: — Ég varð satt að segja hissa, þegar
ég heyrði að það hefði verið ráðinn kvenkyns læknir að
Fimmtudagur
11. marz
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Vilborg Dagbjarts-
dóttir heldur áfram sögunni
„Afsakið, ég heiti Trana”
eftir Gunvor Hakansson (4).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Við sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson sér um
þáttinn. Morguntónleikar
kl. 11.00: Hljómsveit Rikis-
útvarpsins leikur „Ur
myndabók Jónasar Hall-
grimssonar” eftir Pál
Isólfsson, Hans Antolitsch
stj./ Benny Goodman og
Sinfóniuhljómsveitin i Chi-
cago leika Klarinettukon-
sert nr. 1 i f-moll eftir
Weber, Jean Martion stj
/Kammersveitin i Prag leikur
„La Jolla”, sinfóniettu eftir
Martinu.
12.00 Dagskráin. Tónleikar
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Guð þarfnast þinna
handaDagskrárþáttur i til-
efni af æskulýðs- og fórnar-
viku kirkjunnar, helgaðri
málefnum þroskaheftra
barna hélendis, siðari þátt-
ur. Umsjónarmenn: Guð-
mundur Einarsson og Jó-
hannes Tómasson.
15.00 Miðdegistónleikar
Trieste-trióið leikur Trió i a-
moll eftir Maurice Ravel.
Félagar I Vinaroktettinum
leika Sextett i D-dúr eftir
Felix Mendelssohn.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Barnatimi: Gunnar
Valdimarsson stjórnar
Samfelld dagskrá úr verk-
um Erlu skáldkonu: Þulur,
kvæði og tvö gömul ævin-
týri. — Flytjendur auk
stjórnanda: Svanhildur
óskarsdóttir, Þorsteinn V.
Gunnarsson, Þorbjörg
Valdimarsdóttir og Guðrún
Birna Hannesdóttir.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Lesið i vikunni Haraldur
Ólafsson talar um bækur og
viðburði liðandi stundar.
19.50 Pianóleikur i útvarpssal:
Edda Erlendsdóttir leikur
Sónötu i As-dúr eftir
Josehp Haydn.
20.05 Leikrit: „Konu ofaukið”
eftir Knud Sönderby Þýð-
andi: Andrés Björnsson.
Leikstjóri: Sveinn Einars-
son. Formálsorð flytur Vé-
steinn Ólason. Persónur og
leikendur: Frú Tang:
Guðrún Stephensen. Eirik-
ur, sonur hennar: Hákon
Waage. Ester, dóttir
hennar: Edda Þórarins-
dóttir. Klaus, unnusti
Esterar: Sigmundur Orn
Arngrimsson. Jörgen: Pét-
ur Einarsson. Nina: Geir-
laug Þorvaldsdóttir.
Karlsen: Klemenz Jónsson
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Lestur
Passiusálma (21)
22.25 Kvöldsagan: „í ver-
um”, sjálfsævisaga Theó-
dórs Friðrikssonar Gils
Guðmundsson les siöara
bindi (30).
22.45 Létt músik á síðkvöldi
Ungverskt listafólk flytur
þætti úr „Kátu ekkjunni”
eftir Franz Lehár.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Auglýsið í
Tímanum