Tíminn - 11.03.1976, Síða 13

Tíminn - 11.03.1976, Síða 13
Fimmtudagur 11. marz 1976 TÍMINN 13 Ærna mælir, sá er æva þegir. Mjög oft er það góöra gjalda vert aö ræöa ýms mál á opin- berum vettvangi, einkum ef rétt og skýrt er á málum haldið, og menn hafi athugaö þau og kynnt sér frá ýmsum hliöum. Þorsteinn Guömundsson gerir sér tiðrætt i Landfaradálki Tim- ans þ. 18. febr. sl. um sjónvarps- þátt þann, eöa öllu heldur skrfpahátt að minum dómi, sem ég tók þátt i fyrir nokkru fyrir eindregnar áskoranir búnaöar- málastjórans, Halldórs Páls- sonar. Út af fyrir sig er engin ástæöa til aö svara skrifum Þorsteins, enhonum og öörum til varnaöar þykir mér rétt að benda á eftir- farandi: ,,Ég hef oft bent á, að hvort heldur menn telji sig leika eöa læröa, er nauösynlegt aö hafa kynnt sér mál og málefni áöur en þau eru rædd á opinberum vettvangi. Athugasemdir Þor- steins eru á þann veg, aö hann mun t.d. ekki hafa lesið grein dr. Sigurðar Þórarinssonar: Uppblástur á Islandi i ljósi öskulagarannsókna. Hann virö- ist heldur ekki þekkja til greina dr. Þorkels Jóhannessonar um atvinnuhætti Islendinga á ýms- um tlmum, né heldur greinina: Viö Skaftárelda. Margt fleira er um þetta ritað, og þar er náttúruhamförum ekki gleymt, en viðast bent á, aö þær hafa verið ofmetnar I þjóðarsögunni. Benda vilég Þorsteini á, aö ég hef aldrei fundið út, aö blessuö sauökindin ætti sök á 80% af gróöureyöingu landsins, né heldur hef ég nokkurn tíma haldið sliku fram I ræöu eöa riti. Þessi staöhæfing er úr lausu lofti gripin. Hvernig þetta hefur komizt I koll Þorsteins er mér ráögáta. Orsakir til gróöur- og jarð- vegseyöingar er ekki unnt aö reikna út f prósentum, jafnvel þótt beztu tölvur kæmu tÚ, enda held ég aö engum óvitlausum hafi dottiö sllkt I hug. Rangar staðhæfingar og rangar forsendur leiöa ávallt til rangrar niðurstööu eöa enda I tómri vitleysu. Til aö ræöa mál eins og gróöureyöingu aö gagni, veröa menn að hafa lesiö eitt- hvaö af þeim ógrynnum, sem til eru um þetta mál, bæöi héðan og frá öðrum löndum. Allt frá þvi aö Jaröabókin er samin um 1703-1715 og fram á slðasta ár, má finna ótrúlega mikiö um þetta efni á viö og dreif I göml- um heimildum, fyrir utan það, sem beinlínis hefur um þetta verið skrifaö. Þvi miður er þaö oft svo enn hér á landi, þrátt fyrir heilræði Hávamála, aö „ærna mælir, sá er æva þegir, staölausa stafi”. Hákon Bjarnason. Tveir ungir gltarleikarar semkomiö hafa fram I hæfileikakeppni Tómstundaráös Kópavogs Tómstundaráð Kópavogs efnir til hæfileikakeppni gébé Rvík — Dagana 22. og 23. marz n.k., fer hæfileikakeppni Tómstundaráðs Kópavogs fram, en undanfarin þrjú ár hefur slik keppni veriö háö I Kópavogi og notiö mikilla vinsælda. Þar hefur ungu áhugafólki gefist kostur á aö koma fram með fjölbreytilegustu atriöi, svo sem söng, dans, pop, og klassiska tónlist, leikþætti og margt fleira. Aö þessu sinni verö- ur sú breyting á að öllu áhuga- fólki úr Kópavogi er gefinn kostur á að vera meö, en áöur hefur keppnin eingöngu verið bundin við unglinga. Tvenns konar verðlaun verða veitt, annars vegar fyrir frum- samið efni og hins vegar fyrir túlkun. Þeir Kópavogsbúar sem áhuga hafa á að láta skrá sig I keppnina, geta haft samband við skrifstofu Tómstundaráðs, Álf- hólsvegi 32, s. 41570, en skráningu lýkur föstudaginn 12. marz. ffr LANDSBANKINN Vidskipti allan sólarhringinn Næturhólf Þaö er ætíð óvarlegt aö geyma peninga eöa aöra fjármuni í misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þær eru í heimahúsum eöa á vinnustað. Meó næturhólfum veitir Landsbankinn yöur þjónustu, sem er algjörlega öháö afgreiöslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæöi fyrirtækjum og einstakling um; gerir yöur mögulegt aö annast bankaviöskipti á þeim tíma sólarhringsins, sem yður hentar best; sparar yður fyrirhöfn; tryggir yður trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynnið yöur þjónustu Landsbankans. LAWDSBASKl ÍSLASDS VERÐA KALFAR MARKAÐIR? Mó-Reykjavlk — Búnaðarþing hefur falið stjórn Búnaðarfélags- ins að vinna að þvi, að tekið verði upp merkingakerfi á nautgripum og hrossum. Annars vegar væri tekið upp kerfi fyrir landið I heild, sem segi ótvirætt til um eigendur gripa, hliðstætt mörkum á sauðfé, og hins vegar á hverju búi, sem tryggi rétta ættbókarfærslu. Einnig felur það stjórninni að kanna til hlitar þá möguleika, Barnabókasafn opnað á Akranesi G.B.-Akranesi. — Siðastliðinn laugardag var opnaö barna- bókasafn og lesstofa i húsa- kynnum bókasafns Akraness og nágrennis. Fyrsta hæö hússins hefur nú verið fullnýtt, en i kjallara er bókageymsla og a 11- stór saiur, sem notaður er til listaverkasýninga. Við opnun barnabókasafnsins fjölmennti hin unga sveit, sem mest kemur til með að njóta þessa framtaks, og fylgdist vel með því sem fram fór. Athöfnin hófst með ávarpi Stefaniu sem fólgnir eru I „frostmerk- ingu”. 1 greinargerð með tillögunni segir að kálfauppeldi hafi aukizt verulega á undanförnum árum. Oft sé erfitt að hem ja þessa gripi I girðingarhólfum, og sums staðar sé þeim beinlinis sleppt i afrétt. Leiði þetta gjarnan til ágreinings um eignarheimild, auk þess sem mikil hætta sé á að ruglingur verði I ættbókarfærslu. Eiriksdóttur, bókavarðar, og rakti hún aðdraganda þess máls og lýsti i fáum orðum starfsemi bókasafnsins. Þá flutti Stefán Júliusson, bókafulltrúi rikisins, ræðu, og sagði m.a. að engir væru meiri né betri notendur bókasafna en börnin. Þá lásu þau Guðrún Helgadóttir og Stefán Júliusson nokkra kafla úr bókum sinum við hinar beztu undirtektir. Að lokum ávarpaði Daniel Ágústinusson, forseti bæjar- stjórnar samkomuna og sagði, að samþykkt hefði verið árið 1960,. á 500. fundi bæjarráðs, að byggja bókhlöðu, sem svarað gæti kröfum timans um næstu áratugi. Framkvæmdastjórar frystihúsanna á Akranesi: ATHUGASEAADIR VEGNA FRÉTTA UM KVENNAVERKFALLIÐ Á AKRANESI Vegna siendurtekinna frétta i fjölmiðlum frá forystu kvenna- deiidar Verkalýösfélags Akra- ness um mannvonzku frystihúsa- eigenda á Akranesi, sjáum við okkur tilneydda að taka fram eftirfarandi: 1. Talað er um, að uppsögn kaup- tryggingar hafi verið beitt af óbilgirni og til hins itrasta. Staðreyndin er, að i frystihús- unum 4 hér á Akranesi voru greiddar vinnuvikur 49-51 árið 1975. Uppsögn kauptryggingar tók þvi gildi 1-3 vikur sl. ár. Vissulega var oftar sagt upp kauptryggingarsamningnum enþessar l-3vikur, en hann féll ekki oftar úr gildi vegna þess aö aöstæöur breyttust, hráefni barst óvænt og vinná hélt áfram. 2. Meðan gamli samningurinn var i gildi, fylgdum við þeirri reglu að segja upp i vikulok, þ.e.a.s. á föstudögum. Skyldi þá sett upp auglýsing i viðkom- andi frystihúsi, ef um uppsögn væri að ræða. Með þessari framkvæmd okkar liðu 9 dagar þar til uppsögn tók gildi, en á þessu timabili stóð i samningum Alþýðusambands tslands og Vinnuveitenda- sambands Islands 7 dagar. 3. í nýgerðum samningum er þetta uppsagnarákvæði skil- greint þannig, að segja megi upp aðra daga vikunnar, en þó alltaf með 7 daga fyrirvara. Að okkar dómi fækkar þetta upp- sögnum frekar en hitt, þar sem hægara er aðsjá 7 daga fram i timann en 9 daga. En það undarlega skeði að forysta kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, sem klagað hefir okkurfyriröllum landslýð fyrir fjölda uppsagna á vinnutrygg- ingu, vill þó áfram hafa 9 daga, og heldur áfram verkfalli vegna þess. Stöðugar uppsagnir viku eftir viku hafa aldrei verið tiðkaðar hér á Akranesi. 4. Þáerrétt aðvikja aðhinni svo- nefndu „jólauppsögn”. Þannig stóð á um siðustu jól, að föstu- dagur var 2. jóladagur. Sið- degis þann dag var auglýsing um uppsögn á kauptryggingu hengd upp i viðkomandi frysti- húsi. En hvað sagði þessi upp- sögn i' rauninni? Hún sagði það, að 5. janúar 1976 yrði sennilega ekki hráefni fyrir hendi i hús- inu, enda fyrirhugað að setja upp búnað fyrir loðnufyrstingu vikuna 4.-11. janúar og var það gert. Þegar auglýsingin var sett upp, var hráefni fyrir hendi i húsinu og vitað aö vinna hæf- ist að morgni mánudags 29. desember. Starfsfólkið sá þvi þessa auglýsingu strax þann morgun, en frá þeim tima til mánudagsins 5. janúar 1976 eru nákvæmlega 7 dagar, en eins og áður sagði var 7 daga upp- sagnarfyrirvari i samningi Vinnuveitendasambands ts- lands og Alþýðusambands Is- lands. Þetta var „jólasyndin”. Til að fyrirbyggja misskilning, viljum við taka fram, að þetta mál snertir ekki greiðslur helgidaga, þeir voru greiddir þessa hátið eins og venjulega, enda bundnir öðrum samningi. 5. Að lokum viljum við segja þetta: Okkur er borið á brýn, að við eigum sök á þvi að frysti- húsin á Akranesi eru lokuð á miðri vertið. llöfum viö boðaö verkbann, eða lokun, eða sett fram sérstakar kröfur, einir at- vinnurekenda. hér á landi? Svariö er nei. Þaö ema, sem við höfum haldið fast við, er að sitja við sama borö og aðrir at- vinnurekendur á islandi, enda er t.d. kauptryggingarmálið tengt Atvinnuleysistrygginga- sjóöi og mat sjóösins hlýtur að miðast viö heildarlausn kjara- samninga. Þess vegna ber að harma það, að forysta verkakvenna á Akranesi hefur tekið þá stefnu að stöðva frystihúsin á Akra- nesi, einmitt nú þegar ætla mætti að mikil atvinna hefði verið við loðnufrystingu. Það hefur veriö kappsmál þeirra manna, sem að frystihúsunum hafa staðið, að gera allt, sem hægt hefur verið til að auka hráefnisöflun til húsanna, þar nægir að minna á togarakaupin til Akraness sl. tvö ár. Virðingarfyllst, Haförninn hf. Guðmundur Pálmason. Haraldur Böðvarsson & Co. Haraldur Sturlaugsson. Heimaskagi hf. Valdimar Indriðason. Þórður Óskarsson hf. Þórður óskarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.