Tíminn - 14.05.1976, Síða 24

Tíminn - 14.05.1976, Síða 24
brnado þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 22 Simar 85694 & 85295 Saltsteinar fyrir hesta, sauðfé og nautgripi blár ROCKIE hvítur KNZ rauður KNZ SAMBANDIÐ ^S, INNFLUTNINGSDEILD Páfi hvetur fjölmiðla til að verja mannrétt- indi Reuter, Vatikaninu. Páll páfi hvatti i gær fjölmiöla i heimin- um til þess, að gerast virkir varnaraðilar fyrir mannrétt- indi. t tilkynningu sem hann lét frá sér fara i gær hvetur hann fjölmiðla til þess að „vera i raun þjónar og verjendur mannréttinda og mannlegrar skyldu.” Hlutverk fjölmiöla er ekki aöeins aö vera tæki til aö koma á samböndum og dreifa fregnum .... umfram alit er» fjölmiðlar tæki sem sérlega eru fallin til kennslu og þjálfjölmiölar tæki sem sér- lega vel eru fallin til kennslu og þjálfunar, sagði páfi. Samkvæmt tilkynningu páfa eru réttindi þau sem verja þarf þessi, Rétturinn til aö lifa, til aö nema, til aö vinna, til aö fæðast, til ábyrgöar I for- eldrahlutverki, til friösam- legrar tilveru, til frelsis og þjóöfélagsiegs réttlætis, svo og til þess að játa tril og starfa aö trúmálum. Þá sagði páfi, að þaö verk sem væri algerlega á valdi og ábyrgö fjölmiðla væri aö sjá til þess, að fólk nyti réttar sins, aö fá réttar og fuilnægj- andi upplýsingar. Friðað svæði fyrir seli.... Reutcr, Hannover.— Hópur v- þýzkra visindamanna, sem starfandi eru viö háskóla, krafðist þess i gær aö komiö yröi upp friöuðu svæöi fyrir seli á Noröursjávarströnd Þýzkalands. t skýrslu, sem byggð er á fimm ára athugunum segir, að fjöldi sela muni enn fara mjög minnkandi, ef ekki komi til sérstakar neyöarráðstafanir. Visindamennirnir kenna mengun og feröamönnum einkum upn þá miklu fækkun, sem oröiö hefur á selum viö strönd Þýzkalands, A árunum 1953 til 1963 voru skráðir þar allt aö þrjú þúsund selir, en áriö 1973 var tala þeirra rétt •ÍÉSHORNA IVIILLI tæplega eitt þúsund og fimm hundruö. Fara visindamennirnir fram á bann viö veiðum á sel. Verkföll i Frakklandi Reuter, Paris— Vinstrisinnuö verkalýösfélög I Frakklandi efndu i gær til verkfalla um allt landið, til þess að leggja áherzlu á kröfur sinar um launahækkanir, styttingu vinnutimans og lækkun eftir- launaaldurs meðal verka- manna. Vegna verkfalla þessara fór rafmagn af stund og stund og haföi þaö áhrif á störf flestra stofnana og fyrirtækja, þar á meðal sjúkrahúsa, kolanáma, banka, opinberra þjónustu- stofnana, svo og samgangna. tltsendingar útvarps og sjón' varps trufluðust vegna orku- fallsins og sorphreinsun fór ekki fram I París i gær. Verkföll þessi, sem efnt var . til aö undirlagi kommúnista og annarra vinstrisinna meðal verkalýðsforystunnar, náðu hámarki, þegar haldin var kröfuganga um miðborg Parisar, en i henni tóku þátt um tuttugu þúsund manns. Ekki sama hvort er, dýr eða menn. Reuter, Oxford.— Dýralæknir nokkur i Oxford lézt nýlega eftir að hafa vegna mistaka sprautað sjálfan sig meö dýralyfi og þrem dögum siöar framdi unnusta hans sjálfs- morö, með þessu sama lyfi. Lyf þetta er deyfilyf. Fyrir rétti kom fram, aö dýralæknirinn, Ian Denly, heföi látiztskyndilega.eftir aö sprauta meö lyfinu Immobilon rispaöi handlegg hans, meöan hann reyndi aö sprauta folald meö henni. Bandaríkjamenn uggandi um þróun móla í Ródesíu: Hvetja bandaríska borgara þar til flóttaundirbúnings Reuter, Salisbury. Bandariskum ibúum Ródesiu hefur verið fyrirskipað að búa sig undir neyðarflutninga úr landi og bandariskum feröa- mönnum er nú ráðiö frá þvi aö fara til Ródesiu eöa að ferðast þar innanlands. Orsökin fyrir þessu er hið aukna mannfall sem orðiö hefur I baráttunni milli svartra skæruliða i landinu við stjórnarherinn og ótti manna um að átök þessi geti innan tiðar leitt til algerrar borgarastyrjaldar. Sendiráð Bandarikjanna sendi nýlega frá sér hvatningu til bandariskra Ibúa Ródesiu um að þeir búi sig undir flutninga úr landi. Þeir eru taldir vera á milli átta hundruð og eitt þúsund. Talsmaður rikisstjórnar hvita minnihlutans i Ródesiu sagði i gær, að hvatning þessi sýni aö Bandarikjamenn fylgdust ekki með þvi sem væri aö gerast i landinu, en I 'tilkynningum frá stjórnarhernum undanfarið hefur mátt fylgjast meö þvi aö mannfall hefur aukizt til muna og átökin harðna og breiðast út. Þrjátiu og sjö manns féllu i átökunum i siðustu viku og þótt tilkynningar hersins feli ekki I sér nánar lýsingar á ástandinu er greinilegt að hernaðarumsvif við landamæri Ródesiu og Mósambik þar sem skæruliðar og stjórnarherinn eigast við hafa aukizt til muna. Bandariskir ibúar Ródesiu hafa tekið fyrirmælum um flóttaundirbúning misjafnlega: sumir telja að stjórnin muni ráða við skæruliðana og vilja sig ekki hreyfa, en aðrir segjast sjá fram á algera borgarastyrjöld og vilja flytjast á brott. Nokkur fjöldi Banda- rikjamanna, mest fyrrverandi hermenn úr Vietnam, ber jast nú með stjórnarhernum i Ródesiu, en ekki er vitað hve margir þeir eru. Herinn er i uppbyggingu og er nú verið að kalla hermenn frá vigstöðvunum til þess að þjálfa nýliða. Endurskoðun dómsmóla í Bretlandi að hefjast Reuter, London. — Sérstakur áfrýjunarréttur mun fjalla um mál þeirra, sem dæmdir hafa verið I Bretlandi á grundvelli þess að einhver hefur talið sig bera kennsl á þá sem afbrota- Þetta var tilkynnt I gær, en þessi aðferð, sem beitt er bæði i Bretlandi og Bandarikjunum, sem og viðar, hefur verið gagn- rýnd harðlega undanfarna mánuði. Búizt er við að áfrýjunar- réttur þessi taki til meðferðar að minnsta kosti þrjú mál, þar sem saksakborningar voru dæmdir á grundvelli þess að sjónvitni á afbrotastað þóttist siöar bera kennsl á þá sem afbrotamennina. Nýlega hafa tveir menn verið látnir lausir, eftir að hafa hlotið dóma fyrir rán, vegna þess að forsendur dómanna hafa þótt of veikar til þess að láta þá sitja af sér fangelsisvist. Búizt er viö að sá þriðji verði látinn laus fljót- lega, en hann var á sinum tima dæmdur til lifstiðar fangelsis fyrir morð. Virðast ætla að berjast til þrautar í Líbanon: Sýrlendingar sakaðir um samsæri með USA, gegn vinstri mönnum .... Reuter, Beirút. — Bardagar á mörgum vigstöðvum i Libanon I gær juku enn á ótta manna um það, að sveitir hægri- og vinstrisinna væru ákveðnar i þvi, að reyna til hins ýtrasta að ná hernaðarlegum yfirburðum i landinu, áður en þær samþykkja að ræða hugsanlegar stjórnmála- legar lausnir á deilum sinum. Rockefeller tii jarðskjálftasvæðanna USA veitir 25 milljónir til hjálpar Reuter, Udine.— Nelson Rocke- feller, varaforseti Bandarikj- anna, kom I gær til ttaliu og mun hann þar feröast um svæði þau, sem illa urðu úti i jarö- skjálftunum I siðustu viku. Heimsókn hans bar að, skömmu eftir að Bandarikjaþing hafði samþykkt að veita tuttugu og fimm milljónir dollara til hjálparstarfs á jarðskjálfta- svæöunum. Embættismenn á jarð- skjálftasvæðunum tilkynntu i gær, að tala látinna i jarð- skjálftunum værienn áætluö um niu hundruð, særðir væru um eitt þúsund og sex hundruð. Talið er að um 23.650 hús hafi eyðilagzt eða skemmzt mikið i jarðskjálftunum, en þau eru i fjörutiu bæjum og þorpum, og um eitt hundrað og fimmtíu þúsund manns eru talin heimilislaus. Björgunarsveitir eru enn viö leit i rústunum og segir i opin- berum tilkynningum, að talið sé að enn eigi hundruð lika eftir að finnast. Nelson Rockefeller sagði við blaðamenn, þegar hann kom til Italiu i gær, að hann ætlaði i ferð sinni um jarðskjálftasvæðin að safna upplýsingum um það hverjir hjálparstarfsþættir væru mikilvægastir og afhenda þær Ford Bnadarikjaforseta. — Bandariska þjóðin vill vinna með ykkur að björgunar- starfi og endurbyggingu, sagði hann. Svo sem verið hefur lengst af, þá þrettán mánuði sem borgara- styrjöld hefur nú staðið i Libanon, dró nokkuð úr bardögum þar i gærdag, eftir aö þeir höfðu verið miklir yfir nóttina, bæði i Beirút, á fjallasvæðunum fyrir austan hana og i hafnarborginni Tripoli i norðurhluta landsins. Astandinu i Tripoli var I gær lýst sem „spennuþrungnu” eftir að til endurtekinna átaka hafði komiö milli vopnaðra Libanona, sem fylgjandi eru Irak og skæru- liða úr Saiqa, sem er samtök Palestinumanna með aðalstöðvar i Sýrlandi. Þessi átök endur- spegla spennuna, sem rikir milli Iraksog Sýrlands, en siöarnefnda rikið hefur flutt mikinn herafla inn i Libanon, undir yfirskini frið- arumleitana. Elias Sarkis, sem fyrir sex dög- um var kjörinn eftirmaður Franjiehs forseta Libanons, átti i gær viðræður við Pierre Gemayel, leiðtoga hægrisinna i LlDanon, um ástandið i landinu, en viðræöur þessar voru liöur i tilraunum Sarkis til að koma á friði með þvi að ráðgast við leið- toga beggja deiluaðila. Ennsjástþessþóenginn merki, að honum hafi miðað nokkuð I átt til samkomulags. Hægri menn segja, að til samningaviðræðna geti ekki komið fyrr en öryggi hafi verið komið á að nýju i landinu, en vinstrisinnar setja meðal annars það skilyrði, að hersveitir Sýrlands verði fluttar brott, áður en þeir setjast að samningaborði. Talið er óliklegt, að Sýrland flytji hermenn sina frá Libanon á næst- unni. Forystumenn vinstrisinna, undir forsæti Kamals Junblatts, sendu i gær frá sér harðorða yfir- lýsingu, þar sem þeir saka Sýrlendinga um að vera meginafl i samsæri Bandarikjamanna gegn vinstri mönnum i Libanon og þeim sveitum Palestinuaraba, sem barizt hafa við hlið þeirra. Sagði i yfirlýsingunni, að vinstri menn myndu beita öllum tiltækum baráttuaðferðum til að neyða Sýrlendinga til að draga hersveitir sinar til baka, en talið er að þær telji um tiu þúsund her- menn, sem hafi yfir að minnsta kosti fjörutiu skriðdrekum aö ráða. OPIÐ TIL og 9—12 laugardag Komið í Kaupgarð og lótið ferðina borga sig 10 í KVÖLD __MKLABRAUT WM MK • Kaupgarður .... á leiöinni heim / | Smiöjuvegi 9 Kopavogi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.