Tíminn - 14.05.1976, Side 13

Tíminn - 14.05.1976, Side 13
Föstudagur 14. mai 1976. TÍMINN 13 Búnaðartíðindi Gísli Kristjánsson skrifar Fjárkláði Hvers vegna var kúnum fargað ? Fjárkláði er vágestur hvar svo sem hann rikir og ræður. Siðan 1760 er hann fluttist til landsins með spönsku hrútun- um, sem verða skyldu til ullar- bóta, hefur margt skeð og á mörgu gengið. Siðust tiðindi ; þvi sviði hafa gerzt i Húna- vatnsþingi fyrir stuttu, sumir töldu bara gamanmál, en fjár- kláði hefur i rauninni aldrei ver- ið gamanmál, og er það eigi frekarnú en fyrr. Niðurskurður og baðanir, baðanir og niður- skurður, illindi og óáran hafa staðið um fjarkláðamál i meira en tvær aldir og enn hefur fjár- kláði fundizt i nokkrum sveitum norðanlands og sunnan. En fjárkláði er viðar en á fs- landi og er þó engin huggun fyrir okkur. Farmers Weekiy segirfrá þvi fyrir skömmu, að i 20 greifadæmum i Bretlandi hafi fjárkláði færzt i aukana, svo að ekki hafi þótt ráðlegt annað en rækilega böðun — kláðaböðun — þvi að siöan 1973 hafi verið reynt að stemma stigu þessa leiða farandkvilla, en þegar nú er svo komið, að kláði er i að minnsta kosti 200 hjörðum, sé engin leið önnur fær en að krefjast almennrar kláða- böðunar. Fóöurmeistarinn gulivægur Það hefur löngum verið þekkt og viðurkennt, að arðsemi bú- fjár er að nokkru háð góðum hug, sem rikjandi þarf að vera milli skepnunnar og hiröisins. „Góður hirðir er gulls igildi” er málsháttur, sem viða um lönd er algilt máltæki. Dýrasálar- fræðingar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir, hve mikla þýð- ingu það hefur að góður hugur riki milli hirðis og dýrs. t Bret- landi hefur verið kannað hvað umgengnishættir hafa að segja gagnvart afuröasemi kúnna. Slikt er að visu erfitt að mæla eða vega, en þar eins og hér og alls staðar er munur á viðbrögð- um skepnanna eftir þvi hvort fjósamaðurinn fer með gusti, sparkar i kýrnar og togar i hala þeirra, eða farið er að öllu með gát, strokið um lend og klórað i hnakka. Við fyrrnefnd viðbrögð hrökkva kýrnar i kút, en drynja gjarnan vinalega við umgengni hins siðarnefnda. Meira að segja þykjast Bretar hafa veitt þvi eftirtekt, að það hafi áhrif á afurðasemi kúnna hvort fjósa- maðurinn er þögull og þurra- frostlegur eða tali vingjarnlega við gripina og láti vel að þeim. Sé það rétt, að afurðasemin verði meiri er létt útvarps- hljómlist rikir i fjósi skil ég það vel, sem Sölvhöj fjósameistari á Lyngby búnaðarskóla sagði við mig, er ég dvaldist þar sumarið 1936, en hann sagði: „Geðlag kúnna breytist i samræmi við lögin sem ég raula, þær kunna þvi bezt er ég syng létt lög, þá mjólka þær betur”. Liklega er þetta alveg rétt. Landeyðing Land getur eyðst á ýmsa vegu. Við Islendingar þekkjum bezt þau spjöll á gróðurlendi, þar sem vindar og vatn eru mikilvirkust öfl. Sandfok breið- istyfir gróðurlendi eða heflar af þann gróður, sem fokið fer um og árangurinn verður eyðimörk, svo sem við þekkjum um Rang- árvelli og marga aðra velli á vissum hlutum landsins. Torfan verður svo þung að hún skriður niður brekkuna og flag verður eftir. Þar eru skriðuföll land- eyðandi. 1 öðru lagi geta leysingar og stórrigningar valdið vatns- flaumi, sem safnast i skorur milli hæða og grafa þar sidýpk- andi rásir unz þær verða að djúpum giljum, sem stundum verða svo djúp og við, að nýjar vatnsrásir myndast i hliðum þeirra. Afbrigði af þessu tagi má sérstaklega sjá og skoða i Grafningi, en hvergi hef ég séð vatnsgröft meiri en þar til skemmda á gróðurlendi hér- lendis. Og svo eru það náttúrlega eld- gosin, sem eiga sinn mikla þátt i landeyðingu, timabundinni að minnsta kosti, bæði hér og þar. Sjávarrof Hér gnauðar brim við björg og á skerjum við alla strandlengju okkar, og verður sjálfsagt eitthvað ágengt um niðurrif hennar, en það fer hægt. Með öðrum orðum eru nátt- úruöfl af þessu tagi langtum mikilvirkari. Varnargarðar Hollands hafa verið gerðir til að hindra landauðn af völdum sjávar. Við vesturströnd Jót- lands hafa varnargarðar verið reistir i sama skyni sunnan við Esbjerg og alla leið til landa- mæra. Þar liggur stundum við að ræktunarlönd eyðist vegna flóða, en til þessa hefur tekizt aö hindra eyðingu, og nú er talað um að efla þar varnargarða og reisa nýja fyrir hundruð mill- jónir króna. Við nyrðri hluta józkrar strandar nagar Norðursjórinn stöðugt sandhólaströndina i þeim mæli, að á 10 árum eyðast 15 metrar, eða 240 rúmmetrar á hverjum metra strandlengjunn- ar. Virkin, sem Þjóðverjar reistu á ströndinni, til varnar liklegri innrás Englendinga á striðsárunum, hafa langflest hrunið fram af brúninni i fjöru niður. Gert er ráð fyrir að verja hundruðum milljóna króna til þess að tryggja umrætt sjávar- rof vesturstrandar Jótlands. Er helzt ráðgert að hamla stórbrimi við ströndina meö þvi að gera rif, svo sem nokkur hundruð metra frá landi, svo að þar lægi öldurótið verulega. Framkvæmd af þvi tagi hefur reynzt vel viö strönd Flórida, og vænta Danir hliðstæðs árangurs af hliðstæðu framtaki. G.K. —Tilraunastöðin i Röbaks- dal inyrstu héruðum Sviþjóðar, sendir bændum i landshlutanum yfirlit yfir sitthvaö, sem geristi búnaðarmálum á landssvæðinu, i vélrituðu upplagi. Hingað hefur borizt eintak af fjölriti, sem gerir grein fyrir hvers vegna kúnum er fargaö i þessum landshluta. Á fimm ára skeiði var þetta rannsakað i Vesturbotnum. Þar standa 6 kúakyn i fjósum bænda og var nokkur mismunur á hve vel hin einstöku kyn ent- ust. Má geta þess m.a., að eitt kúakynið öðrum fremur gekk ört til rýrðar á umræddu tima- bili vegna lélegra afurða. Það reyndist eftirtektarvert, að tvær meginástæður vorufyrir þvi, að ungum kúm var fargað eða þær hafa drepizt, en það eru frjó- semistruflanir og júgurbólga. Frjósemistruflanir urðu veru- legar strax eftir fyrsta kálf og fóru siðan vaxandi. Hins vegar voru júgurveilur breytilegar frá ári til árs og greinilegur munur þar milli kynja. Höfundur skýrslunnar leggur áherzlu á, að bændur hljóti að vera á verði og reyna úrbætur sérstaklega i þvi er varðar ofan- greinda annmarka. Fráfallsástæður i kúahjörð bænda i Norður-Sviþjóð á árun- um 1969-1974 Fjöldi % Lélegarafurðir.........438 17,3 Frjósemistruflanir....546 21,6 Júgurgallar............257 10,2 Slys .................. 90 3,6 Doði................... 58 2,3 Seldar til lifs........ 62 2,5 Burðarerfiðleikar..... 18 0,7 Geðvonska............... 18 0,7 Ýmsar ást. (ónefndar) .507 20,1 Samtals 1994 79,0 Tölurnar i töflu þessari til- greina fjölda þeirra kúa, sem féllu frá á 5 árum, en þær voru 79% þeirra, sem við talningu fyrsta árið stóðu i áhöfnum bænda. Hér var um að ræða gripi af þrem kynjum. Þegar um getur fyrst greindu ást. hefur það auðvitað verið mats- atriði eigenda hvort farga skyldi kú, eða biða þess að hún ef til vill bætti sig með aldrin- um. Alitamál má þvi telja hvort eða hvernig meta skal þessa stóru tölu.enda þótt hún sé stað- reynd. Hinu er ekki að leyna, aö al- gengustu ástæðurnar til förgun- ar voru frjósemistruflanir og júgúrbólga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.