Tíminn - 14.05.1976, Page 8
8
TÍMINN
Föstudagur 14. mal 1976.
Margeir V. Hallgrlmsson, kaupma&ur hefur opnaö nýtt reiöhjóla-
verkstæöi aö Grettisgötu 39. Auk reiöhjóla gerir Margeir viö þrlhjól,
barnavagna, barnakerrur og ennfremur gerir hann viö ýmiss konar
gúmmiskófatnaö og fleira.
A reiöhjólaverkstæöinu er hægt aö fá varahluti I reiöhjól, svo og nýupp-
gerö reiöhjól af ýmsum stæröum og geröum. Myndin sýnir Margeir I
hinum nýju húsakynnum.
Ljóð
síra Jóns ó
• A
isa
Fyrsta bókin í flokkP
úrvalsrita
VS-Reykjavik Bókaútgáfa
Menningarsjóös hefúr hafiö út-
gáfu á úrvalsritum islenzkra
skálda I samvinnu viö Rann-
sóknastofnun i bókmenntafræöi
viö Háskóla Islands. Ritstjórar
eru Njöröur P. Njarövik, Oskar
Ó. Halldórsson og Vésteinn Öla-
son.
Fyrsta bók þessarar útgáfu
hefur nú þegar séö dagsins ljós.
baö er úrval ljóöa sira Jóns
borlákssonar, Bægisárklerks,
og hefur Heimir Pálsson búiö
bókina til prentunar. Heimir
skrifar ævigágrip sira Jóns,
gerir grein fyrir verkum hans
og stööu hans I bókmenntunum,
og birtir samanburöartexta.
skýringar og athugasemdir.
Enn fremur er heimildaskrá.
betta er mikil bók, 311 blaö-
siöur og þarf ekki aö efa aö hún
veröi mörgum kærkomin.
Næstur i rööinni verður
Bjarni Thorarensen. Sú bók er
væntanleg siöar á þessu ári
undir umsjón borleifs Hauks-
sonar.
Hlaut vikudvöl
fyrir tvo í Flórída
fyrir að selja
Tropicana
SJ-Reykjavik — Fólk úti á landi
er lengur aö taka viö sér gagnvart
ýmsum vörum, sem eru á boö-
stólum, heldur en ibúar á höfuö-
borgarsvæöinu, sagöi Eövarö
Friöjónsson, verzlunarstjóri hjá
Sláturfélagi Suöurlands, Vestur-
götu 4 B á Akranesi. En hann
hlaut verölaun, vikudvöl fyrir tvo
i Flórida, sem fyrirtækiö Sól h.f.
veitti þeim kaupmanni sem jók
hlutfallslega mest viö sölu á
Tropicanasafa i verslun sinni á
árinu 1975, miðaö viö 1974.
Eövarö viröist hafa lög aö
mæla. Tropicanasafinn hefúr á
undanförnum árum náö út-
breiðslu meöal ibúa á
Reykjavikursvæöinu og viröist nú
vera farinn aö njóta sömu vin-
sælda hjá utanbæjarfólki, þvi
verzlanirnar, sem komu næst
Sláturfélagsverzluninni á Akra-
nesi, voru Kaupfélag Arnesinga á
Selfossi og verzlunin Brekka á
Akureyri.
I verzluninni, sem Eðvarð
Friöjónsson stýrir, seldust 5.928
litrar af Tropicana áriö 1975, ai
2.160 litrar 1974. Söluaukningin
var 174,44%. bess skal getiö, að i
þeim nálægt 1100 verzlunum, sem
hafa Tropicanaá boöstólum, selst
viöa meira magn en þetta, svo
sem Hagkaup i Reykjavik.
bessi samkeppni heldur áfram
á sama hátt á þessu ári. Fyrir
utan hlutfalislega söluaukningu
er tekiö tillit til meðferöar
starfsfólks viökomandi verzlunar
á Tropicana, svo sem hvort um
einhverja rýrnun hefur verið aö
ræöa, hvort kvartanir hafa borizt
frá viöskiptavinum verzlunarinn-
ar til veiksmiöjunnar Sól h.f. viö
bverholt I Reykjavik. Fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
taka íslands fylgdist meö vali
þeirrar verzlunar, sem verölaun-
in hlaut nú, og veröur einnig svo
aö ári.
Eövarö Friöjónssyni verzl-
unarstjóra og konu hans er boöiö
til New York og siöan Flórida.
beim gefst kostur á aö skoöa
Tropicanaverksmiöjurnar, ef þau
óska þess, en margir nafnkunnir
staðir eru einnig á þessum
slóöum, svo sem Disney World
safniö, Kennedyhöföa, frægar
baöstrendur og fleira.
A blaöamannafundi hjá Sól h.f.
lét Daviö Scheving Thorsteins-
son, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, i ljós, aö Tropi-
cana-appelsinusafinn væri of dýr
hér á landi:
baö er hart, aö hráefni til
gosdrykkjaframleiöslu skuli vera
toUfrjálst, en greiöa þurfi toll af
hráefni til aö framleiöa hreinan
appelsinusafa.
Fyrrverandi flugmenn Vængja hf.:
Samningsvilji stjórnar
Vængja var í lógmarki
| Timanum hefur borizt greinar-
gerö frá fyrrverandi flugmönnum
Vængja h/f. bar segir m.a.:
Eins og fram hefur komið
ákvað stjórn Vængja h/f að slita
samningaviðræðum við flugmenn
félagsins, sem þá höföu staðið
yfir hjá sáttasemjara rikisins i
um viku tima.
A fundi með stjórnarformanni
Vængja h/f hjá sáttasemjara
rikisins 30. april s.l. lýstu flug-
menn þvi yfir að þeir væru reiöu-
búnir að halda áfram störfum
eftir 30. april ef stjórnin aftur-
kallaði uppsagnir þeirra flug-
manna, sem upp haföi veriö sagt
er þeir gengu i stéttarfélag flug-
manna FIA. Stjórnarformað-
urinn afþakkaði gott boð og sagði
að slikt kæmi ekki til greina.
Hinn 2. mai s.l. lögöu flugmenn
Vængja h/f fram sin þriðju
samningsdrög, þar sem enn var
mjög verulega slegiö af öllum
fyrri kröfum, allt gert af þeirra
hálfu til að samkomulag mætti
takast sem fyrst, þar sem þá
þegar var komið til stöðvunar á
öllu flugi Vængja h/f. Tilboð þetta
var á allan hátt sniöiö eins og
frekast var kostur eftir tilboði frá
stjórn Vængja h/f., sem flug-
mönnum barst 23. apríl s.l.
bó var einn regin munur á, þar
sem flugmenn gerðu það aö skil,-
yröi, aö viö þá væri samiö sem
meölimi innan Félags ísl. at-
vinnuflugmanna, þó með tveim
varnöglum, sem menn höföu
komið sér saman um á fundi hjá
sáttasemjara 1. mai s.l., en sam-
kvæmt lögum geta atvinnurek-
endur og mega ekki hafa áhrif á
hvort starfsmenn þeirra eru i
stéttarfélagi.
Laun þau sem flugmenn
Vængja h/f fóru fram á og voru
samþykkt af Vængjum h/f eru
mun lakarien laun annarra flug-
manna i innanlandsflugi.
Fullyrðingar stjórnar Vængja
h/f um að rekstur félagsins geti
með engu móti staðið undir
samningum viö núverandi
aðstæður koma flugmönnum æði
spánskt fyrir sjónir, þar sem far-
gjöld félagsins hafa nýveriö
hækkað um 14% og leiguflug um
20%, og meö tilliti til að rekstur
félagsins hefur allatiö gengið vel.
Stjórn VÆNGJA HF heldur þvi
næst fram að hún hafi samþykkt
þetta tilboð frá flugmönnum i
,,öllum meginatriöum” en getur
þess þó ekki aö þvi hafði verið
breytt i 15 atriðum og flest i þá átt
að gera aðild flugmannanna að
stéttarfélaginu að engu, og veiga-
mesta atriðið, að VÆNGIR HF
viðurkenndu ekki FtA sem við-
semjanda fyrr en FÍA hefði
stofnað sér deild innan sinna
vébanda þar sem flugmenn
VÆNGJA HF hefðu einir
atkvæðisrétt um sin mál. Stjórn
FIA gat ekki á neinn hátt skuld-
bundið sig til svo mikilla skipu-
lagsbreytinga á félaginu.
Með tilliti til þess sem að
framan greinir svo og margra
annarra atvika á liðnum árum
varð flugmönnum ljóst, að til þess
að tryggja öryggi farþega sinna,
svo og þeirra eigin fjölskyldna i
framtiðinni, yrði hvergi hvikað
frá aðild að FtA. Flugmennirnir
endurrituðu þvi næst sitt fyrra
samningstilb. frá 2. mal þó með
þeim breytingum, að flugstjóri
BN-2 Islander skyldi hækka i
launum um kr. 5000,- á mánuði,
miðað við tilboð frá Vængjum hf
23. april s.l. Svo og hluti lifeyris-
sjóösgjalds VÆNGJA hf hafði
hækkað um 4% og var þar farið að
lögum um starfskjör launþega frá
1974 um lifeyrissjóði og fleira,
sem flugmennirnir fengu engu
um breytt. Fullyrðingar um að
flugmennirnir hafi verið látnir
hækka kröfur sinar er visað til
föðurhúsanna.
Framkoma stjórnar Vængja hf
i þessari deilu er þess eðlis, að
ástæða getur veriö til að huga
betur að hvað að baki býr. Alitið
er, að hagur félagsins sé það
góður, að eigendur sjái sér hag i
að hætta rekstrinum og stinga
tugum milljóna gróða i vasann.
Við skoöun atburðarásar I
máli þessu kemur greinilega
fram, að samningsvilji af hálfu
Vængjastjórnarinnar var i algeru
lágmarki.
Fyrrverandi flugmenn Vængja
hf harma mjög hvernig þessu
máli lyktaði, en vegna þver-
móðsku og óbilgirni .fámennar
„Hluthafakliku” i VÆNGJUM
HF hafa þeir veriö sviptir atvinnu
sinni fyrir það eitt að fela stéttar-
félagi forsjá mála sinna.
Stjórn FIA svarar stjórn Vængja hf.:
FÍA hefur frá stofnun verið
opið öllum, sem hafa at-
vinnuflugsréttindi
Timanum hefur borizt athuga-
semd frá stjórn FIA vegna grein-
argeröar stjórnar Vængja h.f.,
sem birtist i blaðinu fyrir
skömmu. I þessari athugasemd
segir m.a.:
„Aö undanförnu hafa staðið yfir
tilraunir á vegum sáttasemjara
rflrisins til þess að koma á sam-
komulagi á milli flugmanna sem
starfaöhafa hjá Vængjum h/f og
stjórnar félagsins. bessar til-
raunir eru nú komnar I strand eða
jafnvel lokið, að sögn stjórnar
Vængja h/f.
bann 8. febrúar s.l. birti FIA
greinargerð I fjölmiðlum vegna
Vængjadeilunnar. bann 24. febrú-
ar ritar svo Hreinn Hauksson,
stjórnarformaður Vængja h/f
FIA bréf, sem svo siðar var birt i
dagblööum borgarinnar. Bréf
þetta er vart þess eðlis að þvi sé
svaraö. bað er uppfullt af
sleggjudómum og rakalausum ó-
sannindum, þar sem þvi er meðal
annars lýst yfir, að FIA sé ekki
stéttarfélag og vitnaö i vinnulög-
gjöfina frá 1938. Sá, sem les
vinnulöggjöfina og kemst að
þeirri niðurstöðu að FIA sé ekki
stéttarfélag, hlýtur að hafa notað
sömu aðferð við lestur hennar og
þegar: „Hann i neðra” fór aö lesa
bibliuna.
bann 10. mai s.l. lagöi áöur-
nefndur Hreinn Hauksson fram
hjá sáttasemjara rikisins endur-
rit úr gerðabók stjórnar Vængja
h/f.Tilskrif þessierui sama anda
ogannað, sem hjá Vængjum hefir
veriö gefið út á þrykki. bar eru
flugmenn Vængja og FIA bomir
hinum þyngstu ásökunum. I heild
eru þessi tilskrif þannig, að vand-
séð er hvaða tilgangi þau eiga að
þjóna. Einkum er þaö furðulegt,
að höfundur skuli sýna sátta-
semjara rikisins þá litilsvirðingu
að leggja fyrir hann plagg, þar
sem varla er að finna nokkurt
sannleikskorn. bar er þvi haldið
fram, að flugmenn hafi farið
fram á æviráöningu. betta er al-
rangt,slikthefiraldreiverið gert,
hvorki gagnvart Vængjum né nú-
verandi viðsemjendum FIA. bað
erboriðáFIA, aðhafa beitt FI og
LL kverkatökum, og komið i veg
fyrir vöxt og viðgang félaganna
og muni siöarmeir beita Vængi
sömu tökum. Ef litið er til þess,
að um 30 ára skeið hafa Fl, LL og
FIA búið saman, og i dag eru
Flugleiðir eitt öflugasta fyrirtæki
landsins þá virðast slik „kverka-
tök” ekki vera óheillavænleg
vexti og viðgangi fyrirtækja. bvi
er haldið fram að FtA hafi til
skamms tima verið lokaöur
klúbbur flugmanna Fí og LL.
betta er i samræmi við aörar
staöhæfingar stjórnar Vængja
h/f. FIA hefir frá stofnun verið op
ið öllum, sem hafa réttindi til at-
vinnuflugs á tslandi. Samninga-
nefnd skipuð flugmönnum, sem
störfuðu hjá Vængjum h/f hefir
annazt viðræöur við Vængi h/f, og
munu þeir sjálfir gera grein fyrir
þeim viöræðum, sem fram hafa
farið.”
Eðvarö Friöjónsson (I miöju), ásamt verkstjóranum, sem framleiðir Tropicana, Jens Ingimundarsyni,
og Daviö Scheving Thorsteinssyni framkvæmdastjóra. Mynd Ingimundur Magnússon