Tíminn - 11.03.1976, Page 15
Fimmtudagur 11. marz 1976
TÍMINN
15
Félagsmálanámskeið 3
Félagsmálaskóíi Framsóknarflokksins gengst fyrir almennu
félagsmálanámskeiói tvær helgar i marz.
19. til 21. marz verður fjallað um félagsstörf og ræðumennsku.
Stjórnandi verður Pétur Einarsson.
26. til 28. marz verður fjallað um ýmsa þættiásviði þjóðmála.
Stjórnandi verður Magnús ólafsson.
Námskeiðið er öllum opið, og eru flokksmenn hvattir til að
taka með sér gesti.
Námskeiðið verður haldið á Rauðarárstig 18 i Reykjavik.
Tilkynnið þátttöku i sima 24480.
Félagsmálaskólinn
Viðtalstímar
alþingismanna og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals á skrif-
stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 13.
marz frá kl. 10 til 12.
Framsóknarvist
Framsóknarvist, Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 16/3 kl.
20,30. Glæsileg þriggja kvölda spilakeppni i Framsóknarvist
Súlnasal Hótel Sögu. Önnur vistin verður þriðjudaginn 6/4 og sú
þriðja sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 22/4. Sérstök verðlaun
eru veitt fyrir hvert kvöld en heildarverðlaun fyrir þrjú kvöld er
flugfar fyrir 2 til Austurrikis. Mætið stundvislega, allir velkomn-
ir, verið með frá byrjun. Framsóknarfélag Reykjavikur.
Ráðstefna
Framsóknarfélag Reykjavikur gengst fyrir ráðstefnu um
efnahags- og atvinnumál laugardaginn 13. marz að Rauðarárstig
18. Ráðstefnan hefst kl. 9.00.
Ráðstefnustjóri verður Jón Abraham Ólafsson, sakadómari.
Dagskrá:
Kl. 9.00 Markús Stefánsson, formaður Framsóknarfélags
Reykjavikur setur ráðstefnuna.
Kl. 9.05 Avarp, ólafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptamála-
ráðherra.
Kl. 9.15 Jakob Magnússon fiskifræðingur, flytur erindi um
breytta tilhögun fiskveiða vegna nýrra viðhorfa um nýtingu haf-
svæða umhverfis landið.
Kl. 9.45 Kristján Friðriksson, iðnrekandi, flytur erindi um val
nýrra iðngreina fyrir dreifbýli og þéttbýli.
Kl. 10.15 Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, flytur erindi um
viðskiptahalla við útlönd og hugsanleg úrræði til bóta i þeim efn-
um.
Kl. 10.45 Páll Pétursson, alþingismaður, ræðir um stefnumót-
un alþingis i atvinnu- og efnahagsmálum.
Kl. 11.15 Þátttakendum skipt i fjóra umræðuhópa undir stjórn
sérstakra umræðustjóra.
Kl. 13.30 UMræðuhópar starfa.
Kl. 15.30 Kaffihlé.
Kl. 16.00 Umræðustjórar gera grein fyrir þvi helzta sem fram
hefur komið i umræðuhópunum.
Frjálsar umræður.
Alþingismönnum Framáoknarflokksins er sérstaklega boöin
þátttaka i ráðstefnu þessari. Allir áhugamenn um efnahags-og
atvinnumál eru velkomnir. Þátttöku er æskilegt að tilkynna til
skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18. Simi 24480.
Umræðustjórar umræðuhópanna verða Jón Skaftason alþingis-
maður. Arni Benediktsson framkvæmdastjóri, Jón Aðalsteinn
Jónasson framkvæmdastjóri og Björgvin Jónsson framkvæmda-
stjóri.
Undirbúningsnefnd.
Fulltrúaráð
Framsóknar-
félaganna
í Reykjavík
Fundur verður að Hótel Esju 11. marz kl. 20:30. Fundarefni:
Fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1976 og önnur
borgarmál. Framsögumenn: Kristján Benediktsson borgar-
fulltrúi óg Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. A fundinum verða
einnig kynntar lagabreytingar.
Hafnarfjörður
Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hefja þriggja kvölda spila-
keppni fimmtudaginn 11. marz kl. 20.30 i Iðnaðarmannahúsinu.
Hin tvökeppniskvöldin verða fimmtudagana 25. marz og 8. april.
Heildarverðlaun verða sólarflug á komandi hausti, þar að auki
verða veitt kvöldverðlaun. öllum heimill aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
Framsóknarfélögin.
Borgnesingar, nærsveitir
Félagsvistin hefst aftur 12. marz kl. 21 i samkomuhúsinu. Tvö
siðari kvöldin verða 26. marz og 9. april. Allir velkomnir. Mætið
stundvislega. Framsóknarfelag Borgarness.
SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna verður
haldinn að Rauðarárstig 18 Reykjavik 3. og 4. april. Fundurinn
hefst á laugardag kl. 14,00.
Miðstjórnarmenn eru beðnir að hafa samband við flokksskrif-
stofuna, ef þeir geta ekki mætt.
Stjórn SUF.
Húsavík
Framsóknarfélag Húsavikur hefur opnað skrifstofu á miðhæð
verzlunarhússins Garðar, Húsavik. Fyrst um sinn verður hún
opin á þriðjudögurrí, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 18—19
og á laugardögum kl. 17 — 19 Bæjarfulltrúar Framsóknarfélags-
ins á Húsavik verða til viðtalsi skrifstofunni á miðvikudögum.
Bæjarmálaneínd Framsóknarfélagsins á Húsavik mun koma
saman á skrifstofunni annan hvorn mánudag kl. 17—19. Simi
verður settur i skrifstofuna strax og hægt verður að fá hann.
Framsóknarfélag Húsavikur
Páskaferðin 10. apríl
til Vínarborgar
Þeir, sem eiga pantaða miða i páskaferðina til Vinar eru beðnir
vinsamlega að greiða þá sem fyrst á skrifstofu fulltrúaráðsins
Rauðarárstig 18, simi 2 44 80.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Hvetur félagskonur til þess að taka þátt i ráðstefnu um efnahags-
og atvinnumál, sém Framsóknarfélag Reykjavikur gengst fyrir
næstkomandi laugardag 13. marz. Stjórnin.
Hafnarfjörður, fulltrúaráð
Fundur verður i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna miðviku-
daginn 5. nóv. kl. 20.30aðStrandgötu 11.
Fundarefni: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi ræðir
bæjarmál. Markús A. Einarsson skirir starfsemi bæjarmála-
ráðs. Skirt verður frá störfum i nefndum á vegum bæjarins.
Stjórnin.
© Listahátíð
spyrja þegar hann heyrði þaö:
— Hvenær sofnuðu þær?!
Þá er ákveðið aö freista þess
VEGNA innheimtu blaðgjalda
fyrir febrúarmánuð 1976 skal
tekið fram, að þar sem útskrift
mánaðarreikninga var lokið
fyrir verkfall, verður leiðrétting
á mánaðargjaldinu gerð i næsta
mánuði.
Æ
SKIPAUTGCRB RfKISINS
M/s Hekla
fer frá Reykjavik miðviku-
daginn 17! þ.m. austur um
land i hringferð.
Vörumóttaka
föstudag og mánudag til
Austfjarðahafna, Þórshafn-
ar, Raufarhafnar, Húsavik-
ur og Akureyrar.
aö fá hingað eitthvert heims-
þekkt „poppnúmer”,: hljóm-
sveit einleikara eða söngvara.
Benny Goodman, konungur
sveiflunnar leikur á tónleikum i
Laugardalshöll 12.6. ásamt sex-
tett. Benny Goodman er nú 67
ára, og er enn virkur tónlistar-
maður, kemur fram á um 100
tónleikum á ári, með sinfóniu-
hljómsveitum, kammersveitum
og djasshljómsveitum og leikur
á klarinettu sina. Benny Good-
man öðlaðist heimsfrægð sem
djassleikari á fjórða áratugnum
og hefur oft verið nefndur i
sama orðinu og Louis Arm-
strong, konungur djassins.
Fyrstu kynni sin af tónlist fékk
hann i Gyðingakirkju i Chicago,
en hann var sonur fátækra
innflytjenda og einn af ellefu
systkinum.
Snjallir tónlistarmenn hafa
margir sótt okkur heim á lista-
hátið og svo verður einnig nú.
Auk þeirra sem þegar hafa ver-
ið nefndir kemur ungur mjög
efnilegur pianóleikari Pascal
Rogé og leikur á tónleikum i
Háskólabiói 16. júni. Rogé fædd-
ist 1951 I Paris. Hann er nem-
andi Júliusar Katchen, hann
hefur unnið mörg tónlistarverð-
laun. Hann lék nýlega með
Sinfóniuhljómsveit Lundúna
undir stjórn André Previn i
brezka sjónvarpið og i Royal
Festival Hall i London.
Fimmta júni syngur William
Walker aðalbaritónsöngvari
Metropolitanóperunnar I New
York á tónleikum i Háskólabiói,-
Um þessar mundir syngur hann
hlutverk Germonts i La
Traviata undir stjórn Söruh
Caldwell hljómsveitarstjórans
fræga og sérkennilega. Og var
það i fyrsta sinn, sem kona
stjórnar flutningi á óperu hjá
Metropolitan. Beverly Sills og
Stuart Burrows óperusöngvarar
syngja einnig aðalhlutverk i
óperunni. Walker hefur hlotið
frábæra dóma fyrir frammi-
stöðu sina i La Traviata.
Hér hefur ekki veriðgreint frá
öllum atriðum Listahátiðar.
Annars staðar og siðar verður
greint frá öðrum þáttum
hátiðarinnar en heita má að nú
sé fastráðið hverjir koma þar
fram og hvað þar verður sýnt
© Borgarbúinn
rýnd á opinberum vettvangi,
blöðin birta reglulega umsagnir
um bækur, um málverka- og
höggmyndasýningar, en um
byggingarlist, gerð og útlit húsa,
sem er svo mikilvægur þáttur i
umhverfi okkar, skrifar enginn.
Mér finnst að blöðin þyrftu
endilega að fá fólk tii að skrifa um
þessi mál og veita þannig skipu-
lagsyfirvöldum og þeim sem
teikna hús aðhald.”
(Siðan ég las þetta hefur birzt
athyglisverð grein i Lesbók Mbi.
um byggingarlist eftir G.S.).
Þvi vitna ég i þessi orð hér. að
þau eru i tima töluð, og sýna. að
ekki eru allir arkitektarnir
blindirfyrir þvi, sem gera þarf til
að skapa hollt og viðkunnanlegt
umhverfi, og að ekki eiga þeir
alla sök á þvi, sem úrskeiðis hefur
farið i þessum efnum.
En hvar er þá að leita orsak-
anna? Hverjir eru hinir seku?
Orsakirnar eru margar, en hér
skulu aðallega tilnefndar tvær. og
er þó hvorug þeirra óyfirstigan-
legur þröskuldur, ef menn taka á
vandamálinu með róttækni og
djörfung.
Sú fyrri er peningalegs eðlis.
svo hjákátlega. sem það kann að
hljóma. þvi 1 auðvitað kostar
peninga að skapa manneskjulegt
og lifandi umhverfi, en hér er um
svo sjálfsagða hluti að ræða, að
peningaleg gróðasjónarmið eiga
ekki að koma til greina. Þvi verði
ekki hér úr bætt, verður sköpuð
hér ný tegund fátæktar, fátækt.
sem er þeim mun sárari og hættu-
legri sem hún snertir minna þá
hluti.sem i aska verða látnir og á
verður þreifað, og liggur þvi ekki
i augum uppi.
Sé seinni orsökin sú, að borgin
hafi ekki nóg landrými, og að
landið sé dýrt. Ekki er það heldur
viðhlitandi afsökun, það er yfrið
nóg landrými á tslandi, og aö
okra á landi undir mannabústaði
er jafnfráleitt og óliðanlegt og að
okra á lifsloftinu, sem við öndum
að okkur.