Tíminn - 14.05.1976, Qupperneq 20
TÍMINN
Föstudagur 14. mai 1976.
juodos
misios
„SVÖRT AAESSA
Á LITHÁÍSKU
JG. Reykjavlk. Nýlega hefur
borizt hingað til lands nýútkomin
bók eftir Jóhannes Helga. Er þaö
þyðing á Svartri messu á
litháisku. Þetta er hin vandaöasta
útgáfa, en bókin er i þýöingu
Vincentas Stravinskas.
Ctgefandi er forlagið Vaga I
Vilnius. Bókin er gefin út I 25.000
eintökum, sem veröur aö teljast
mikiö upplag af skáldriti á þessu
tungumáli.
Að sögn höfundar hefur Svört
messa komiö út á fleiri tungu-
málum, þar á meöal á rússnesku,
og von er á stórri pólskri útgáfu
innans skamms. Hefur sagan
hloiið góöar undirtektir erlendis.
Þá munu fleiri þýöingar á ritum ,
Jóhannesar Helga vera I undir-
búningi.
Gamall bíll óskast
fólksbill eða vörubill, árgerð 1927 til 1940.
Útlit og ásigkomulag skiptir ekki miklu
máli.
Upplýsingar i sima 50755.
Ljósmæður
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki vantar ljós-
móður til sumarafleysinga, upplýsingar á
skrifstofunni simi 5270.
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sauðárkróki
Auglýsið í Tímanum
Helgi Benónýsson:
„Mörg dæmi þess, að innlendir
menn þjóni erlendum hagsmunum"
Lincoln og Ægir takast á innan islenzku landhelginnar. Allt þaö sem Landhelgisgæzlan og hennar
menn hafa á sig lagt, væri til litils, ef landar þeirra sinntu aðeins hagsmunum Breta.
Helgi Benónýsson skrifar:
Fjölmiðlum hefur orðið tiö-
rætt um landhelgismáliö, enda
er þaö nú mál málanna, og
hefur almennt verið fylgzt mjög
vel meö fréttum af þvi. Auk þess
hefur spurzt af hafréttarráð-
stefnunni og frá erlendum
fréttamiölum, sem fjallað hafa
um þaö. Þar hafa varðskips-
menn átt mestan hlut. Þeir hafa
getið sér ódauðlegan orðstir,
jafnt utanlands sem innan, fyrir
frábæra framgöngu sem
baráttumenn, og ekki sizt fyrir
fádæma snilli i stjórn skipa,
þegar þeir hafa átt i höggi við
hin stóru herskip Bretanna og
við klippingu veiðarfæra land-
helgisbrjótanna.
Yfirmaður þessara mála er
dómsmálaráðherra, Ólafur Jó-
hannesson. Hann hefur staðið
sem klettur, óbifanlegur að gefa
erlendum aðilum nokkuð eftir i
hinum áleitnu kröfum þeirra
um miklar ivilnanir, en gætir
þess, ásamt landhelgisnefnd, að
berjast ekki á tvennum vig-
stöðvum samtimis. Það hefur
flestum foringjum i heiminum
orðið að fótakefli. Þvi var samið
við Þjóðverja, sem oftast hafa
sýnt okkur sanngirni.
Þegar aðrir stjórnendur
landsins létu sér nægja að lita til
andstæðinga okkar „alvarleg-
um augum” og þágu heimboð af
þeim, þá lét Ólafur engan bilbug
á sér finna. En einmitt þá hefst
herferð gegn honum á innlend-
um vettvangi.
Sé saga Islands lesin, sjást
þess mörg dæmi, að innlendir
aðilar hafa unnið i þágu and-
stæðinga þjóðarinnar. Þegar
Noregskonungur ágirntist
ísland, fékk hann til þess Þórar-
in Nefljótsson, en þá hitti hann
fyrirEinar Þveræing, sem tók á
þeim málum eins og Ólafur
Jóhannesson gerir nú.
Þegar Gissur jarl á
Sturlungaöld, tók við jarlstign-
inni af Noregskonungi, varð
hann að lofa að ganga milli bols
og höfuðs á erfingja norsku
krúnunnar, Þórði Andréssyni,
siðasta Oddaverjanum. Þegar
ráðuneyti Hermanns Jónasson-
ar færði landhelgi íslands út i
tólf milur, árið 1958 voru kratar i
stjórn. Siðar svikust þeir undan
merkjum, sömdu við Eng-
lendinga og leyfðu þeim veiðar
innan tólf milnanna og gengust
inn á að ekki yrði fært meira út
fyrr en alþjóðadómstóll gæfi
leyfi til þess. Þar við sat i
fimmtán ár, enda þótt islenzk
fiskimið væru þurrausin. Þá
kom til valda núverandi dóms-
málaráðherra og stuðlaði að þvi
að landhelgin væri færð út i
fimmtiu mílur, og siðar út i tvö
hundruð milur.
Heigi Benónýsson.
F.J. skrifar
Ómennskt rannsóknarlögreglukerfi
F.J. skrifar:
Mig langar til að vekja athygli
á þeim ummælum Guðnýjar
Sigurðardóttur, eiginkonu Geir-
finns Einarssonar i blaðaviðtali
á þriðjudag, að henni hafi aldrei
verið skýrt frá þvi fyrirfram,
þegar sakadómur Reykjavikur
hefur sent fjölmiðlum frétta-
tilkynningar um rannsóknina á
hvarfi manns hennar.
Mér finnst þetta i hæsta máta
hárðneskjulegt gagnvart henni
og börnum þeirra, ekki hvað sizt
þar sem þær upplýsingar, sem
fram hafa komið eru hryllilegar
lýsingar á hugsanlegum enda-
lokum mannsins. Ég trúi þvi
varla, að allt rannsóknarlög-
reglukerfið i Reykjavik sé svo
ómennskt, að það geti ekki gef-
ið sér smátima til að skýra kon-
unni frá þessu, svo hún geti búið
börnin undir það að þessar
upplýsingar séu gerðar opinber-
ar.
Það skal tekið fram, að konan
getur þess i viðtalinu að slik
samráð hafi veriðhöfö við hana,
er málið var fyrst rannsakað i
Keflavik.
■ - - ♦.
; , ; , : ,.v.ðW
Það sem fram fer innan þessara veggja, þegar rannsókn stendur
yfir I aivarlegum sakamálum, er oft þess eðlis, að full ástæða er
til að nokkur leynd hvili yfir. Engu að siöur ætti sú krafa að vera
réttmæt, að eiginkonu Gcirfinns Einarssonar sé tilkynnt um það
með nokkrum fyrirvara, þegar fjölmiðlum eru látnar I té upp-
lýsingar um gang þess máls. Svo langt má leyndin ekki ná, að
börn Geirfinns hljóti skaða af, enda varla ástæða til að leyna
fjölskyldu hans þvi, sem vitað er að fjölmiðlar birta fáeinum
klukkustundum siðar.