Tíminn - 14.05.1976, Page 10
10
TÍMINN
Föstudagur 14. ma! 1976.
Steingrímur Hermannsson:
Erfitt að vera í félags-
skap með Bretum
í NATO
— á sama tíma og þeir beita
okkur hernaðarofbeldi
STEJNGKIMUR Hermannsson
ritari Framsóknarflokksins var
tyrri ræöumaður fiokksins viö
útvarpsumræöurnar i gærkvöld.
í ræöu sinni kom Steingrimur
viöa viö og geröi m.a. aö um-
ræöuefni aödragandann aö
myndun núverandi stjórnar
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Sagöi hann, aö þaö
heföi valdiö sér vonbrigöum, aö
stjórninni heföi ekki tekizt nógu
vel að ráöa viö stærsta vanda
þjóöarinnar, efnahagsmáiin. Þá
ræddi hann um útfærslu land-
helginnar og þátttöku tslands I
Atlanlsh afsbandala ginu, og
sagöi m.a.:
„Þótt um útfærsluna hafi
verið full samstaöa, hafa að
sjálfsögðu veriðskiptar skoðan-
ir um einstök framkvæmda-
atriöi.
Þótt ég viöurkenni að ekki
beri að blanda um of saman
þátttöku okkar i Atlantshafs-
bandalaginu og fiskveiðilögsög-
unni, þykir mér ákaflega erfitt
að þola það, að við íslendingar
sitjum f samstarfi við Breta i
þeim félagsskap á sama tíma og
þeir beita okkur sliku ofbeldi á
Islandsmiðum, að fáheyrt mun
vera. Menn segja gjarnan, þaö
er mikill styrkur af þvi að vera
i Atlantshafsbandalaginu. Ég
spyr,hvererþessi styrkur? Var
það e.t.v. það, sem reið bagga-
muninn, að Bretar sökktu ekki
Tý um daginn? Ég á erfitt með
að koma auga á styrkinn. Og um
hitt er ég sannfærður, aö það
vopn, sem andstæðingurinn veit
aðaldreiverður beitt, er til litils
gagns. Ég er þvi fylgjandi, að
sendiherra okkar hjá Atlants-
hafsbandálaginu sé kvaddur
heim. Þeirrar skoðunar eru fjöl-
margir Framsóknarmenn, en
um það hefur ekki náðst sam-
staða innan stjórnarflokkanna.
í staöinn hefur sendiherra okk-
ar hjá Bretum verið kallaður
heim, en það er ekki fullnægj-
andi. Eftir siðustu atburöi á ts-
landsmiðum, hótanir Nimrod
þotunnar, hlýtur mælirinn að
vera orðinn fullur hjá fleiri en
mér. Ef utanríkisráðherra fer á
fundNATO I næstu viku á þaö að
vera til þess að tilkynna, að við
treystum okkur ekki til þess að
taka þátt i þvi samstarfi iengur,
eins og nú er ástatt.”
Er Bandarikjamönn-
um sama um aðstöð-
una?
„Ég á einnig erfitt með að
sætta mig við málsmeöferð eftir
svar Bandarikjamanna við
málaleitun okkar um hraðbáta.
Þaö er ekkert annaö en löörung-
ur I andlit okkar, að utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna skuli
fara úr leið, stoppa i London,' til
þess að leggja áherzlu á það viö
starfsbróður sinn þar, að
Bandarikjamenn muni ekki
veita Islendingum aðstoð i fisk-
veiöideilunni. Þessá að krefjast
að utanrikisráðherra Banda-
ríkjanna komi hingað og gefi
skýringar. Einnig á að gera
honum grein fyrir þvi, að að-
staða sú, sem Bandarikjamenn
hafa hérá landi, erhvorki sjálf-
sögð né trygg, og satt að segja
full ástæða til þess eftir slika
framkomu, að hún sé endur-
skoðuö. Eina skýringin á þess-
ari framkomu er sú, að annað
hvort sé Bandarfkjamönnum
sama um aðstöðuna eða að hún
sé svo örugg að þeir geti leyft
sér hvaö sem er.”
Samstaða hefur
ekki tekizt
,,Um þessi atriði hefur ekki
náðst samstaða. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki verið til
viðræðu um það að blanda
þessum málum og fiskveiðideil-
unni viö Breta á nokkurn máta
saman, og út af fyrir sig er
Sjálfstæðisflokknum að sjálf-
sögöu frjálst að hafa þá afstööu.
Utanrikisráðherra og dóms-
málaráðherra hafa hins vegar
hvað eftir annað sýnt i þessum
málum stófum meiri festu, þótt
orð þeirra og aðgerðir hafi ef til
vill orðið máttlausari, þar sem
rikisstjórnin hefur ekki i heild
staðið að baki.”
Ekki langur frestur
Siðar I ræðu sinni vék Stein-
grimur aö v-þýzku samningun-
um:
„Samningarnir við
Vestur-Þjóðveija eru langt frá
þvi að gera góðir. En meiri hluti
Alþingis komst að þeirri niður-
stöðu, að þaö væri skárra að
gera samninga við Vestur-Þjóö-
verja og eiga aðeins i striði við
Breta, en að standa i styrjöld
við þessar þjóðir báðar. Þjóð-
verjum hefur ekki tekizt að
standa við það atriöi samnings-
ins að fá niðurfellda tolla á inn-
flutningi okkar i Efnahags-
bandalagið. út af fyrir sig get
ég sætt mig við, að þeir fái
einhvern viðbótarfrest til að at-
huga það mál, en ég fagna þeim
ummælum utanrikisráðherra,
að hann verði ekki langur. Ég
legg á það höfuðáherzlu, að
samningurinn við Vestur-Þjóö-
verja verði niður felldur, ef
tollalækkunin kemur ekki til
framkvæmda strax og i siðasta
lagi áður en hólfiö er opnað á
Vestfjarðamiðum 1. júlí n.k.”
Þurfum að fjölga tog-
urum i Landhelgis-
gæzlu
„Landhelgisgæzian hefur
staöið sig með miklum ágætum,
satt að segja miklu betur en ég
þorði að vona. Við eigum ao
halda baráttunni ótrauöir
áfram. Ég hallast að þvi, aö rétt
séað fjöiga togurum i Gæzlunni.
Þeir hafa reynzt sterkir og
hættulegir þunnri skel freigát-
anna. Það voru mikil vonbrigði,
að ekki náðist samstaða um
fjármagn til Landhelgisgæzl-
unnar án þess, að sú fjáröflun
kæmi I visitöluna og sem launa-
hækkun. Ég trúi þvi alls ekki, að
almenningur þessa lands standi
að baki Birni Jónssyni i þeirri
smánarlegu kröfugerð. Það er
aðeins timaspursmál hvenær
við losnum viö Breta. Við
þurfum aðeins að vera ákveðnir
og rólegir og standa saman.”
Mistök i raforkumálum
Siðar I ræðu sinni vék Stein-
gri'mur að raforkumálum og
sagði:
„Raforkumálin hafa mjög
veriðá dagskrá i vetur. Við oh'u-
hækkunina I lok ársins 1972
ákváðu menn, ef til vill meira af
kappi en forsjá, að gera allt,
sem unnt væri til þess að
tryggja innlenda orku i stað er-
lendrar. Sigölduvirkjun var
hafin, ákveðið var að ráöast I
virkjun Kröfiu, Bessastaðaár og
Suður-Fossár, og linu norður,
o.fl. Efalausteiga þessar fram-
kvæmdir ýmislegt til sins ágæt-
is. Hins vegar óttast ég, að við
þær allar hafi orðið meiri og
minni mistök, en um það ætla ég
ekki að ræöa. Langsamlega
stærstu mistökin verða rakin til
þess, að framkvæmdirnar eru
allar á sitthverri hendi. Lands-
virkjun virkjar Sigöldu, en sér-
stakar nefhdir settar á fót til aö
virkja Kröflu, leggja linuna
norður, virkja Suður-Fossá og
undirbúa virkjun Bessastaðaár.
Nýlega hefur að visu sumt af
þessu verið fært til Rafmagns-
veitna rikisins.”
Tillögur Framsóknar-
flokksins i raforkumál-
um
„Þessi glundroði i skipulagi
raforkumála er ekki nýtt fyrir-
bæri. Hann hefur verið að þró-
ast árum saman. Það er t.d.
orðið nokkuð langt sfðan Raf-
orkumálaskrifstofan var klofin i
frumeiningar slnar,þrjár stofti-
anir. Siðan vinna Rafmagns-
veitur rikisins og Orkustofnun
aðsömu vérkefnum á sitt hvorri
hæð sömu byggingar og virðist
þar nánast enginn samgangur
vera á milli. Við þetta ástand
verður alls ekki lengur unaö.
Þvi tók aðalfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins þessi mál
til sérslakrar meðferðar i byrj-
un þessa mánaðar. Eftir itar-
legan undirbúning, gekk fund-
urinnfrásamþykktum skipulag
raforkumála, sem Framsókn-
arflokkurinn er ákveðinn að
berjast fyrir. Með leyfi forseta
vil ég lesa samþykkt þessa.
Stefnt skal að jöfnun orku-
verðs um land allt. I þvi skyni
skal lögð áherzla á að tengja
saman raforkukerfi einstakra
landshluta, og tryggja þannig
sem hagkvæmastar fram-
kvæmdir og rekstur með sam-
keyrslu allra orkuvera og
dreifikerfa. 1 þessum tilgangi
skal stefnt að eftirgreindu
skipulagi orkumála:
1. Unniöverðiaðþviaðkomaá
fót einu fyrirtæki, sem annist
alla meginraforkuvinnslu og
flutning raforku á milli lands-
hluta. Rikisstjórnin taki i
þessu skyni upp samninga við
Landsvirkjun, Laxárvirkjun,
Andakiisárvirkjun, Rafveitu
Vestmannaeyjar, Rafveitu
Siglufjarðar og aðrar rafveit-
ur, sem eiga og reka orkuver,
um sameiningu sliks reksturs
í einni landsvirkjum, Islands-
virkjun. Aðilar að þessu fyrir-
tæki og stjórn þess verði
rikissjóður og landshluta-
veitur. Eignarhluti rikissjóðs
skalaldreivera minnien 50 af
hundraöi. Fyrirtækið undir-
býr virkjanir og lætur virkja.
2. Unnið verði að þvi að koma á
fót landshlutaveitum, sem
annist alla dreifingu og sölu á
raforku i viðkomandi lands-
hluta. Landshlutaveitur þess-
ar geti einnig annast rekstur
hitaveitna. Þær sjái um frara-
kvæmdir, sem nauðsynlegar
eru vegna viðkomandi rekst-
urs. Aðilar að slikum lands-
hlutaveitum og stjórnum
þeirra verði sveitarfélögin og
væntanleg Islandsvirkjun.
3. Orkustofnun veröi rikis-
stjórninni tii ráðuneytis um
orkumál og annist upplýs-
ingasöfnun hvers konar um
orkulindir þjóðarinnar, geri
áætlanir um nýtingu þeirra og
annist frumrannsóknir fyrir
virkjanir. Orkustofnun veiti
íslandsvirkjun og landshluta-
veitum nauösynlega þjón-
ustu.
Þarnaer mörkuðsústefna, að
öll meginraforkuframleiðsla i
landinu verði á einni hendi. Með
þessu móti einu er unnt aö
tryggja, að hagkvæmustu fram-
kvæmdirnar verði valdar og
raforka seld með sama verði
um landallt i heildsölu a.m.k."
Deilt um f jölda forstjóra við
Framkvæmdastofnunina
Mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu í neðri deild
BREYTINGARTILLAGA þess
efnis, aö forstjórar viö Fram-
kvæmdastofnun rikisins yrðu
ekki fieiri en einn, var felld að
viðhöfðu nafnakalli i neðri deild
Alþingis i gær. Mjótt var á mun-
unum, því að breytingartillagan
féll á jöfnum atkvæðum, 17:17.
Breytingartillögu þessa bar
Ellert B. Schram (S) fram, en
hún var studd af Gylfa Þ. Gisla-
syni, sem dró svipaða breytingar-
tillögu sina til baka.
Breytingartillaga Elierts var
svohljóðandi:
„Samkvæmt lögum stjórnar
Framkvæmdastofnunar rikisins
skipar rikisstjórnin einn for-
stjóra. Skal hann annast daglega
stjórn stofnunarinnar og má ekki
gegna öðrum fastlaunuðum störf-
um”.
Eftirtaldir þingmenn greiddu
þessari breytingartillögu at-
kvæöi:
Benedikt Gröndal (A), Eövarð
Sigurðsson (Ab), Ellert B.
Schram (S), Eyjólfur Konráð
Jónsson (S), Garðar Sigurðsson
(Ab), Gils Guðmundsson (Ab),
Guðmundur H. Garðarsson (S),
GylfiÞ. Gislason (A), Jón Skafta-
son (F), Jónas Arnason (Ab),
Karvei Pálmason (SFV), Lúövik
Jósepsson (Ab), Vilborg Harðar-
dóttir (Ab), Magnús Torfi
Ólafsáon (SFV), Sighvatur Björg-
vinsson (A), Sigurlaug Bjarna-
dóttir (S) og Svava Jakobsdóttir
(Ab).
A móti breytingartillögunni
voru eftirtaldir þingmenn:
dór E. Sig. (F), Ingólfur Jónss.
(S), Ingvar Gislason (F), Jóhann
Hafstein (S), Lárus Jónsson (S),
Matthias Bjarnason (S), Matthi-
as A. Mathiesen (S), Ólafur
Jóhannesson (F), Páll Pétursson
(F), Pálmi Jónsson (S), Pétur
Sigurðsson (S), Sverrir Her-
mannsson (S), Tómas Arnason
(F), Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
og Þórarinn Þórarinsson (F).
Eftirtaldir sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna: Friðjón Þórð-
arson (S), Gunnar Thoroddsen
(S), Stefán Valgeirsson (F), og
Þórarinn Sigurjónsson (F).
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra var fjarstaddur.
Aðrar breytingartillögur voru
felldar með meiri mun, þ.á.m.
breytingartillaga frá Framsókn-
arþingmönnunum Stefáni Val-
geirssyni, Gunnlaugi Finnssyni,
Þórarni Sigurjónssyni og Páli
Péturssyni þess efnis, að af
árlegu framlagi rikissjóös i
Byggðasjóð skuli renna 26% i
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Framleiðslugjald Álfélagsins
FRUMVARP um Albræösluna i
Straumsvík, viðbótarsamningur,
var samþykkt sem lög frá Alþingi
i gær. í umræöum geröi Gunnar
Thoroddsen iönaöarráöherra
grein fyrir samkomulagi viö
Hafnarfjaröarkaupstaö um fram-
Iciöslugjald frá Alfélaginu og
veröur þaö 240 þúsund dollarar á
ári, eöa rúmlega 43 milljónir Is-
lenzkra króna.
Annars verður tekjum af fram-
leiðslugjaldi Álfélagsins ráðstaf-
að þannig:
Af árlegri heildarf járhæð
gjaldsins rennur jafnvirði 240
þús. Bandaríkjadollara tU Hafn-
arf jarðarkaup-
staðar, án tillits
til skiptingar
gjaldsins að
ööru leyti. Upp-
hæð þessi skal
hækka I jafn-
virði 250 þús.
dollara á ári frá
og með afhend-
ingardegi rafmagns til þriöju
stækkunar bræðslunnar, ef til
hennar kemur samkvæmt aðal-
samningnum. Upphæöin reiknast
hlutfallslega fyrir brot úr
almanaksári, þegar framleiðslu-
gjald er gert upp fyrir skemmra
timabil.
Til Hafnárfjarðarkaupstaöar
renna jafnframt 18% af árlegri
heildarfjárhæð gjaldsins.
Til Iðnlánasjóðs renna 4,1% af
heildarfjárhæð gjaldsins.
Að öðru leyti rennur gjaldið i
rikissjóð, er ráðstafar hlut sinum
gagnvart Byggðasjóði, sam-
kvæmt lögum á hverjum tíma.
Upphæð þá, er renna skal til
Hafnarfjarðarkaupstaðar, sam-
kvæmt fyrsta lið, má endurskoða
með hliðsjón af þróun fasteigna-
skatta á tveggja ára fresti, i
fyrsta sinn 1. jan. 1979, með
samningum milli rikisstjómar-
innar og Hafnarfjarðarkaupstað-
ar, og getur hvor aðili um sig ósk-
að eftir endurskoðun.